Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 50
74 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Elín Hirst. Vill enga video- leigu „Ég hef orð Siguijóns Sighvats- sonar fyrir því að hann vilji veg fréttastofu Stöðvar 2 sem mestan og ennfremur að hann hafi áhuga á eignaraðild í fjölmiðli en ekki videoleigu," segir Elín Hirst í Tímanum. Mikiðframboð „Það eru takmarkaðir sölumögu- leikar á síld til manneldis og mik- ið framboð á síldarmörkuðum," segir Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar. Skrúfublöðin sneru öfugt „Menn voru ekki nógu ánægðir með togkraftinn þar sem þetta var alveg nýtt skip, kom í nóv- Ummæli ember, þá var olíuneyslan alltof mikil eða 10% meira en eðlilegt var. Eftir miklar vangaveltur komust menn síöan að því að skrúfublöðin sneru öfugt,“ segir Jóhann Sigurðsson útgerðar- stjóri í DV. Apótekarar verða ráðgjafar „Lyfjafræðin er að verða meira ráögjafarstarf og starf lyfjafræð- ings er að breytast úr framleiðslu og afhendingu lyfja í að fylgja lyfjanotkuninni eftir...,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir í DV. Kynningar- fundur á veg- umBahá'ía Bahá’íar bjóða á opinn kynn- ingarfund í dag, fimmtudaginn 16. júní, í Samtúni 20 kl. 20.30. Guörún Bjamadóttír talar um bænina. Allir eru vekomnir. Aðalfundur BR Aðalfúndur Bridgefélags Reykja- víkur fyrir starfsáriö 1993-1994 verður haldinn í sal Lionsmanna, Sígtúni 9, fimmtudaginn 23. júní kl. 18.00. Venjuleg aðalfundar- störf. Boðið verður upp á kökur og kaffi. Stundum er sagt Þetta er tvöfalt meira en hitt. ; Málvenjan er; Þettaer helmingi Gætum tungunnar meíra en hitt. (Meö miðstigi kem- ur þágufall: helnúngi miðast ávallt við hæm upphæöína: talan tuttugu er helmingi sínum hærri en tíu.) Víðast léttskýjað í dag verður hæg, breytileg átt eða vestlæg átt og víðast léttskýjað, en þykknar upp með suðaustangolu um Veðrið í dag vestanvert landið, þegar líður á dag- inn. Dálítil rigning víðast hvar á landinu í nótt. Hitinn verður á bilinu 5 til 15 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg suðvestlæg átt og létt- skýjað í fyrstu en þykknar upp með suöaustangolu í dag og dálítil rigning í nótt. Hiti 3 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 24.01. Sólarupprás á morgun: 2.55 Síðdegisflóð í Reykjavík 23.41. Árdegisflóð á morgun: 12.22. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiðskírt 9 Egiisstaðir léttskýjað 8 Galtarviti þokumóða 2 KeílavíkiirílugvöUur léttskýjað 6 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 5 Rauíarhöfn hálfskýjað 6 Reykjavik léttskýjað 5 Vestmannaeyjar léttskýjað 7 Bergen skúr 5 Helsinki skýjað 10 Kaupmannahöfn skýjað 10 Ósló haglél 8 Þórshöfn léttskýjað 6 Amsterdam alskýjað 13 Barcelona heiðskirt 18 Berlín alskýjaö 12 Feneyjar skýjað 20 Frankfurt skýjað 14 Glasgow rigning 11 Hamborg skýjað 11 London léttskýjað 14 Lúxemborg skýjað 12 Malaga skýjað 19 MaUorca heiðskírt 16 Nuuk alskýjað 1 París hálfskýjað 13 Róm þokumóða 17 Valencía þokumóða 16 Vín skýjað 17 „Þetta byrjaði hjá mér í haust, þá fór ég að fikta við að syngja í karaoke, en ég hafði þá ekki sungið lengi, og tók þátt í tveimur undan- úrslitakvöldum í vetur á Tveimur vinum og í framhaldi af því var ég valin í úrslitakeppnina," segir Rúna Gerður Stefánsdóttir frá Maður dagsins Reykjavik sem sigraði í kaupstaða- keppninni en úrslitin, þar sem þátt- takendur voru 22, fóru fram á Hót- el íslandi um síðustu helgi. Rúna Gerður söng hið klassíska lag When I Fail in Love'og gerði laginu þaö góð skil að dómnefndin, sem skipuð var landsþekktu tóniistar- fólki, valdi hana sem sígurvegara. „Þetta var hörð keppni og mér fannst sjálfri aö fimm aðrir kepp- endur hefðu aOt eins getað unnið, en ég var að sjálfsögðu afskaplega ánægö með sigurinn.” Rúna Gerður Slefánsdóttir. Aðspurð um hvort hún hefði sungið opinbcrlega áður svaraði Rúna Gerður játandi: „Ég hef verið í hljómsveitum og sungið á þoiTa- blótum og árshátíðum en hef lítið sungið síðastUðið ár. Mér finnst sjálfri henta mér best að syngja djass og blús og sú tónlist á mitt hjarta.