Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
Kvikmyndir
Mel Gibson leikur ævintýra-
manninn og fjárhættuspii-
arann Brett Maverick, hlut-
verk sem James Garner lék
i vinsælli sjónvarpsseríu
fyrir mörgum árum.
snýraftur
Stutt er síðan frumsýndur var í
Bandaríkjunum vestrinn Maverick.
Hefur myndin fengið góðar viðtökur
og nýtur vinsælda um þessar mund-
ir. Maverick er gerð í kjölfar þess að
vestrar eru aftur komnir í tisku og
sjálfsagt kannast margir sem horföu
á „Kanasjónvarpið" forðum daga við
titilpersónuna, enda er myndin
byggð á einni alvinsælustu vestras-
eríu sem gerð hefur verið.
Leikarinn góðkunni, James Garn-
ar, lék Maverick í þáttunum en nú
er það Mel Gibson sem fetar í fótspor
Gamers og leikur hinn léttlyndafjár-
hættuspilara. James Garner er þó
ekki langt undan, leikur hann lög-
reglumanninn Zane Cooper sem hef-
ur einstak lag á að geta sér til um
hvað Maverick gerir næst.
Brett Maverick hefur lítið breyst á
þeim árum sem liðin eru frá því
hætt var að gera sjónvarpsþættina,
hann er enn sami glaðlyndi spila-
fíkillinn, svikahrappurinn ogróman-
tíski ævintýramaðurinn sem þvæhst
úr einu ævintýrinu í annað. Ein per-
sóna nær þó að hafa meiri áhrif á
hann en aðrar, hin fagra og kæna
Leikstjórinn Richard Donner fer yfir handritið með þeim James Garner og
Mel Gibson.
Annabelle Bransford sem Jodie Fost-
er leikur. Einn af hápunktum mynd-
arinnar er mikið pókerspil þar sem
allir þeir hæfustu mæta til leiks.
Mel Gibson hafði
áhugaávestra
Upphafið að Maverick kom frá Mel
Gibson. Fyrir þremur árum færði hann
í tal við framleiðandann Bmce Davey,
þar sem þeir unnu að gerð Hamlets,
að hann hefði áhuga á að leika í vestra.
í leit þeirra að hentugu viðfangsefni
kom Maverick upp í huga Davis og
tryggði hann sér höfundarréttinn. Gib-
son varð strax hrifinn af hugmyndinni
um að endurvekja Maverick til lifsins.
Þeir félagar duttu síðan í lukkupottinn
þegar þeir fengu hinn virta handrits-
höfund William Goldman til að skrifa
handritiö en meðal afreka hans á þessu
sviöi er Butch Cassidy and the Sund-
ance Kid.
Goldman breytti aðeins persón-
unni, gerði Maverick mannlegri og
hafði hann ekki alveg jafnmikinn
töffara og hann hafði verið í sjón-
varpsþáttunum. „Á hreiöum grund-
velli er hann sami maðurinn, hann
spilar, drekkur mjólk og reynir oftar
en ekki að tala sig út úr vandræðum
í stað þess að nota byssuna en hann
er ekki eins ömggur með sjálfan sig
og auk þess mun fyndnari," segir
Mel Gibson um þann Maverick sem
hann leikur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp
kemur hugmynd um að gera kvik-
mynd um Maverick og segir James
Gamer að á liðnum ámm hafí hann
oftar en einu sinni verið beðinn aö
endurtaka hlutverkið en lítið orðið
úr framkvæmdum, bæði vegna
áhugaleysis hans og skorts á góðu
handriti. „Ég var samt strax til í að
taka þátt í þessari mynd þótt ekki
léki ég Maverick sjálfan, enda hand-
ritið sérlega skemmtilegt og vel skrif-
Jodie Foster leikur í Maverick Anne-
belle Bransford, fallega og slynga
konu sem heillar Maverick.
að,“ segir Gamer.
Árangursríkt
samstarf
Þetta er fjórða myndin sem þeir
starfa saman að, Mel Gibson og Ric-
hard Donner, sem leikstýrir mynd-
inni. Hinar myndimar þrjár em að
sjálfsögöu Lethal Weapon 1 til 3. í
þetta skiptið var það Mel Gibson sem
biðlaði til Donners en ekki öfugt eins
og verið hafði. „Langt er síðan Gib-
son kom með þá hugmynd að ég leik-
stýrði vestra sem hann ætlaði að
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
leika í. Þegar hann svo loks kom með
handritiö sá ég fram á að þetta gæti
orðið mjög skemmtileg kvikmynd og
sló tíl,“ segir Richard Donner.
Richard Donner hafði ekki ætlað
sér að verða kvikmyndaleikstjóri.
Hann útskrifaðist frá New York Uni-
versity sem markaðsfræðingur með
leikhús sem sérsvið. Ekki gekk hon-
um vel að festa sig í starfi og reyndi
fyrir sér sem leikari. Lék hann nokk-
ur minni háttar hlutverk í sjónvarpi.
