Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
Fréttir
11 ára drengur nefbrotinn og bólginn í andliti:
Sleginn með lurk í and-
litið af jaf naldra sínum
- móðirdrengsinskærðiárásinatillögreglu
Móöir 11 ára drengs hefur kært
til lögreglu árás á son sinn sem
átti sér stað um helgina fyrir utan
heimili hans. Drengurinn var sleg-
inn með lurk í andlitið þannig að
hann nefbrotnaði og bólgnaði mik-
ið í andliti.
„Hann var að leika sér fyrir utan
heima hjá sér. Þeir voru að slást
héma einhverjir strákar, eins og
gengur og gerist, og allt í einu tók
einn þeirra upp hluta af jólatré,
sem lá þama, og sló piltinn í andlit-
ið. Það er agalegt að sjá drenginn.
Hann er fjólublár í framan," segir
Elín Sigurðardóttir, móðir piltsins.
Drengurinn neíbrotnaði við
höggið og er stokkbólginn og fer
líklega til aðgerðar á Borgarspítal-
anum í dag ef bólgan fer úr andlit-
inu.
Elín segist varla geta trúað því
að svona lagað geti gerst. Böm slá-
ist og hafi alltaf gert en þegar of-
beldið taki á sig þessa mynd sé of
langt gengið. Hún hafi reynt að
ræða við móður piltsins sem sló son
hennar en hún hafi ekki verið
reiðubúin að ræða málið. Það sé
hins vegar ljóst að ekkert réttlæti
svona áverka. Ekki tókst að ná
sambandi við móður piltsins í gær.
Leifur Jónsson, sérfræðingur á
slysadeild, sagði í samtali við DV í
gærkvöld, að það væri ekki algengt
að böm á grunnskólaaldri leituðu
til lækna slysadeildar með áverka
eftir jafnaldra sína. Um væri að
Það sér verulega á andliti sonar
Elínar. DV-mynd GVA
ræða innan við 10 atvik á ári og sér
vitandi hefði aldrei verið um var-
anlega áverka að ræða. Út frá þess-
um fjölda segist hann ekki treysta
sér til að dæma um það hvort atvik-
um sem þessum fari fjölgandi en
ljóst sé að þau séu ekki algeng
meðal þessa aldurshóps. Það sé
hins vegar greinilegt að árásum
hafi fjölgað meðal næsta aldurs-
hóps.
Omar Smári Armannsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn og yfir-
maður forvamadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, sagðist ekki
kannast við þetta einstaka mál en
greinilegt væri að áhrifa kvik-
mynda væri farið að gæta. Böm
væm farinn að leita fyrirmynda
sinna í kvimyndum í meira mæli.
Þar væri raunveruleikinn oft firrt-
ur. Oft sæi ekki á mönnum eför
verulegar barsmíðar og hjá ungum
bömum væri kannski ekki að
undra aö þeirra raunveruleiki væri
sá raunveruleiki sem mörg þeirra
ælust upp við í bíómyndum.
Eins og fyrr sagði fer sonur Elín-
ar til aðgerðar í dag en þetta er
ekki í fyrsta skiptið sem hann verð-
ur fyrir áverkum í andliti. Fyrir 7
árum hljóp skot úr loftriffli í andlit-
ið á honum með þeim afleiðingum
að hann missti annað augað.
-PP
/
Guðmundur Magnússon:
Þriðji frétta-
stjóriDV
- Haukur Helgason ritstjóri Úrvals
Guðmundur Magnússon þjóð-
minjavöröur hefur verið ráðinn sem
fréttastjóri að DV frá og með 1. maí
nk. Mun hann starfa við hlið þeirra
fréttastjóra sem þegar starfa á blað-
inu, þeirra Elísar Snælands Jónsson-
ar aðstoðarritstjóra og Jónasar Har-
aldssonar fréttastjóra.
Guðmundur er fæddur árið 1956.
Hann er menntaður í sagnfræði og
heimspeki frá Háskóla Islands og
London School og Economics, lauk
B.A. prófi frá Háskóla íslands árið
1980 og M.Sc. prófi frá London School
of Economics árið 1982.
Guðmundur starfaði mikið að
blaðamennsku á árunum 1978-1987,
fyrst á Dagblaðinu sumrin 1978-1980,
síöan á Sunnudagsblaði Tímans
1982-1983 og á Morgunblaðinu 1983-
1987.
Guðmundur Magnússon hefur
gegnt margvíslegum öðrrnn störfum.
Hann var stundakennari við Háskóla
íslands 1984-1985, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra 1987-1988 og
síðan starfsmaður Sjálfstæðisfiokks-
ins um skeið. Vorið 1992 var hann
settur þjóðminjavörður í tveggja ára
rannsóknarleyfi Þórs Magnússonar
og hefur á starfstíma sínum þar kom-
ið í framkvæmd verulegum breyting-
um á rekstri og starfsemi Þjóðminja-
safnsins.
Eiginkona Guðmundar er Vaka H.
Hjaltalín og eiga þau fimm böm.
