Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 53 íþróttir Nýr styrkleikalisti Alþjóða knattspymusambandsins: ísland hækkar - er í 38. sæti af 171 þjóð og á undan einu HM-liði ísland þokast enn ofar á styrk- leikalista FIFA, Alþjóða knatt- spyrnusambandsins. A riýjasta list- anum sem birtur var í fyrradag hefur ísland færst upp um eitt sæti, í það 38., sem er besti árangurinn frá því FIFA hóf að meta styrk allra knatt- spyrnuþjóða heims í fyrra. Það er sigurinn á HM-hði Bóhvíu sem reiknast íslandi til tekna frá því síðast, og ísland er nú í 22. sæti af 48 Evrópuþjóðum á hstanum, en alls er 171 þjóð á honum. Þjóöveijar eru með sterkasta hö heims í upphafi heimsmeistara- keppninnar, samkvæmt þessum út- reikningum. Hohendingar koma næstir og síðan Brasihumenn. ítahr hafa hækkað mest frá því í síðasta mánuði, úr 16. sætinu í það fjórða, en fahið er mest hjá Svíum og Skotum - báðar þjóðir detta niður um sjö sæti. Samkvæmt hstanum eru þessar þjóðir þær 40 bestu í heimi: 1. Þýska- land, 2. Hohand, 3. Brasiha, 4. Italía, 5. Spánn, 6. Noregur, 7. Rúmenía, 8. Argentína, 9. Danmörk, 10. Svíþjóð, 11. Nígefía, 12. Sviss, 13. Frakkland, 14. írland, 15. England, 16. Mexíkó, 17. Kólumbía, 18. Uruguay, 19. Rúss- land, 20. Zambía, 21, Fílabeinsströnd- in, 22. Portúgal, 23. Bandaríkin, 24. Kamerún, 25. Egyptaland, 26. Ghana, 27. Belgía, 28. Marokkó, 29. Búlgaría, 30. Túnis, 31. Grikkland, 32. Póhand, 33. Skotland, 34. Sádi-Arabía, 35. Wales, 36. Austurríki, 37. Suður- Kórea, 38. ísland, 39. Ekvador, 40. Chile. Eina HM-þjóðin sem ekki er meðal 40 fyrstu er Bólivía, sem situr í 43. sætinu. Reykjavlkurleikar í frjálsum íþróttum á laugardag: Stærsta mót um árabil - 60-70 erlendir keppendur frá 20 þjóðum Reykjavíkurleikarnir í fijálsum íþróttum verða haldnir á Laugar- dalsvellinum á laugardaginn kemur. Hér er á ferðinni stærsta alþjóða fijálsíþróttamót um árabil. Aldrei hafa fleiri erlendir keppendur verið samankomnir á móti í fijálsum íþróttum. 60-70 erlendir keppendur frá 20 löndum koma til mótsins. Þar munu þeir etja kappi við aht okkar besta frjálsíþróttafólk. Hæst ber tvímælaust komu spjót- kastarans Raymonds Hahns frá Þýskalandi. Hann á lengsta kast árs- ins, 90,06 metra. Sigurður Einarsson sagði á blaðamannafundi í gær að það væri mjög skemmtileg tilbreytni að keppa á móti á íslandi af þessari stærðargráðu. Hann sagðist viss um að erlendu keppendunum myndu líka vel aðstæður í Laugardalnum sem væm einhverjar þær bestu í heimi. „Ég bíð spenntur eftir þessu móti og það væri óneitanlega gaman að vinna á heimavehi. Ég mun gera allt svo það megi ganga eftir; Við fáum núna loksins tækifæri tíl að sýna hvað í okkur býr,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari. Fólki gefst með þessu loksins tæki- færi til sjá á frjálsíþróttamót í tremsta gæðatlokki. Forráðamenn Fijálsíþróttasambandsins sögðu mót af þessari stærðargráðu kosta sitt en eir sögðust vissir