Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Andlát Guðlaugur Jónsson Guðlaugur Jónsson, Þrastanesi 22, Garðabæ, er áttræður í dag. Starfsferill Guðlaugur fæddist á Skarði á Skarðsströnd og ólst þar upp. Hann var vinnumaður á Skarði um skeið, átti síðan heima í Búðardal en flutti til Reykjavíkur 1954. Þar starfaöi hann lengst afhjá Bílasmiðjunni hf. eða frá 1954-74. Þá vann hann við Hótel Akranes til 1979 en stundaði síðanýmisstörf. Fjölskylda Eiginkona Guðlaugs: Ingibjörg Valdimarsdóttir, f. 29.6.1925, hús- móðir í Reykjavfli. Hún er dóttir Valdimars Sigurðssonar oglngi- gerðar Sigurbrandsdóttur í Ruffeyj- um á Breiðafirði. Þau skildu. Böm Guðlaugs og Ingibjargar eru Jón, f. 22.8.1945, skipstjóri á Pat- reksfirði, kvæntur Oldu Þórðardótt- ur og eiga þau fiögur böm og eitt bamabam; Jóhannes Kristján, f. 24.1.1948, bifreiðasmiður í Mos- fellsbæ, kvæntur Hildi Steinþórs- dóttur og eiga þau fjögur böm; Kristbjörg Helga, f.16.10.1952, kaup- maður, búsett í Garðabæ, gift Krist- jáni Amfjörð og eiga þau sex böm; Valdimar, f. 14.7.1961, starfsmaður Krafttaks, búsettm- á Selfossi en sambýliskona hans er Ragnhildur Sveinsdóttir og á hann þrjú böm; Ólína, f. 9.6.1964, ritari, búsett í Reykjavík. Þá ólu þau Guðlaugur og Ingibjörg upp fósturdóttur, Krist- ínu Jóhönnu Valdimarsdóttur, f. 5.8. 1943, búsetta í Reykjavík, gift Jóni Guðmundssyni og á hún fimm böm og átta bamaböm. Albróðir Guðlaugs er Óskar Georg, f. 31.10.1915, búsettur á Ball- aráíDalasýslu. Hálfbróðir Guðlaugs, sammæðra, var Marínus Breiðfjörð Valdimars- son, f. 16.4.1906, nú látinn. Hálfsystkin Guðlaugs, samfeðra: Ragnar Jónsson, f. 6.2.1908, var búsettur í Kópavogi, nú látinn; Helga, f. 23.9.1918, búsett í Reykja- vík; Ingveldur, f. 27.12.1927, nú lát- in, var búsett í Garði. Foreldrar Guðlaugs vom Jón Hannesson, f. 1.2.1876, d. 20.10.1933, vinnumaöur á Skarði, og Ólína Sesselja Krisfjana ívarsdóttir, f. 1866, d. 9.1.1917, húsfreyja. Ætt Bróðir Jóns var Sumarhði, snikk- ari í Búðardal, afi Birgis Óskarsson- ar, deildarstjóra hjá Pósti og síma. Jón var sonur Hannesar, b. á Heina- bergi, Jónssonar, b. á Hofakri, Jóns- sonar, b. á Hóli í Hvammssveit, Ól- afssonar. Móðir Jóns á Hofakri var Margrét, dóttir Bjöms, b. á Hóli, Magnússonar, oglngibjargar Bjamadóttur. Móðir Hannesar var Ingibjörg Hannesdóttir, b. á Hnjúki, Andréssonar, b. á Krossi, Hannes- sonar, b. á Hamarlandi, Björnsson- ar. Móðir Ingibjargar var Guðrún Gísladóttir, b. á Grunnasundsnesi í Eyrarsveit, Magnússonar, b. þar, Þorsteinssonar, Magnússonar. Móðir Guðrúnar var Snjólaug, dótt- ir Jóns, b. í Amey, Þorvaldssonar, og Þuríðar Jónsdóttxu-, b. í Ólafsey, Teitssonar. Móðir Jóns á Skarði var Helga Bjamadóttir, b. á Skerðingsstöðum, bróður Þórðar, langafa Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, og Gests, fóður Svavars alþingis- manns. Bjami var sonur Jóns, b. á Breiðabólstað í