Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 8
I tilefni þjóðhátíðar höfum við iokað laugard. 18. júní Aðra laugardaga í sumar verður verslun okkar opin milli kl. 10 og 13 Bílavörubú6in FJÖÐRIN Skeifan 2 • Sími 812944 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Stuttarfréttir Uflönd Sérfræðingur í opinberum rétti um Svalbarðasvæðið: Norsk lög um f isk veiðar eiga ekki við Norsk stjómvöld ætla áfram aö bregðast hart við skipum sem þau telja að stundi ólöglegar veiðar á fisk- vemdarsvæðinu við Svalbarða og munu framfylgja rétti sínum. „Við vonum að trollklippingamar og viðvörunarskotið hafi verið nægi- leg aðvörun þannig að þessir atburð- ir endurtaki sig ekki,“ sagði Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Nor- egs, eftir fund hans í gær með Eiði Guðnasyni, sendiherraíslands í Nor- egi, um Svalbarðadeiluna. „Bilið milli íslendinga og Norðmanna er ekki eins mikið og óttast var,“ sagði hann. Godal vísaði á bug þeim orðum ís- lendinga að aðgerðir norsku strand- gæslunnar væru jafn harkalegar og raun bæri vitni vegna þess að réttar- staða Noregs væri veik. Hann sagði að trollklippingar og viðvörunarskot væm eðlilegur framgangsmáti í slíkri aöstöðu og lagaleg staða Nor- egs væri sterk. Norsk stjómvöld em hins vegar mjög treg til að svara þeirri spurn- ingu íslenskra yfirvalda hvers vegna togaramir séu ekki færðir til hafnar og dómstólum fengið málið til úr- skurðar. Norska fréttastofan NTB reyndi að fá svar við þessu í gær en var vísað úr einu ráðuneytinu í annað án þess að verða nokkuð ágengt. Norskir lögspekingar segja ein- falda ástæðu fyrir því að ákveðið hafi veriö að skera á troll í stað þess að færa meinta landhelgisbrjóta til hafnar. „Norsk lög og fyrirmæh um stjóm- un fiskveiða í efnahagslögsögunni gjlda ekki á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Þess vegna yrði erfitt að fá skipstjóra dæmdan fyrir veiðar á fiskverndarsvæðinu," sagði Geir Ul- stein, sérfræðingur við stofnun um opinberan rétt við Óslóarháskóla. Ulstein sagði að dómstóllinn yrði að dæma eftir norskum lögum og þegar þau væru ekki til gæti svo far- ið að landhelgisbrjótar fæm fijálsir ferða sinna. Hins vegar yrði sjálfasgt auðveldar fyrir norsk stjómvöld að vinna svona mál fyrir Alþjóðadóm- stólnumíHaag. ntb HittastíLoiidon Sáttasemjarar helstu stórveld- anna ætla að hittast í London til að reyna að ná sáttum í Bosníu- deilunni. HertilRúanda Þjóöir Evrópu og Afríku íhuga að senda herlið til Rúanda ef fjöldamorðum linnir ekki og ekki næst vopnahlé. Aðgerðir gegn N-Kóreu Bandaríkja- menn birtu uppkast að ályktuninni varðandi refsi- agerðir gegn N-Kóreu á sama tíma og Jimmy Carter, fyrmm Bandaríkjaforseti, fór til N-Kóreu til að reyna að miðla málum. Standaásinu Chnton Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjamenn muni standa fast á sinu varðandi refsiaðgerðir gegn N-Kóreu. Skotið á Aden N-Jemenai' skutu þremur flug- skeytum að Aden þrátt fyrir að að hafa sýnt vilja til að koma á vopnahléi. Oiian hækkaði Fundur ráöherra OPEC-ríkj- anna og spennan á Kóreuskaga olli hækkun á olíu. Látnir lausir 14 starfsmenn SÞ í Súdan, sem rænt var fyrir viku, hafa verið látnir lausir. Tónleikumfrestað Breski tón- listarmaðurinn Peter Gabriel hefur frestaö tónleikum sín- um sem halda átti í Kaíró í Egyptalandi vegna tækni- legra örðugleika. Fangarlátnirlausir ísraelar segjast ætla að láta annan hóp palestínskra fanga lausan. Dæmdirífangelsi Herréttur í Marokkó dæmdi sex Marokkóbúa og tvo Alsírbúa í 5-20 ára fangelsi fyrir að útvega múslímskum öfgasinnum vopn. Lockerbie-siysið Bretar verða að rannsaka yfir- lýsingu Palestinumansins sem sagðist hafa staöið að Lockerbie- slysinu. Miklareldingar Mikiar eldingar i Alaska hafa valdið því að eldar hafa víða brot- ist út í skóglendi. YfirAtlantshafið Englendingur sem ætlaði að verða fyrstur til að fara á brim- bretti yfir Atlantshafið varð að snúa við eftir aðeins klukkutíma. KreQastendurbóta Leiðtogar Rómönsku Ameríku kreíj- ast þess að Fid- el Castro, for- seti Kúbu, geri gagngerar end- urbætur hvaö varöar efnahag og stjómmál á Kúbu. Efnahagsbati Fjármálaráðherra Bretlands, Kenneth Clarke, segist sjá hægan en góðan eíhahagsbata. Reuter Færeyingar hefja olíuleit fyrir aivöru Rannsóknir eru nú hafnar á þvi hvort olíu sé hugsanlega aö finna á hafsbotni innan færeyskrar lögsögu. Rannsóknarskipið Sea Star frá bandaríska fyrirtækinu Western Geophysical Corporation sigldi inn í lögsöguna í gær og mun stunda mælingar með aðstoð skjálftatækni umhverfis allar eyjarnar í sumar. Góðar líkur eru taldar á að olia finnist á færeyska hafsvæöinu þar sem Bretar hafa á síðustu árum fundið mikla olíu viö Hjaltlandseyj- ar, aðeins örfáa kílómetra utan fisk- veiðilögsögunnar milh eyjanna. Fyrst verður því hafist handa um að rannsaka hafsvæðið í átt aö Hjalt- landseyjum, og einnig verður rann- sökuð borhola á Suðurey. Rannsókn- imar nú eiga að leiöa í ljós hvort grundvöllur er fyrir tilraunaborun- umolíufélaga. Ritzau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.