Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 33 Eurovision- molar Árið 1954 var ákveðið að setja upp einlivers konar sjónvarps- þátt sem væri hægt að sýna i Evrópulöndum. Menn komu sér síðan saman um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Fyrsta keppnin átti sér stað árið 1956 í Sviss. Sjö lönd tóku þá þátt í keppninni og hafði hvert land með sér tvö lög. ísland tók fyrst þátt í keppninní árið 1986 og fór þá með Gieðíbankann til Bergen. ABBA sló í gegn Sænski ABBA flokkurinn er líklegast sá sigurvegari keppn- innar sem mesta athygli hefur vakið. Fjórmenningarnir í ABBA fluttu lagið Waterloo áriö 1974 og slógu rækilega í gegn um allan heim. Aðrir sigurvegarar hafa ekki náð neinni frægð eftir keppnina að undanskilinni Cel- ine Dion sem keppti fyrir Sviss árið 1988 og bar sigur úr býtum. í dag er Celine ein vínsælasta söngkona í heimi og lagið hemi- ar, The Power of Love, hefur trónað á toppi vinsældalista um heim allan. Lagið sem lifði lengst Oft hafa þekktir aðilar flutt lög í keppnhmi eins og Cliff Richard sem keppti fyrir Bretland. Hins vegar mun lagið Save All Your Kisses for Me, sem Brotherhood of Man sigraði með árið 1976, lifað lengst. Lagið hefur seist í sex milljón eintökum. Aldrei unnið Nokkur lönd hafa aldrei unnið keppnina en verið með alllengi. Það eru Finnland, Kýpur, ísland, Portúgal, Malta, Grikkland og Tyrkland. ^ Elsti keppandinn Elsti keppandinn í Eurovision frá upphafi er Lale Andersen frá Þýskalandi. Hún var sextíu ára þegar hún söng í keppninni árið 1961. Yngsti keppandinn er hins vegar hin íranska Nathahe Paqu- es en hún var aðeins ellefu ára þegar hún tók þátt árið 1989. í náttfötum ' Fyrstu árin sem Eurovision fór fram voru keppendur með ein- faldan smekk og klæddust gjarn- an smókingum og siðkjólum (stuttum kjólum ef lögin voru flörug). Það varð því heldur betur undrunarefni þegar Asa Kleve- land kom fram í bleikum náttfót- um áriö 1966. Glitklæðnaður ABBA-flokksins vakti einnig mikla athygli og gullklæðnaður Anna Karina Ström árið 1976. Celine Dijon sigraði í Eurovision keppninni árið 1988.1 veturhelur hún trónaö á toppl vinsældalista um heim allan. Allir vilja vinna Eurovision: Súfranska líkir eftir Björk - en Sigga sæta er góð, segir sænskur gagnrýnandi „Við verðum meðal þriggja efstu í keppninni," sagði söngvarinn Roger Pontare í viðtali við sænska blaðið Expressen eftir að hann hafði hlust- að á öll lögin í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í sænska sjónvarpinu. Viðtalið gekk þó að mestu út á meting við norska lagið. Svo vill til að bæði Svíar og Norð- menn senda að þessu sinni pör í keppnina. Roger Pontare og Marie Bergman syngja sænska lagið en Jan Werner Danielsen og Elisabeth Andreasson syngja það norska sam- an. „Það er ekkert sem skilur okkur að nema taglið," segja Svíamir og vísa þá til undarlegrar hárgreiðslu Roger Pontare. „Okkar lag er meðal þeirra bestu. Það á eftir að standa sig i keppninni," segir Marie. Expressen segir aö sænska parið hafi skellt upp úr oftar en einu sinni þegar lögin tuttugu og fimm voru forsýnd fyrir gesti í sjónvarpshúsinu í Stokkhólmi. „Það voru ekki mörg lög sem mér þóttu áhugaverð, kannski helst Portúgal og Frakk- land,“ segir Marie. Skrifari hjá Expressen segir að það séu fimm lög sem honum fmnist ágæt. Þar á meðal eru Malta ogrir- land sem hann telur að eigi mikla möguléika á að vinna keppnina. „Þessi lönd njóta þeirra forréttinda að syngja á ensku og eru með mjög góð lög. Mér fmnst líka sæta Sigga frá íslandi góð með sitt ágæta soul- popplag. Á myndbandinu er hún með skipt í miðju eins og Agnetha Fált- skog á sjöunda áratugnum." Þá segir hann að eitt besta lagið sé það franska. „Eins og svo oft áður þora Frakkar að vera öðruvísi en aðrir. Söngkonan Nina Morato er nokkurs konar frönsk Björk með leyndar- dómsfullt lag sem er sambland af Afríku og Arabíu.