Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 51 A&næli Pálmi Olason Pálmi Ólason, skólastjóri Grunn- skólans á Þórshöfn, til heimilis að Ytri-Brekkum, verður sextugur á morgun. Starfsferill Pálmi fæddist á Þórshöfn og ólst þar upp. Hann lauk landsprófí frá Héraðsskólanum að Laugum 1952, kennaraprófi frá KÍ1956 og sér- kennaraprófi frá KHÍ1984, auk þess sem hann hefur sóttfjölda nám- skeiða hér heima og erlendis. Pálmi hefur verið skólastjóri Barnaskólans á Þórshöfn, síðar Grunnskólans á Þórshöfn frá 1956. Þá hefur hann rekið tómstundabú- skap á Ytri-Brekkum. Pálmi var sýslunefndarmaður fyr- ir Þórshafnarhrepp 1962-66 og odd- viti þar 1966-78, einn af stofnendum og stjórnarformaður í Hraðfrysti- stöð Þórshafnar hf. 1969-78, stofn- andi Útgerðarfélags Þórshafnar hf. og stjómarformaður þess 1970-78, var meðal stofnenda Útgerðarfé- lagsins Borgþórs hf. og sat í stjórn þess í fjögur ár, átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Þórs- hafnarhrepps 1966-78, hefur setið á þingi sem varaþingmaður og gegnt ýmsum trúnaöarstörfum fyrir Al- þýðuflokkinn og var fyrsti fréttarit- ari Dagblaðsins á Þórshöfn. Fjölskylda Pálmi kvæntist 10.1.1959 Elsu Þór- hildi Axelsdóttur, f. 1.8.1940. Hún er dóttir Axels Davíðssonar, húsa- smiðs frá Ytri-Brekkum, sem lést 1990, og Þorbjargar Bjarnadóttur, sjúkrahða frá Bakka í Bakkafirði, sem nú er búsett í Reykjavík. Börn Pálma og Elsu Þórhildar eru Helga Jóna, f. 17.4.1959, sérkennari í Svíþjóð, gift dr. Sveini Aðalsteins- syni lífiræðingi og eru börn þeirra Bríet, f. 30.5.1990, og Kári, f. 1.2. 1993; Axel, f. 28.9.1961, hagfræöing- ur við Seðlabankann, kvæntur Tammy Jean Ganey tannfræðingi og em börn þeirra Elsa Sandra, f. 14.5.1992, og Charles Pálmi, f. 6.2. 1994; Gissur, f. 13.4.1963, húsasmið- ur í Reykjavík; Davíö, f. 21.9.1964, veitingamaður í Reykjavík, en kona hans er Svava Guðjónsdóttir og dóttir þeirra Magdalena Margrét, f. 18.11.1992 en dóttir Svövu er Þórunn Sandholt, f. 19.6.1979: Óh Pétur, f. 19.9.1969, fiskiönaðarmaður og verkstjóri á Bakkafirði, en kona hans er Ihálmfríður Björk Braga- dóttir og dætur þeirra Andrea Björk, f. 12.12.1989, og Rósa Mar- grét, f. 8.6.1993; Þorbjörg, f. 22.10. 1973, nemi við HÍ; Páhna, f. 7.6.1975, nemiviðFB. Systkini Pálma eru Sigríður Óla- dóttir, f. 12.4.1935, húsmóðir í Kópa- vogi; Davíð Ólafsson, f. 30.10.1936, byggingameistari í Reykjavík; Gyðríður Elín Óladóttir, f. 17.11. 1941, húsmóðir í Keflavík. Foreldrar Pálma: Óli Pétur Möll- er, f. 5.4.1900, d. 6.8.1973, skóla- stjóri á Þórshöfn og í Reykjavík, og Helga Jóna Elíasdóttir, f. 26.11.1905, kennari. Ætt Óh var sonur Kristjáns, skrif- stofumanns í Noregi, Jónssonar, prests á Möðruvöhum, Þorsteins- sonar, prests á Hálsi, Pálssonar. Móðir Jóns á Möðruvöllum var Val- gerður, systir Benedikts, afa Geirs Hahgrímssonar forsætisráðherra, og systir Sólveigar, móður ráðherr- anna Kristjáns og Péturs og Stein- gríms alþingismanns, ömmu Har- alds Guðmundssonar ráðherra og langömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Valgerður var dótt- ir Jóns, ættfóður Reykjahlíðarætt- arinnar, Þorsteinssonar. Móðir Kristjáns Lúðvíks var Helga Magnea Kristjánsdóttir Möller, gestgjafa í Reykjavík, Ólasonar. Móðir Óla Péturs var Sigfríður Þórðardóttir í Hafnarfirði Magnús- sonar. Helga Jóna er systir Helga Pálmi Ólason. fræðslustjóra og dóttir Elíasar, reikningsbókahöfundar, bróður Guðrúnar Breiðfjörð, ömmu Guð- rúnar Stephensen leikkonu og Leifs Breiðfjörð glerlistamanns en önnur systir Elíasar var Helga, amma Þor- kels Helgasonar stærðfræðings. El- ías var sonur Bjarna, hreppstjóra í Hörgsdal, Bjarnasonar, og Helgu Pálsdóttur, systur Guðríðar, langömmu Brynju Benediktsdóttur leikstjóra en