Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Vísnaþáttur Matgæðingur vikuimar Kannski hef ég kosið rétt „Stjórnmálaflokkur er eins og hakkavél, gerir alla aö einum graut.“ Það var norska skáldiö Henrik Ibsen sem komst þannig að orði í einu leikrita sinna.og ég er ekki frá því að hann hafi haft þar nokkuð til síns máls, það er að segja, að hveijum og einum finnist það vel geta átt við um andstöðuflokkana en eigin flokkur að sjálfsögðu undan- þeginn slíkum aðdróttunum. Eins og að líkum lætur eru skoöan- ir oft skiptar um ágæti ríkisstjóma en sú sem fékk eftirfarandi vitnis- burð hjá Gunnlaugi Péturssyni hlýt- ur að hafa verið í hágæðaflokki: Skeiðar til ég hef og hnífs, en hvergi má við fórninni. Af öllu hjarta eilífs lífs óska ég ríkisstjórninni. Telja má nokkurn veginn víst að það hafi ekki verið núverandi ríkis- stjórn sem við var átt því það var í hennar tíð sem Pétri Þórarinssyni sjómanni fannst flest sér mótsnúið og braut mjög heilann um af hveiju það stafaði. Niðurstaðan var þessi: Bágt er nú ástandið, sálin er seld og sultur hjá helvítis kokknum. Konan er ófrísk, kýrin er geld - ég kenni það Sjálfstæðis- flokknum. Nú eru senn liðin þrjú ár frá síð- ustu alþingiskosningum og því ekki úr vegi að rifja upp þaö sem þá var kveðiö eins og þessa stöku sem birtist hjá Velvakanda Morg- unblaðsins 28. apríl 1991: Enginn sálar öðlast frið efst sem prjálið setur. íhalds bijálað auðvaldið öllu kálað getur. Upp úr kjörkassa af Suðurnesjum kom þessi vísa: Kannski hef ég kosið rétt og kemst úr heljar nauðum. Það er annars ekki létt að eiga að velja úr sauðum. Og einnig þessi: Könnunum núna er komið á fót, því kosningahörð verður lota. Varla nein ástæða að dýrka það dót sem Davíð er hættur að nota. „Gerum ráð fyrir að þú værir hálfviti - og gerum ráð fyrir að þú værir þingmaöur. Nei, nú er ég far- inn að éta upp eftir sjálfum mér.“ Það var bandaríska skáldið og háð- fuglinn Mark Twain sen komst þannig að orði og ekki væri úr vegi að bæta hér við orðum Humphreys í sjónvarpsþættinum Já, ráöherra: „Þjóðarskútan er eina skútan sem lekur uppi við sigluhún." Það mun því vissast fyrir okkur að vera við öllu búin. Á árum fyrri viðreisnar var ástandið ekki nógu gott að mati Guðmundar Sigurðssonar gaman- vísnahöfundar sem kvað: Þótt víða sé hart í heimi og hamingjudísin treg ýmsum er auðvelt að rata hinn illtræða gróðaveg. Menn eija hér oft fram á nætur því athafnaþráin er sterk og feðumir fjöiskyldubætur fá, ef þeir kunna sitt verk. En leiðtogar ávarpa lýðinn og láta þá skoðun í té: að skrautbúin skip fyrir landi skorti nú rekstraifé. Ári síðar eða þann 3. okt. 1968 komst Guðmundur að svofelldri niö- urstöðu um ástandið: Löngum er reynt fyrir lýðnum að villa þótt landstjómir falli og styrj- aldir geisi. Bændur í sveitunum bera sigilla og bankamir kvarta um peninga- leysi. Hér ber ekki mikið á einingu andans og illdeilur þingmanna kjósendur trega. En efnahagskerfiö er farið til íjandans og flokkamir harma það sameig- inlega. Hve margur sem oft var af mál- efnum snauður mændi af löngun á stjómmála- framann? En þrjóti hér fjármagn og eyðist vor auður óvinaherimir jarma sig saman. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Káinn vildi ekki sætta sig athuga- semdalaust viö atferli ráðamanna: Ef þessir háu herrar á vorn hluta gera ekki má þaö minna vera en maður fái að prótestera. Þaö var í lok kjördæmisþings Framsóknarflokksins fyrir allmörg- um ám að einn ræðumanna, Árni Gunnar Þorsteinsson á Patreksfirði, vitnaði til þess sem Benedikt Gröndal hinn elstí. kvað: „Góðmennskan gild- ir ekki,/gefðu duglega á kjaft.“ Hans Sigurðsson á Hólmavík kvað af því tilefni: Framsókn hættu fálmi og busli, finndu í þér kraftinn. Öllu þessu íhaldsmsli áttu að gefa á kjaftinn. Þess er oft getið í fjölmiðlum að ferðagleði alþingismanna og þá ekki síst ráðherra sé með eindæmum og kosti þjóðina stórfé sem betur væri varið til annarra hluta. Getur hugs- ast að „viðreisnin", sem oft er minnst á, eigi sök á þessu. Þegar dr. Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráðherra á tímum fyrri „viðreisnar“ var kveð- ið: Hvað er um Gylfa hinn veisluvara á viðreisnarskeiðinni, er hann að koma, er hann að fara, eða er hann á leiðinni? Og þegar hann sneri heim úr Kína- för sinni 1964 var kveðið: Fljúgandi heiminn fer í hring fljtiandi ræður glaöur. Ofan og neðan og allt í kring er hann svo ljósmyndaður. En stjómmálamönnum hefur fariö mikiö fram síðan sú ferö var farin. Ég tel víst að dr. Gylfi hafi gætt allr- ar hagsýni í ferðum sínum, ekki eytt um efni fram eins og nú þykir sjáíf- sagt (þegar ekki er gengið á eigið fé) og árangur af ferðum hans orðiö meiri og þjóðinni til meiri hagsbóta en þetta endalausa ráp sem nú við- gengst. Lokaorðin em Guðmundar Sig- urðssonar frá árinu 1969, en þau eiga ekki síður við í dag: Vér erum kannski öðrum þjóðum meiri í ýmsu því sem getur máli skipt, en þó er ljóst að þingmenn eins og fleiri þjást af nokkrum skorti á anda- gift. Torfi Jónsson Sjávarréttir og kín- verskur pottréttur „Mig langar til að bjóða upp á kvöldveröarveislu sem hægt er að útbúa daginn áöur. Þaö væri til dæmis upplagt aö bjóða nokkrum vinum í góðan göngutúr og koma síðan heim og borða saman. Þetta er sjávarréttaforréttur, kínverskur pottréttur og marsipanrúlluterta,“ segir María Elíasdóttir, tannlæknir og matgæðingur vikunnar. María segir að kínverski rétturinn hafi fylgt henni frá því hún byrjaði að búa og sé alltaf jafn vinsæll. For- réttinn hafi hún hins vegar nýlega fengið hjá klínikdömunni sinni, Sollu. „Mér finnst mjög gaman að elda og prófa eitthvað nýtt og fram- andi. Verkaskiptingin á heimilinu er þannig aö ég elda en eiginmaður- inn sér um uppvaskið og að ganga frá. Það þykja mér góð skipti,“ seg- ir hún. Og þá er komið að upp- skriftunum: Sjávarréttir í kryddlegi 1 kg humar /2 kg rækjur 'A kg hörpuskelfiskur 2 sneiddar púrrur /2 glas olía 'A glas hvítvín '4 tsk. karrí 1 bolli sykur 2-3 hvítlauksrif safi úr einni sítrónu paprikuduft, salt og pipar eftir smekk Sósa 1 rauð paprika 300 g majónes 1 dós sýrður rjómi 1 dl þeyttur rjómi hvítlaukur, paprikuduft, safi úr Hinhliöin ísland verður í topp 5 - segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður og að sjálfsögðu vinur minn.Krist- ján Jóhannsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Það er enginn sérstakur í uppáhaldi þessa dagana en það getur breyst eins og veðrið. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Án efa Sylvester the Cat og Duffy Duck með ensku tali. Uppáhaldssjónvarpsefni: 48 Hours, 60 Minutes, ABC News, Rush Lim- baugh Show, Tonight Show, Sat- urday Night Live og David Letter- man. Uppáhaldsmatsölustaður: Neal Street restaurant í London, Le Sir- enuse í Positano á Ítalíu. Hér heima finnst mér tveir góðir, Við Tjörnina og La Primavera. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hvíli mig á útvarpi um þessar mundir. Ef ég hlusta er það Gufan á morgnana og síðan er tíðnisviðið skannað það sem eftir er dags. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég treysti mér ekki að nefna einn án þess að móðga annan. Samt eru þeir ekki margir sem beijast um toppsætið. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Horfun skiptist bróður- lega á milli þessara tveggja stöðva. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hinn ameríski Rush Limbaugh. Uppáhaldsskemmtistaður: Félags- heimili Ítalíufélagsins hveiju sinni. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ítaliufé- lagið. Alltaf í 1. deild og vinnur alla leiki. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Stefna ekki allir að því að ná fullkomlega stjórn á hamingj- unni? „Ég spái því að ísland veröi í topp 5 og þaö kæmi mér reyndar ekkert á óvart þó við sigruðum í keppn- inni núna,“ segir Björgvin Hall- dórsson tónlistarmaður um Euro- vision. Björgvin hefur sjálfur ný- lokið við gerð hljómplötu sem kem- ur út í maí í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. „Platan heitir íslands- lög 2 og á henni eru einungis ís- lenskir gullmolar," segir Björgvin. „Þá mun ég stjóma gerð hftóm- plötu með Sigrúnu Híálmtýsdóttur sem kemur út fyrir næstu jól og nú er ég að undirbúa verkefni sem heitir Yrkjum ísland og verður framlag tónlistarmanna til land- græðslunnar." Það er Björgvin Halldórsson sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Björgvin Helgi Hall- dórsson. Fæðingardagur og ár: 16. apríl 1951. Maki: Ragnheiður B. Reynisdóttir. Börn: Svala Karítas, Oddur Hrafn og Sigurður Þór. Bifreið: BMW 318i, árgerö 1988. Starf: Tónlistarmaður, upptöku- stjóri, dagskrár- og auglýsinga- gerðarmaður auk alþýðu- og vega- söngs. Laun Misgóð. Áhugamál: Tónlist, kvikmyndir, matargerð og ferðalög. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eg spila sjaldan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast aö gera? Flytjast búferlum og þrefa við illa gefið fólk. Uppáhaldsmatur: Allur matur og þá sérstaklega ítalskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Björgvin Halldórsson. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Luciano Pavarotti. Uppáhaldstímarit: Þau eru mörg eins og Gourmet Magazine, Leon- ard Maltins Movie Guide, Macuser, Maeformat og Metropolitan Home. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Gæti verið Grace Kelly. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Steven Spielberg eða Martin Scorsese. Uppáhaldsleikari: Þeir eru svo margir, t.d. A1 Pacino, Robert de Niro, Robin Williams, Humphrey Bogart og að sjálfsögðu Chaplin. Uppáhaldsleikkona: Þær eru marg- ar, eins og Emma Thompson, Maggie Smith og Susan Sarandon. Uppáhaldssöngvari: Þessi er erfið. Elvis, Ray Charles, Nat King Cole María Elíasdóttir, tannlæknir og matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti sítrónu, örlítið hvítvín og sykur, allt eftir smekk hvers og eins. Lögurinn er lagaður, humarinn er soöinn í skelinni en síðan skel- flettur og hörpuskelfiskurinn snöggsteiktur í u.þ.b. fimmtán sek- úndur. Fiskurinn er síðan lagður í marineringuna og látinn liggja yfir nótt. Sósan er hrærð saman og bor- in fram með sjávarréttinum og rist- uðu brauði. Áður en rétturinn er borinn á borð er mestöllum krydd- leginum hellt af. Kínverskur pottréttur 750 g lambalæri (fituhreinsað og skorið í gúllasbita) Kryddlögur 2 eggjarauöur 1 tsk. karrí 1 /2 msk. sykur 2 msk. worchestershiresósa 1 bolU mjólk 5 msk. matarolía 1 msk. kjötkraftur 2 tsk. sósufitur 1 msk. sojasósa 1 msk. kartöflumjöl Lögurinn er hrærður saman og lambakjötið lagt í hann. Látiö liggja í marineringunni í einn sólarhring. Þegar komið er úr gönguferðinni er afit sett í pott og soðið í tíu til fimmtán mínútur. Þá er hálfum pela að ijóma bætt út í og rétturinn er tilbúinn. Með honum er gott að bera fram hrísgrjón, hrásalat, ma- ísbaunir og hvítlauksbrauð. „Þetta er góö máltíð og einfóld sem öllum líkar,“ segir María. Marsipanrúlluterta Tfibúið marsipan (fæst í verslun- um) súkkulaðiálegg (fæst í Hagkaupi) ís Marsipanið er flatt út og súkku- laðiálegginu smurt á það. ísinn er skorinn í þunnar sneiðar og á að þekja marsipanið. Síöan er marsip- aninu rúllað upp eins og rúfiutertu og geymt í frysti þar til rétt áður en rétturinn er borinn fram. „Það er ágætt að klippa plastpoka í sund- ur og fletja marsipanið út með hann á milli, þá festist það ekki við kökukefliö," segir María sem lætur eiginmanninn um það verk. María ætlar aö skora á Gunnar Jónsson lögfræðing að verða næsti matgæðingur. „Hann er mjög frumlegur og sniðugur að grafa upp ýmsa skemmtilega rétti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.