Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Kvikmyndir____________________________________ Kvikmyndahátíðin í Cannes 12.-23. maí: Gullpálminn er eftirsóttur - Jean Renoir, Federico Fellini og Robert Altman heiðraðir í síðustu viku létu aðstandendur kvikmyndahátíðarinnar í ('annes uppi hvaða tuttugu og þrjár kvik- myndir mundu keppa um hinn eftir- sótta gullpálma en hátíðin mun standa yfir 12.-23. maí. Það sem er eftirtektarverðast þegar listinn yfir hinar útvöldu kvikmyndir er skoðað- ur er að aðeins eina kvikmynd er hægt aö rekja til stóru kvikmynda- fyrirtækjanna í Hollywood og kemur hún frá Parmount en þrjár banda- rískar kvikmyndir frá óháðu fyrir- tækjunum eru meðal þeirra sem koma til með að keppa um gullpálm- ann. Gilles Jacob, sem er stjómandi hátíðarinnar, neitaði því að vísvit- andi hefði verið sneitt hjá banda- rísku kvikmyndarisunum og einnig neitaði hann því að sömu fyrirtæki hefðu ekki viljað senda kvikmyndir í keppnina. „Kvikmyndahátiðin í Cannes endurspeglar aöeins það sem er að gerast í Hollywood. Minni fyrir- tækin eru að festa sig betur og betur í sessi og stóru fyrirtækin eru að senda sínar bestu kvikmyndir á markaðinn fyrir jól eða á haustin og þá væru þær ekki gjaldgengar í Cannes," sagði Jacob á biaðamanna- fundi í Cannes. Og talsmaður U.S. Motion Pictures Associtation sagði að það væri alls ekki rétt að viljandi væri verið að sneiða hjá kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Það er aðeins æsifrétta- mennska að vera að tala um slíkt.“ Kvikmynd sú frá Paramount, sem fékk náð fyrir augum dómnefndar- innar sem valdi kvikmyndirnar tutt- ugu og þrjár, er The Browning Versi- on sem leikstýrð er af Bretanum Mike Figgis. Þrjár aðrar bandarískar kvikmyndir eru á listanum: The Hudsucker Proxy, leikstjóri Joel Co- en, Pulp Fiction, leikstjóri Quentin Tarantino, og Mrs. Parker and the Vicious Circle, leikstjóri Alan Ru- dolph. Fjórar kvikmyndir koma frá Ítalíu, meðal þeirra er nýjasta kvikmynd Giuseppe Tornatore, Una pura form- altia, en hann hlaut óskarsverðlaun fyrir Cinema Paradiso. Aðalleikari í Una pura formaltia er Gerard Dep- ardiu en þess má geta að fimmtán leikstjórar af tuttugu og þremur hafa ekki átt kvikmynd í keppninni um gullpálmann áður. Frá Frakklandi koma þijár kvik- myndir, þar á meöal La reine Margot sem leikstýrð er af Patrice Chereau. Gerist sú kvikmynd 1572 og segir frá ástum aðalsmanna, aðalhlutverkið leikur Isabelle Adjani. Snillingar heiðraðir Eins og ávallt í Cannes eru hliðar- keppnir og einnig eru sýndar for- vitnilegar kvikmyndir sem alls ekki eru í neinni keppni, má þar nefna heimildarkvikmynd um stríðið í Bosníu þar sem franski heimspek- ingurinn og rithöfundurinn Bem- ard-Henri Levy gagnrýnir harkalega vestrænar þjóðir fyrir að beita ekki hervaldi í landinu. Kvikmyndahátíðin í Cannes mun heiðra þrjá kvikmyndasnillinga, Je- an Renoir, en hundrað ár eru frá fæðingu hans í ár, hinn nýlátna Fed- erico Fellini og hinn sprelllifandi Robert Altman. Meðal þess sem gert