Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Fréttif
Stuttarfréttir dv
Bruninn hjá SÍF í Frakklandi:
Logarnir stóðu hátt
Gífurlegt tjón varð í eldsvoöa i Nord Morue, verksmiöju dótturfyrirtækis SÍF
í Jonzac i Frakklandi, í fyrrakvöld. DV-sfmamynd Jean-Denis Renard
„Þaö var sérstaklega erfitt aö
hemja eldinn og stöðva útbreiöslu
hans frá hálfellefu til að veröa fjögur
í fyrrinótt því að eldurinn haíði læst
sig í umbúðamassa og logamir stóðu
hátt. Við höfum setið á stööugum
fimdurn og ætlum að finna einhverja
leið til þess að afgreiða pantanir við-
skiptavina okkar. Þetta er geysiiega
hörð samkeppni og hættan mikii að
missa viðskiptavini. Við eigum ein-
hverjar birgðir af tilbúnum afurðum
en í sumum tilvikum erum við með
mjög lága birgðastöðu," segir Birgir
Sævar Jóhannsson, framkvæmda-
sfjóri Nord Morue, dótturfyrirtækis
SIF í Jonzac í Frakklandi, um elds-
voöann í lagerhúsnæði fyrirtækisins
í fyrrinótt.
- Voru mannslíf í hættu meðan á
eldsvoðanum stóð? -
„Nei, sem betur fer var það ekki.
Fjórir starfsmenn voru í verksmiðj-
unni en þeir voru ekki nálægt eldin-
um og því aldrei í hættu.“
- sjá nánar á baksíðu
Tökur langt komnar á Kjartanssögu, fyrsta hluta:
Ég elska þetta land
- segir Ralph Moeller, aöalleikari og vinur Schwarzeneggers
„Ég elska þetta land meira með
hverjum deginum. Konan mín var
hér um daginn og hana dreymir enn
um landið og er strax farin að ráð-
gera næstu ferð,“ segir Ralph Moell-
er, aðalleikarinn í fyrsta hiuta kvik-
myndarinnar: íslendingasögurnar,
Kjartanssaga. Ralph fer með aðal-
hlutverkið í myndinni en hann leik-
ur Kjartan sem kemur hingað til
lands frá Danmörku.
Ralph er þýskur en flutti til Los
Angeles fyrir þremur ánim og sneri
sér að kvikmyndaleik. í Þýskalandi
var hann sundkennari og vaxtar-
ræktarmaður.
Herra alheimur
Hann hefur þegar leikið í nokkrum
kvikmyndum með þekktum leikur-
um eins og Jean Claude van Damme,
Dolph Lundgren og Eric Roberts.
Saga Kjartans er er fyrsta myndin
sem Raiph fer með aöalhlutverkið í
og hefur hann þegar skrifað undir
samning um að leika í annarri mynd.
Hann segir að skylmingamyndir
líkt og þessi eigi eftir að verða vin-
sælar á næstunni. Tökur eru fyrir-
hugaðar á skylmingamynd á írlandi
í næsta mánuði með Mel Gibson og
þá mun Arnold Schwarzenegger taka
upp slíka mynd á Spáni í september.
Reyndar eru Ralph og Schwarzen-
egger góðir vinir. Báðir þýskir, báðir
fyrrum herra alheimur og báðir
komnir í kvikmyndabransann. Hann
segist hafa talað við hann um daginn
í síma og hann hafi spurt mikið um
landið.
Karnival um hverja helgi
Ralph hælir ísiendingunum, sem
leika í myndinni, á hvert reipi, sér-
staklega Ingibjörgu Stefánsdóttur,
sem leikur aðalkvenhlutverkið.
Flestir leikaramir eru norrænir eða
frá Norður-Evrópu. Þeir flytja sjálfir
textann sinn á ensku sem fyrir vikið
er töluð með hreim.
Hann segir að það hafi margt kom-
ið sér á óvart hér á landi. Sérstaklega
hversu lítið sé um glæpi og ósnortin
náttúran. Hér geti hann gengið um
án þess að hafa áhyggjur af því að
fá hníf í bakið líkt og í Los Angeles.
Einnig kom það honum á óvart hve
íslendingar eru skemmtanaglaðir. „í
Þýskalandi höldum við kamival einu
sinni á ári en hér virðist ríkja kami-
valstemning um hverja helgi. Ætli
það sé ekki vegna þess hve þiö vinn-
ið mikið að þið þurfið að lyfta ykkur
oftar upp,“ segir Ralph.
Steinn Steinsson héraösdýralæknir:
Við erum frekar
bjartsýnir
„Við emm frekar bjartsýnir. Nú í
lok vikunnar höfum við ekki fundið
nein ömgg ný tilfeUi. En maður á
aldrei að segja aldrei. Við getum sagt
miklu meira eftir helgina. Hver
klukkutími án nýrra tilfella gefur
aukna bjartsýni. Ef ekkert annað
hefur komið upp þá getum viö verið
enn bjartsýnni og kannski farið að
hugsa um að aflétta þessu banni. Við
skulum vona það. En þetta verður
að koma í ljós,“ sagði Steinn Steins-
son héraðsdýralæknir í samtaii við
DV þegar hross Erlings Sigurðssonar
vom flutt í einangrun síðdegis í gær.