Eitt þeirra var í Of Human Bondage
eftir W. Somerset Maugham. Leik-
stjóri var Martin Ritt sem hvatti
hann til að snúa við blaðinu og fara
að leikstýra og bauð honum að vera
aðstoðarmaður sinn. Starf hans með
Ritt leiddi til þess að hann fór að leik-
stýra í sjónvarpi og kom nálægt
mörgum, vinsælum sjónvarpsser-
íum. Má þar nefna The Fugitive, The
Twilight Zone, The Man from
U.N.C.L.E, Cannon og The Wild Wild
West.
Richard Donner hóf feril sinn í
kvikmyndum með glæsibrag þegar
hann leikstýrði The Omen. Önnur
klassísk mynd, Superman, fylgdi í
kjölfariö. Auk Lethal Weapon mynd-
anna hefur hann leikstýrt Inside
Moves, The Toy, Ladyhawke, The
Goonies, Scrooged og Radio Flyer.
Þá hefur hann ásamt Joel Silver,
David Giler, Walter Hill og Robert
Zemeckis staðið á bak við gerð sjón-
varpsseríunnar Tales from the
Crypt.
Maverick verður frumsýnd hér á
landi í tveimur Sam-bíóum um miöj-
an júlímánuð.
íslensku tvíburarnir Hlynur og
Marinó Sigurðssynir ieika
Bamm-Bamm. Með öðrum
þeirra á myndinni er annar tvi-
buranna Eianie og Melanie Sil-
ver sem leika Pebbles.
TheFlintstonesí
efsta sæti
Aðstandendur gamanmyndar-
innar The Flintstones ættu að
vera í góðu skapi þessa dagana.
Eftir geysimikla augiýsingalter-
ferð virðist sem dæmið sé að
ganga upp og tvær vikur í röð
hefur myndin notið mestrar að-
sóknar allrakvikmynda í Banda-
ríkjunum. Listinn yfir tíu mest
sóttu myndirnar er annars þann-
ig: 1. The Flintstones, 2. Ma-
verick, 3. Beverly Hills Cop 111,
4. Renaissance Man, 5. Tiie
Cowboy Way, 6. The Crow, 7.
When a Man Loves a Woman, 8.
Four Weddings and a Funeral, 9.
Crooklyn. 10. Endloss Summer II. ;
Sumarið
endalausa
Eins og sjá má af listanum hér
að ofan er í 10. sæti kvikmynd
sem heitir The Endless Summer
II. Er um að ræða nokkurs konar
endurtekningu á kvikmynd sem
gerð var fyrir þrjátíu árum og var
heímildarmynd um ferð tveggja
brimbrettasnillinga i leit að liinni
fullkomnu öldu. Bruce Brown,
sem gerði þá mynd, kostaði til
hennar 3 % milljón króna. Þegar
myndin haíði veriðsýnd um allan
heim kom í ljós að tekjur af henni
voru rúmir tveir milljarðar
króna. Þrjátíu árum síðar er
Bruce Brown lagður í aðra ferð í
leit að iúnni fullkomnu öldu og
er myndin upp byggð á sama
máta og fyrri myndin.
ForrestGumpog
frægafólkið
Einhver athyglisverðasta kvik-
mynd sem kemur á markaðinn í
sumar er tvímælalaust Forrest
Gump, nýjasta kvikmynd Ro-
berts Zemeckis. Myndin segir frá
einfóldum manni sem hefur þá
sérgáfu að geta lifað sig inn í atr-
iöi í bandarískri sögu og eftir á
leiðrétt það sem skráð hefur ver-
ið. Eins og Woody Allen geröi
með Zelig iætur Zemicks Gump
vera þátttakanda í atburðarás-
inni. Munurinn er sá að Gump
er skeytt inn í upprunalegu
fréttamyndirnar með nýrri tækni
sem gerir það að verkum að eng-
inn tekur eftir þassari blekkingu.
Meðal annars sést John F.
Kennedy hlæja þegar Gump seg-
ist þurfa að fara að pissa. Það er
Tom Hanks sem leikur Forrest
Gump.
Dýrastamynd
Kasdans
Síöla sumars verður frumsýnd
Wyatt Earp, sem Lawrence Kasd-
an leikstýrir, og sögur herma að
vel yfir þrjá klukkutíma taki að
sýria myndina. Það er Kevin ;
Costner sem leikur Earp og
Ðennis Quaid leikur Doc
Hoiliday. Mynd þessi var mjög
dýr, sérstaklega þegar hal't er í
huga aö um er að ræða vestra sem
að mestu er laus við dýrar
tæknibrellur. Kostaöi myndin65
miUjónir dollara sem er meiraen
hvaða tvær myndir sem oru af:
þeim sem Kasdan hefur leikstýrt
hingað til kostuðu saman.