veröur til að heiðra minningu Reno- irs er sýning á ljósmyndum og 90 mínútna kvikmynd sem sett er sam- an úr bútum úr kvikmyndum sem hann notaði ekki. Robert Altman mun taka sér frí frá nýjustu kvik- mynd sinni Pret-a-Porter til að heim- sækja Cannes en allar hans kvik- myndir, sem hann gerði fyrir 1980, verða sýndar. Clint Eastwood er formaður dóm- nefndarinnar sem kemur til með að velja þá kvikmynd sem hlýtur gull- pálmann en með honum í nefndinni eru meðal annars John Travolta, Bruce Wilhs, Kathleen Turtner og Jennifer Jason Leigh. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Krzystof Kieslowski. önnur kvikmynd hans í litatríólógiunni, Trois Co- uleours Rouge, á möguleika á að vinna gullpálmann. 23 útvaldar Hér fer á eftir listi yfir þær tuttugu og þrjár kvikmyndir sem valdar hafa veriö til að keppa um gullpálmann í ár, leikstjóri myndarinnar er innan sviga. The Hudsucker Proxy (Joel Coen) Grosse fatigue (Michel Blanc) Barnabo delle montagne (Mario Brenta) La reine Margot (Patrice Chereau) Exotica (Tom Egoyan) The Browning Version (Mike Figgis) Le Buttane (Aurelio Grimaldi) Swaham (Shaji N. Karun) Au travers des Oliviers (Abbas Kiaroatami) Trois Couleurs Rouge (Krzysztof Kieslowski) Assia et la Poule aux Oeufs d’Or (Andrei Konchalovsky) Outomlionnye Solntsem (Nikita Mikhalkov) Caro diario (Nanni Moretti Neak Sre (Rithy Panh) Un ete inoubliable (Lucian Pintilie) La Reine de la Noche (Arturo Ripstein) Les Patriotes (Eric Rochant) Mrs. Parker and the Vicious Circle (Alan Rudolph) Pulph Fiction (Quentin Tarantino) Una pura formalita (Giuseppe Tornatore) Le joueur de Violon (Charlie van Damme) Du Li Shi Dai (Edward Yang) Huozhe (Zhang Yimou) Bandaríkin Frakkland ítalia Frakkland Kanada Bandaríkin ítalia Indland Iran Swiss/Pólland Rússland Rússland Ítalía Kambódía Rúmenía Mexíkó Frakkland Bandaríkin Bandaríkin Ítalía Belgía Taiwan Kína Trylltar nætur í Regnboganum: Hlaut Sesar-verðlaunin fáum dögum eftir að hann lést valin besta myndin. Collard byggir kvikmynd sína á sjálfsævisögulegri skáldsögu sinni en hann kom víða við á stuttum listamannsferli, var rithöfundur tónlistarmaður og kvikmynda- gerðarmaður. Við undirbúning myndarinnar tókst honum ekki að finna leikara við hæfi í aðalhlut- verkið og sló að lokum til sjálfur. Má því segja aö Collard leiki að miklu leyti sjálfan sig í myndinni. Trylltar nætur vakti geysilega at- hygli í Frakklandi og hratt af stað mikilli umræðu um eyðni, eyðni- sjúklinga og málefni þeirra. Myndin fjallar um stormasamt tímabil í líf Jeans sem er ungur tvíkynhneigður kvikmyndagerðar- maður. Jean er smitaður af eyöni og reynir af fremsta megni að njóta lífsins til hins ýtrasta áður en það er um seinan. Hann á samtímis í átakamiklum ástarsamböndum við unga stúlku og íþróttakappa þar sem lífspúlsinn slær hratt. Myndin þykir lýsa vel tilfmningum og hugsunum Jeans og misjöfnum viðbrögðum umhverfisins gagn- vart hinum mikla vágesti, eyðn- inni. Regnboginn hefur frumsynt Tryllt- ard var smitaður af eyðni