Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 30
54 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Iþróttir DV kynnir þátttökuliðin í HM í knattspymu - B-riðill: Veðbankar spá því að Brasilía vinni - Svíþjóð og Rússland líklega áfram á kostnað Kamerún Augu margra munu eflaust beinast að keppni í B-riðlinum og eru einkum tvær ástæður sem liggja þar að baki. Riðillinn gæti í öllu fafli orðið mjög tvísýnn og spennandi og eins það að ein vinsælasta knattspymuþjóð heimsins skipar eitt sæti í honum. Eins og Brasilíumenn hafa leikið síð- ustu misseri ættu þeir að teljast ör- uggir um efsta sætið í riðlinum. Sigurstranglegir Nú er það Brasilíumanna aö gera vel - á heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum. Brassamir hafa löngum verið þekktir fyrir að leika skemmti- lega knattspymu, stuttur samleikur og teknískir með afbuðrum. Frá síð- ustu heimsmeistarakeppni á Ítalíu 1990 hafa margir leikmanna verið á samningum hjá evrópskum félagslið- um og hefur þessi þróun orðið liðinu til tekna. Þar hafa leikmenn kynnst knattspymu, sem upp á hefur vantað hjá þeim, agaðri leik og meiri hörku. Liö Brasflíu er skipað fremstu v knattspymumönnum heims nú. Má þar fyrst telja Romario sem leikur með Barcelona og langmarkahæstur á Spáni í vétur. Þá eru þar Jorginho bakvörður og Bebeto, sókndjarfur leikmaður hjá Deportivo á Spáni. Brasilía hefur 13 sinnum leikið í úrslitum HM eða í öll skiptin sem keppnin hefur verið haldin, 1930, 1934,1938,1954,1958, 1962,1966, 1970, 1974,1978,1982,1986 og 1990. Þrívegis hefur Brasilía hampað titlinum eftir- SÓtta, 1958, 1962 Og 1970. Veðbankar telja Brasilíu í 1.-2. sæti í styrkleika á HM. Spumingarmerki Þjálfari Rússa, Pavel Sadyrin, var í wmiklum vandræðum með að velja lið fyrir úrslitakeppnina. Þjálfarinn hef- ur staðið í stríði við marga leikmenn sem sætta sig ekki við leikskipulagið og úr hefur orðið að þeir hafa ekki gefið kost á sér í liðið. Þetta kann að veikja liðið en reynslan hefur sýnt að Rússar virðast eiga leikmenn í kippum, afltaf kemur maöur í manns stað. Telja verður möguleika Rússa að komast áfram þó nokkra samt. Liðið er skipað góðum leikmönnum sem ýmist koma að heiman eða frá er- lendum félagsliðum. Dmitry Kharin, markvörður Chelsea, og Sergei Yur- an, Benfica, eru líklega þeir leik- menn sem flestir kannast við. Liðið er annars blanda af reyndum og óreyndum leikmönnum og spurning- in þvi sú hvað liðið kemst langt með þennan mannskap. Gömlu Sovétríkin tóku sjö sinnum þátt í úrslitakeppni HM en þetta er í fyrsta skipti sem Rússar eru með í úrslitakeppninni. Veðbankar telja Rússa vera í 9. sæti að styrkleika á HM. Svíaseiglan? Svíar fara langt á seiglunni segja ef- laust einhveijir. Ekki er víst að hún dugi að þessu sinni. Fram hjá þeirri staðreynd verður hins vegar ekki lit- ið að Svíar hafa á aö skipa frambæri- legu liði sem ætti að geta spymt frá sér. Tommy Svensson hefur gert góða hluti meö þetta lið en stendur frammi fyrir þvi að þorri leikmanna leikur með erlendum félagsliðum. Tomas Brolin er einn þekktasti leikmaður Svía og hefur staðið sig mjög vel í ítölsku knattspyrnunni með Parma. Einnig mætti nefna Martin Dhalin og Andreas Limpar. Svíar hafa sjö sinnum tekiö þátt í úrslitakeppni HM, 1934, 1950, 1958, 1970, 1974, 1978 og 1990. Veðbankar telja Svía vera í 11.-15. sæti að styrkleika á HM. Ekki til afreka Kamerún, sem sló svo rækilega í gegn á ítaliu 1990, er ekki talið lík- legt til afreka í Bandaríkjunum. Átta leikmenn, sem þá gerðu garðinn frægan, leika einnig með liðinu núna. Þar á meðal er Roger Mifla, 42 ára, en vegna pólitísks þrýstings heima fyrir varð þjálfarinn að velja hann í íiöið. Ellefu leikmenn liösins eru atvinnumenn en engu aö síöur verður við ramman reip að draga. Kamerún hefur einu sinni áður verið í úrslitum HM. Veðbankar telja Kamerún í 20.