Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Dagur í lífl Gunnars Eyjólfssonar leikara: Þegar mánudagurinn rann upp biöu mín ýmsir hlutir sem ég þurfti að ganga frá eftir að hafa verið í leik- ferð um Norðausturland þar sem við sýndum Ástarbréfm. Þetta var mjög ánægjuleg ferð um þessa litlu byggð- arkjama í ofangreindum landshluta. Við byrjuðum á Húsavík og fórum síðan í Skúlagarð, þá á Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafjörð. Að vísu befði aðsókn mátt vera meiri en und- irtektir voru mjög góðar og hlýjar og mér þykir vænt um að hafa fengið að fara á þennan stað með umrætt leikrit Þjóðleikhússins. Mánudagurinn hjá mér hófst á því að ég átti fund með Ragnheiði Elvu Arnardóttur sem kynnir með mér hátíðardagskrána á lýðveldishátíð- inni á Þingvöllum. Síðan fórum við saman á fund með þjóöhátíðarnefnd- inni. Þar hnýttum við ýmsa lausa enda varðandi kynningar og annað fyrirkomulag á þessari miklu hátíð sem haldin verður á morgun. Kynning á þjóðhöfðingjum Talsverður tími hefur farið í að undirbúa kynningarstarfið á lýð- veldishátíðinni. Viö þurfum til dæm- is að kynna þjóðhöfðingjana á ís- lensku og móðurmáh viðkomandi. Þá þarf að halda utan um dagskrána og reyna að láta hana ganga vel og áreynslulaust þannig að hátíðin verði okkur öllum sem aö henni stöndum til sóma og fari sem best fram. Dagskráin er mjög þétt og kynningar verða stuttar og hnitmið- Gunnar Eyjólfsson leikari og kynnir á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum. aðar þannig að hún renni sem best. Því má bæta við að í gær fór svo fram hljóðpróf á Þingvöllum þar sem meöal annars átti að fara yfir kynn- ingamar, og það var eiginlega loka- spretturinn. Með rigningu skírð Við undirbúninginn aö hátiðinni á Þingvöllum nú kemur óneitanlega upp í hugann minningin um rigning- una á Þingvöllum 1944 sem ég man mjög vel eftir. Vissulega setti hún svolítið strik í reikninginn þá og ég vona að veðrið verði betra nú. Hitt er annað mál að það var svo mikil ánægja og gleði sem ríkti meðal fólksins að þetta hvarf allt eins og dögg fyrir sólu. Ef það rignir einnig nú má segja með sanni að við höfum verið með rigningu skírð á sínum tíma á Þing- völlum, þegar við urðum sjálfstæð þjóð, og þetta er þá kannski tímabær endurskírn núna til að minna okkur á hver við erum á þessum örlagaríku tímum sem fram undan eru. Lýðveldismót skáta Auk þess að vinna að undirbúningi á kynningunni er ég að vinna að landsmóti skáta sem verður 22.-26. júní næstkomandi, þ.e. lýðveldismót- ið að Úlíljótsvatni. A mánudaginn sat ég fund til undirbúnings þess móts. Þangað ætla ég raunar að fara ríð- andi. Ég legg upp frá Þurá í Ölfusi og fer sem leið hggur upp í Grafning, upp að Úlfljótsvatni. Þar ætla ég að hafa hestana meðan mótið stendur yfir. Góð kvöldstund Mánudeginum varði ég að miklu leyti til þessa undirbúnings sem ég hef þegar nefnt. Þar að auki sinnti ég fjölskyldumálum, en ijölskylda mín er náin og hittist gjarnan til þess að ræða hlutina. Um kvöldið fór konan mín á tón- leika hjá Ashkenazy en ég var heima og vann að ýmsu sem ég átti ógert. Hún sagði mér frá upplifuninni á tónleikunum og ég óskaöi þess að ég heföi haft tíma th að upplifa þetta með henni. Við ræddum þetta fram á kvöldið og lauk svo þessum mánu- degi í lífi mínu. Kynningar á lýðveldis- hátíð undirbúnar Finnur þú fimm breytingai? 262 Hvað ert þú að þvælast hér, þú átt að vera sofnuð fyrir löngu! Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi funm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spii- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugarreikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar sem eru í verðlaun heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar era gefiiar út af Frjálsri fiölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 262 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð og sextugustu getraun reyndust vera: 1. Ingibjörg Jósefsdóttir, Teigageröi 17, 108 Reykjavík. 2. Stefanía Jensdóttir, Eyrarholti 5, 220 Hafnarfirði. Vinningamir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.