Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 9 Nýr myndaflokkur hjá Sjónvarpinu: Ástir og afbrýði í Lom- bardi á sautjándu öld Fimm þátta myndaflokkur hefur göngu sína hjá Ríkissjónvarpinu í næstu viku. Myndaflokkurinn, sem heitir The Betrothed á ensku en Hjónaleysin á íslensku, er byggður á sögu Alessandros Manzoni, I Pro- messi Sposi. Sögusviðið er Lombardi snemma á sautjándu öld þar sem ástir og afhrýði blómstra. í upphafi segir frá Ludovico sem er fullur iðrunar eftir að hafa drepið jarðeiganda í reiðikasti. Hann gerist munkur og hlýtur nafnið Cristoforo. Nokkrum árum seinna liggja leiðir hans og ríkismannsins Don Rodrigo saman. Rodrigo þessi er ástfanginn af Luciu Mondella og er hann ákveð- inn í að eignast hana. Hún er hins vegar heitbundin Renzo Tramaglino og Cristoforo ráðleggur henni að gift- ast honum í snatri. Presturinn í þorpinu er hræddur við Rodrigo og reynir að fresta brúð- kaupinu. Þegar giftingaráætlunin bregst hjálpar Cristoforo Renzo, Luc- iu og móður hennar Agnese til að flýja. Mæðgurnar leita skjóls í klaustri en Rodrigo leitar aðstoðar valdamik- ils aðila til að ná Luciu á vald sitt. Smám saman kemur í ljós að ýmsir atburðir hafa gerst í klaustrinu sem ekki þola dagsbirtuna. í tengslum við þessa atburði tekst sendimanni Rodrigos að ræna Luciu en ekki er vert að greina nánar frá atburðarás- inni. Myndaflokkurinn fjallar um tilraunir valdamikilla aðila til að stía í sundur ungum elskendum. Matreiðsluþáttur Sjónvarpsins: Svínahryggur með pöru Úlfar Finnbjörnsson matreiðslu- meistari á Jónatan Livingston mávi sýndi áhorfendum Sjónvarpsins á miðvikudaginn var hvernig á að matreiða svínahrygg með pöru en svinakjöt hefur verið ódýrt að und- anfornu. Þátturinn verður endur- sýndur í dag. Uppskriftin hljóðar svo: 1/2 svínahryggur salt og pipar 4 stórar kartöflur 3 sneiðar beikon 1 laukur 1 tsk. timian 1 msk. smjör salt og pipar Sósa 1 laukur 1 msk. dijon sinnep 2 dl mysa 2 dl ijómi 3 dl soö af hryggnum salt og pipar kjötkraftur (ef nauðsynlegt) sósujafnari Leikstjóri myndaflokksins er Sal- vatore Nocita. Burt Lancaster er sér- stakur gestaleikari í myndaflokkn- um og er hann í hlutverki kardínála. í hlutverki sendimanns Rodrigos er Murray Abraham. Franco Nero leik- ur Cristoforo og í hlutverki ungu hjónaleysanna eru Delphine Forest og Danny Quinn. bjóöum iriO iHH BETUR n sjonvarp á aðeins kr. 86.900, *N!CAM VÍOÓMA *TEXTA VARP *2x21 P1NNA SKARTENG1 *FLA TUR "BLACK L1NE" SKJÁR *Ú TGANGUR FYR1R HÁTALARA *AÐGERÐALÝSING Á SKJÁ *ÍSL ENSKAR L EIÐBEININGAR HVERFISGOTU 103 -SIMI625999 Sumartíimnn hjá okkur er frá átta til fjögur Vorið er komið og sumarið nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í sumarafgreiðslutíma, sem er frá klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir frá 1. niaí til 15. september. Kringlunni 5 "■* Draghálsi 14-16 iiiniij oiQ'j ,'fínri mVi .rtailfifl J .aivlfo I.IKj ■iMíl.-.-.i.a[lii:tii i<q> I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.