Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Síða 11
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 11 Fréttir DV Hitaveituneöidin: „Menn eru nánastfalln- ir á tíma“ Stjóm Hitaveitu Akraness og Borgamess hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir von- hrigðum með það hve hægt hefur miðaö i vinnu hitaveitunefiidar iðnaðarráðuneytisins. Nefndin átti að koma með tillögur um það hvemig lækka mætti húshitun- arkostnað á Akranesi og í Borg- amesi en hefur ekki náð neinni niðurstöðu. Stjórnin áréttar brýna nauðsyn þess að lækka gjaldskrána þar sem óbreytt orkuverð frá 1987 hamli starfsemi veitunnar. „Þetta er svo viðkvæmt, fiókið og erfitt mál. Skipulag orkumála þama er flókið og hagsmunir eig- endanna fara ekki alltaf saman. Við höftnn lagt fram margar til- lögur og reynt að finna lausn en það hefur ekkert gengið. Það er ómögulegt að segja hvenær fæst niðurstaða í málinu," segir Sigfus Jónsson, formaður hitaveitu- nefndar iðnaðarráðuneytisins. „Menn eru nánast fallnir á tíma því að það er farið að styttast í sveitarstjómarkosningamar í vor,“ segir Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri hjá Hitaveitu Akraness ogBorgarfiarðar. -GHS Framhaldsskólinn: Styttðng getur strandað á kjara- samningum „Það er flókið mál að stytta námstímann til stúdentsprófs, ekki síst vegna kjarasamninga við kennara. Verið getur að þær hugmyndir strandi á kjaramál- unum en umræðan um þá hlið hefur ekki verið mikil,“ sagði Bjöm Teitsson, skólameistari Menntaskólans á ísafirði, um nýtt lagaframvarp um fram- haldsskólana þar sem gert er ráð fyrir styttingu náms undir stúd- entspróf úr 4 ámm i 3. Bæði Björn og Tryggvi Gísla- son, skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri, töldu samræmd stúdentspróf geta aðeins gengið upp í nokkrum námsgreinum. „Breyttir atvinnuhættir kalla á breytt framhaldsskólakerfi en það er tómt mál að tala um að bæta og breyta skólakerfi meðan kjör kennara verða ekki bætt,“ sagði Tryggvi og bætti við að sam- ræming allra stúdentsprófa væri erfið og þung I vöfúm og kostaði nákvæmt og dýrt eftirlit. -hlh Magnús Óskarsson: Tilbreytingað ráðasérsjálfur „Ég ætla ekki aö fara að vinna mig í áht í lögfræðibransanum, það er of seint En ég fæ aðstöðu til að dunda mér við lögfræðistörf á lögfræðiskrifstofunni sem son- ur minn, Óskar Magnússon, var á. Uppsögnin er í samræmi við ævagamla ákvörðun mina um að sitja ekki fram á sjötugsaldur og láta síðan henda mér út. Eftir 38 ár $ sama starfi er tilbreyting í því að ráða sér sjálfur,“ sagði Magnús Óskarsson borgarlög- maður en hann hefur sagt starfi sínu lausu. Uppsagnarfresturinn er þrír mánuðir. Magnús sagði mörg lög- frasðileg mál í gangi og að hann mundi hætta í samráði við vinnu- veitendur og arftaka sinn. Þá ætti hann inni orlof. Magnús gafekki mikiö fyrir póli- tískar vangaveltur varðandi upp- sögn sina. ,JÉg iæt skoöanakannan- irekkistjórnaminulífi." -hlh Maður sem var hætt kominn við björgun konu 1 Reykjavíkurhöfn: Láta mig borga fyrir að hætta Ivfi mínu - sendur reikningur fyrir sjúkrabíl, klæddur í larfa og útskrifaður „Þetta er sárt. Mér er alveg sama um þennan pening. Þetta em ekki nema 5000 krónur. Þeir geta kannski notað þetta í eitthvað en mér dettur ekki tii hugar að borga þetta. Það er