-24. sæti að styrkleika á HM. Bebeto (sjá mynd) og Romario veröa í fremstu víglinu Brasilíumanna í heimsmeistarakeppninni. Þeir félagar hafa verið iðnir við markaskorunina með félögum sínum á Spáni. Tomas Brolin, einn sterkasti leik- maður sænska landsliðsins. Kiriakov er meðal lykilmanna í rúss- neska liðinu. Omam Biyick hjá Kamerún leikur i frönsku knattspyrnunni. B-RIÐILL 19.6. Kamerún-Svíþjóð ....23.30 20.6. Brasilía-Rússland....20.00 24.6. Brasilía-Kamerún ...20.00 24.6. Svíþjóö-Rússland..23.30 28.6. Rússland-Kamerún .20.00 28.6. Brasilía-Svíþjóð..20.00 Leikiö í Los Angeles, San Francisco og Detroit. Markverðir: 1 Claudio Taffarel...:.Reggiana (ítallu) 12 Armelino Zetti............Sao Paulo 22 Luis Rinaldi Gilmar........Flamengo Varnarmenn: 2 JorgeJorginho....Bayem (Þýskalandi) 3 RicardoRocha.............VascodaGama 4 Ricardo Gomes...Paris SG (Frakklandi) 6 ClaudioBranco............Fluminense 13 Aldair............... Roma(ítalíu) 14 MarcosCafu.................SaoPaulo 15 Marcio Santos.....Bordeaux (Frakkl.) 16 Leonardo...................SaoPaulo Miðjumenn: , 5 MaurodaSilva.......Deportivo (Spáni) 8 CarlosDunga.....Stuttgart (Þýskalandi) 9 Zinho......................Palmeiras 10 RaideSouza..................ParisSG 17 Mazhino...................Palmeiras 18 PauloSergio..Leverkusen (Þýskalandi) Sóknarmenn: 7 JoseBebeto.........Deportivo (Spáni) 11 Romario Farias.....Barcelona (Spáni) 19 LuisMuller.................SaoPaulo • 20 Ronaldo...................Cruzeiro 21 PauloViola..............Corinthians Markverðir: 1 StanislavTsjertsjesov .Dresden (Þýskal.) 16 Dmitri Kharin......Chelsea (Englandi) Varnarmenn: 3 Sergei Gorlukovitsj ..Uerdingen (Þýskal.) 4 Dmitri Galjamin..............Espanol (Spáni) 5 Júrí Nikiforov.......Spartak Moskva 6 VladislavTemavski....Spartak Moskva 18 ViktorOnopko.........Spartak Moskva 21 Dmitri Khlestov......Spartak Moskva Miðjumenn: 2 DmitriKuznetsov......Espanol (Spáni) 7 Andrei Piatnitski....Spartak Moskva 8 DmitriPopov......R.Santander(Spáni) 12 OmariTetradze........DinamoMoskva 13 Alexander Borodjuk ...Freiburg (Þýskal.) 14 ígorKomejev.................Espanol (Spáni) 17 BjaTsimbalar.........Spartak Moskva 20 ígorLedjakhov........Spartak Moskva Sóknarmenn: 9 Oleg Salenko...............Logrones (Spáni) 10 Valeri Karpin...Real Sociedad (Spáni) 11 VladimirBestsjastnikh .Spartak Moskva 15 Dmitri Radtsjenko ..R. Santander (Spáni) 19 Alexander Mostovoi Cannes (Frakkl.) 22 SergeiJúran........Arsenal (Englandi) Markverðir: 1 Thomas Ravelli...........Gautaborg 12 Lars Eriksson............Norrköping 22 MagnusHedman...................AIK Varnarmenn: 2 Roland Nilsson..........Helsingborg 3 Patrik Andersson.Gladbach (Þýskal.) 4 JoachimBjörklund..........Gautaborg 5 Rogerljung.......Galatasaray (Tyrkl.) 13 Mikael Nilsson............Gautaborg 14 Pontus Kámark.............Gautaborg 15 Jan Eriksson...Kaiserslautem (Þýsk.) Miðjumenn: 6 Stefan Schwarz....Arsenal (Englandi) 8 Klas Ingesson.........PSV (Hollandi) 9 JonasThern...................Napoli (Ítalíu) 16 Anders Limpar....Everton (Englandi) 17 StefanRehn...............Gautaborg 18 HákanMild.................Servette (Sviss) 21 JesperBlomqvist...........Gautaborg Sóknarmenn: 7 Henrik Larsson..Feyenoord (Hollandi) 10 Martin Dahlin.....Gladbach (Þýskal.) 11 TomasBrolin..................Parma (ítaliu) 19 Kennet Andersson.Lille (Frakklandi) 20 Magnus Erlingmark........Gautaborg KAMERÚN Markverðir: 1 Joseph-Ant. Bell.St. Etienne (Frakkl.) 21 Thomas N’Kono...........Landsliðið 22 Jacques Songo’o...Metz (Frakklandi) Varnarmenn: 3 RigobergSong............TKCYaounde 4 Samuel Ekeme Ndiba..Canon Yaounde 5 Victor Ndip-Akem..Olympic de Mvolye 13 Raymond Kalla...............Canon Yaounde 14 StephenTataw.....Olympic de Mvolye 15 Hans Agbo........Olympic de Mvolye Miðjumenn: 2 Andre Kana-Biyick.Le Havre (Frakkl.) 6 Thomas Libih............Landsliðið 8 EmileMbouh.......NadiQatcU-(Qatar) 12 Paul-Serge Loga.........Prevoyance 17 Marc Vivien Foe.............Canon Yaounde 18 Jean-Pierre Fiala Fiala ...Canon Yaounde Sóknarmenn: 7 Francois Omam-Biyick..Lens (Frakkl.) 9 RogerMilla................Tonnerre 10 Louis Mfede.........Canon Yaounde 11 Emmanuel Mabouang....Rio Ave (Port.) 16 AlphonseTchami......OB(Danmörku) 19 DavidEmbe......Belenenses (Portúgal) 20 Georges M.-Elong..Troyes (Frakkl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.