Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Eurovision-keppnin í kvöld: Langar að slá eigið met - segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona sem er bjartsýn á að lagið Nætur sigri Sigríður Beinteinsdóttir hress og kát í Dyflinni í vikunni. „Hugur okkar er mjög jákvæöur og allt hefur gengiö rosalega vel. Ég hef verið í viðtölum og ljós- myndatökum. Annars er mjög gaman hér og við peppumst upp með hverjum deginum sem líöur,“ sagði Sigríður Beinteinsdóttir söngkona í samtali við DV frá Dyfhnni. í kvöld rennur upp stóra stundin þegar Sigga syngur fyrir 300 milljónir manna í beinni út- sendingu lagið Nætur en það virð- ist hafa fengið góðan meðbyr, hvað svo sem það þýðir í atkvæðataln- ingunni í kvöld. „Ég verð að segja að lagið hefur vakið mikla hrifningu og ég hef aldrei vakið þvílíka athygli sem nú. Þetta er í þriðja skiptið sem ég keppi og man ekki eftir slíku í hin skiptin. Þá þurfti maður svolítið að hafa fyrir því sjálfur að kynna sig en svo er ekki núna. Blaða- mennirnir þyrpast í kringum mig. Ég var t.d. í sjónvarpsviðtölum við hollenska og sænska sjónvarpið. Einnig hef ég verið í útvarpsvið- tölum við þýska útvarpsstöð, BBC, Holland og Noreg. Þá hafa einnig birst við mig stór viðtöl í blöðum. Á fimmtudag var heilsíðuviðtal við mig í norsku blaði þar sem farið er fallegum orðum um ísland og mig. Einnig var stórt viðtal við mig í sænsku daghlaði á þriðjudaginn. Á fimmtudag var mikið skrifað um okkur í írsku dagblööunum. Þann- ig að við erum meira í sviðsljósinu en áður,“ sagöi Sigga. - Hveiju viltu þakka það? „Ég þakka þaö því að lagið er gott. Einnig að undirbúningurinn fyrir ferðina var mikill, sérstaklega í sambandi við flölmiðlakynningu. Þá er þetta ekki síst að þakka Frank McNamara. Hann hefur gert svo mikið fyrir lagið aö fólk telur aö það hafi möguleika á að lenda í einu af fyrstu sætunum enda segja veð- bankamir það.“ Nettur fiðringur - Ertuekkikominmeðímagann? „Jú, þegar maður hefur verið á æfingunum er nettur fiðringur í maganum. Ég hef alltaf haft stress- ið með mér, því miður. Sumir segja reyndar að það sé ágætt en það er ekki gaman að vera með hnút í maganum. Hins vegar eru bak- raddarsöngvararnir mjög góður hópur og þaö hjálpar mér mikið.“ - Hvað hafið þið helst verið aö gera þessa viku? „Mánudagur og miðvikudagur voru erfiðastir. Á mánudag var fyrsta æfingin og hún byrjaði brösulega því að við heyröum ekk- ert í sjálfum okkur. Þetta endaði þó ágætlega. Á eftir var haldinn blaðamannafundur eins og alltaf er gert eftir fyrstu æfingu. Um kvöldið fórum við síðan í veislu hjá írska sjónvarpinu. Þar var matur og drykkir fyrir alla eins og hver gat í sig látið. Á þriðjudaginn var frí hjá okkur að mestu leyti utan þess sem ég fór í viðtöl. Frank McNamara bauð okkur öllum heim til sín en hann býr í hálfgerðri höll. Hann bauð okkur í útreiðartúr og það var mjög skemmtilegt. Æfingin á miðvikudag gekk frábærlega vel. Síðan bauð menntamálaráðherra írlands okkur í veislu um kvöldið í írskum kastala. Eftir það héldum við okkar veislu og þangað mættu um átta hundruð manns en það er fjölmennasta boðið sem haldið hef- ur verið. Enda er skrifað um okkur í írsku blöðunum í dag að viö séum skemmtilegustu keppendurnir. Þeir segja að við séum alltaf í góðu skapi og til í að skemmta okkur. Ég fór í svokallaða póstkorta- myndatöku í rándýrri skartgripa- verslun þar sem voru sérhannaðar munir og húsgögn. Eg átti að vera að skoða mig um í þessari verslun." Ætla aó koma mér á