Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 25 Menning Menningarverðlaunahafi DV í byggingarlist: íslenska sagan er sterk í manni - segir Högna Sigurðardóttir, arkitekt í París Einbýlishús í Garðabæ sem Högna teiknaði á sjöunda áratugnum. „Ég er mjög ánægð og glöð yfir að fá þessi verðlaun. Það er mér mikill heiður," segir Högna Sigurðardóttir, arkitekt í París og menningarverð- launahafi DV í byggingarhst. Högna hefur búið í París friT ármu 1949 er hún hóf nám í arkitektúr í Beaux- Arts listaskólanum, þá tvítug. í umsögn dómnefndar sagði: „Þótt Högna hafi lengstum starfað sem arkitekt í París eru verk hennar hér á landi rammíslenskari í eðli og hugsun en flest það sem byggt hefur veriö hér á landi á síðari tímum." „Ég hef ekki teiknað mörg hús á íslandi, aðeins nokkur einbýlishús auk sundlaugarinnar í Kópavogi sem enn er ekki fullbyggð," segir Högna. Einbýhshús þau sem hún teiknaði og byggð voru á sjöunda áratugnum vöktu mikla athygh vegna sérstæðs byggingarstíls þar sem leitað var í náttúruna. „fslenska náttúran, landslagið og sagan er svo sterk að hún býr ahtaf í manni og brýst fram þegar maður leitar að einhveiju nýju. Ég veit ekki hvort ég leita í ís- lenska náttúru, hún hýr hara í mér.“ Unnið til verðlauna Högna hefur rekið arkitektastofu í París í samfélagi með þremur öðrum, Jean-Pierre Humbaire, André Cresp- el og Bernard Ropa. „Við höfum unn- ið saman í nokkur ár og öh þau verk sem ég hef unnið hér í Frakklandi á undanfornum árum eru þeirra verk líka.“ Högna og félagar hennar hafa unn- ið th fjölda verðlauna. í Frakklandi er alltaf samkeppni um opinberar byggingar og hafa þau oft orðið hlut- skörpust. Högria sigraði fyrst í sam- keppni árið 1967 en þá starfaði hún með arkitekt sem heitir Fainsilber. Þau lögðu fram hugmynd um endur- skipulag borgarhverfis norður af París þar sem feha átti háskóla inn í skipulag borgar. Nú er hún að vinna yið stækkun háskólans París-Daup- hine. „Við erum aðallega aö vinna við þrjú verk núna. Það er mjög mik- ið að gera við þessi verkefni og því höfum við ekki tekið þátt í neinni keppni undanfarið," segir hún. „Það fer allur okkar tími í þessi verkefni. Hér á stofunni starfa einungis sex manneskjur," útskýrir hún. Högna hefur ekki unnið að neinu verkefni á íslandi frá því hún teikn- aði sundlaugina í Kópavogi. „Aðeins hluti þeirrar byggingar er kominn upp. Keppnislaugin er tilbúin en byggingarnar eru aðeins að litlum hluta reistar," segir hún. Högna segist ekki hafa ætlað sér að setjast að í Frakklandi þótt þannig hafi það æxlast. „Ég gifti mig hér úti og eignaðist tvær dætur. Þær eru nú uppkomnar og eru mikhr íslending- ar. Báðar tala þær íslensku enda hef ég lagt áherslu á að þær héldu þeim arfi sínum. Við höfum aha tíð um- gengist íslendinga mikið hér í Par- ís,“ segir Högna. lensku þrátt fyrir áratuga fjarveru frá landinu. „Við segjum það hér að íslenskan og franskan séu svo ólík mál að það sé ekki nokkur hætta á að þau renni saman. Ég býst við að það hafi hjálpað," segir hún. Högna kemur th íslands á hverju ári og heimsækir ijölskyldu sína. „Ég á mína kærustu fjölskyldu, fyrir utan dætur mínar, á íslandi," segir hún. í september sl. sýndu fimm nor- rænir arkitektar verk sín á Kjarvals- stöðum og var Högna meðal þeirra. Hús sem hún teiknaði fyrir þijátíu árum þykja enn sérstök og nútímaleg þar sem hún blandar saman torfi og steinsteypu. Högna notar ekki mikla liti í verkum sínum og lætur náttúru- litina njóta sín. í viðtali við Morgunblaðið í sept- ember, þegar sýningin stóð yfir, var Högna spurð hvort hún héldi að fólki liði vel í húsum úr steinsteypu þar sem litir eru fáir og formin gróf. Hún svaraði: „Aðaláhugamál mitt er fólk. Öll mín hugsun gengur út á það að gera það sem ég held að sé gott fyrir fólk. Þegar ég teiknaði þessi einbýlis- hús sem þú ert með í huga, leitaði fólkið til mín því það vissi hvernig ég teiknaði. Ég hef reynt að koma til móts við þær lífsvenjur sem fólkið átti.