Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 11 „Satunnainen er glöð og jákvæð manneskja sem elsk- ar lífið. Hún bjargar sér alltaf, sama hvað á gengur," segir leikarinn og textahöfundurinn Eppu Nuotio. í sumar kom fram hugmynd um að láta hvunndagshetj- una Satunnainen birtast á silki og bættist fatahönnuður- inn Johanna Bruun þá í hópinn en hún sníður og saum- ar allar myndirnar. Iitríkt silkiskop á veggjunum í Hlaðvarpanum: Hvunndagshetj a með góðlátlegt grín - sýningin um Satunnainen er fínnskri nytjalist sannarlega til soma Finnska hvunndagshetjan og kven- ímyndin Satunnainen eða á ensku Haphazard er komin til íslands og búin að hreiðra um sig uppi á lofti í Hlaðvarpanum þar sem hún birtist gestum og gangandi á htríku silki, plasti eða jafnvel pappír hangandi á veggjum og niður úr lofti. Satunnain- en er persónusköpun finnsku lista- kvennanna Johönnu Bruun, Maikki Harjanne og Eppu Nuotio og nota 'þær Satunnainen til að hamla gegn krepputali og koma góðlátlegu gríni og sterkum boðskap á framfæri á léttan, ferskan og htríkan hátt. Birtist í kvennatímariti Satunnainen er ekki gömul í hett- unni þó að hugmyndin hafi verið að gerjast með myndhstarkennaranum Maikki Haijanne um nokkurt skeið. Maikki hafði gert talsvert af mynda- seríum fyrir börn fyrir nokkrum árum og í framhaldi af því hafði hún látið sig dreyma um að gera teikni- myndaseríur fyrir konur. í ársbyrj- un 1993 skýrði hún Eppu Nuotio frá draumum sínum og þær stöhur sett- ust niöur tíl að velta fyrir sér hvem- ig Satunnainen ætti að vera. Þær voru fljótar að vinna frumhugmynd- ina og skrifa texta og buðu svo kvennatímaritinu Me Naiset eða Viö konur seríuna til kaups. Sagan af Satunnainen hefur birst í Me Naiset Hugmyndin að hvunndagshetjunni og kvenímyndinni Satunnainen eða Haphazard er ekki gömul þó að hún hafi verið að gerjast með myndlist- arkennaranum Maikki Harjanne um nokkurt skeið. í ríflega eitt ár og er ekkert lát á því. Síðasta sumar kom fram hugmynd um að láta hvunndagshetjuna Sat- unnainen birtast á shki og slóst þá fatahönnuðurinn og klæðskerinn Johanna Bruun í hópinn. Johanna sniður og saumar myndimar með hvunndagshetjunni eða silkiskopiö svokahaða þó að verkaskiptingin mhh hstamannanna sé að nokkm leyti óljós og skarist á stundum, auk þess sem hugmyndimar þróast ýmist og dafna í hópvinnu eða sér. Glöð ogjákvæð „Satunnainen er glöð og jákvæð manneskja sem elskar lífið. Hún bjargar sér alltaf, sama hvað á geng- ur. Hún lætur aldrei bijóta sig niður - þvert á móti. Hún snýr öhu við á jákvæðan hátt og gerir sig ánægða með htið. Með Satunnainen vhjum við færa fólki gleði og jákvæðni og sýna konum að hf þeirra geti verið yndislegt ef þær bara gera eitthvað í því sjálfar. Það er hugmyndin á bak við Satunnainen og það er okkar lífs- fílósófía," sagði leikarinn og texta- höfundurinn Eppu Nuotio þegar blaðamaður DV leit inn á sýninguna í Hlaðvarpanum nýlega. Eppu Nuotio, Maikki Haijanne og Johanna Braun hafa sýnt silkiskopið með hvunndagshetjunni Satunnain- en á Listiðnaöarsafninu í Helsinki og á galleríum í Noregi og Dan- mörku. Sýningin í Hlaðvarpanum stendur frá 21. apríl tU 7. maí og er fuU ástæða tU að hvetja sem flesta aö hta þar inn og kynna sér athyghs- verða, nútímalega og innihaldsríka nytjalist frá Finnlandi. -GHS ||l Kjörskrá til borgarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 28. maí nk„ liggur frammi almenningi til sýnis á Mann- talsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, á almennum skrifstofutíma frá og með 4. maí til kjör- dags. Kærur vegna kjörskárinnar skulu hafa borist skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi þann 14. maí nk. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 29. apríl 1994. Borgarstjórinn í Reykjavík SÓLSKÁLAR Sýning um helgina! Opið frá kl.13-17 Sólstofur Svalahýsi Rennihurðir RennigluggarFellihurðirÚtihurðir o.m.fl. Ekkert viðhald íslensk Iramleiðsla Giuggar Garðhús / Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300 Það eru ekki margir sem geta boðið jafn fullkomna eldhúsinnréttingu (og þá meinum við FULLKOMNA) fyrir þetta verð. Hvítlakkaðar hurðir. Ljósalistar og sýnilegar úthliðar úr beyki eða annarri viðartegund. KAM innréttingar eru alíslensk fxamleiðsla. Sjón er sögu ríkari. Líttu við í sýningarsal okkar, úrvalið kemur þér á óvart. ! * ÍÍ METRÓ mögnuó verslun í mjódd Állabakka 16 @ 670050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.