framfæri - Nú ert þú að taka þátt í keppn- inni í þriðja skiptið. Er eitthvað öðruvísi nú en áður? „Nei, þetta er sama rútínan. Mað- ur er orðinn reynslunni ríkari og nú veit ég hvað þarf að gera. Þetta er mikil vinna ef maður ætlar að ná einhverju og geta eitthvaö." - Hvernig líst þér á leikhúsið þar sem keppnin verður haldin? „Mér líst vel á það. Maöur er mjög nálægt áhorfendum sem er gott því þá hefur maður samband við þá. Sviðið er frekar stórt, allt í neonljósum og allt mjög vel gert hjá írunum. Þetta kemur vel út.“ - En hvemig verður þú klædd í kvöld? „Ég verð í síðu svörtu sifíbnpilsi sem er hannað af Maríu Ólafsdótt- ur en hún hefur hannað allan þann fatnað sem ég klæðist hér úti. Síðan verð ég mjög svipuð að ofan og ég var á myndbandinu, í skyrtu og jakka. Ég vildi ekki vera í galakjól eins og ég var í árið 1990 þó að rauði kjóllinn kæmi vel út. Mig langaði að vera meira ég sjálf, meira í tísk- unni. Mig langar til að nýta mér þetta tækifæri hér núna til að koma mér á framfæri í öðrum löndum. Þar sem ég ætla að reyna það vil ég líta út eins og ég er vön að gera og kann best við. Þetta á eftir að koma vel út, bakraddarsöngkon- urnar eru í síðum svörtum kjólum og herrarnir í svörtum jakkafót- um.“ Ánægð með lagið - Fannstu viðbrögð hér heima áð- ur en þú lagðir af stað? „Ég var orðin mjög stressuð áður en ég fór utan því mér fannst fólk vera með væntingar til mín. Þegar ég kom hingað til írlands þurfti ég að byggja mig upp aftur og þótt ég geti ekki sagt að ég ætli að vinna þá geri ég mitt besta.“ - Þú lentir í íjórða sæti árið 1990 og síðan í sjöunda sæti 1992. Viltu spá einhverju um úrslitin í kvöld? „Nei, ég vil ekki spá neinu en mig langar að gera betur en ég hef gert. Mig langar æðislega að kom- ast í þriðja sætið þótt ég segi ekki meira. Mig langar að slá eigið met og vona að ég geti það. Annars von- ast ég tfi að vera meðal tíu efstu. Við eigum það skilið því lagið er gott.“ - Finnst þér lagið ekki hafa breyst til hins betra eftir að það var tekið í gegn? „Jú, einmitt, og þess vegna ákvað ég að syngja það. Eftir að ég heyrði breytingarnar og hvað Frank ætl- aði að gera við það tók ég þá ákvörðun að vera með en annars fannst mér nægilegt að hafa verið með í keppninni tvisvar sinnum. Ég tel að þetta lag hafi bestu mögu- leikana á að gera eitthvað stórt af þeim lögum sem ég hef farið með í keppnina. Lagið fær mjög já- kvæða gagnrýni hér úti og blaða- menn telja það mjög gott.“ Ekki klíka - Hefur þú heyrt hin lögin í keppn- inni? „Ég heyrði nokkur þeirra heima áður en ég fór til írlands. Mér finnst sænska lagið mjög gott með indí- ánahöfðingjanum. Norska lagið er ágætt líka og það pólska og portúg- alska. Mér finnst írska lagið fallegt en textinn'er lélegur. Veðbankarnir eru náttúrlega ekki dómarar þann- ig að maður veit ekkert hvernig þetta kemur út. En ég finn mjög jákvæða strauma í kringum mig.“ - Er stigagjöfin ekki bara klíka. Allir að gefa nágrönnum sínum stig? „Ég hélt alltaf að það væri þannig en ég er að skipta um skoðun. Eflaust er eitthvað um það en ég er ekki viss um að það sé algilt." - Þið eruð þá ánægð með þessa daga á írlandi? „Já, mjög, enda er veðrið hér frá- bært. Sól og hiti upp á hvem dag. Auk þess eru írar yndislegt fólk og mjög líkir okkur, segi ég með stolti," segir Sigríður Beinteins- dóttir. Þess má geta að það verður Jakob Magnússon, menningarfulitrúi ís- lands i London, sem kynnir keppn- ina fyrir okkur hér heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.