Hvammssveit, Jóns- sonar, b. þar, Ásgeirssonar, b. á Orrahóliun, Bjömssonar, Jónsson- ar eldri í Vogi, Brynjólfssonar. Móö- ir Jóns yngri var Halldóra Jónsdótt- ir, b. í Skógum, Jónssonar. Móðir Helgu var Ingveldur Brynjólfsdótt- ir, b. á Hóli, bróður Hannesar á Hnjúki. Móðir Ingveldar var Anna, systir Jóns Jónssonar á Breiðabóls- stað. Guðlaugur Jónsson. Ólína var dóttir ívars, b. á Lang- eyjamesi, Jónssonar, vinnumanns í Knarrarhöfn, Jónssonar. Móðir ívars var Þorkatla Einarsdóttir frá Kvenhóli. Móðir Ólínu var María Guðrún Marísdóttir, b. á Langeyjamesi, Einarssonar, frá Ríp í Skagafirði, Brynjólfssonar. Móðir Marís var Vigdís, vinnukona á Óspaksstöðum, Vigfusdóttir, Jónssonar. Móðir Maríu Guðrúnar var Margrét Jóns- dóttir á Stakkabergi, Einarssonar. Guðlaugur tekiu- á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn að Þrastanesi 22, Garðabæ. Guðni E. Hallgrímsson Guðni Eggert Hallgrímsson rafverk- taki, Grundargötu 42, Grundarfiröi, verður fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Guðni er fæddur að Hálsi í Eyrar- sveit og ólst upp í Grundarfirði. Hann var einn vetur í framhalds- skólanum að Laugarvatni og stund- aði nám í Iðnskóla Reykjavíkur. Guðni lærði rafvirkjun hjá Júlíusi Gestssyni og sótti löggildingamám- skeið í Tækniskóla Islands. Guðni starfaði í frystihúsi og var sjómaður til 1965. Hann starfaöi sem rafvirki í Danmörku og á Grænlandi og varð meðeigandi Júlíusar Gests- sonar 1972 en hefur verið með einkarekstur frá 1980. Guðni var formaöur UMFG 1965-69 og formaður Tappafélagsins í Kaupmannahöfn 1969-70. Hann, hefur verið formaöur Bridgeklúbbs Grundarfjarðar, í stjóm Framsókn- arfélags Grundarfjarðar og sat í hreppsnefnd Eyrarsveitar 1982-86. Guðni var formaður byggingar- nefndar 1991-94 og sat í stjóm Raf- verktakafélags Vesturlands í niu ár. Fjölskylda Kona Guðna er Bryndís Theódórs- dóttir, f. 19.8.1960, verslunarstióri, en þau hófu sambúð 1982. Foreldrar hennar: Theódór Þorkell Kristjáns- son, f. 19.3.1930, d. 4.1.1979, og Sig- rún Gunnarsdóttir, f. 3.2.1934. Hún er búsett í Reykjavík. Böm Guðna og Bryndísar: Sigrún Hlín, f. 14.9.1983; Guðný Rut, f. 12.11. 1985; Þorkell Már, f. 21.3.1987. Sonur Guðna og Vigdísar Kristjánsdóttur er Eyþór, f. 29.7.1975. Þau eru bú- sett í Bandaríkjunum. Systkini Guðna: Sigurður, f. 18.8. 1932, forstöðumaður þjónustudeild- ar Hafnarfjarðarhafnar, kvæntrn- Erlu Eiríksdóttur verslunarmanni, þau eiga þijú böm; Selma, f. 13.9. 1934, húsmóðir í Virginíu í Banda- ríkjunum, gift Erastus Ruga endur- skoðanda, þau eiga tvö böm; Sveinn, f. 5.7.1936, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, kvæntur Gerði Karitas Guðnadóttur, þau eiga tvö böm; Ingibjörg, f. 7.10.1937, skólaritari í Reykjavík, gift Kristni Ólafssyni, tollgæslustjóra, þau eiga fjögur böm; Halldóra Lazzlo, f. 28.8. 