“ Lélegustu lögin eru að dómi þessa gagnrýnanda frá Englandi, Spáni. Grikklandi og Austurríki. Svíar tefla fram parinu Roger Pontare og Marie Bergman með lagið Stjörnur og eru vongóðir um að ná langt. Á myndinni má sjá Siggu Beinteins flytja lagið sitt í baksýn. Norðmenn eru einnig með par, þau Elisabeth Andreasson og Jan Werner Danielsen. Elisabeth er vel þekkt sem annar helmingurinn af Bobby- socks sem sigraði i keppninni í Gautaborg árið 1985. Nokkur rígur er milli Svía og Norðmanna vegna laga þeirra og flytjenda. Þau munu kynna Eurovision keppnina að þessu sinni, Gerry Ryan og Cynthia Ni Mhurchú. Þau eru bæði vel þekktir sjónvarpsmenn á írlandi. Eurovision: í fimmta skipti á írlandi írland heldur Eurovison-keppnina nú annað árið í röð. Það er í fyrsta skipti sem sama landið heldur keppnina tvisvar í röð. Hins vegar hafa önnur lönd áður unnið tvisvar í röð; Luxemborg árin 1972 og ’73 og ísrael árin 1978 og ’79. Það var song- konan Niamh Kavanagh sem söng sig inn í hug og hjarta dómnefndar- manna í Miflstreet á írlandi í fyrra. írar telja að sú keppni hafl aukið mjög áhuga ferðamanna á landinu. írarnir hafa flórum sinnum áður haldið Eurovision keppnina; árið 1971, 1981 og 1988 og 1993; Þeir hafa oftast allra landa unnið keppnina. Sami maðurinn, Johnny Logan, sigr- aði tvisvar í keppninni, árin 1980 og 1987, og átti einnig sigurlagiö í fyrra. Logan er eini listamaðurinn sem hef- ur unnið keppnina oftar en einu sinni. Keppnin fer að þessu sinni fram í Point-leikhúsinu þar sem er mjög fullkominn tónlistarsalur. Point Theater er í gamalli byggingu, húsið var byggt árið 1878, í miðbæ Dyflinn- ar. Talið er að 300 milljónir manna muni horfa á keppnina beint í kvöld. Auk þess munu um þrjú þúsund manns fylgjast með í salnum. Yfir eitt þúsund þátttakendur og blaða- menn komu til Dyflinnar í tengslum við keppnina. Yfir tvö hundruð starfsmenn starfa í tónleikasalnum við undirbúning sjónvarpssendingarinnar. íslendingar í Eurovision: Sigga hefur nád lengst - keppir nú í þriðja sinn íslendingar tóku fyrst þátt í Euro- vision keppninni árið 1986 og er þetta því í níunda skiptið sem við troðum upp. Fyrstu þrjú árin varð þjóðin að sætta sig við sextánda sætið og töldu margir að þar sætum við föst það sem eftir væri. Áfallið varð þó heldur verra þegar lagið Það sem enginn sér fór utan og fékk ekki svo mikið sem eitt stig. Þá sögöu einhverjir að rétt væri að hætta að taka þátt, betra væri að sitja heima en á botninum. Það voru síðan Sigga Beinteíns og Grétar Örvarsson sem fengu hjörtu þjóðarinnar til að slá hraðar með laginu Eitt lag enn sem hafnaði í íjórða sætinu árið 1990. Árið 1991 fóru þeir Stefán Hilmars- son og Eyjólfur Kristjánsson með Nínu til Rómar og höfnuðu í fimmt- ánda sætinu. Sigrún Eva og Sigga Beinteins sungu Nei eða já í Svíþjóð 1992 og náðu þar sjöunda sætinu sem var næstbesti árangur íslendinga í keppninni. Ingibjörg Stefánsdóttir söng Þá veistu svarið á írlandi í fyrra en það lag varð í þrettánda sætinu. Sigga Beinteins keppir nú fyrir ís- lands hönd í þriðja skiptið í Eurovisi- on. Hún hefur komið okkur í bestu sætin til þessa. Hvað skyldi hún ná langt í kvöld. Breyttar reglur í Eurovision: Rússamir koma - Danir meðal þeirra sem detta út Niu lög frá Austur-Evrópu keppa að vera ekki meö kom Kýpur imi í Eurovision-keppninni i kvöld. í í staðinn. fyrsta skipti í 39 ára sögu keppn- Sjö ný lönd verða með í keppn- innar var hún öllum opin. Nýtt inni en þau eru Rússland, Eistland, kerfi hefur verið tekið upp í Litliáen, Ungveijaland, Pólland, söngvakeppninni þannig að þau lög Slóvakía og Rúmenía. sem fæst stig hlutu í fyrra detta út Þau iönd sem verða í nítjánda þetta áríð en ný lönd koma inn í sæti og þar fyrir neðan verða ekki staðinn. Þarnúg verða Belgía, Dan- með á næsta ári. íslendingar þurfa mörk, ísrael, Lúxemborg, Tyrk- vart að óttast það, okkar lagi er land og Slóvenía að sitja heíma spáð einu af efstu sætunum. þetta árið þar sem þau lentu í síð- Reglur keppninnar segja að 25 ustu sætunum í fyrra. Kýpur átti lönd skuli keppa á hverju ári. að vera úti en þar sem ftalía ákvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.