Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Dagur í lífl Sigrúnar Evu Ármannsdóttur:
Á þönum með túrista
og sungið í stúdíói
Venjulega byijar dagurinn hjá mér
ekki fyrr en um hádegi og frá og
með þeim tíma er ég yfirleitt á þön-
um um bæinn þveran og endilang-
an enda er gamh bílhnn minn
keyrður langt á annað hundrað
þúsund kílómetra, eins og ég hata
nú að keyra bíl.
Annars byrjaði þessi mánudags-
morgun frekar snemma. Ég vakn-
aði rétt upp úr níu en eins og venju-
lega þá sló ég klukkuna nærri
kalda og svaf þangað til hún
hringdi næst og svo koll af kolU þar
til hún var að verða tíu. Þá loksins
drattaöist ég fram úr. Síðan lá leið
mín eins og hjá svo mörgum öðrum
á þessum tíma sólarhringsins á
baðherbergið.
Lífshættulegt
sturtubað
Þar fór ég í bráðnauðsynlega
sturtu sem reyndar er hálflífs-
hættulegt því blöndunartækið er
bUað þessa dagana. Eftír sturtuna
var heihnn loks kominn í gang og
næst lá leiðin að símsvaranum að
hlusta á skUaboð helgarinnar. Ég
hafði nefnUega ekki verið í bænum
um helgina. SkUaboðin reyndust
æði mörg og þurftí að sinna mörg-
um þeirra strax. Því tók við heU-
mikið kjaftæði í símanum við fólk
sem ég þekki og þekki ekki.
í hádeginu hljóp ég út í banka til
að sinna ýmsum erindum þar og
svo í búðina tíl að kaupa hinar og
þessar nauðsynjar til heimiUs-
haldsins. Er heim kom var tími
kominn á morgunmatinn sem sam-
anstóð af svo óhoUu fæði að ég legg
Sigrún Eva Ármannsdóttir leiðsegir ferðamönnum. DV-mynd ÞÖK
ekki í það að segja frá því opinber-
lega. Éftir óhoUustuna sinnti ég
símtölum aftur því eins og venju-
lega fer meginparturinn af degin-
um í það að tala í símann.
Sparslað í hrukkur og
þvælstmeðtúrista
Ég talaði meðal annars við strák-
ana og Ces í hljómsveitinni um
skipulagningu vikunnar. Auk þess
hringdi ég í Úrval-Útsýn tíl að fá
upplýsingar sem mig vantaði um
hópinn sem var að koma til lands-
ins. Þessa vikuna er ég nefrúlega
aö þvælast með túrista um landið
í dagsferðum.
Meðan á þessum símtölum stóð
myndaðist ég við að sparsla í
hrukkurnar eina af annarri og rétt
náði að klára áður en rútubUstjór-
inn flautaði fýrir utan því klukkan
var orðin tvö.
Leiöin lá nú beint til Keflavíkur
þar sem ég stóð eins og álka veif-
andi spjaldi svo að Bretarnir, sem
ég var að taka á móti, myndu nú
finna mig. AUt gekk vel fyrir sig
og áður en ég vissi af voru allir
komnir inn á hótehð í Reykjavík.
Þá var klukkan tæplega fimm og
smápása í augsýn.
Kvöld í stúdíói
En Adam var ekki lengi í paradís
því skUaboð á símsvaranum sögðu
mér að hunskast upp í stúdíó þar
sem hljómsveitin Þúsund andht sit-
ur nú sveitt aha daga við gerð nýrr-
ar hljómplötu. Verið var að gera
nýtt „demo“ og ég þurfti að syngja
smávegis inn á upptökuna. Og fyrst
ég var komin upp í stúdíó á annað
borð þá að sjálfsögðu Uengdist ég
þar fram eftir kvöldi enda mikið
að gerast þar þessa dagana. Þaö er
verið að búa til fjölda laga sem á
svo eftir að velja úr.
Afgangurinn af kvöldinu fór svo
í aö undirbúa ferð morgundagsins
með útlendingana sem var skoðun-
arferð um Reykjavík. Morgundag-
urinn htur út fyrir að verða mjög
annasamur eins og reyndar öh vik-
an því ráögerðar eru ferðir til Guh-
foss og Geysis, um Suðurnesin og
í Bláa lónið. AUar lausar stundir
verða í stúdíóinu. Kannski verður
rólegra í næstu viku.
Finnur þú fimm breytingai? 255
Auðvitaö segir hún já. Þetta er hennar hugmynd. Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðntun
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spil-
ið, eitt vinsælasta flölskyldu-
spil í heimi. Það er þroskandi,
skerpir athyghsgáfu og þjálfar
hugareikning.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur. Bækumar, sem eru í
verðlaun, heita: Mömmudrengur,
Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban-
væn þrá. Bækumar em gefiiar út af
Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 255
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð fimmtugustu og þriðju get-
raun reyndust vera:
1. Rósa Eðvaldsdóttir,
Blómvangi 11,
220 Hafnarfirði.
2. Ævar Eyjólfsson,
Brekkustíg 31 B,
260 Njarðvík.
Vinningarnir veröa sendir
heim.