Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Spumingin Ætlarðu að fylgjast með heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu? Rebekka Helgadóttir: Nei, hef engan áhuga á fótbolta. Hulda D. Höskuldsdóttir: Nei, mér íinnst fótbolti svo leiðinlegur. Kolbrún Skaftadóttir: Já, auðvitað geri ég það. Arnar Stefánsson: Já, að sjálfsögðu geri ég það. Símon Jóhannsson: Já, endilega. Bjarni S. Geirsson: Já, ég býst við því. Lesendur Menntaskólinn á Akureyri: Góður siður að braut- skrá17.júní Akureyringur skrifar: Að því er ég best veit er Mennta- skóbnn á Akureyri eini skólinn á landinu sem hefur haldið þeirri hefð að brautskrá nýstúdenta 17. júní. Eflaust eru einhverjir ósáttir við þá íhaldssemi en í þeim hópi eru samt örugglega ekki nemendur og kennar ar skólans. Dagsetningin setur enn meiri hátíðarsvip á þennan annars merka áfanga, að verða stúdent. Afar skemmtileg stemmning hefur nú skapast dagana í kringum 17. júní á Akureyri. Mörg hundruð eldri stúdentar streyma til bæjarins til þess að fagna einhverra tuga ára stúdentsafmæli og hitta gamla félaga og vini. Andrúmsloftið er alltaf svolítið sérstakt á stundum sem þessum þar sem gamlir vinir hittast eftir margra ára aðsilnað. Einhverjir hafa farið út í heim til að safna titlum, aörir „safnað" börnum og barnabörnum og svo eru þeir sem bara hafa safnað forða framan á sig. Allir hafa frá ein- hveiju að segja og þessar samveru- stundir gleymast ekki svo glatt. Af hverju er ég að rifja þetta alit upp hér? Hverjum má ekki vera sama um það sem hér stendur? Því er auðvelt að svara. Þetta bréf mitt hef ég ritað til þess að vara þá menn við sem vilja að útskrift frá Mennta- skólanum á Akureyri verði flýtt fram á vorið og af verði lagður sá siður að brautskrá nemendur 17. júní. Það Bréfritari segir viðskiptasjónarmið segja að brautskrá eigi áfram nýnema frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júni. þætti mér afar slæmt. Akureyri er mjög fallegur bær, um það þurfa menn vart að deila. En Akureyri er líka bær sem vel þolir örlítið meiri upplyftingu á stundum, bær sem getur tekið á móti fleira fólki, bær sem eflaust gæti þegið fleiri krónur úr vasa ferðamannsins. Af þessum sökum segja viðskipta- sjónarmiðin okkur að nýnema eigi að útskrifa 17. júní hvað sem öllum tilfinningum líöur. Ef það verður af lagt er eins víst að af leggist sá góði siður aö menn sæki heim sinn gamla skóla á útskriftarafmæli sínu. Flottræf ilsháttur í ferjuf lutmngum Sigurður Garðarsson skrifar: Mig hefur oft langað til þess að skrifa nokkur orð um það bruðl sem viðgengst í ferjuflutningum á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar en ekki látið af því verða fyrr en nú. Mér hefur oft ofboðið þegar ég hef séð þetta ágæta skip, Herjólf, sigla á milli lands og eyja, skip sem kostaði hvorki meira né minna en einn og hálfan milljarð króna. Það er engin smáræðisupphæð og fyrir utan þetta er manni sagt aö reksturinn á þessu sé dýrari en á venjulegum togara. Landgangan í Þorlákshöfn er eins og á flottustu flugvöllum í Evrópu og tveggja hæða glerbygging hýsir þá farþega sem til eyjarinnar ætla. Þetta er að mínu mati allt of dýr útgerð fyrir ekki fleiri farþega en raun ber vitni. Það sem þarna er á ferðinni er enn eitt dæmiö um flottræfilsháttinn í okkur íslendingum. Við þurfum að- eins það besta og dýrasta, jafnvel þótt vel sé hægt að komast af með annað. Mér hefur verið bent á aö ferjan sem þjónar ísfirðingum og nágrönn- um þeirra fyrir vestan hafi kostað 35 milljónir. Sú feija hafi meira aö segja verið notuð til þess að sigla á milli Grænlands og íslands og þjóni hlutverki sínu vel. Verðmunurinn á þessum tveimur skipum eru litlar eittþúsund fjögur hundruð sextíu og fimm milljónir króna. Hver og einn getur auðvitað gert það upp við sjálfan sig hvort honum finnst einhver vitglóra vera í þessu á tímum atvinnuleysis. Mér fmnst það ekki. Fyrirmyndarfyrirtæki - eða subbuskapur í fyrirtækjarekstri Guðmundur Karlsson skrifar: Það er manni alltaf