Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 „Þaö er óhætt að segja að maöur sé samtaka. Við erum nú líka búin að vera saman í fimmtíu ár. En það er kannski ekki nógu gott að við skyldum verða samtaka í þessu til- felli þótt hjörtun slái í takt.“ Hjónin Líney Bogadóttir og Hall- dór Gestsson, sem eru 71 og 77 ára, gengust bæði undir hjartaaðgerð vegna kransæðastíflu í byrjun þessa árs. Undanfarna mánuði hafa þau dvalið á sjúkrahúsum og á Reykjalundi í Mosfellsbæ í endur- hæfingu en árunum fimmtíu hafa þau annars varið á Siglufirði. „Við komum suður í desember. Ég ætlaði að vera konunni minni til aðstoðar þar sem hún var að bíða eftir að komast í aðgerð vegna kransæðastíflu. Þá veiktist ég snögglega sjálfur af sama sjúk- dómi," segir Halldór. Fékkverkivið snjómokstur Reyndar hafði hann fundið fyrir verkjum heima á Siglufirði í desember aður en hann kom suður. „Ég var að moka snjó og fékk sára verki í axlir og niður í báða handleggi. Verkirnir hurfu og ég hélt áfram að moka.“ Þegar suður var komið fékk Hali- dór aftur verki. Þau dvöldu þá í Keflavík hjá dóttur sinni og var Halldór lagður inn á sjúkrahúsið þar. Við myndatöku kom ekkert í ljós og var hann sendur í hjartaþræð- mgu á Landspítalanum. Honum versnaði skyndilega þegar hann var kominn aftur til Keflavíkur eftir hjartaþræðinguna. Þann 24.janúar var svo gerð á honum aögerð. Lágu samtímis á Landspítalanum „Við lágum samtímis á Land- spítalanum en ekki á sömu deild," segir Líney sem var skorin upp 1. febrúar. „Ég var búin að bíða eftir plássi frá því í mars í fyrra en þá fór ég í hjartaþræðingu. „Ég hafði verið með verki í að minnsta kosti tvö ár áður en ég fór í hjartaþræð- ingu en fyrir þræðinguna var ekki vitað hvað var að. Það var þegar ég gekk eða var að gera eitthvað erfitt sem ég fékk verk í annan handlegginn. Biðin eftir aðgerð var hræðilega löng.“ Líney leggur áherslu á að það sé afleitt hversu margir þurfi að bíða lengi eftir plássi á sjúkrahúsum. „Það er aumt að ekki skuli vera hægt að gera nógu vel við starfs- fólk sjúkrahúsanna. Verkfall kem- ur niöur á sjúkhngum því biðin eftir aðgerö lengist.“ Æfingar og fræðsla Halldór og Líney eru ákaflega ánægð með dvöhna á Reykjalundi. Þar byrjar dagurinn snemma við líkamsæfingar. Klukkan átta eru þau komin á þrekhjól eða annað líkamsræktartæki. Svo tekur viö leikfimi eða vatnsleikfimi og ganga um svæðið utanhúss. Inn á milli er slökun og fræðsla. „Okkur er sagt hvernig við eigum að lifa með sjúkdóminn og leiðbeint um hreyfingu eftir að heim er kom- iö. Við fáum einnig fræöslu um mataræði. Við eigum að forðast mjólk, smjör og fitu almennt og kólesterólríkan mat.“ Ekkert áhættu- samt lífemi Þau segjast í raun ekki skilja af hverju þau fengu bæði kransæða- stíflu. Líney hefur aldrei reykt og Halldór hætti að reykja fyrir 47 árum. „Við höfum heldur ekki Halldór og Líney í herbergi sínu á Reykjalundi. ' |gg ; Dagurinn byrjar snemma. Klukkan átta að morgni er Liney komin á þrekhjól. Það er greinilegt aö likamsæfingarnar skila þreki,“ segir Halldór. borðað sérstaklega feitan mat. Og maöur hreyfði sig mikiö þótt við höfum ekki verið í sérstakri lík- amsþjálfun fyrr en nú.“ Bömin urðu 7 og auk þess að sinna þeim var Líney í síld og fiskvinnu. Hún starfaði einnig á bamaheimili. Halldór vann hjá Pósti og síma. Bera sig vel þrátt fyrirveikindi „Svona líkamsæfingar em alveg nýjar fyrir okkur og það er greini- legt að æfingamar hér hafa skilað þreki,“ segir Hahdór og bætir við að þau myndu þiggja að komast aftur á Reykjalund. „En við vitum að það eru margir sem bíöa eftir plássi. Það eiga margir meira bágt en við. Hér sér maður ýmislegt sem maður hefur ekki séð áður en flest- ir bera sig vel.“ Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari ganga með þeim hjónum um Reykjalund er kallaö glaðlega til þeirra. „Þetta eru spilafélagarnir," útskýrir Líney sem svarar kalhnu með gamanyrðum. „Maður verður að vera léttur og hta jákvæðum augum á tilveruna," bendir hún á. Gripið í spil og slegið upp balli Eftir klukkan fjögur, þegar öllum æfingum og göngutúrum er lokið, er tíminn notaður til að rabba við aðra dvalargesti. Á Reykjalundi eru að jafnaði rúmlega 170 vist- menn sem koma í endurhæfingu vegna ýmissa sjúkdóma. Á kvöldin er gripið í spil eöa horft á sjónvarp. Margir notfæra sér bókasafnið á staðnum. Þeir sem treysta sér fara í kvöldgöngu. Talsvert er um heim- sóknir kóra og tónlistarmanna og fyrir kemur að slegið er upp balli. „Okkur hefur liðið vel hérna og starfsfólkið er óskaplega gott sem og hjúkrunarfólk sem við höfum kynnst annars staðar," segja þau Líney og Halldór. Gullbrúðkaup framundan Dvölinni á Reykjalundi lýkur nú um helgina en þau hjónin treysta sér ekki strax til Siglufjarðar. „Það er mikill snjór þar enn þá. Við er- um ekki alveg nógu sterk til að fara strax norður. Við ætlum að safna kröftum hjá dóttur okkar í Kefla- vík.“ Framundan er gullbrúðkaupsaf- mæh hjá hjónunum sem taka undir það að líklega skilji þau betur en mörg önnur hjón hvernig makan- um hður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.