um að fólk myndi koma að sjá íþróttafólk í fremstu röð. & Fimmtudag kl. 20.00 Vestmannaeyingar Stuðningsmenn Hittumst á 2 vinum kl. 18.00. Mætum öll og styðjum okkar menn Brimrún hf. ÁTVR (Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu) Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ fer fram 19. júní á kvenréttindadeg- inum. Undirbúningur hefur, gengið mjög vei og stefnír víöa í metþátttöku. Þegar hafa verið pantaðir frá 66 stöðum um allt land, rúmlega 12.500 bolir og verðlaunapeningar. Skrúðganga hjá FH Vegna undirritunar samnings mihi knattspyrnudeildar FH og íslandsbanka verður efnt til skrúögöngu frá íslandsbanka, Strandgötu l, klukkan 19 i kvöld aö Kaplakrika. Af tilefrii þessu fá öll börn ókeypis aögang á ieik FH og ÍBK sem hefst klukkan 20. Götukörfubolti í tilefhi lýðveldishátíðarinnar í Reykjavík og háfíðalialdanna í Laugardalnum munu KKÍ og samtökin íþróttir fyrir aha standa fyrir götukörfubolta- keppni í Laugardal 18. júní. Þátt- tökugjald er krónur 500 á hvern leikmann. Þrír eru inni á í einu og leikiö er í 15 mínútur eða þar til annað liðiö hefur skorað 20 stig. Keppt verður í fjórum flokk- um. Upplýsingar og skráning er á skriístofu KKÍ í síma 685949. HM-veisia á Akranesi AK-Sjón h/f og Bíóhölhn á Akranesi ætla að taka þátt í HM í knattspymu af fuilum krafti. Leigður hefur veríð svokallaður „videomyndvarpk og meö hon- um verður leikjunum varpað á sýningartjald Bíóliallarinnar úr s>mingarklefa hússins. Stærð myndflatar er um 16 fermetrar og verður aht hijóð keyrt í gegn- um nýtt 5300 vatta hijóðkerfi, svo áhorfandinn kemst ekki nrikið nær hinum raunverulega leik. Á opnunarleikiim, Þýskaland-Bóh- vía, verður öllum boðið frítt til aö sjá og heyra. Á leikina þar á eftir kostar miðinn 200 krónur. íslandsmófið í tennis verður lialdið dagana 8. júlí th 17. júh á tennissvæðum Þróttar og Vík- ings. Skráning stendur yfir til 30. júni á skrifstofu ÍSÍ í LaugardaL Laudrup til Rangers Frá því var gengið endanlega í gærað danski landshðsmaðurinn Brian Laudrup leiki með Glasgow Rangers á næsta tímabih. Rang- ers ogFiorentina gengu frá kaup- veröinu og var það um 300 miUj- ónir króna. BolitilRaiigers? í gær var tahð fátt sem gæti komið í veg fyrir sölu á BasU Boli frá MarseUle tíl Glasgow Rangers. Samningaviðræður miUi fólagana hafa staöið yfir síð- ustu daga og er verið að ræða um kaupverð í kringum 220 mUlj ónir. LúðvíkíÞrótt Lúðvik Amarson, sóknarmað- ur úr FH í knattspyrnu, hefur gengið frá félagaskíptum yfir í 2. deíldar lið Þróttar í Neskaupstað. Lúðvík, sem er tvítugur að <Udri, en hefur komiö inni á í þremur leikjum FH í TrópideUdinni. Lúð- vík verður löglegur meö Þrótti á sunnudaginn þegar liöið fær KA í heimsókn. í kvöld Trópídeildin í knattspymu: Stjaman-ÍBV kl.20. ÍÁ-UBK kl.20. Þór-Valur kl.20. FH-ÍBK kl. 20. 