Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 20
20
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
Kvikmyndir
Atriði úr Getaway.
Ein þeirra erlendu kvikmynda sem
hafa farið sigmrför um heiminn að
undanförnu og sópaö tíl sín verðlaun-
um á erlendum kvikmyndahátíöum er
nýjasta mynd pólska leikstjórans
Krzysztof Kieslowski sem ber heitíð
Blue. Þetta er fyrsta myndin í þrennu
en myndirnar bera sama heiti og litirn-
ir í franska þjóðfánanum, þ.e. Blue,
White og Red.
Myndin hefst á bílslysL Bíl er ekið á
tré eftir að bílstjórinn hefur misst vald
á bílnum. Út úr ijúkandi bílflakinu
rúllar bolti, málaður í frönsku fánalit-
inum. Þessi opnun myndarinnar segir
töluvert til um handbragö Kieslowski
og gefur tóninn.
Nýttlíf
Boltinn er tákn um frelsið og þótt að
þetta óhapp hafi oröið þá heldur lífið
áfram að rúlla. Eigandi boltans,
stúlkubamið Anna, ferst hins vegar í
bOslysinu ásamt föður sínum Patrice,
frægum tónlistarmanni, meðan móðir-
in, Julie, er sú eina sem lifir þetta af.
Blue fjallar síðan um baráttu hennar
við að ná áttum í lífinu og jafna sig
eftir þennan hörmulega atburð. Fyrir
slysið átti hún yndíslega íjölskyldu og
mögulegan frama sem tónlistarkona
en nú ekkert nema lífið sjálft. Hún
spyr því sjálfa sig hver sé tOgangurinn
með lífinu og reynir aö finna svarið.
Eftir misheppnaðar sjálfsmorðstil-
raunir fer hún að byggja upp líf sitt
aö nýju.
Góðurleikur
Aðalhlutverkiö í myndinni er í hönd-
um Juliette Binoche, sem sló í gegn á
sínum tíma með leik sinum í myndinni
The Unbearable Lightness of Being.
Hún vakti einnig athygh með leik sín-
um í Luis Malle myndinni Damage.
Þeir sem sáu á sínum tima myndina
The Double Life of Veronique munu
sjá aö Kieslowski beitir likum stfl i
báðum myndunum. Hann er afskap-
lega vandaður kvikmyndagerðarraað-
ur enda hefur hann fengið góða skólun
í Póllandi. Hann er þegar byijaöur á
næstu myndinni í röðinni, Hvítt, sem
gerist aö mestu leyti i Póllandi.
White segir frá manni sem snýr aftur
til Póllands eftir .aö hafa yfirgefiö
franska eiginkonu sfna sem í sífellu
úthúðaði honum fýrir getuleysi og
aumingjaskap. í hinu nýja Póllandi fær
hann tækifæri tíl að rífa sig upp úr
meðalmennskunni og sýna hvað í hon-
um býr.
Það verður gaman að fygljast með
þessari þrennu Kieslowski því hér er
kvikmyndagerðarmaður á heims-
mælikvarða að verki.
Atriði úr Blue.
Áflótta
Eitt umtalaðasta parið í HoUy-
wood um þessar mundir eru þau
Kim Basinger og Alec Baldjvin.
Þeirra leiðir lágu saman í Walt
Disney myndinni The Marrying
Man sem endaði með brúökaupi á
síðasta ári. Það hafði margt gengið
á í lífi þeirra áður en þau giftust.
Basinger haföi leikið í röð mynda
sem fengu frekar slæma dóma og
Utla aðsókn eins og Cool World og
The Real McCoy og sleppt tilboöum
um að leika í myndum eins og Sle-
epless in Seattle sem varð ein vin-
sælsta myndin í fyrra. Basinger fór
einnig út í fasteignabrask með bróð-
ur sínum en ætlunin var að byggja
upp landsvæði í Georgia þar sem
Umsjón
Baldur Hjaltason
hún er fædd og uppaUn. Til að kór-
óna aUt saman lýsti Basinger sig
persónulega gjaldþrota eftír aö hafa
lennt í málaferlum og tapað út af
myndinni Boxingh Helena. Hún
haföi lofað framleiðanda myndar-
innar munnlega að leika í myndinni
en hætti síðan við aUt saman á síð-
ustu stundu, ekki síst vegna efnis
myndarinnar sem fjallaði um mann
sem sker bæði hendur og fætur af
ástmey sinni til að hún yfirgefi
hann ekki. Madonnu haföi einnig
verið boðið hlutverkið en hún hafn-
að því en þess má geta að leikstjór-
inn er dóttir hins þekkta kvik-
myndaleikstjóra David Lynch.
Misjafn árangur
Það hefur gengið eitthvaö betur
hjá Alec Baldwin en hjá Basinger.
