Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Side 22
22 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Sérstæð sakamál Hættuleg vinsemd Kyrrahafsstyrjöldinni var lokið og bandaríski herpresturinn Charles Taff var á ný kominn heim til Kól- oradóríkis. Að baki voru erfiö ár og sorgleg reynsla sem Taff vissi að hann myndi seint eða aldrei gleyma. Þennan ágústmorgun árið 1949, þegar hann settist upp í bíl sinn til þess að aka til Denver, þakkaði hann í hljóði fyrir að vera kominn heim og laus við vígvölhnn þar sem hann hafði séð svo marga unga menn deyja, langt frá ættingj- um og heimili. Taff hafði þó ekki séö síöasta lík- ið af manni sem fallið hafði fyrir skoti. Eftir að hafa ekið um stund þennan kyrrláta sumarmorgunn sá hann skyndilega eitthvað rétt utan við vegarbúnina sem fékk hann til að snarhemla. Svo ók hann dálítið aftur á bak, stöðvaði bílinn og steig út. Honum hafði ekki mis- sýnst. Nokkra metra utan við veg- inn lá lík af manni. Þaö var að hluta til þakið með dagblöðum. Kvittunin Taff skoðaði líkið og sá hvers kyns var. Hann ók að næsta bústað og bað um að fá að nota símann. Augnabliki síðar var hann tekinn að ræða við Gus Anderson, einn helsta löggæslumann í Kóloradó- ríki. Þeir voru gamlir skólabræður og Taff sagði við hann: „Þú verður að koma strax. Það er lítill vafi á því að maðurinn hefur veri myrt- ur.“ Tæpum klukkutíma síðar voru Anderson og aöstoðarmenn hans famir að rannsaka líkið. Var ljóst að maðurinn hafði verið skotinn til bana. Réttarlæknir fékk líkið nokkru síðar og ekki leið á löngu þar til hann gat skýrt frá því að maðurinn hefði veriö skotinn tíu klukkustundum áður. Viö staðinn þar sem líkið hafði legið sáust spor og sýndu þau, svo að ekki varð um villst, aö maöurinn hafði verið skotinn annars staðar en líkið skilið eftir við vegarbrún- ina. Þar fann Anderson svo lítinn pappírsmiða sem hafði að nokkru troöist niður í grastó. Reyndist þaö vera kvittun frá verslun í Denver og var hún á nafni Harrys Radke. Varð hún fyrsta vísbending lög- reglunnar. Ferð í hringekju Nokkru eftir að Anderson fann kvittunina fann einn aðstoðar- manna hans, Johnson, ljósrauðan miða sem á stóð: „Ein ferð í hring- ekjunni". Og nokkrum mínútum síðar fann annar aðstoðarmaöur Andersons, Dove, þriðju vísbend- inguna. Var það greiða með nokkr- um ljósum kvenhárum. Ekki leiö á löngu þar til fyrir lá að líkið var af Harry Radke. Gat ekkja hans skýrt frá því að daginn áður hefði hann ekið til býlis sem hann átti eitt hundrað og fimmtíu kílómetra utan viö Denver. Hún sagðist ekki hafa heyrt frá honum síðan en vissi að hann hefði haft tíu þúsund dali á sér. Peningamir höfðu ekki fundist á líkinu. „Harry var vinsæll maður,“ sagði hún, „og alltaf að taka fólk upp í bífinn. Samt var ég oft búin að vara hann við því.“ „Já, það getur hafa verið einhver af þeim sem ferðast „á puttanum" sem myrti Harry," sagði Anderson „en af hvaða konu geta ljósu hárin verið komin?“ Ekkjan hristi dapurlega höfuðið. Maður hennar hafði enga ljós- hærða konu þekkt, sagöi hún. Harry hefði veriö lítið upp á kven- höndina. Ekkjan gat hins vegar staðfest að maður hennar hefði átt greiðuna. Sagðist hún hafa gefið -honum hana. J—i-u_J---1__I__L Harry Radke. Líkið. Hringurinn þrengist Anderson lét nú menn sína fara í allar prentsmiðjur í Denver til að kanna hver hefði prentað hring- ekjumiðana. Eftir nokkra leit kom- ust þeir að því aö þeir höfðu verið ætlaöir til notkunar á hátíð í bæn- um Fort Collins en hann liggur nokkra kílómetra utan við Denver. Rannsóknarlögréglumennirnir. héldu nú til Fort Collins og var ferðinni heitið á fund mannsins sem rak skemmtigarðinn þar. Hann gat upplýst aö sá sem selt hefði miðana í hringekjuna væri ungur. Hann heföi hins vegar horf- ið sporlaust ásamt dansmærinni Monu Morrell. Baö eigandinn rannsóknarlögreglumennina að finna Monu því hún hefði verið vinsælasti skemmtikraffur sinn og Ummerki eftir verknaðinn fundust í bílnum. góð tekjulind. „Mér er hins vegar sama þótt ég sjái unga manninn aldrei aftur," sagði hann. Anderson fékk nú nákvæma lýs- ingu á bæði unga manninum og dansmærinni. Var henni komið til útvarpsstöðva í nágrenninu og fólk beðið að láta vita hefði það séð til ferða þessa fólks. Mona segir sína sögu