Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Gleymanleg hátíð Landgræðslustjóri hefur kastað blautri tusku í andlit þjóðarinnar á fimmtíu ára lýðveldisafmæli hennar. Hann hefur leyft landeyðingarbændum Mývatns að reka fé sitt á svarta og steindauðá afrétt. Hann ákvað meira að segja að skoða ekki afréttarlöndin fyrst að þessu sinni. Undirlægjuháttur landgræðslustjóra gagnvart þröng- um sérhagsmunum sauðflárbænda á viðkvæmustu hlut- um móbergssvæðis landsins hefur löngum verið með ólíkindum, þótt hann gangi núna lengra en nokkru sinni fyrr með því að neita beinlínis að kanna ástandið. Það er einn tvískinnungurinn í lýðveldinu, að gælu- stofnun, sem sérstaklega er falið að skila aftur til lands- ins þeim gróðri, sem við og forfeður okkar höfum rænt það, skuh með annarri hendi hangandi stunda land- græðslu og purkunarlausa landeyðingu með hinni. Niðurstaða þessa tvískinnungs er, að ekki hefur orðið nein aukning gróðurs. Landeyðing er enn þann dag í dag meiri en það sem næst á móti með landgræðslu. Þjóðar- gjöfm fræga frá landnámsafmælinu 1974 var meira að segja aðeins notuð til að hleypa fleira fé á fjall. Merkilegast við alla þessa hneykshssögu er, að ráða- menn þjóðarinnar með forseta íslands í broddi fylkingar virðast ekki þreytast á að reyna með hátíðlegum kjafta- vaðh að halda rammfalskri mynd að þjóðinni af því, hvemig haldið er á einu helzta hugsjónamáh hennar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um, hve illa okkur gengur að skyggnast undir yfirborð hlutanna. Til þess að þurfa ekki að sjá neitt ljótt og heyra neitt ljótt og það- an af síður að segja neitt ljótt, gætum við þess að varpa hvergi skugga á galtómar khsjur um þjóðartilveruna. Annað dæmi broslegra og annarrar ættar er orðalag um nýtt síldarævintýri, þótt sjá megi með því að skyggn- ast undir yfirborðið, að síldin er ekki söltuð, að ekki eru lengur stórir markaðir fyrir saltsíld og að salt og tunnur eru varla lengur th. Enda fer ævintýrið aht í gúanó. Pylsu-, kók- og prinspóló-hátíðin á Þingvöhum á morg- un er ágætt dæmi um efnisrýra stöðu lýðveldisins á 50 ára afmælinu. Alþingi íslendinga gat ekki fundið sér neitt umræðuefni við hæfi. Það mun ekki einu sinni sam- þykkja breytt mannréttindaákvæði í stjórnarskránni. í staðinn ætlar Alþingi að samþykkja óþarfa þings- ályktunartihögu um, að ríkisstjómin láti semja frumvarp um þetta og leggi fyrir Alþingi. Þetta er án innihalds, af því að ísland hefur þegar lofað skriflega í úölþjóðlegum stofnunum að staðfesta slík mannréttindaákvæði. Hefðir og siðir, form og fagrar ræður skipta máh. Umbúnaður af því tagi stuðlar að festu í tílverunni. Við stuðlum að velgengni lýðveldisins með því að gera okkur dagamun á 50 ára afmæh þess. Við megum samt ekki gleyma, að lýðveldi þarf líka að hafa innihald. Sæmd Alþingis væri önnur og meiri, ef það hefði látið undirbúa vandað mál til að staðfesta á afmæh lýðveldis- ins. Það hefði th dæmis getað látið rannsaka, hvernig stendur á, að óbyggðar og óbeittar Hornstrandir og Jökul- firðir em orðin að einni helztu náttúruperlu landsins. Á grundvelh slíkrar vinnu hefði verið sæmd fyrir Al- þingi að setja á lýðveldisafmæhnu lög um aðferðafræði við að ná svipuðum árangri á viðkvæmum stöðum lands- ins, meðal annars með algerri friðun þeirra fyrir ágangi sauðfjár, sem er meira eða minna á opinbem framfæri. Viðamikla og vel skipulagða lýðveldishátíð morgun- dagsins skortir innri eld, sem geti lyft henni úr umbúðun- um og gert að minnisstæðum atburði í þjóðarsögunni. Jónas Kristjánsson „Verði stofnað félag um Reykjavíkurlistann ... er heimiMsfang félagsins væntaniega í ráðhúsinu ... Björn m.a. í greininni. „Borgarskrifstofurnar ættu að nægja“ í Vikublaðinu, málgagni Alþýðu- bandalagsins, er sagt frá því fyrir skömmu, að haldinn hafi verið fundur í Birtíngu, félagsskap vinstrisinna, um póhtískt framhald eftír sigur R-hstans í Reykjavík. Segir Páll VUhjálmsson, tíðinda- maður blaðsins, að þar hafi komið fram sá eindregni vUji fundar- manna, að stofnuð yrðu stjóm- málasamtök utan um Reykjavíkur- Ustann svonefnda. Á öðrum stað í þessu sama blaði er sagt frá því að nýlega hafi verið haldinn fundur i Alþýðubandalags- félagi Reykjavíkur (ABR), þar sem „fólk hafi