1942, lektor í Preston á Englandi, gift Peter Lazzlo, þau eiga tvö böm; Hallgrímur, f. 12.10.1947, verkfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Guðríði Guðni Eggert Hallgrímsson. Júlíönu Guðmundsdóttur, þau eiga fjögurböm. Foreldrar Guðna: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, f. 2.12.1901, d. 16.8.1986, bóndi að Hálsi í Eyrar- sveit og síðar baðvörður í Reykja- vík, og Guðríður Stefanía Sigurðar- dóttir, f. 17.7.1910, d. 26.4.1991, stöðvarstjóri Pósts og síma i Grund- arfirði. Guðni og Bryndís taka á móti gest- um að heimili sínu 1. maí eftir kl. 20. Til hamingju með afmælið 1. maí 90 ára Björg Ebenesersdóttir, Harrastööum, Suðurdalahreppí. tengdasyni í Englandl á afinælísdagínn. Kristín H.H. Magnúsdóttir, Krókahrauni 12, Hafnarfirði. Kristín Einarsdóttir, Flókagötu 1, Reykjavík. Hulda Pétursdóttir, Naustahlein 11, Garðabæ. María Magnúsdóttir, Bogabraut 24, Skagaströnd. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, Sporhömrum 6, Reykjavík. Steingrimur Atlason, Hellisgötu 33. Hafnarfirði. Jafet Sigurðsson, Blönduhlið 13, Reykjavík. Anna Ólöf Kristjánsdóttir, Brennistöðum, Borgarbreppi. Þórunn Haraldsdóttir, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði. Halidór Finnsson, fyrrv. sparisjóðsstjóri, oddviti og hreppsstjóri í Eyrarsveít (á af- mæli 2.5). Hrannarstig Grundarfirði. ara 5, Kona hans er Pálína Gisladóttir kaup- maður. Þau eru að heiman. Unnur Baldursdóttir, Fagraneskoti, Aðaldæiahreppi. Símon Waagfjörð, Hörpulundi 1, Garðabæ. HaUa Hafliðadóttir, Suðurbraut 10, Hafnarfirði. Ellert Halldórsson, Maríubakka 14, Reykjavík. Saffia Stefánsdóttir iþróttakennari, Kvistalandi 3, Reykjavík. Eíginmaður hennar er PáU Gíslason yfirlæknir. Þau veröa stödd hjá dóttur sinni og Anna Gréta Þorbergsdóttir, Melteigi 10, Akranesi. Hún tekur á móti gestum aö Hlöð- um á Hvalfjarð- arströnd laugar- dagskvöldið 30. apríL Þórhaliur Steinsson, Sumarhðabæ, Ásahreppi. Helga Magnúsdóttir, Miðgörðmn 6, Grenivík. Einar Pálsson, Oddeyrargötu 14, Akureyrí. 40 ára Chuanchom Rotruamsin, Vésturhólum 13, Reykjavík. Petrea Sæunn Þórólfsdóttir, Faxabraut 38d, Keflavik. Aðalbjörg Albertsdottir Aðalbjörg Albertsdóttir, fyrrver- andi skólaráöskona, Bogadilíð 12, Reykjavík, verður sextug á morgun. Starfsferill Aðalbjörg er fædd í Norðurfirði í Ámeshreppi á Ströndum og ólst upp þar og í Trékyllisvík. Hún gekk í heimavistarskólann á Finnboga- stöðum. Aðalbjörg hefur unnið við heim- ilsstörf. Hún var skólaráöskona á Finnbogastöðum í 15 ár, starfs- stúlka á Hrafnistu í Reykjavík í 4 ár og aðstoðarráðskona í Heklu hf. í 4 ár. Aðalbjörg hefur haft með höndum kaffiumsjón 1 Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar frá því ídesemberl991. Fjölskylda Aöalbjörg giftist 15.6.1957 Torfa Þ. Guðbrandssyni, f. 22.3.1923, fyrr- verandi skólastjóra og bankastarfs- manni 1984-93. Foreldrar hans: Guðbrandur Bjömsson, bóndi á Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, og Ragnheiður Guð- mundsdóttir húsfreyja. Böm