Steinn hefur á síðustu dögum skoö-
að fjölda hrossa sem eigendur óttuð-
ust að hefðu smitast af sama sjúk-
dómi og hross Erlings.
„Ég er búinn að skoða nokkur
hross í dag sem vom gmnuð um að
vera smituð og hef ekki getað fengið
fram þau einkenni sem við var að
búast. Hins vegar er erfitt að greina
þetta því við vitum í rauninni ekki
alveg nákvæmlega að hverju á að
leita. Við höfum verið að ieita að
svipuðum einkennum og vom í húsi
Erlings, en þau höfum við ekki fund-
ið annars staðar," sagði Steinn.
- Hvað myndi það hafa í för með sér
ef sýkingin breiddist út og þörf yrði
á að bólusetja hesta á landinu?
„Það yrði gífurlegur kostnaður og-
vinna við að bólusetja öll hross á ís-
landi. Það eru tölur sem ég þori ekki
að fara með. Hver maður sem veit
hvemig ástandið er á hinum hreina
fína íslenska hesti sér að auðvitað
yrði að bólusetja hvem einasta hest.
En það er ekkert sem bendir til þess
nú að það þurfi að fara að bólu-
setja." Steinn sagði að búast mætti
við að niðurstöður úr sýnatökum
bærust eftir helgina. Sýni hafa verið
send til Svíþjóðar og Danmerkur.
Ralph Moeller og Ingibjörg Stefánsdóttir fara meó aðalhlutverkið i milljón
dollara víkingamynd sem nú er verið að taka í nágrenni Víkur. Um er aö
ræða víkingamynd sem tekin verður til sýninga i febrúar. DV-mynd GVA
Hlutabréf Eimskips hækkuðu í
gær um 2,7% þegar gengi þeirra
fór í 4,09. Alls námu hlutabréfa-
viðskipti gærdagsins um 18 millj-
ónum króna.
Frumvarplfagnað
Fuglavemdunarfélag íslands
hefur sent erindi til Alþingis þar
sem svokölluðu „villidýrafrum-
varpi" Össurar Skarphéðinsson-
ar umhverfisráöherra er fagnað.
Vömskiptajöfnuður við útlönd
var hagstæður um 5,3 milljarða í
mars si í sama mánuði í fyrra
voru vöruskiptin hagstæð um 2,2
milijarða.
Erling Sigurðssyni, tamninga-
manni í Víðidal, hefur verið hót-
að lífláti aö undanfömu en það
vom hross á hans vegum sem
sýktust af farsótt. Stöð 2 greindi
íslenskra hiúkrunar-
fræðinga hefur sent frá sér álykt-
un þar sem stuðningur kemur
fram við kjarabaráttu meina-
tækna og verkfall þeirra.
Seðlabankinn hefur samið við
banka og sparisjóði um vaxta-
skipti fyrir tímabilið maí til sept-
ember nk. Bankar og sparisjóðir
munu greiða Seðlabankanum 5%
nafnvexti og Seðlabankinn þeim
4,5% vexti ofan á verðtryggðan
höfuðstól.
Gagrtrýni visad á bug
Starfshópur um söluhlutabréfa
ríkisins í SR-mjöli visar með ítar-
legri greinargerð þeirri gagnrýni
á bug sem fram kemur á störf
hópsins í skýrslu Rfkisendur-
skoðunar. Hópurinn telur margt
í skýrslunni algjöra rökleysu.
Ótti við trúnadamiissi
Rannsóknanefnd flugslysa
gagnrýnir að skýrslur nefhdar-
innar skuli vera notaðar sem
sönnunargögn í dómsmálum og
óttast trúnaðaramissi þeirra sem
lenda í flugslysum og óhöppum.
Bylgjan greindi frá þessu.
Grandahluthafar fá arð
Aðalfundur*Granda í gær sam-
þykkti sijómartillögu um að
greiða hluthöfum 8% arð og gefa
út 10% jöfunarhlutabréf. Hagn-
aður 1993 nam 108 milljónum.
Ársfundur Landsvirkjunar:
3,2 milljarða tap í fyrra
Ársfundur Landsvirkjunar fór
fram í stjómstöð fyrirtækisins í
Reykjavík á föstudag. Þar kom fram
að 3,2 milljarða króna tap varö af
rekstri Landsvirkjunar á síðasta ári.
Rekstrargjöld vom 9,6 milljarðar á
árinu en tekjumar um 6,4 milljarðar.
Þetta er enn verri afkoma en árið
1992 þegar tapið nam um 2,1 milljarði
króna. Fram að því var Landsvirkjun
rekin með töluverðum hagnaði.
Forráðamenn Landsvirkjunar
rekja slæma afkomu á síðasta ári
fyrst og fremst til 6,2 milljarða króna
gengistaps en gengisfellingin í júní
sl. jók rekstrargjöld Landsvirkjunar
um 1,3 milljarða. Einnig óhagstæðar
breytingar á gengi milli erlendra
gjaldmiðla, rekstrarkostnaður
Blönduvirkjunar, lítil aukning á raf-
orkusölu til rafveitna, afsláttur til
Jámblendifélagsins á Grundartanga
og lægsta orkuverö til íslenska álfé-
lagsins frá upphafi.