Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 17 Skák PCA-áskorendakeppnin í New York: Anand og Kamsky standa vel að vígi Aö loknum fjórum umferðum í áskorendakeppni PCA er jafnræði í einvígjum Shorts við Gulko og Tivj- akovs við Adams (staðan 2-2) en Anand hefur gott forskot á Romanis- hin sem og Kamsky gegn Kramnik (staðan 3-1). Einvígin iara fram í Trump Tower í New York.og telft er um réttinn til þess að skora á PCA-heimsmeistar- ann Garrí Kasparov. Indveijinn Anand er fyrirfram tal- inn sigurstranglegur í einvíginu við Úkraínumanninn Romanishin en staðan í tafli Bandaríkjamannsins Gata Kamskys við Rússann Vladimir Kramnik kemur hins vegar mjög á óvart, enda telja margir Kramnik lík- legt „heimsmeistaraefni". Nigel Short tókst að jafna í 3. skákinni gegn Boris Gulko og Rússanum Sergej Tivjakov hefur tekist að snúa at- burðarásinni sér í vil gegn Englend- ingnum Michael Adams eftir að hafa tapað tveimur fyrstu skákunum. IDV á mánudag sáum við hvemig Kamsky tókst að leggja Kramnik að velli í fyrstu einvígisskák þeirra með glæsilegri drottningarfóm. Kramnik var bersýnilega ekki sáttur við slíka meðferð og ætlaði að sýna Banda- ríkjamanninum að svona léti hann ekki fara með sig. Kramnik tefldi þvi djarft í 2. skák- inni og virtist á góðri leið með að uppskera eins og til var sáð. Kröft- ugri sókn virtist vera að ljúka og áhorfendur biðu einungis eftir upp- gjöf Kamskys. En einmitt þegar öll sund sýndust lokuð töfraði Kamsky fram magnaða leið til björgunar. Þriðju og fjóröu einvígisskák þeirra félaga lyktaði með jafntefli. Hvitt: Vladimir Kramnik Svart: Gata Kamsky Enskur leikur. 1. Rf3 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. g3 0-0 5. Bg2 c5 6. 0-0 Rc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 De7 9. Rc2 Bxc310. bxc3 Hd811. Ba3 d6 12. Hbl Svartur hefur náö að tvístra peða- stöðu hvíts en látið í staðinn hiskup sinn og á enn eftir að skipa út hði á drottningarvæng. Fái hann ráðrúm . til þess að byggja tafl sitt upp getur hann htið hjörtum augum á framtíð- ina. 12. - Dc7 13. Rd4 Rxd4 14. cxd4!? Dxc4 15. Dd2 Da6 16. Hb3 Hb8 17. e4 Peðsfómin truflar áform svarts um áhyggjulaust líf; gefur hvítum frjálst tafl, sterka miðborðsstöðu og ákveð- in færi. Hins vegar er svarta tafhð traust og peðið á hann til góða. 17. - Bd7 18. Hel Ba4 19. Hf3 Hbc8 20. Bfl Bb5 21. Bh3 Da4 22. d5!? Hc2 23. De3 exd5 24. e5! Erfitt er að gagnrýna hvítan fyrir Umsjón Jón L. Arnason svo fmmlega taflmennsku sem virð- ist þar að auki árangursrík. Ef nú 24. - dxe5 25. Be7 He8 26. BxfB gxf6 27. HxfB með hættulegum fæmm. 24. - d4 25. Dg5 He2!! Nú leiðir 26. Hxe2 Ddl+ og næst 27. - Bxe2 til vinnings á svart. Miklu meira varð hins vegar að taka með í reikninginn - svar hvíts virðist býsna vænlegt. 26. exf6 Hxel + 27. Bfl Hxfl + 28. Kg2 1 ii iii A A igjr W X A I Hvað er nú til ráða gegn máthótun- inni á g7? Ef 28. - g6 29. Dh6 og aftur blasir við mát. eða 28. - KfB 29. fxg7 + Kg8 30. Dxd8+ Kxg7 31. Df6+ og mátar. 28. -Hgl + ! 29. Kh3 Ekki 29. Kxgl Ddl+ 30. Kg2 Dfl mát. 29. - Bd7+ 30. Kh4 g6 31. Dh6 d3+! 32. Hf4 Dxf4+ 33. Dxf4 Ef 33. gxf4 Hg4+ 34. Kh3 Hg5+ 35. Kh4 Hh5+ og vinnur. 33. - Hhl! 34. g4 h6 35. Kh3 Og nú strandar 35. Dxd6 á 35. - g5 + og eftir að kóngurinn fer á hvítan reit kemur Bxg4+ og drottningin fehur. 35. - g5 36. Dd4 Hgl 37. f3 Nigel Short, áskorandi Kasparovs frá í fyrra, á í basli með Boris Gulko i einvígi þeirra i New York. Staðan 2- 2 að loknum fjórum skákum. 37. - d2! 38. Dxd2 Eða 38. Dxgl Ba4 og hvítm- veröur að láta drottninguna fyrir peðið. 38. - Bb5 - Ekkert viðunandi svar er við hót- uninni 39. - Bfl mát. Hvítur gafst upp. Magnús Öm og Páll Agnar áfram Þrír skákmenn urðu efstir og jafnir í áskorendaflokki á Skákþingi ís- lands, sem fram fór um páskana, og urðu að heyja aukakeppni um tvö sæti í landshðskeppninni sem fyrir- hugað er aö fram fari í Vestmanna- eyjum í byijun hausts. Þessir þrír voru Magnús Öm Úlf- arsson, Páh Agnar Þórarinsson og Sigurbjöm Bjömsson. Keppni þeirra í millum er nú lokið og urðu úrsht þau að Magnús Öm hlaut 2,5 v. af 4, Páll Agnar 2 og Sigurbjöm Bjöms- son 1,5 v. Magnús Öm og Páh Agnar hafa þar með tryggt sér sæti í lands- hðsflokki. Við bjóðum hag- stætt verð á gagnvörðu timbri í sólpalla, skjólveggi og giröingar. Eigum einnig vatnsklæðningu fyrir timburhús t iUV METRO Lynghálsi 10 Reykjavík Furuvöllum 1 Akureyri ABCDEFGH lL FJOLSKYLDUBILL A FINU VERÐI! Lada Samara hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis. Sífellt fleiri eru komnir á þá skoðun að það vegi þyngst að aka um á rúmgóðum, sparneytnum og ódýrum bíl þótt eitthvað vanti á þann íburð sem einkennir marga bíla, en kemur akstrinum ekkert við. NYLADA SAMARA 594.000 kr. á götuna LITTU A VERÐIÐ 1300 cc, 5 dyra, 5 gíra pt'V fóstvitið ræður Útvarp, segulband, hátalarar og mottur ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.