Hann náði vinsældum með mynd-
um eins og Working Girl og ekki
síst The Hunt for Red October. En
hann hafði orð á sér að vera erfiður
í umgengni og dyntóttur í samstarfi
við leikstjóra. Hann geröi án efa
mistök að hafna aðalhlutverkinu í
myndinni Patriot Games, sem var
gerð eftir samnefndri metsölubók
John Grisham. Handritíð var skrif-
að með það í huga að Baldwin léki
í myndinni en eins og flestir vita
var þaö Harrison Ford sem hreppti
hnossið. Þess í stað skeUti Baldwin
sér á fjaUrnar í Broadway og lék
þar í leikrití eftír Tennesse WUl-
iams. í fyrra lék hann í myndinni
MaUce sem var hvorki fugl né fisk-
ur.
Mikið í húfi
Þaö er því mikiö í húfi fyrir þau
skötuhjú að endurlífga upp á
ímyndina og vinsældimar með nýj-
ustu mynd sinni Getaway. Eins og
nafnið bendir tfl er hér um að ræða
endurgerð á einni vinsælustu
spennumynd síðari tíma þar sem
Steve McQueen og AU MacGraw
urðu ódauöleg með leik sínum und-
ir sterkri stjóm Sam Peckinpah.
Það var Walter HOl sem skrifaði
handritið eftír samnefndri bók Jim
Thompson. Það var einnig hann
sem hafði 19 ámm síðar samband
við þau skötuhjú og vfldi láta endur-
gera myndina. Hann haföi aUan
þennan tíma verið sáraóánægður
með hve mikið af handritínu haföi
verið endurskrifað vegna tilmæla
Peckinpah. Því vUdi hann gera
mynd sem byggðist á hans upphaf-
lega handriti.
Nútíma útlagar
En Basinger var ekki of hrifin af
hugmyndinni. Henni fannst lítið
bitstætt í kvenhlutverkinu þar sem
aUt snerist um skotbardaga og elt-
ingaleik þar sem karlmaðurinn var
í sviðsljósinu. Hún samþykktí þó
að lesa bókina og komst að því að
þessi nýja útgáfa legöi meiri áherslu
á persónulegt samband söguhetj-
anna þar sem dregið væri úr hasar-
myndayfirbragðinu. Raunar má
segja að þessi nýja útgáfa nálgist
meira myndina um Bopnie og Clyde
(1967) sem var að mörgu leyti fyrir-
mynd þeirra sem stóðu að gerð
Getaway. í þeirri mynd fjallaði leik-
stjórinn Arthur Penn um samnefnd
bandarísk skötuhjú sem gerðu
garðinn frægan upp úr 1920 sem
bankaræningjar. Þau urðu nokkurs
konar þjóðsagnapersónur vegna
þess hve mikið umtal þau fengu og
Það eru þau Alec Baldwin og Kim Basinger sem fara með aðalhlutverkin.
hve lengi þeim tókst að forðast arm
laganna.
Sitt af hverju tagi
Getaway fjallar um smáglæpa-
mann og konu hans sem fremja
bankarán þar sem aUt fer úrskeiðis.
Áður en þau vita af eru þau komin
á flótta undir lögreglunni. Það sem
gerði myndina fræga á sínum tíma
fyrir utan góðan leik var ekki síst
eltíngaleikur sem fór fram á götum
San Franciscoborgar. Atriðin voru
einstaklega vel sviðsett, þó sérstak-
lega eltingaleUcurinn sem virkaði
mjög raunverulegur enda voru
kvikmyndatökumennimir í sjálfum
bílnum í sumum atriðanna. Ekki
sakaði það að Steve McQueen var
áhugamaður um kappakstur og ók
bflnum sjálfur. Auðvitað er ekki
hægt að endurtaka þessi atriði og
því hefur verið dregið úr mikflvægi
þeirra, tíl aö gera samanburðinn
ekki of einhæfan.
Kyntákn
Leikstjóri myndarinnar er Roger
Donaldson. Hann hefur gert ýmsar
spennumyndir sem í sjálfu sér hafa
ekkert skarað neitt fram úr en veitt
góða skemmtun eins og No Way
Out, CoctaO og svo White Sands.
Hann ber þeim Alec Baldwin og
Kim Basinger söguna vel og segist
ekki kannast við neina samskipta-
öröugleika. Þau hafi unnið verk sitt
mjög vel og vilji auðsýnOega eyða
þeim orðrómi að það sé ekki hægt
að starfa með þeim.
Hvort það hafi veriö ætlunin eða
ekki að notfæra sér Basinger sem
kyntákn, samanber mynd hennar 9
% Weeks, þá voru í handritinu
nokkuð djörf ástaratriði. Þau Bas-
inger og Baldwin voru ekkert feim-
in-við þessi nektaratriði en þegar
leikstjórinn fór að skoða mynd-
skeiðin fannst honum þessi atriði
draga of mikla athygU frá heOdar-
svip myndarinnar og gæti skapaö
rangar hugmyndir um efhi hennar
svo hann lét khppa flest þeirra
burtu. *
Getaway verður varla neitt meist-
arverk en gætí þó markað ákveðiö
upphaf að endurkomu þeirra skötu-
hjúa á hvíta tjaldið. Bseði eru góðir
leikarar og eiga vonandi eftír að
gleðja augu kvikmyndahúsagesta á
næstu árum. Það er alltaf erfitt að
endurgera myndir sem hafa skapaö
sér fastan sess í sögu kvikmynd-
anna.