2. deild karla/Pressudeildin: Grindavík-Víkingur kl.20. Hiimar Björnsson, KR-ingur, snýr á Kristin Hafliðason, Framara. Dæmigerð mynd fyrir leikinn, KR-ingurinn skrefi á undan. DV-mynd Brynjar Gauti 6. umferð 1. deildarinnar hófst með látum í gærkvöldi: Yf irburðir KR - pakkaði Frömurum hreinlega saman 1 Laugardalnum, 0-3 Guðmundur Hilmaisson skrifen Íslandsmeistarakandídatamir úr vest- urbænum sýndu stórgóðan leik gegn Fram í gærkvöldi þegar þeir hreinlega pökkuöu Safamýrarhðinu saman á Laugardalsvelh í fyrsta leik 6. umferðar TrópídeUdarinnar. KR-ingar léku viö hvem sinn fingur, skoruðu þó aðeins þijú mörk gegn engu Framara en hefðu getað skorað mun fleiri mörk miðað við marktækifærin sem Uðið fékk. „Það var gott að vinna loksins leik eft- ir tvo tapleiki. Við náðum að rífa okkur upp og spiluðum að mínu mati langbesta leik okkar í sumar. Við vomm að skapa okkur mikið af færum og hefðum getað skorað fleiri mörk. Auðvitað var maður farinn að halda að þetta yrði eins og FH-leikurinn en sem betur fer tókst okk- ur að bijóta ísinn rétt fyrir hléiö. Næsti leikur er gegn ÍA og er það einn af úr- slitaleikjum mótsins. Við munum gera aht til að saxa á forskot þeirra í dehd- inni,“ sagði Heimir Guðjónsson, aftasti maður í vöm KR, við DV eftir leikinn. KR-ingar voru mörgum skrefum á undan Frömurum nær ahs staðar á vell- inum. Framarar vom í hreinum elting- arleik við mjög fríska KR-inga og hvaö eftir annað náöu þeir röndóttu aö splundra veikri Fram-vöminni. Sóknir KR-ingar buldu á Fram-vöminni nánast frá upphafi leiksins og Framarar mega teljast heppnir að hafa ekki fengið verri útreið. Framarar náöu þó oft ágætum skyndi- sóknum í fyrri hálfleik en þegar hða tók á leikinn fækkaði þeim og í síðari hálf- leik var nánast einstefna að marki Fram. Eins og oft áður í sumar var vamarleik- ur Framara slakur, miðjumenn hðsins voru ekki nálægt sínum mönnum, vam- armennirnir höíðu meiri áhyggjur af boltanum en mönnunum sem þeir áttu að dekka, og sóknarleikurinn mjög bit- laus. Liðshehd KR-inga var geysiöflug og með slíkum leik verða þeir í toppbar- áttunni. Það er á engan hallað að telja Heimir Guðjónsson og Einar Þór Daní- elsson bestu menn vaharins. Heimir pottþéttur í nýju stöðunni og Einar Þór tætti Fram-vörnina hvað eftir annað í sig. „Maður er mikið í boltanum þegar maður leikur þessa stöðu. Þó mann langi meira aö vera inni á miðjunni er þaö þjálfarinn sem ræður en ég sé því ekk- ert th fyrirstöðu að ég spih þama áfram á meðan vel gengur," sagði Heimir eftir leikinn. Framarar vhja helst gleyma þessum leik sem ahra fyrst. Flestir leikmenn liðsins vom þungir og slappir en Ágúst Ólafsson var þeirra skásti leikmaður. „Við vorum hreinlega á hælunum ah- an leikinn. Við vorum ahtaf á eftir og þeir voru einfaldlega miklu betri en við ahs staðar á vellinum. Við dekkuðum mjög illa og vomm í raun skíthræddir við þá. