Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
15
Hvað er banka-
maf ían að gera?
„Núverandi bankakerfi einkennist af lúxusbyggingum, ofborguðum
bankastjórum og bruðli meö almannafé..." segir Kristján meðal ann-
ars.
Bankar landsins kvarta sáran und-
an slæmri afkomu. Þeir hafa samt
byggt glæsileg útibú um allt land,
skreytt dýrindis málverkum, rándýr-
um marmara og paiisander. Laun
eins bankastjóra jafnast á við laun
átta háskólaprófessora. Samt sem
áður er rekstur bankanna taiinn svo
slæmur að nú þurfi að grípa til blóð-
ugra aðgerða í formi færslugjalda.
Bankamir fá að leika sér með
helming launa allra landsmanna
nánast ókeypis vegna þess að um
hver mánaðamót er obbinn af laun-
um landsmanna lagður inn á ávis-
anareikninga en í mánaðarlok eru
þessir reikningar um það bil tómir.
Aö meðaltali er því helmingur. af
launum landsmanna inni á ávís-
anareikningum.
Áður fyrr kunnu bankar vel að
meta innstæður viðskiptamanna
sinna, og gera reyndar enn, þótt
þeir vilji ekki viðurkenna það. Þeir
halda sig nú vera ómissandi pen-
ingaverði.
Lifibrauð bankans
Lesandi góður: Launin þín eru
auðvitað algjörir smámunir fyrir
bankann. Þú einn getur ekki farið
fram á eitt eða neitt í bankanum
því að hann telur sig hafa vald yfir
greiðslukerfi landsmanna. En sam-
anlögð laun okkar allra eru lifi-
Kjallariim
Kristján Ingvarsson
verkfræðingur
brauð bankans, hvað svo sem hann
vill láta okkur trúa.
Það er svívirðilega dýrt aö nota
ávísanir eftir upptöku færslu-
gjalds. Auk þess að greiða 29 krón-
ur fyrir hverja ávisun, þarf enn-
fremur að framvísa debetkorti því
annað tekur bankinn ekki gilt.
þrátt fyrir að önnur persónuskil-
ríki séu tekin góð og gild annars
staðar.
Debetkortið er stórkostleg hag-
ræðmg en bankakerfið á Islandi
vill nota það í sína þágu: Það getur
haldið áfram að nota peningana
þína án þess aö borga þér vexti og
hirt af þér gjald í hvert sinn sem
þú notar debetkortið eöa ávísun.
Áhætta bankans
Eini ávinningurinn af notkun
debetkorts miðað við að nota gömlu
góðu peningaseðlana er að þú getur
þú eytt allri innstæðu þinni í bank-
anum í skyndi. Hvers slags ávinn-
ingur er það?
Það er vafamál hvort bankar hafi
yfirleitt leyfi til að hirða út af reikn-
ingi þínum útskriftargjöld og
færslugjöld. Til dæmis taka þeir
nú 45 krónur fyrir útskrift, án þess
að þú hafir gefið leyfi eða samþykkt
úttektina af reikningi þínum.
En bankarnir taka hér áhættu því
vel má vera að þú snúir aldrei aftur
til þeirra efiir að uppgötva hversu
gott það er að nota venjulega ís-
lenska peninga, gefna út af Seðla-
banka íslands.
Bruöl með almannafé
Á erfiðum samdráttartímum er
nauðsynlegt fyrir almenning að
standa saman og gæta sín vel í
flóknu þjóðfélagi, þar sem sérfræð-
ingar bankanna koma daglega með
nýjar aðferðir til að féfletta fólk.
Núverandi bankakerfi, sem ein-
kennist af lúxusbyggingum, of-
borguðum bankastjórum og bruðh
með almannafé, er þungur baggi á
landsmönnum. Þessi uppþomuðu
póhtísku gamalmenni, sem stjóma
bönkunum, verða að læra að spara
og haga sér eins og aðrir borgarar
í landinu.
Ef ekki verður ráðin bót á þessu
ófremdarástandi er aðeins ein leið
fyrir almenning til að verjast
ásælni og yfirgangi bankamaflunn-
ar. Það er aö geyma peninga sína
undir koddanum heima.