Aðalbjargar og Torfa: Bjöm Guðmundur, f. 14.11.1956, bóndi á Melum í Ámeshreppi í Stranda- sýslu, maki Bjamheiður Fossdal, þau eiga fimm böm; Óskar Albert, f. 26.5.1958, vélvirki á Drangsnesi, maki Guðbjörg Hauksdóttir, þau eigafiögur böm; Snorri, f. 22.7.1959, vélvirki í Reykjavík, maki Inga Dóra Guðmundsdóttir, þau eiga tvö börn, áöur átti Snorri son með Erlu Rík- harðsdóttur, þau skildu; Ragnar, f. 18.4.1963, trésmiður í Reykjavík, maki Ema Guðrún Gunnarsdóttir, þau eiga þrjú böm; Fríða, f. 4.7.1965, kennari í Reykjavík, maki Jón Magnús Kristjánsson viðskipta- fræðingur, þau eiga þrjú börn; Guö- brandur, f. 18.12.1966, trésmíða- meistari í Kópavogi, maki Dóra Björg Jónsdóttir, þau eiga einn son. Systkin Aðalbjargar: Gísli, f. 10.3. 1936, húsasmiður í Kópavogi, maki Vilborg G. Víglundsdóttir, þau eiga fimm böm, áður átti Gísli dóttur með Sigrúnu Oddsteinsdóttur; Kristján, f. 11.3.1938, bóndi á Melum íÁmeshreppi í Strandasýslu, maki Ólöf Snjólfsdóttir, d. 20.10.1973, þau eignuðust flögur böm; Jóhanna Sesseija, f. 20.6.1939, húsmóðir í Reykjavík, maki Kjartan Ingimars- son, þau eiga eina dóttur. Aðalbjörg Albertsdóttir. Foreldrar Aöalbjargar: Albert Valgeirsson, f. 26.11.1902, d. 28.10. 1983, bóndi í Bæ í Ámeshreppi, og Ósk Samúelsdóttir, f. 26.7.1902, d. 27.3.1954, húsmóðir. Aöalbjörg og Torfi taka á móti gestum laugardaginn 30. apríl í sal Meistarafélags húsasmiða að Skip- holti 70 í Reykjavík kl. 17-21. Ingvar H. Traustason Ingvar Hólm Traustason húsasmið- ur, Hjallabraut 7, Hafnarfirði, er fertugurídag. Starfsferill Ingvar ólst upp á Akranesi. Hann lærði húsasmíði. Ingvar starfaði sem húsasmiöur hjá Trésmiöjunni Akri á Akranesi tfl 1980 en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann stundaði húsasmíðar ogsjómennskujöfnum höndum til 1989. Ingvar flutti þá til Hafnarflarð- ar þar sem hann starfar nú sem tré- smiður hjá Fjarðarmótum hf. Ingvar hefur verið félagi í Sport- kafarafélagi íslands og hefur einnig stundað veiðimennsku. Fjölskylda Kona Ingvars er Dagmar Hall- dórsdóttir, f. 12.2.1961. Foreldrar hennar: Halldór G. Pálsson og Inga Ingimarsdóttir, látin, frá Hnífsdal. Halldór býr nú í Hafnarfiröi ásamt Birnu Sigurðardóttur. Synir Ingvars og Dagmarar: Am- ar Hólm, f. 1.5.1988; Fannar Hólm, f. 1.9.1992. Böm frá fyrra hjóna- bandi/sambúð: BirnaMjöll, f. 1.5. 1981; Trausti.f. 14.7.1982. Ingvar Hólm Traustason. Systur Ingvars: Ólöf Guörún, f. 9.7.1951, búsett í Bandaríkjunum; Ástríður Hólm, f. 9.1.1962, maki Óskar Már Ásmundsson, þau em búsett í Reykjavík og eiga þrjú böm. Hálfbróðir Ingvars, samfeðra: Jak- ob Adolf Traustason. Foreldrar Ingvars: Trausti Ingv- arsson, f. 15.7.1926, d. 9.6.1977, og Agnes Sigurðardóttir, f. 24.10.1931, starfsmaöur á Hrafnistu í Reykja- vík. Þau bjuggu á Akranesi. Ingvar og Dagmar taka á móti ættingjum og vinum að Hótel Esju íkvöldfrákl. 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.