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar,“ sagöi Steinar Guðgeirs- son, fyrirhði Fram, við DV eftir leikinn. HM-miðamir: Afgreiðsla hjá bæjarráði Akur- eyrar í dag Á bæjarráðsfundi á Akureyri í dag verður tek- ið til endanlegrar afgreiðslu hvort bæjarábyrgð fáist vegna miðasölu fyrir heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik á íslandi til handa Hahdóri Jóhannssyni, arkitekt á Akureyri. Eins og komið hefur fram í blaðinu hefur hann lýst yfir áhuga að fá að selja aðgöngumiða á HM’95, bæði innan- lands og erlendis. Fleiri aðhar hafa einnig sýnt málinu áhuga. Hahdór fór fram á ábyrgö Akureyrarbæjar og er afgreiðslu að vænta á fundinum í dag. „í beinu framhaldi af fundi bæjarráðs ætti aö verða ljóst hvað gerist. Bæjarstjóm er búin að samþykkja að veita ábyrgðina en gegn fullnægj- andi tryggingum eins og það heitir. Það er síðan bæjarráðið sem útfærir máhð. Ég vona bara það besta,“ sagði Halldór Jóhannsson við DV í gær. Fram-KR (0-1) 0-3 0-1 Daði Dervic (43.). Eftir homspymu Hilmars Bjömssonar datt boltinn fyrir fætur Daða sem skoraði af markteig fram hjá vamarmönnum Fram og Birki markverði. 0-2 Heimir Porca (54.), eftir þóf á miöjunni sendi Tómas Ingi fallega send- ingu inn fyrir vöm Fram á Porca sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. 0-3 Tryggvi Guðmundsson (59.), eftir laglegt samspil við Einar Þór skor- aði Tryggvi með föstu skoti utarlega úr vítateignum. Lið Fram: Birkir Kristinsson - Pétur Marteinsson, Ágúst Ólafsson, Ómar Sigtryggsson - Hólmsteinn Jónasson (Guðmundur Steinsson 63.), Gauti Laxdal (Helgi Björgvinsson 67.), Steinar Guðgeirsson, Anton B. Markússon, Kristinn Hafliðason - Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson. Lið KR: Kristján Finnbogason - Heimir Guðjónsson, Þormóður Egilsson, Daði Dervic (Vilhjálmur Vilhjálmsson 73.)- Rúnar Kristinsson, James Bett, Hilmar Bjömsson, Einar Þór Daníelsson, Heimir Porca - Tryggvi Guðmunds- son, Tómas Ingi Tómasson. Fram: 7 markskot, 7 horn. KR: 20 markskot, 9 hom. Gul spjöld: Rúnar (KR) Heimir G. (KR), Porca (KR). Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Áhorfendur: 2.340 (metáhorfendafjöldi í sumar). Skilyrði: Logn, sól og 10 stiga hiti, völlurinn ósléttur. 00 Heimir G (KR), Einar Þór (KR). 0 Ágúst (Fram), Rúnar (KR), Þormóður (KR), Heimir Porca (KR), Tóm- _______as Ingi (KR). ___________________________________________ Maður leiksins: Heimir Guðjónsson (KR). Skilaði hinu nýja hlutverki sinu sem aftasti vamarmaður með glans. Las Ieikinn vel, spilaði boltanum vel frá sér og át sóknarmenn Fram hreinlega í sig. íþróttir Viði og Hamri 2. deildar liöin ÍR og HK féllu í gærkvöldi út úr 1. umferð Mjólk- urbikarsins í knattspyrnu, og bæði á heimavelh. ÍR tapaði, 0-1, fyrir 4. dehdar hði Aftureldingar og HK, 1-2, eftir framlengingu fyrir 2. dehdar hði Víðis. Þá féh 3. deildar hð Hauka á heimavehi fyrir 4. deildar höi Hamars eftir vítaspyrnukeppni. Það var Björgtdn Friðriksson sem skoraði sigurmark Aftureld- ingar í Breiöholtinu, 0-1, og Mos- fellingar eiga nú í fyrsta skipti í sögunni möguleika á að dragast