mikið ánægju- efni þegar fyrirtækjum gengur vel. Ekki skemmir það svo ef þessi sömu fyrirtæki eru til fyrirmyndar á ein- hverjum sviðum, t.d. í umhverfis- málum. Eitt slík fyrirtæki er Sæ- plast hf. á Dalvík. Fyrr í vor var greint frá því í fjöl- miðlum að fyrirtækið hefði hlotið útflutningsverðlaun forseta íslands og nú fyrir skömmu fékk það viður- kenninguna vernd, umhverfisviður- kenningu Iðnlánasjóðs. Mér finnst afar athyglisvert að fylgjast með því sem er að gerast þama fyrir norðan og það sýnir að margt er hægt að gera ef góöir menn eru í brúnni. Allt of oft láta fyrirtæki hér á landi reka á reiðanum og svo þegar öllu hefur verið siglt í strand er flakið yfírgefið á því skeri sem Hringið í síma 632700 millikl. 14 og 16 -eða skrifíð steytt var á og fley undir nýju nafni fengiö undir mannskapinn. Enginn virðist vera ábyrgur og engum þarf að blæða nema ef vera skyldi að skuldunautunum blæddi út. Mér finnst mál til komiö að tekið verði harkalegar á þeim stjórnend- um sem sigla fyrirtækjum í strand og menn verði gerðir ábyrgir gjörða sinna. Með því eina móti verður hægt að tryggja að metnaður og sam- viskusemi séu þau tvö sjónarmið sem höfð verði í heiðri við stjórnun fyrirtækja. Fjöldi fyrirtækja, vítt og breitt um landið, stendur vel og er vel stjórn- að. Tökum mið af þeim og látum við- skiptasubburnar, eins og ég kýs að kalla þá sem ekki vita hvernig reka á fyrirtæki, taka pokann sinn. Verum ábyrg. Líðum ekki subbuskap í fyrir- tækjarekstri. Sæplast hf. á Dalvík, fyrirtæki sem er til fyrirmyndar. Lárus hringdi: Mig langaði aðeins að tjá mig um umferöarmenningu hér í Reykjavík. Við höfúm haft slæmt orð á okkur hér í umferðinni og eflaust með réttu i sumum tílfell- um. Ég er sannfærður um að ef yfirvöld legöu meiri áherslu á merkingar, bæði merkingar á götum og ekki síður leiðbeiningar fyrir fólk til þess aö rata eftir, myndi þetta allt ganga miklu bet- ur. Það er t.d. furðulegt að sjá þegar vegvísar eru settir við gatnamótt og sá sem þeim fylgir þarf meö hundakúnstum að koma sér yfir á aðra akgrein á gatnamótunum þar eð hann gat ekki séð það fyr- ir að hann þyrfti að beygja. Ekkiþjóð* buningar Jóhanna hringdi: Frá því var sagt i DV á mánu- dag að ákveðin kona væri að sauma búninga sem hún vildi kalla þjóöbúninga. Ég er mjög ósátt við það. Aliar formæður mínar hafa átt þjóðbúninga og það voru mjög vandaöar flíkur úr góðu efni. Það sem þessi kona var að sýna og vildi meina að ætti að kalla þjóðbúninga er annað. Mér fmnst það litilsvirðing við þjóðbúning- inn okkar, eina og sanna, að kalla þessa því nafni. Hús Hæsta- Svala hringdi: Ég hef séö myndir af nýja Hæstaréttarhúsinu og er ánægö með það en er ekki jafn sátt við þá staðsetningu sem því var ætl- að. Djúp lóð liggur á milli húss Hæstaréttar og íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar (Litla svið Þjóð- leikhússins). Ég veit ekki hvort búið er að skoða þá lóð og hvort einhverjir annmarkar eru á því að byggja þar en þama er Ijótt gat sem fylla mætti með fallegu húsi. Hvers vegna ekki að byggja þar? Uppmeð Hjördís skrifar: ARt of sjaldan hittir maður reglulega skemmtilegt fólk þar sem maður kemur. Ég fór á bíla- sölu, sem einbeitir sér að sölu tjaldvagna og hjólhýsa, um dag- inn og þar voru tveir menn, ann- ar daufur og sagði fátt, hinn ein- hver sá mesti stuöholti sem ég hef hitt. Menn eins og þessi eru sem himnasending til þess að létta manni lund í amstri dags- ins. Hann var í senn skemmtileg- ur og vildi allt fyrir mig gera. Svona mætti þetta viðar vera. Upp með brosiö. Laugardalur- innfallegur Fanney hringdi: Mikið er gaman aö koma niður í Laugardalinn þessa dagana. Ég hafði ekki komið þar lengi og þvilikur munur hvaö búið er að gera allt fallegt. Fjölskyldugarð- arnir eru yndislegir og standast svo sannarlega samanburð við sams konar garða erlendis. Allt er svo snyrtilegt og fínt og ráðlegg ég þeim sem ekki hefur gengið þama um aö gera það hið fyrsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.