sem dró mynd hlaut fem Sesars- verðlaun ar nætur (LeNuits Fauves) sem hann til dauða aðeins nokkrum sem eru helstu kvikmyndaverð- leikstýrð er af Cyril Collard. Coll- dögum áður en þessi áhrifamikla laun Frakka. Var meðal annars Vondustelpumar vinsælust Þrátt fyrir að nýjasti vestrinn, Bad Girls, hafi fengiö frekar slæma útreið hjá gagnrýnendum var hún vinsælasta kvikmyndin í Bandarfkjunum um síðustu helgi, halaði inn fimm milljónir dollara, fyrstu viku á listanum. Á eftir Bad Girls komu eftirtaldar kvikmyndir: 2. Four Weddings and a Funeral, 3. The Inkwell, 4. The Paper, 5. D2: The Mighty Ducks, 6. Cops and Robbersons, 7. Schindler’s List, 8. Brainscan. Bresku „óskars- verðlaunin" Um síðustu helgi var mikið um dýrðir í London þegar bresku „óskarsverðlaunin“ voru afhent. það kom fáum á óvart að Steven Spielberg skyldi endurtaka leik- inn frá því í Hollywood í fyrra mánuði. Var Schindler’s List kos- in besta kvikmyndin og Steven Spielberg besti leikstjórinn. Ant- hony Hopkins (Remains of the Day) var valinn besti leikari í aðalhlutverki, Holly Hunter (The Piano), besta leikkonan, Ralph Fiennes (Schindler’s List) besti leikarinn í aukahlutverki og Mir- iam Margolys (The Age of Innoc- ence) besta Ieikkona í aukahlut- verki. Kika-Nýmyndfrá PedroAlmodóvar Frekar lítið hefur farið fyrir spánska leikstjóranum Pedró Almodóvar að undanfömu á meðan aðalleikari hans Antonio Banderas er heldur betur að slá um sig í Holly wood. Þessa dagana er víöa verið að frumsýna nýj- ustu kvikmynd Almodóvars Kika, meðal annars í Bandarikj- unum. Og sem fyrr er syndin lævís og lipur i meðförum Almodóvars. Fjallar myndin meöal annars um unga stúlku sem heldur við ástkonu föður síns. Aðalhlutverkin leika Ver- onica Forque, Victoria Abril og Peter Coyote, sem 'er greinilega í miklu uppáhaldi hjá evrópskum leikstjórum, sást fyrir stuttu í kvikmynd Roman Polanskis, Bitter Moon. MarlonBrando læturtilleiðast Sagt er að Marlon Brando liki það best að gera ekki neitt. Tll að mynda neitar hann öllum til- boöum sem honum berast. Einn maður hefur þó haft lag á að fá hann til að vinna, Francis Ford Coppola. Hefur Coppola enn eina ferðina tekist að draga gamla manninn fram fyrir kvikmynda- vélarnar. Mun hann leika í kvik- myndinni Don Juan DeMarco and the Centrefold, sem Coppola framleiðir, en nýliðinn Jeremy Leven leikstýrir. Leikur Brando sálfræöing sem er illa farinn á sálinni. Johnny Depp leikur sjúkling hans sem heldur að hann sé Don Juan endurborinn. RomanPolanski kvikmyndar þekkt leikrit Nokkuð er síöan Bitter Moon var sýnd hér á landi viö mjög góöa aðsókn. Vorum viö þónokk- uð á undán Bandaríkjamönnum, en stutt er síðan hún var frum- sýnd vestan hafs og fékk hún ágætar viðtökur hjá gagnrýnend- um. Polanski hefur ekki setið auðum höndum að undanfömu. Er hann að undirbúa kvikmynda- gerð eftir hinu þekkta leikriti Death and the Maiden eftir Ariel Dorfman. Aðalhlutverkin munu Sigoumey Weaver og Ben Kings- ley leika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.