gegn 1. deildar hði í bikarnum. Helgi Kolviðarson kom HK yfir gegn Víöi en síðan var Viðar Guðmundsson hjá HK rekinn af velli. Sigurður Valur Árnason náðí aö jafna fyrir Víði, og hann skoraði síðan sigurmarkið í fram- lengingu, 1-2. Hjá Haukum og Hamri stóð 0-0 eftir framlengingu en Hamar vann, 2-1, í vítakeppninni. Sindri Grétarsson skoraði þrennu i 5-1 sigri BÍ á Ármanni á Ísafiröi. Hamies Sigurðsson og Örn Torfason gerðu hin mörkin. Mark Ármamis var sjálfsmark. Smástund lagði Njarðvík í Eyj- um, 5-3, eftir vítakeppni. Rúnar Vöggsson skoraði fyrir Smástund en Ingvar Georgsson fyrir Njarð- vík, 1-1. Smástund vonast nú eft- ir leik við ÍBV í 2. umferð! Golfklúbbur Grindavíkur tap- aði, 1-2, fyrirLeikni úrReykjavík í framlengingu. Guðjón Gunn- laugsson skoraöi fyrir GG en Birgir Ólafsson og Pétur Arn- þórsson fyrir Leikni. Reynir sló Ægi út eftir 22 víta- spyrnur, 11-10, í Sandgeröi. Berg- ur Eggertsson skoraöi fyrir Reyni en Hahdór Páh Kjartansson fýrir Ægi, 1-1. Neisti, Hofsósi, tapaði Skaga- fjaröarslagnum við Tindastól, 0-2. Marteinn Jónsson og Björn Sigtryggsson skoruðu mörkin. KS burstaði Þrym, 11-0. Haseda Miralem 3, Agnar Sveinsson 3, Steingrímur Gotthebsson 2, Ragnar Hauksson 2 og Bjarki Gunnlaugsson skoruðu fyrir KS. Hvöt vann Magna, 6-5, í vita- keppni en leikurinn endaði 2-2. Páh Leó Jónsson og Sveinbjörn Ásgrxmsson skoruðu fyrir_ Hvöt en Ingólfur Ásgeirsson og Ólafur Þorbcrgsson fyrir Magna. Dalvík tapaöi, 2-4, fyrir Völs- migi eftir framlengingu. Örvar Eiríksson gerði bæði mörk Dal- víkur en Ásmundur Arnarsson 3 mörk fyrir Völsung og Jónas Grani Garðarsson eitt. Einherji vann KBS, 5-4, eftir framlengingu á Vopnafiröi en staðan var 3-3,eftir venjulegan leiktíma. Viðar Sigurjónsson 3,. Eysteinn Kristinsson og Stefán Guðmundsson skoruðu fyrir Ein- heija en Ríkharður Garöarsson 2, Jakob Atlason og Unnsteinn Kárason fyrir KBS, Þróttur, Neskaupstað, vann KVA, 6-0. Marteinn Hilmarsson 2, Ólafur Viggósson, Þráinn Har- aldsson, Kristján Svavarsson og Sveinbjöm Hákonarson skoruöu. Huginn tapaöi, 0-5, fyrir Hetti. Vilberg Jónasson gerði 3 mörk, Eysteinn Hauksson og Sigurður Ágústsson eitt hvor. Neisti vann óvæntan stórsigur á Sindra, 6-2, á Djupavogi. Sigur- björn Hjaltason 2, Snjólfur Gunn- arsson 2, Gísh Sigurðsson og Gunnlaugur Guðjónsson skor- uðu fyrir Neista en Éjub Pur- isevic bæði mörk Sindra. Éjölnir og Skahagrímur mætast í lokaleik 1, umferðar i kvöld. Þau 16 hð sem komast áfram úr þess- ari umferð fá heimaleiki í 2. um- ferð gegn 1. deildar hðunum 10 eða 6 efstu hðum 2. deildar í fyrra, sem einnig sátu hjá. -ÆMK/KJ/ÞG/HK/MJ NBA-úrslitin í nótt: NewYork jafnaði - vann sigur á Houston, 91-82 New York Knicks heldur enn í vonina um að verða NBA-meistari í körfuknattleik eftir að hafa sigrað Houston Rockets, 91-82, í fjórða úrshtaleik hðanna í New York í nótt. Staðan í einvígi hðanna er því jöfn, 2-2, en það hð sem fyrr vinnur íjóra leiki