bróðir Helgu var Páll, langafi Róberts Arnfinssonar leik- ara. Móðir Helgu Jónu var Pálína Ehasdóttir frá Steinsmýri. Pálmi er að heiman. Helga Kristjánsdóttir Helga Kristjánsdóttir, húsfreyja að Silfrastöðum í Akrahreppi í Skaga- firði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Helga fæddist að Fremstafelh í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Laugaskóla 1938 og prófi frá Húsmæðrakennaraskóla íslands 1944. Helga var skólastjóri við Hús- mæðraskóla Akureyrar 1945-51 en hefur lengst af verið húsfreyja að Silfrastöðum. Helga er félagi i Kvenfélagi Akra- hrepps, var formaður þess í tólf ár, fomiaður Skagfirskra kvenna í níu ár, hefur starfað í Sambandi norð- lenskra kvenna, sat í bygginganefnd Varmahlíðarskóla, var meðal stofn- enda Krabbameinsfélags Skaga- fjarðar og hefur verið gjaldkeri þess frá stofnun. Fjölskylda Helga giftist 25.6.1948 Jóhanni Lárusi Jóhannessyni, f. 20.5.1914, d. 31.5.1989, bónda á Silfrastöðum. Hann var sonur Jóhannessonar Þorsteinssonar og Ingibjargar Jó- hannsdóttur sem bæði voru kennar- ar. Sonur Helgu og Jóhanns Lárusar er Jóhannes, f. 16.1.1949, vélvirki og bóndi á Silfrastöðum, var kvænt- ur Jónínu Bjartmarsdóttur og eru dætur þeirra Helga Fanney, f. 21.1. 1970, myndhstamemi, ogHrefna, f. 9.3.1975,nemiviðMA. Systkini Helgu: Anna, f. 24.10. 1904, nú látin, var gift Júhusi Lárus- syni á Kirkjubæjarklaustri; Rann- veig, f. 1.8.1908, nú látin, var gift Páh H. Jónssyni kennara frá Mýri; Áslaug, f. 21.11.1911, gift Sigurði Thorlacius skólastjóra; Friðrika, f. 18.7.1916, gift Jóni Jónssyni frá Mýri, b. á Fremstafelli; Jón, f. 18.9. 1921, b. á Fremstafelh, kvæntur Gerði Kristjánsdóttur; Jónas, f. 10.4. 1924, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur; Ásdís, f. 31.3.1929, d. í mars 1936. Foreldrar Helgu voru Kristján Jónsson, f. 29.1.1881, d. 16.4.1964, b. í Fremstafelh, og kona hans, Rósa Guðlaugsdóttir, f. 25.3.1885, d. 30.7. 1962, húsfreyja. Ætt Kristján var bróðir Jónasar frá Hriflu, afa Sigurðar Steinþórssonar prófessors. Kristján var sonur Jóns, b. í Hriflu, Kristjánssonar, b. í Sýr- nesi, Jónssonar, b. í Sýrnesi, bróður Jóhannesar, ættfóður Laxamýrar- ættarinnar, afa Jóhanns Sigurjóns- sonar skálds. Jón var sonur Krist- jáns, b. á Halldórsstöðum, Jósefs- sonar, b. í Ytra-Tjamarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímsson- ar skálds. Jósef var sonur Tómasar, ættfóður Hvassafellsættarinnar, Tómassonar. Móðir Kristjáns á Halldórsstööum var Ingibjörg Hah- grímsdóttir, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonár bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Haf- stein. Móðir Kristjáns í Fremstafehi var Rannveig Jónsdóttir, b. á Gvendarstöðum, Jónssonar. Rósa var dóttir Guðlaugs, b. í Fremstafehi, Ásmundssonar, b. á Helga Kristjánsdóttir. Ófeigsstöðum, Jónssonar. Móðir Guðlaugs var Guðný Guðlaugsdótt- ir, b. í Álftagerði, Kolbeinssonar, og Kristínar, systur Þuríðar, móður Sigurðar, ráöherra á Ystafelh, afa Jónasar búnaðarmálastjóra. Þuríö- ur var einnig móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar, prófessors og dóm- ara, föður Helga, forstööumanns Reiknistofu HI. Önnur systir Krist- ínar var Friðrika, móðir Sigurðar, langafa Sveins Skorra Höskuldsson- ar prófessors. Kristín var dóttir Helga, ættfóöur Skútustaðaættar- innar, Ásmundssonar. Móðir Rósu var Anna Sigurðardóttir, b. á Litlu- strönd, Erlendssonar, b. á Rauðá, Sturlusonar. Móðir Sigurðar var Anna Sigurðardóttir, ættföður Gautlandsættarinnar, Jónssonar. Móðir Önnu á Fremstafehi var Guð- rún, systir Guðnýjar á Ófeigsstöð- um. Helga er að heiman á afmælisdag- inn. Til hamingju með afmaelið 30. apríl 80 ára 70 ára Haraldur Diðrlksson, Smáratúni 17, Selfossi. Þorgerður Gísladóttir, Bólstaðarhlíð29, Reykjavík. Kjartan Guðmundsson, Bókhlöðustíg5, Stykkishólmi. Sigríður Guðmundsdóttir, Hrafhistu, Reykjavík. Jóhann B. Malmquist, Hó!sgerðl7,AkureyrL Anna Jóhannsdóttir, Garðsbrún 4, Höfh í Horaafirði. Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir, Hólsvegill.Eskifirði. Guðmundur Guönason, Laugarholti 3d, Húsavík. 75 ára 60 ára Guðjón Matthíasson, söngvari, harmonlkuleikariogtón- skáld, Öldugötu 54, Reykjavík. Hanneraðheiman. Kj artan Geir Karisson, Aðalgötu 56, Súöavík. 50 ára Sigfús Ólafsson, Engjavegi 81, Selfossi. ÓmarArason, Stuðlaseh 36, Reykjavík. Guðjón Torfason, Höföabraut 7, Akranesi. Kristín Erna Ólafsdóttir, Frostafold 119, Reykjavík. 40ára Eva Guðný Þorvaldsdóttir, Grænumörk 9, Hverageröi. Eva Þórey Haraldsdóttir, Lindarseh 15, Reykjavík. KristínS. Steingrímsdóttir, Birtingakvísl 60, Reykjavík. Sigurður Georgsson, Nýjabæjarbraut 6a, Vestmannaeyj- um. Mætum í kröfugöngu og á útifundinn Ingólfstorgi 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embætlisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 2. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Aðaltún 26, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hlín Aðalsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Lind hf., 4. maí 1994 kl. 10.00. Birkihlíð 48, þingl. eig. Amar Hannes Gestsson, geiðarbeiðendur Dansk Le- asing A/S og Gjaldheimtan í Reykja- vík, 4. maí 1994 kl. 10.00. Kögursel 7, þingl. eig. Ólaíúr Krist- jánsson, gerðarbeiðendur Bflaskipti hf. og Búnaðarbanki íslands, 4. maí 11994 kl. 10.00._________________ j Lágamýri 6, 2. hæð t.h., þingl. eig. S. Skúlason og Hansson hf., gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands, Féfang hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna og Mosfellsbær, 4. maí 1994 kl. 10.00. Þverholt 22, hluti, þingl. eig. Kaup- garður hf., gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 4. maí 1994 kl. 10.00.___________________________ Þvottalaugablettur 27/Álfabrekka Suðurlandsbraut, þingl. eig. Jón Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 4. maí 1994 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir Amartangi 14, Mosfellsbæ, þingl. eig. Karl Friðrik Kristjánsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki Islands, Lífeyrissjóður starísm. rfldsins og Mosfellsbær, 4. mai 1994 kl. 14.30. i_________ Ármúli 38, hluti, þingl. eig. Hljóðfæra- versl. Pálmars Áma hf., gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki fslands og Ríkisútvarpið, 5. maí 1994 kl. 15.00. Bollagarðar 111, þingl. eig. Jónína Sigurðardóttir, gerðarbeiðendui' Húsasmiðjan hf. og íslandsbanki hf., 5. maí 1994 kl. 14.30. Hrefnugata 4, 2. hæð og ris, þingl. eig. Oddný Þorgerður Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, 5. maí 1994 kl. 15.30. Laugateigur 48, 1. og 2. hæð, þingl. eig. fngi TÍyggvason, gerðarbeiðendur Sparisjóður Suður-Þingeyinga og ís- landsbanki hf., 5. maí 1994 kl. 16.00. Miðtún 8, hluti, þingl. eig. Helga Elís- dóttir, gerðarbeiðendur Birgðaversl- unin Gripið & Greitt, Byggingarsj. ríkisins húsbréfad. Húsnæðisst., Gjaldheimtan í Reykjavík, Sparisjóð- ur Reykjavíkur og nágrennis og toll- stjórinn í Reykjavík, 5. maí 1994 kl. 16.30. ______________________ Strandasel 4, 3. hæð t.v., þingl. eig. Sigurdís Ólafsdóttir, gerðarbeiðendui' Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðar- banki Islands, Landsbanki íslands og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 4. maí 1994 kl. 16.30. Þrándarsel 4, þingl. eig. Sigurður Ágústsson, gerðarbeiðendur Lands- banki íslands og Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis, 4. maí 1994 kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.