“ -ELA Högna Sigurðardóttir, arkitekt í Paris, hefur vakið mikla athygli fyrir sérstæð- an byggingarstíl. Sl. vor tók hún sæti í Akademíu franskra arkitekta. Sýndiá Kjarvalsstöðum Sjálf talar Högna lýtalausa ís- Helga Ingólfsdóttir semballeikari: Vil nýta krafta mína hér „Ég hef ekki lagt upp úr því að halda tónleika erlendis. Eg á svo djúpar rætur hérna á íslandi og vil að kraft- ar mínir nýtist sem mest hér. Ég hef næg verkefni. Staríið í Skálholti er afar umfangsmikið, auk þess sem ég er með hálfa stöðu í Tónlistarskólan- um í Reykjavík," segir Helga Ingólfs- dóttir semballeikari sem hlýtur Menningarverðlaun DV fyrir sem- baUeik sinn á síðasta ári og framlag sitt til tónleikahalds í Skálholti. Helga hefur áður hlotið menningar- verðlaun DV, en árið 1980 hlutu hún og Manuela Wiesler flautuleikari þau. „Sumartónleikarnir í Skálholts- kirkju hafa nú verið haldnir í 19 ár. Ég dvel aö mestu á staðnum meðan þeir standa yfir. í sumar lék ég óvanalega mikið sjálf því ég flutti Goldberg-tilbrigðin eftir Bach sem er eitthvert stærsta sembalverk sem samið hefur verið. Ég hafði tekið þá ákvörðun fyrir mörgum árum að ég hefði ekki nógan þroska til að flytja þau fyrr en ég væri orðin fimmtug. Þetta er geysimikið verk og það lang- erfiðasta sem ég hef nokkum tíma fengist við. Ég sé eftir að hafa ekki tekið til við að vinna það fyrr, vegna þess að nú urðu fyrir mér margs konar tæknivandamál, sem ég hefði betur átt að kljást við og leysa þegar ég var yngri. Það hefði gert mér ýmislegt auðveldara." Kær staður Staðurinn Skálholt er Helgu mjög kær. Þangað kom hún fyrst 1975 eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis. Þaðan í frá og til dagsins í dag hefur hún verið listrænn stjórnandi Sum- artónleika Skálholtskirkju. Með ár- unum hefur þessi tónlistarhátíð þró- ast út í að vera bæði kirkjutónlistar- og.barokkhátíð. „Þegar ég kom að Skálholti vorið 1975 uppgötvaði ég að ég hafði ekki fyrr heyrt svona góðan hljómburð. Þó hafði ég verið viðstödd óhemju marga tónleika á erlendri grund. Þá fann ég að það var enginn betri stað- ur fyrir mitt hljóðfæri, sembalinn, sem er hljómlítið, en þarf á sama hljómburði að halda og söngröddin, svo að kostir þess komi í ljós. Ég hef því tekið ástfóstri við Skálholt og verið þar mestan part með mína spilamennsku. Þar hefur verið minn strangasti og besti skóli. Þarna hjálpast allt aö, kirkjan, hljómburðurinn, staðurinn, saga hans, helgi og aðstaða öll. Ég fékk mjög góðar móttökur starfsmanna strax í byijun og í tímans rás hafa margir lagt hönd á plóg með mér, þarna er samvinna margra ólíkra aðila. Hversu vel hefur til tekist á ég þessu fólki að þakka. Mér frnnst Menningarverðlaunin ekki vera síð- ur til þeirra heldur en til mín.“ En hvernig skyldi það hafa atvikast að Helga hóf að læra á sembal? „Þegar ég var ung heyrði ég oft semballeik í útvarpinu en hann höfð- aði ekki sérlega til mín þá. Þegar ég hélt til náms í Þýskalandi hugðist ég leggja stund á píanóleik. Þá sá ég sembal í fyrsta sinn og hreifst mjög af því hljóðfæri. Ég fann að þetta var hljóðfærið mitt og uppgötvaði að bar- okktónlist hljómar sem ný á sembal. Seinna vaknaði áhugi minn á að heyra þessa tónlist leikna einvörð- ungu á gömul hljóðfæri. 1986 stofn- uðum við Bachsveitina í Skálholti. Reyndar kom fyrsti hljómdiskur okkar á markað í haust.“ Fyrsti sembal- leikarinn Þegar Helga kom aftur heim að námi loknu erlendis, var hún fyrsti lærði semballeikarinn hér á landi. „Það var ótrúlegt hvað þetta hljóð- færi fékk fljótt hljómgrunn hér. Strax þegar ég fór að halda tónleika fékk ég góða aðsókn. Ekki var síðra að tónskáld fengu áhuga á sembaln- um, þannig að ég hef getað frumflutt mörg sembalverk. Þá er ánægjulegt hve margir semb- alar eru komnir til landsins, bæði í tónlistarskóla og kirkjur. Hins vegar finnst mér þróunin vera nokkuð hæg að því leytinu til að ég vildi sjá fleiri nemendur í tónlistarskólum leggja stund á sembalnám. Ég er nú með þijá nemendur í semballeik og ég má vera ánægð ef ég miða við Tón- listarskólann í Munchen því þegar ég var að læra voru fimm slíkir nem- endur þar. í allt erum við nú fjórar konur sem erum starfandi sembal- leikarar hér á landi.“ Sumartónleikarnir hafa vakið at- hygh erlendis. Á síðasta ári heim- sótti Helgu tveir erlendir blaðamenn frá virtum tónlistartímaritum og áttu við hana viðtöl. Þá birti banda- rískt tónhstartímarit lista yfir áhugaverðar tónhstarhátíðir og þar gaf að líta Sumatónleikana í Skál- holti. „Ég vona að ég geti enn um hríð helgað mig starfinu í Skálholti," seg- ir Helga. „Jafnframt mun ég sem hingað til reyna að bæta mig sem sembaheikari, en í listum verður aldrei neinu lokatakmarki náð.“ -JSS DV-mynd BG Helga Ingólfsdóttir semballeikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.