stendur uppi sem sigur- vegari. New York hafði yfirhöndina nær ahan leiktímann. Liðið komst í 17-2 og í öðrum leikhluta var munurinn mestur 13 stig, 32-19. í hálfleik haíði Houston minnkaö muninn í sjö stig, 40-33. í þriðja leikhluta náöi Houston að komast yfir í fyrsta sinn, 50-51, og eftir það var leikurinn í járnum eða aht þar til um fimm mínútur voru eftir að New York sigldi fram úr. Houston varð fyrir miklu áfalh seint í þriðja leikhluta en þá varð Robert Horry af fara út af vegna meiðsla. Hann kom aðeins inn á skömmu síðar en varð að hverfa aftur á bekkinn vegna meiðslanna. Derek Harper átti enn einn stór- leikinn fyrir New York. Hann skor- aði 21 stig í leiknum og þar af voru 5 þriggja stiga körfur. John Starks skoraði 20 stig og hann var mjög drjúgur á lokakafla leiksins. Patrick Ewing skoraði 16 stig og tók 15 fráköst og Charles Oakley átti frábæran leik, skoraði 16 stig og tók ahs 20 fráköst. Þegar rúm mínúta var eftir þurfti Ewing að fara að leikvelh með 6 vihur. Hakeem Olajuwon var aht í öhu hjá Houston. Hann skoraði 32 stig og tók 8 fráköst og næstur í stiga- skorun hjá Houston var Vemon Maxweli sem gerði 12 stig. „Við unnum verkið sem við urð- um að gera án Patrick Ewings. Þaö var ekkert skemmtilegt en við urö- um samt að gera það. Ég held að vamarleikurinn eigi eftir að ráða úrshtum um hvaða hö muni virma,“ sagði John Starks eftir leik- „Við börðumst hart til aö ná upp þeim mun sem New York náði og ■ þegar við náöum loks forystunni gáfum við hana frá okkur um leið. Ég veit ekki af hveiju. Við getum sigrað þá en ekki með því að leika á fullu aðeins annan hálfeikinn," sagöi nýhðinn í Uði Houston, Sam Casell. Fimmti úrshtaleikurinn fer fram í New York aðra nótt, sjötti leikur- inn í Houston á sunnudagskvöld og sjöundi leikurinn ef með þarf í Houston á miðvikudagskvöld. Afmæli met- sigurs ÍA Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Svo skemmtilega vih til aö leik Skagamanna og Breiðabliks á Akra- nesi í 6. umferð íslandsmótsins í knattspymu, sem fram fer í kvöld, ber upp á nákvæmlega sama dag og viðureign Uðanna fyrir 21 ári. Blikunum er vafahtið óljúft aö rifja þann dag upp. Þeir sneru tómhentir heim eítir að hafa tapað, 1-10, í leik þar sem miðheijar Skagamanna, Teitur Þórðarson og Matthías Hah- grímsson, fóru á kostum. Slíkar tölur sáust ekki aftur í 1. deild á Skaganum fyrr en í fyrra er Víkingar fengu sömu útreið. i^izino íslandsmótið 1. deild kvenna Mizuno-deildin Laugard. 18. júní kl. 14.00 Ásvellir Hafnarf. Haukar - Höttur Kópavogsvöllur UBK - Valur KR-völlur KR - ÍA kl. 16.00 Dalvíkurvöllur Daivík - Stjarnan c 'qgjvr „ unnudaginn 119. JÚDDl á Keilisvellinum í Hafnarfirðl Heppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar Aukaverðlaun: Næst holu á öllum par 3 brautum Ræst verður út frá kl 8.00 Skráning er í golfskála í síma 653360 i $ í f • j s I j I 1 \ ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.