Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 16. JÚNl 1994 19 Frábærar teikningar frá árinu 1914: Þannig sá Kjarval í slenska fánann Veturinn 1913-1914 var ítarlega flallað í ræðu og riti um nýjan fána handa íslendingum eftir að ákveðið hafði verið að konungur gæti með einfóldum úrskurði ákveðið sérfána fyrir ísland. Leitað var til almenn- ings um tillögur að íslenskum fána og gerðu flestar þeirra tillagna sem bárust ráð fyrir krossfána í líkingu við fána Dana, Norðmanna og Svía. Reyndar höfðu hugmyndir um ís- lenskan fána verið margar og nokkr- ar þeirra gerðu ráð fyrir býsna skrautlegum fána. Á alþingi árið 1885 bar Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, þá þingmaður Suður-Þingeyinga, fram frumvarp til laga um þjóðfána fyrir ísland. Atti fáninn að skiptast í fjóra ferhymda reiti, aðgreinda með rauðum krossi hvítjöðruðum. Stang- arreitir áttu að vera rétthymdir og jafnhliða, sá efri rauður með hvítvun krossi (danska fánanum), sá neðri og reitimir fjær stönginni áttu að vera bláir og á þá markaður hvítur fálki. Þá gerði flutningsmaður tillögu um klofinn fána til nota fyrir lands- stjómina. Frumvarpið var ekki af- greitt en segja má að úr þessum hug- myndum hafi verið unnið er sérstök fánanefnd var skipuð á gamlársdag árið 1913. Kjarval og fáninn Einn þeirra sem létu sig íslenska fánaim miklu skipta var Jóhannes S. Kjarval sem var við nám í Kaup- mannahöfn þennan vetur. Ritaði hann grein í byrjun janúar um fána- málið, sem birtist í Reykjavíkurblað- inu Lögréttu 11. mars 1914. Þar segir hann m.a.: „í staðinn fyrir að breyta annarra þjóða fánum og aflaga þá eigum við að leita að honum í okkar eigin þjóðarsál og hljótum að finna hann þar. Að einu leyti má segja að vér stöndum ver að vígi en þjóðir þær sem hafa vahð sér fána fyrir löngu. Það er ekkert eftir handa okkur af þessum fallegu einfoldu merkjum og við getum ekki breytt þeim svo að þau verði fallegri en þau eru. Blá- hvíti fáninn sem allir þekkja nú orð- ið svo vel, er ekki okkar þó að litim- ir séu það.“ Jóhannes Kjarval lét ekki þar við sitja en ritaði ráðherra íslands bréf sem dagsett var í Kaup- mannahöfh 9. janúar 1914. Bréf til ráðherra Ráðherra íslands, Hr. H. Hafstein. Fániim þessi er ég hér með virðing- arfyllst leyfi mér að senda yður er ekki jafneinfaldur og flestir mundu óska, þó er hann sá einasti af þeim mörgu er ég hef búið til sem ég er ánægður með. Ég skýri aðferð þá er ég hefi gjört þennan eftír í grein sem ég sendi hr. ritstjóra Lögréttu, og hugsanlegt að fleiri reyni að búa fán- ann til á þennan hátt og finni hann ennþá einfaldari en þennan. Þessir fimm fánar mínir eru teiknaðir með sömu konstrúktion og eru því í raun- inni einn fáni, þar sem merkin halda áfram að hlýða sínu upprunalega eðli, þrátt fyrir litabreytinguna. Fyrsta mynd A mundi verða jafndýr enska Unionfánanum saumuðum eða þrykktum þó ódýrari í stóru upp- lagi. Nú hefi ég tekið blárauða litinn og þann ljósrauða burtu og gjörir það fánann einfaldari og því mun ódýrari auk þess sem haldbestu litimir eru eftir nema ljósmerkið í krossinum sem verður að vega rauða htinn inn í þann bláa. Ég hefi hugsað mér örina út frá stönginni úr bláa htnum úr bláhvíta fánanum og hina bláu htina úr fálkadúknum (hér er átt við þá- verandi skjaldarmerki íslands, sem var hvítur fálki á bláum feldi) eða öðrum hreinni ht ef hægt er að fá hann haldgóðan. VirðingarfyUst Jóh. Sv. Kjarval. Sérstökmerking í grein sinni í Lögréttu fjallar Kjarval enn frekar um gerð fánans og táknmál hans. Þar segir: „Það eru tíl dulræn merki frá löngu hðnum öldum sem höfðu sína sérstöku merkingu eftir þvi hvemig þeim var snúið og því meira gildi hafa þau sem um leið em stærðfræðisleg undir- stöðuatriði flatar- og rúmmálsfræð- innar, svo sem þríhymingur og margs konar marghymingar; einnig em rúnir og vopnamerki; mætti reyna að stilla þessum merkjum saman á ýmsa vegu og helst sam- kynja merkjum í hvem feld.“ Tiílögur Kjarvals em byggðar á mikilh flatarteikningu og vandað til allra hlutfaha svo fánamir em allir ágæta vel hannaðir. Grundvaharhugmyndimar em tvær, önnur er hugmyndin um eld- fjalhð rauða, sem krossinn (maður- inn) bindur við himinblámann. Út frá þessari hugmynd em gerðar þijár tiUögur með mismunandi lit- um. Síðari hugmyndin er af' öðrum toga. Listamaðurinn hugsar sér ör og sverðsblað sem binda hvort ann- að. Þótti honum þessi hugmynd síðri og getur þess á teUcningunni: „... þó vU ég ekki undirstrika hann sem nógu góðan“, segir þar. Hann notar tákn ljóss, þríhyming sem vísar upp, og myrkurs, þríhyming sem vísar niður; krossmerkið, sem er tákn mannsins; feminga, sem tákn tíma- bils eða tímaskeiða, og ýmis vopna- tákn. Er því talsverður vandi að ráða í þá merkingu sem Kjarval las í fána sinn en hann skýrði hugmyndir sín- ar svo: „Merkin má tengja og hnýta saman eftir því hvernig hggur í þeim en aldrei á þann veginn að þau missi jafnvægi sitt - eða svo mikið að þau týni sínu upprunalega eðh.“ . Hannes Hafstein sendi fánanefnd- 77 ■*'*** i'- *•’**»’ M-J-r'l vni, \r- ‘ *tV Fáninn sem Jóhannes Kjarval teiknaði á námsárum sinum í Kaupmannahöfn var í fimm útgáfum. (j°hL&sldLsr^-*. QMSaÁa bfjftrsr, JL^y O/uaJ. 'fj2) p/feýuJÁr/J JU-y juj Lofsi (yfÁré Bréfið sem Kjarval sendi Hannesi Hafstein ráðherra vegna áhuga á is- lenska fánanum. inni tUlögur Kjarvals og era þær tí- undaðar í skýrslu nefndarinnar en þóttu flóknar (og dýrar því fáninn var marghtur). Fánanefndin skUaði okkur þjóð- fána, sem við höfum sóma af og hefj- um í öndvegi á lýðveldisafmæli, en gaman er að kynnast þeirri alúð sem þessi mikh meistari drátthstar og hta lagði í tUlögur sínar um frumlegan íslenskan fána árið 1914. Glæsilegur þjóðhá tíðarma tseðill Kryddlegnir humarhalar með fersku salati Andaseyði Ávaxtaískrap Rósasteikt lambafillet með fylltum tómati og cointreau-sósu ístvenna og ferskir ávextir Kr. 2.390 Borðapantanir i síma 88 99 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.