Jafnframt
hefur Haukur
Helgason, að-
stoðarritstjóri
DV, verið ráð-
inn ritstjóri
tímaritsins Úr-
vals sem einnig
er gefið út af
Frjálsri fjölm-
iðlun hf., út-
gáfufélagi DV,
og mun Hauk-
ur taka við því
starfi hinn 1.
maí nk.
Frjáls fjölm-
iðlun hf. býður
þá Guðmund
Magnússon og
Hauk Helgason
báða velkomna
til nýrra starfa. Haukur Helgason.
Guðmundur
Magnússon.
Mikinn snjó hefur tekið upp i Tungudal siöustu daga og er nú stórhættulegt að fara um dalinn. Spýtnabrak, glerbrot
og húsgögn um allan dal. Margir hafa þó fariö og komið aö sumarhúsum sínum í rúst eftir snjóflóðið og tekið
til hendinni. Hins vegar hefur bæjarstjóm ísafjarðar enn ekki beitt sér fyrir sérstökum hreinsunardögum og verð-
ur beðið meö það þar til snjóa leysir betur. Myndin að ofan var tekin yfir dalinn á sunnudag.
DV-mynd Sigurjón J. Sigurðsson, ísafirði
Kaupfélag Eyfirðinga og dótturfyrirtækin:
246 milljóna króna
tap á síðasta ári
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri;
Ársreikningar Kaupfélags Ey-
firðinga eru nú tilbúnir fyrir aðal-
fund félagsins sem verður haldinn
nk. laugardag. Þar kemur fram að
rekstrartap KEA á síðasta ári nam
51 milljón króna samanborið við
12 milijóna króna hagnað árið 1992.
Afkoma dótturfyrirtækja KEA er
hins vegar mun verri og er hlut-
deild KEA í tapi þeirra á síðasta
ári 1% milljónir króna. Samtals er
því tap KE A og hlutdeild þess í tapi
dótturfyrirtækjanna 247 milljónir
króna.
Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri segir meginástæðuna
fyrir tapi KEA á síðasta ári vera
versnandi afkoma í úrvinnslu
landbúnaðarafurða og þess að á
árinu 1992 kom greiðsla úr verð-
jöfnunarsjóði sjávarútvegsins sem
fiskvinnslan náöi ekki að vega upp
á síðasta ári.
Langmestan hluta á tapi dóttur-
fyrirtækjanna má rekja tÚ vatnsút-
flutningsfyrirtækisins AKVA sem
tapaði 135 milijónum króna á síð-
asta ári. Rekstur annarra dóttur-
fyrirtækja gekk betur á síðasta ári
en 1992 að Dagsprenti undanskildu
en tap þess á síðasta ári nam 21
milljón króna.
Tap AKVA stafar að mestu á
miklum kostnaði við markaðssetn-
ingu vatnsins í Bandaríkjunum.
Nú stendur yfir lokað hlutafjárút-
boð á markaði vestanhafs upp á
300-400 milljónir króna og hefur
niðurstaða þiess útboðs úrslitaáhrif
á stefnu KEA varðandi áframhald-
andi markaðssetningu AKVA í
Bandaríkjunum.
f
Stuttar fréttir
Vísaðtil félagsdóms
Flugleiðir hafa vísað verkfalls-
boðun flugvirkja til félagsdóms
og segja hana brot á fyrra sam-
komulagi.
Kvótaverðlð hækkar
Leiguverð á þorskkvóta er um
70 krónur fyrir hvert kíló. í febrú-
ar var leiguverðiö 54 krónur.
Morgunblaðiö skýröi frá þessu.
í umhverfisráðuneytinu er nú
i undirbúningi að leggja skila-
gjald á einnota umbúðir, hjól-
barða, landbúnaðarplast og bíla.
Þá stendur til að leggja sérstakt
gjald á vörur sem verða aö spilli-
efnum. Mbl. greindi frá þessu.
Útfaurðum fjölgar
Útburöarbeiðnum í félagslega
íbúðarkerfinu hefur fjölgaö tals-
vert undanfarin þrjú ár. Bylgjan
skýrði frá þessu.
Uitktelðskýrsla
Fjárlaganefnd tekur ákvörðun
í dag um hvort skýrsla Ríkisend-
urskoðunar um söluna á SR-
mjöli veröi opinberuð. Ríkisend-
urskoöun neitar að birta skýrsl-
una þar sem salan er nú til meö-
feröar hjá dómstólum.
Samið um tækjabúnað
Póstur og sími hefur gengið frá
samníngi við Tæknival um kaup
á tölvu- og fjarskiptabúnaði fýrir
48 póststöðvar. Tilboð Tæknivals
hjjóöaöi upp á 50, miUjónir. Mbl.
greindi frá þessu.
Litt beisluð orka
Búið er að nýta 8% vatnsork-
unnar og 1,5% jarðvarmans.
Þetta kom fram í skýrslu iðnaðar-
ráöherra um nýtingu innlendra
orkulinda til raforkuframleiðslu.
Spjöll hafa verið unnin á hluta
útivistarsvæðisins í EUiðaárdal.
Samvæmt Sjónvarpinu hafa
skemmdarvargar komið sér upp
bæli í einu rjóörinu og svalaö fikn
sinniáplöntumogtrjám. -kaa