Nokkru eftir að lýsingin hafði verið lesin í útvarpi hringdi farand- sölumaður tii rannsóknarlögregl- unnar. Sagðist hann hafa verið í bíl sínum nokkru fyrir utan Den- ver þegar hann hefði komið auga á ljóshærða konu á gangi, eina síns liðs, eftir afleggjara aö sveitabæ þar sem herbergi voru til leigu. Anderson kallaði þegar saman hóp vopnaðra manna og var haldiö að sveitabænum. Ljóshærða konan reyndist vera Mona Morrel og varð hún skelfingu lostin þegar henni var fjáð að hún lægi undir grun um að hafa átt þátt í að myrða Harry Radke því aö hár úr höfði hennar hefðu fundist á greiðu hans. Leysti hún þá frá skjóðunni í svo miklum flýti að Anderson og menn hans máttu leggja sig alla fram um að skilja það sem hún sagði. Saga Monu var á þá leið að hún vissi ekkert um sjálft morðið. Hún sagði aftur að hún og unnusti henn- ar, John Evans, hefðu verið á gangi meöfram þjóðveginum á leið frá skemmtigarðinum þegar bíl hefði borið að. Hefðu þau veifað til öku- mannsins sem hefði stöðvað bílinn og fallist á að leyfa þeim að sitja í. Ásveitabæinn Um hríð óku þau þrjú saman, Harry, John og Mona. En ekki leið á löngu þar til þau komu að veit- ingahúsi og hafði Harry þá á orði að hann væri svangur. Fóru þau öll þrjú inn til að fá sér að borða og sagði Mona að Harry hefði borg- aö. En áður en sest hafði verið að snæðingi sagðist Mona hafa viljað greiða sér en enga greiðu haft og hefði Harry þá lánað henni sína. Væri það skýringin á því að hár úr höfði hennar hefðu fundist á greiðunni. Eftir málsverðinn var haldið af stað á ný. Heitt var í veðri og Mona þreytt eftir gönguna. Sofnaöi hún, að eigin sögn. Ekki var hún alveg viss um hve lengi hún hafði sofið þegar John vakti hana, lét hana fá tutt- ugu dala seðil og bað hana að fá sér herbergi á sveitabænum þar sem Anderson og menn hans fundu hana. Kvaðst John myndu koma og sækja hana eftir tvo daga. Mona sagði að hún heföi ekki haft neina hugmynd um að neitt voðalegt væri í aðsigi. Hún heföi hins vegar heyrt að John og Harry hefðu ræðst við og hefði hún talið að þeir hefðu einhvers konar við- skipti í huga. John finnst Mona sagði að unnusti hennar, John, hefði ekki snúiö til baka. Hún hefði beðið hans árangurslaust en hann ekki komið. Var hún því fegin að fá aftur ferð til skemmtigarðsins þar sem eigandinn beið eftir því að hún færi aftur að draga að við- skiptavini. Hófst nú leitin að John Evans. Eftir nokkurn tíma tókst að upp- lýsa að hann væri frá grannríkinu Iowa. Hafði Anderson samráð við lögregluna þar og fékk aöstoð hennar. Hélt hann síðan heim á bæinn sem John var frá. í hlöðu við hann fannst bíll Harrys Radke. Var nú gerð mikil leit og við hana kom í Ijós skammbyssa með hlaupvíddinni 32 og hafði hún verið falin í kæli gamallar gufuknúinnar dráttarvélar. Þótti líklegt að hún myndi vera morðvopnið. Var byss- an send til sérfræðinga svo þeir gætu gert samanburð á kúlum úr henni og þeirri sem oröið hafði Harry Radke að bana. Játningin John var nú handtekinn og færð- ur til yfirheyrslu í Denver. Eftir nokkurn tíma játaði hann að hafa myrt Harry Radke. Var saga hans eins og saga Monu fram að þeim tíma sem hann fékk henni tuttugu dalina og sagði henni að taka sér á leigu herbergi á sveitabænum. Var ljóst af henni og öðru að Mona var saklaus. John sagði hins vegar að þegar Harry heföi borgað fyrir matinn á kránni heföi hann séð að hann var meö háa fjárhæð á sér. Þegar hann heföi verið orðinn einn með Harry hefði hann tekið fram byssuna sem hann hafði á sér og neytt Harry til þess að aka á afskekktan stað. Þar hefði hann skotið hann þar sem hann sat enn undir stýri. Hann heföi síðan borið líkið út úr bílnum og komið því fyrir þar sem Taff herprestur fann það. John tók peningana, sem reynd- ust vera tíu þúsund dahr, og ók burt í stolna bílnum. Honum var hins vegar ekki Ijóst að meðan hann var að koma líkinu af Harry Radke fyrir undir runnanum féllu úr vasa þess kvittanir og sömuleið- is hringekjumiðar úr skemmti- garðinum úr hans eigin vasa. John Evans var skömmu síðar ákærður fyrir morð og fann kvið- dómur hann sekan. Dómarinn úr- skurðaði hann í lífstíðarfangelsi. Mona Morrell hélt áfram að dansa og varð vinsælli en hún hafði verið nokkru sinhi áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.