Kristján Ingvarsson
„Laun eins bankastjóra jafnast á við
laun átta háskólaprófessora. Samt sem
áður er rekstur bankanna talinn svo
slæmur að nú þurfi að grípa til blóð-
ugra aðgerða í formi færslugjalda."
Klórað í bakka
og kroppað í beð
Tólf hundmð mihjónum króna
verður varið í atvinnuátak á vegum
Reykjavikurborgar í sumar, skv.
fréttum DV fóstudaginn 10. júní síð-
asthöinn. Verulegur hluti þessa
fjármagns verður nýttur til að
tryggja skólafólki störf. Er það vel.
Sjálfsagt mun æskan eiga um
auðuga garða að gresja í borginni
næstu vikumar. Hver blettur þétt-
setinn og barist um bæði arfaklær
og hrífur. Vinnudagurinn verður
þó óvíða lengri en 7 tíma og vinnu-
vikan aöeins fjögurra daga. Þannig
er 8 til 10 vinnuvikum dreift á sum-
armánuðina þrjá. Launin reiknast
því mn 40.000 kr. á mánuði. Aht var
þetta viðbúið eða gott og gilt eins
og það heitir víst.
Nýjar lausnir
Arfaklóra og hrífuskaft þarf þó
ekki að vera eina svarið við at-
vinnuleysi námsmanna. Ekki leng-
ur. Svokallaður Nýsköpunarsjóður
námsmanna útvégar flöldamörg
störf í sumar. Á hans vegum vinna
stúdentar að spennandi verkefnum
undir leiösögn fræðimanna og fyr-
irtækja í atvhmulífinu. Afrakstur-
inn er nýjungar, rannsóknaniður-
stöður og ómetanleg reynsla þeirra
sem í hlut eiga. Borgarsjóður
styrkti Nýsköpunarsjóð rausnar-
Kjallariim
Dagur Eggertsson,
formaður Stúdentaráðs HÍ
lega um 6 mihjónir nú laust fyrir
síðustu kosningar. Fjármagn sjóðs-
ins nægði þó ekki til aö unnt væri
að ráða öhum frambærilegum
verkefnum starfskrafta.
Sami tilkostnaður
Kostnaður við að tryggja náms-
manni atvinnu gegnum Nýsköpun-
arsjóðinn er sárahtlu hærri en að
planta vinnufúsum höndum hans
í þéttsetin beð borgarinnar. Það
ætti að vera umhugsunarefni fyrir
ráöamenn ReyHjavíkur. Aukin
áhersla á nýsköpun og nýjungar í
atvinnulífi borgarinnar væri einn-
ig glæsileg byrjun hjá borgarstjórn
Reykjavíkurlistans. Þeirri hug-
mynd er því komið á framfæri við
borgaryfirvöld að fiórar af mihjón-
unum 1200 verði látnar renna í
Nýsköpunarsjóð námsmanna.
Sumarmisseri
Siðmenntaðar þjóðir veita aukið
fé til menntamála til að bregðast
við atvinnuleysi og kreppu. Þannig
er unnið að endurmenntun og efl-
ingu verkþekkingar atvinnu-
lausra. í Háskóla íslands er nú
unnið að hugmyndum um kennslu
yfir sumartímann. Stúdentar
stefna að stofnun sérstaks sjóðs um
verkefnið. Nám yfir sumartímann
væri nútímalegt svar við erfiðu at-
vinnuástandi.
Góður valkostur
Sumarmisseri hefur marga kosti.
Það er valkostur sem margir
myndu kjósa frekar en atvinnu-
bótavinnu. Súmarmisseri getur
stytt námstíma stúdenta. Bama-
fólk sem oft á erfitt með að mæta
hörðum kröfum Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna um náms-
framvindu getur dreift álaginu yfir
aht árið með tilkomu sumarmiss-
eris. Auk þess gæti nám á sumar-
misseri náð th hópa vinnandi fólks
sem á öðrum árstímum á óhægt
með aö leita sér menntunar og end-
urmenntunar.