svifið á sigurskýjum. Þar hafi verið rætt um að „fólk“ kæmi á fót opnum málefnahópum um stjórn borgarmála. Sagt er að eins gott sé fyrir „fólk“ að átta sig strax á því hvað það þýðir að vera kom- inn í meirihluta. Svo sem kunnugt er skilgreina R-Ustamenn sig sem „fólk“ og hinn helming Reykvík- inga væntanlega sem eitthvað ann- að. Hvergi kom fram í þessari frétt, að „fólkið" í ABR ætlaði að leggja niður flokksfélagsskap sinn. Nýttféiag Ingibjörg Sólrún Gísladóttír var á fundi Birtingar. í Vikublaðinu er haft eftir henni að „fullt af fólki“ sem studdi R-Ustann líti ekki á sig sem flokksfólk. Þá er vitnað beint tíl orða hennar með þessum hættí: „Við verðum að nota starfskrafta þessa fólks og megum ekki missa það frá okkur. Það þarf að koma upp aðstöðu og við þurfum að huga að félagsstofnun." Félögin á vinstri kanti stjómmál- anna eru svo mörg að fyrir ókunn- uga er ógerlegt að átta sig á fjölda þeirra. Nú vill Ingibjörg Sólrún stofna enn eitt félagið, að þessu sinni um Reykjavíkurlistann. Það eru væntanlega hin nýju póhtísku samtök sem krafa var gerð um á TCjallaiirin Björn Bjarnason alþingismaður Birtíngarfundinum. Hvemig fellur sú krafa að starfi flokksfélaga á borð við ABR? Hvað um Kvenna- listann, getur hann starfað í slíku félagi? Hver verður munurinn á félaginu og almennum stjórnmála- flokki? Hvað láta framsóknarmenn draga sig langt inn í slíkan félags- skap? Skrifstofa eða ekki? Samkvæmt frásögn Vikublaðsins talaði Guðrún Helgadóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, næst á eftir Ingibjörgu Sólrúnu og sagðist hafa efasemdir um ágæti þess að Reykjavíkurhst- inn opnaði skrifstofu og þá segir orðrétt: „sagði það kosta peninga og borgarskrifstofurnar ættu að nægja.“ Hvernig á að skilja þessar um- ræður? Verði stofnað félag um Reykjavíkurhstann án sérstakrar skrifstofu er heimihsfang félagsins væntanlega í ráðhúsinu að tillögu Guðrúnar Helgadóttur. Hvað hefði verið sagt, ef þingmaður Sjálfstæð- isflokksins hefði talað þannig um aðstöðu fyrir pólitískt starf á veg- um þess flokks? Sjáum við þarna muninn á því sem „fólki“ er leyfi- legt og hinum? Þörf aðhalds Umræðurnar um pólitískt starf á vegum R-hstans og nýtingu eigna borgarbúa í því sambandi sýna að hinum nýju valdhöfum þarf að veita aðhald á óhklegustu sviðum. í kosningabaráttunni sjálfri þótti þeim ekkert athugavert við að nota skóla undir pólitíska fundi. Hvers vegna ekki að breyta ráðhúsinu í póhtíska félagsmiðstöð og um- kringja borgarstjórann með hirð póhtískra félagsráðgjafa? Viðhorf til tegunda á borgar- stjórabílum eða laxveiða í Elliðaán- um eru smámunir í samanburði við hugmyndirnar um mörk opin- berra og flokkslegra hagsmuna hjá R-listanum. Björn Bjarnason. „Félögin á vinstri kanti stjórnmálanna eru svo mörg að fyrir ókunnuga er ógerlegt að átta sig á Qölda þeirra. Nú vill Ingibjörg Sólrún stofna enn eitt félagið... “ Skodanir annarra Evrópukosningarnar „Kosningarnar staðfesta einnig þá þróun, sem sjá hefur mátt í skoðanakönnunum undanfarið, að þróunin innan ESB hefur gengið lengra en almenn- ingur getur sætt sig við. Ef þau skilaboð kjósenda verða hunsuð, til dæmis með því að auka völd Evr- ópuþingsins í þeirri von að kjósendur neyðist tíl að taka það alvarlega, er hætta á að verulegir brestir komi í Evrópusamstarfið." Úr forystugrein Mbl. 15. júní. Hræðsluáróður Sjálfstæðisflokksins „Glundroðakenningin fékk heldur betur vængi í nýafstaöinni kosningabaráttu. Talsmenn Sjálfstæð- isílokksins drógu upp ófagra mynd og vitanlega al- ranga af störfum þeirra sem stjórnuðu borginni 1978-1982. Vitanlega var þetta hræðsluáróður. Settur fram í þeim tilgangi að hræða fólk frá stuðningi við Reykjavíkurlistann. Árangurinn varð líka eins og til var stofnað.“ Kristján Benediktsson, fyrrv. borgarfulltrúi, í Mbl. 15. júní. Auðlindir hafsins „Þjóðirnar á norðurhveh jarðar, Kanadamenn, Grænlendingar, Norðmenn, íslendingar, Rússar og Færeyingar, eiga gífurlega hagsmuni undir því að samkomulag takist um nýtingu auðlinda hafsins og stjórn á veiðum. Það er mjög áþreifanlegt hvernig farið getur ef veiðar eru stjórnlausar, eins og dæmi eru um við strendur Nýfundnalands.“ Úr forystugrein Tímans 15. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.