“ Um muninn á að syngja með hljómsveitum og að syngja karaoke sagöi Rúna Gerður: „Munurinn er sá aö þegar sungið er í karaoke getur maður ekki stjórnað einu eöa neinu. Maður getur ekkert farið út fyrir fyrirfram ákveðna útsetn- ingu. Lagiö veröur að syngja ná kvæmlega eins og útsetningin segir til um og er það oft ekkert verra þótt hitt gefi tiíefni til meiri fjöl- breytni. Þessi karaokekeppni er einn besti söngæfingarskóli sem ég hef farið i. í karaoke er mikið laga- úrval og maður fær góöa þjálfun í sviðsframkomu og að læra á míkrófóninn. Rúna Gerður sagðí að hún hefði verið í söngnámi meira og minna síöastliðin tíu ár. „Ég hef aldrei klárað neitt hingað til en stefnan er aö gera eitth vað í þessum málum og einnig hef ég áhuga á aö fara að læra á píanó.“ , deild Sjötta umferð 1. deildarinnar í knattspymu heldur áfrara í kvöld og fara þá fram þrír Jeikir. Stjarn- an í Garöabæ tekur á móti Vest- mannaeyingum, Þór á Akureyri Iþróttir fær Valsmenn í heirasókn, FH leikur á heimavelli gegn ÍBK og Akranes fær Breiðablik í heim- sókn. Sjálfsagt bóka flestir sípr hjá heímamönnum á Akranesi en erfitt er að spá um úrslit annarra leikja. í 2. deild fer fram einn leik- ur. Víkingur úr Reykjavík heim- sækir Grindvíkinga. Víkingur hefur enn ekki tapað leik en Grindvíkingar hafa sýnt að þeir eru með harðskeytt lið og gætu farið með sigur af hólmi. Allir þessir leikir hefjast kl. 20.00. Skák Frá keppni öldunga og úrvalsliös kvenna í Mónakó. Arakhamía hafði hvitt og átti leik gegn Spasskí. Svo viröist sem hún hafi teflandi stöðu eftir 26. Rxb3 cxb3 27. Dxb3 en Spasskí er ekki allur þar sem hann er séöur. ABCDEFGH Eftir 26. Rxb3 hristi Spasski fram milli- leikinn 26. - b4! 27. Dd2 Ef 27. Dc2 er 27. - Ba4! jafnvel enn sterkara en í skák- inni. 27. - Ba4! 28. Rc5 Bxdl 29. Dxdl DfB! Tvöfold hótun. 30. Dg4 Bxc5 og hvit- ur gaf því að 31. dxc5 er auðvitað svarað með 31. - Dxb2 með léttunnu tafli á svart. Jón L. Árnason Bridge Eitthvert frægasta spil HM-keppninnar í bridge árið 1986 er þetta sem hér fer á eftir en þar náðu spilararnir í franska landsliðinu að skína skært í sókn og vörn. Spilið kom fyrir í leik Frakka og Hollend- inga og lokasamningurinn á öðru borð- inu var þrjú grönd sem Hollendingurinn Rebattu spilaði. Útspil vesturs var laufa- tían og Rebattu setti lítíð spil í blindum tíl að tryggja sér slag á litinn. Michel Lebel, sem sat í austur, sýndi meistara- takta í vörninni með því að setja einnig lítíð spil! og tryggði þannig spiÚð niður. Ef hann hefði sett drottninguna hefði vömin aldrei getað gert sér mat úr lauf- inu. Sagnir enduðu hins vegar í 4 hjörtum hjá Frökkunum á hinu borðinu og Paul Chemla, sem sat í suður, var örskots- stímd að vinna spilið þrátt fyrir 5-0 leg- una í trompinu: ♦ K106 f ÁKG4 ♦ Á1095 + K7 ♦ G972 ¥ -- ♦ G83 + Á109863 N V A S ♦ 854 V D9863 ♦ K72 + D2 Fjármál í rúst Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi ♦ ÁD3 ' V 10752 ♦ D64 + G54 Útspil vesturs var spaði og Chemla drap á kónginn og lagði niður hjartaás. Þrátt fyrir slæmar fréttir í trompinu var Chemla Qjótur að fmna vinningsleiðina. Hann tók báða slagina á spaða og spilaði síðan tígli á tíuna sem austur drap á kóng. Austur skilaði tígli til baka, Chemla drap á drottningu og spilaði laufi á kóng. Síðan tók hann tígulás og spilaði enn tígli, aust- ur trompaði og suður yfirtrompaði. Þá kom lauf, vestur setti ásinn og spilaði meira laufi. Það var trompað i blindum og yfirtrompað af austri en síöan varð austur að spila frá D9 upp í KG í blind- um. Frakkamir græddu því 11 impa á spilinu. Jsak Örn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.