Dagur B. Eggertsson
„Kostnaöur viö að tryggja námsmanni
atvinnu gegnum Nýsköpunarsjóðinn
er sáralitlu hærri en aö planta vinnu-
fúsum höndum hans 1 þéttsetin beð
borgarinnar.“
Ekkihárher-
kostnaður
„Þjóðhátíð-
amefhd hefur
fengið 84
miUjónir
króna af pen-
ingum skatt-
greiðenda th
ráðstöfunar
th þess aö Ingólfur Margeirs-
halda upp á 80n,upplýsingafull-
lýðveldishá- trúl þjóðhátiðar-
tíðina. Það er nefndar.
ekki há upphæð miðað við eðh-
legan kostnaö sem slíkri hátíð er
j samfara. Það veröur einnig að
1 hafaíhugaaðeinnstærstikostn-
aðarhðurinn er mannvirkjagerð
og að mörg þeirra eru varanleg
og th framtíöar eins og vegagerð
að hluta, brúarsmiði og lagning
ráfinagns- og símalína. Kiami
málsins er þó sá að þjóðin heldur
upp á 50 ára afmæh lýðveldisins
ekki aðeins til að skemmta sér
heldur th að minna sig og ekki
síst bömin 1 landinu á sögu okkar
og menningu og hvers virðl það
er aö búa í lýðftjálsu ríki og til
hvers sjálfstæðisbarótta okkar
var háð. í grunnskólum landsins
hefur t.d. farið fram ítarieg
fræðsla um fánann, skjaldar-
merkið og sögu lýöveldisins. Við
komum saman á Þingvöllum sem
þjóð og hyilum lýðveldið okkar.
I ijósi þessa em 84 mílljónir ekki
hár herkostnaöur."
7000 atvinnu-
lausir
„Fyrir
nokkrum
dögum var
stungið upp á
að stofna
samtök at-
vinnulausra í
grein i DV.
Þetta . er
mesta vanda- dagskrár-ogkvlk-
mál okkar á myndagerðarmað-
íslandi. Ríkis- ur.
stjómin virðist úrræöalaus, for-
setaembættið eyðir sex milijón-
um í nýjan Mercedes Benz. Ég
efást um að Ásgeir og Eldjám
heföu gert shkt þegar svona
ástand ríkir. Jeppa-Nonni sá þó
sóma sinn í þvi að skha aftur
óþörfum bh upp á 3,5 milijónir.
Nú er mikh gervihátíð í upp-
sigiingu á Þingvöhum með alls
konar erlendu hði og „nýju fótin
keisarans" hafa enn einu sinni
verið tekin fram og jafnvel glæsi-
legri en fyrr. Þessi sviösetning
menningar okkai' og sýndar-
mennsku er eftír síðustu fréttum
korain hátt 1 meira en 100 milijón-
ir í nokkurra klukkutíma gaspur
um hvað við séum merkileg.
Að ógieymdri ísienskri tungu.
Er nokkuð gert af viti? Mér dettur
í hug t.d. aögengi fyrir fatlaða á
Þingvöllum og ég tala nú ekki um
viða í höfuðborginni. Ör því það
þarf að eyða og sóa þá hefði það
verið verðugt verkefni. Um síö-
ustu óramót skulduðu heimiiin í
landinu 265 milljarða, sem sagt 1
milljón á hvert majmsbam. Út-
gerðin skthdaði meira en 100
milljaröa og svo framvegis. Verð-
ur rælt rnn þetta á Þingvöllum?
Eru ekki helstu bókaforlög okkar
gjaidþrota? Islenska þjóðin sem
eftir svona langa frelsisbaráttu
er nú að giata því aftur í hendur
hinna nýju Sovétríkja Evrópu
með höfuöstöðvar í Brussel. Giss-
ur Þorvaldsson glottandi í Val-
höh veröur að bíða. Vonandi
rignir ekki upp í nefiö á einhveij-
um á ÞingvöUum 17. júní 1994.“
1
I
i