prinsippmál. Ég hætti lífi mínu til að hjálpa konunni svo á að láta mig borga fyrir það. Það er tómt rugl,“ segir Óskar Montes, sjómaður um borð í Vestmannaey. Óskar, sem er frá Spáni en hefur búið hér í 9 ár, var hætt kominn í lok desember þegar hann kastaði sér eft- ir konu sem hafði fallið á milh skips og bryggju í Reykjavíkurhöfn. Konan hafði verið um borð í Vestmannaey, togara sem Óskar er skipverji á. Ósk- ar, sem er ósyndur, lét það ekki aftra sér frá að henda sér í sjóinn. Honum tókst að kafa á eftir konunni og halda henni á floti í talsverðan tíma. Fékk reikning Þegar aðrir komu á vettvang var Óskar hins vegar orðinn örmagna og gafst hreinlega upp. Honum var bjargað á land ásamt konunni, sem hann hafði bjargað, og fluttur með sjúkrabíl á Borgarspítala. Fyrir sjúkrabílinn fékk Oskar svo sendan nýlega 5000 þúsund króna reikning sem hann talar um hér að framan. „Mér hður aldrei vel á sjúkrahús- um þannig að ég spurði hvort ég mætti ekki fara. Svarið var jú. Galla- buxurnar mínar, skyrta og skór vom sett rennblaut í plastpoka. Ég var klæddur í svakalega stórar nærbux- ur, stórar gammosíur, sokka og plastboka yfir þá. Yfir mig fékk ég svo stórt teppi og var sagt að fara út. Ég fór niður og hringdi á leigubíl sem keyrði mig niður í skip. Leigubíl- inn þurfti ég svo að borga sjálfur. Þetta mundi aldrei koma fyrir á Spáni. Ég var reiðubúinn að fóma lifi mínu og svona er komið fram við mann. Ég er ekki að óska eftir heið- ursmerki en þetta fannst mér fúh- gróft,“ segir Óskar. Þurfti lækni og lyf Óskar eyddi svo gamlárskvöldi á hótelherbergi á Hótel Borg þar sem hann veiktist eftir volkið í sjónum. Hann fór til vinafólks síns í Mos- fehsbæ og þar var kallaö á lækni því alltaf versnaði heilsan. I ljós kom að hann hafði fengið snert af taugaá- falh. Hann þurfti að kaupa lyf, sem hann borgaöi sjálfur, því hann fékk martraðir í langan tíma á eftir. í sam- tals tvær vikur lá hann í veikindum en var ekki frá vinnu þar sem sjó- mannaverkfalhð stóð yfir þegar þetta var. Loks má geta þess að hann týndi hnsum, sem hann notar, þegar hann stakk sér í sjóinn eftir konunni og þurfti að kaupa nýjar fyrir 20 þúsund krónur. Þrátt fyrir þetta segist Óskar munu endurtaka þetta ef á þurfi að halda en menn ættu þó að hugsa hvernig komið er fram við þá sem em að reyna að koma einhverju góðu til leiðar. -pp Erlend myndsjá Elisabet Engiandsdrottning hefur verið á ferðalagi um fyrrum nýfendur sinar i Karibahafi að undanfornu og Þyska stórfyrirsætan Claudia var þessi mynd fekln af hennl þegar hún heimsótti saumastofu á Jamafku þar sem ein saumakvennanna Schiffer sprangar um i nýjum kjól sýnir henni afrakstur vinnu sinnar. Símarnynd Reuter frá ítölsku tiskudrottningunni Lauru Biagiotti á sýningu i Milanó. Simamynd Reuter Gamta bláeygða kempan, Frank Sinatra, og irski söngvarinn Booo tak- ast i hendur á grammy-verðlaunahátiöinni þar sem þeir hlutu báðir viðurkenningar, enda miklir afreksmenn hvor á sfnu tónlistarsviöi. Simamynd Reuter Þeir hafa fuila ástæðu til að vera svona kampakátir, þeir Alois Mock, utanrikisráðherra Austurríks, og Wolfgang Schussel elnahagsráðherra. Myndin var nefnilega tekin ettir aö samningar náðust um inngöngu Austurrikis i Evrópusambandið. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.