Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Page 8
8 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Vísnaþáttur Ferskeytla Frónbúans Andrés Björnsson var fæddur 15. desember 1883 á Löngumýri í Vall- hólmi. Hann missti á fyrsta ári móöur sína og ólst upp hjá föður sínum, Birni Björnssyni. Haustið 1898 fór hann til síra Hálfdánar Guðjónssonar er bjó á Breiðaból- stað í Vesturhópi og síðar á Sauðár- króki. Las Andrés hjá prófasti und- ir skólapróf og vorið 1900 tók hann inntökupróf í Lærða skólann og settist haustið eftir í 2. bekk. Árið 1905 útskrifaðist hann með hárri fyrstu einkunn. Sigldi hann svo um haustið og gekk á háskólann í Kaupmannahöfn og stundaði þá málfræði í tvo vetur. Var hann þá hér heima eitt ár en stundaði þá lögfræðinám við háskólann í tvö ár. Varð hann þá að hverfa frá námi sökum féleysis og fluttist þá alfarið frá Höfn vorið 1910. Eftir það dvaldi hann í Reykjavík við ýmis ritstörf og vann sem þing- skrifari. Ekki varð Andrés gamall því hann varð úti í Hafnarfjarðar- hrauni 16. mars 1916 á leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Þófsamar umræður stóðu eitt sinn yfir á hinu háa Alþingi. Þreyttust sumir á staglinu og var þess farið á leit við Andrés aö hann kvæði um þetta vísu. Kvað Andrés þá: Þegar fer í þennan dans, - það er gamall siður - ætti að skera andskotans umræðurnar niður. Hreif þessi kraftakveðskapur og olli því að umræðurnar hættu von bráðar. Næsta vísa er skammyrt lofvísa um Þorstein Erlingsson ort í glettni og hálfkæringi fyrir það að Þor- steinn hafði ekki farið rétt með vísu sem Andrés haföi botnað. Vísan hljóðar svo: Drottnum illur, þrjóskur þræll, Þorsteinn snilli-kj aftur, botnum spillir, sagna sæll, , Sónar fylliraftur. Skáldið var lasið eftir drykkju og lá í rúminu en matseljan mundi eftir honum: Nú er í brúki frost og fjúk, firðar húka inni. Fljóðin mjúku disk og dúk draga aö lúku minni. Þessa næstu vísu sendi hann Ein- ari Sæmundssyni. Þér mun ekki þyngjast geð, þó að stytti daginn; haustið flytur meyjar með myrkrinu í bæinn. Næstu tvær vísur mun Andrés hafa skrifað í visnabók Einars: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Móðurlaus ég alinn er upp á pelaskarni; en hann var fahnn fyrir mér fjögra vetra barni. En úr því ég hann aftur fann, og hann vill mér þjóna, flnnst mér illt aö fela hann fyrir hverjum dóna. Þessa alþekktu vísu kvað Andrés um þjóðaríþróttina: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur. En verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Þegar fyrirtækið Völundur fékk á leigu Helgustaðanámur með góð- um kjörum réttist hagur þess svo við að gjaldþrotalíkur voru alveg úr sögunni. Þá kvað Andrés: Þegar Völund þrýtur merg þroti gjalds að hamla, selur hann fyrir silfurberg sálina þeim „gamla“. m ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Ölkelduhálssvæði, vegur og borplarf" Verkið felst í að leggja 3,8 km vinnuveg af Hellisheiði að fyrirhuguðu borstæði Hitaveitu Reykjavíkurá Ölkelduháls- svæði og byggja þar upp borplan. Helstu magntölur eru: Jöfnun undir burðarlag 25.000 m2 Burðarlag 16.000 m3 Verkinu skal lokið 25. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. október 1994 kl. 11.00 f.h. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Mælaskipti“ Verkið felst í því að skipta um mæla á veitusvæði Hita- veitu Reykjavíkur. Alls er um að ræða 2.000 mælaskipti. Verkinu skal lokið á innan við 10 vikum. Útboðið er opið fyrir alla pípulagningameistara sem lög- gildingu hafa í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. október 1994 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkukjiivíícji 3 - Sími 2 58 00 Matgæðingur vikuimar__pv Innbakaðar svínalundir - og jarðarber á marsipanbotni Hrafnhildur Njálsdóttir, hárskeri og húsmóðir, segir matreiðslu vera helsta áhugamál sitt. Hún bjó í Danmörku nokkur ár og kveðst hafa lært margt spennandi í matar- gerð þar. „En Danir leggja jafn- framt áherslu á að hafa allt sem einfaldast. Matargerðin hjá þeim er miklu einfaldari en hjá okkur.“ Hrafnhildur tekur það fram að réttirnir sem hún býður upp á hér, innbakaðar svínalundir og jarðar- ber á marsipanbotni, séu einfaldir í vinnslu þótt uppskriftimar virðist langar og umsvifamiklar. Svínalundir 2 svínalundir, 400-600 g. Lundirnar em kryddaðar með salti og pipar og brúnaðar. Látnar kólna. Smjördeig 250 g hveiti (4 dl) 1 tsk. lyftiduft 'A tsk. gróft salt 150 g kalt smjör Vi dl köld mjólk Allt hnoðað saman. Smjördeigið er flatt út á ofnplötu sem bökunar- pappír hefur verið settur á. Deigið er haft 30 tii 40 sentímetra breitt en lengdin fer eftir lengd svína- lundanna. Svínafars 500 g hakkað svínakjöt 2 msk. hveiti 1 egg 1 tsk. múskat 1 /i tsk. gróft salt nýmalaður pipar 2 hvítlauksrif Hrafnhildur Njálsdóttir. 1 stór laukur 250 g ferskir sveppir 1 dl ijómi eðá kaftirjómi Laukurinn er saxaður smátt. Sveppirnir em hakkaðir gróft og öllu hrært vel saman. Helmingnum af farsinu er dreift eftir miðju deigsins. Lundirnar lagðar ofan á þannig að mjór endi sé við breiðan enda. Afgangurinn af farsinu settur ofan á lundirnar og deiginu lokað. Ef afgangur er af deiginu er fallegt að skreyta með honum. Penslað með eggi. Bakað í 1 klst. við 200 gráður. Deigið á að vera fallega gullbrúnt. Álpappír settur ofan á ef deigið verður brúnt of snemma. Með þessu ber Hrafnhildur gjarn- an fram salat, bakaðar kartöflur og kalda sósu. I sósuna eru notaðar 2 dósir af sýröum rjóma, 18%, 1 tsk. af grófu salti, 1 tsk. af múskati og nýmalaður pipar. Jarðarber á marsipanbotni 'h kg kransakökumarsipan 2 eggjahvítur 1 eggjarauða 150 g suðusúkkulaði 600-750 g fersk jarðarber Marsipanið rifið á rifjárni. Stíf- þeyttum eggjahvítum hrært saman við, annaðhvort með gafli eða með handþeytara stilltum á minnsta hraða. Hringur teiknaður á bökun- arpappír eftir tertuformi sem er 24 cm í þvermál. Pappímum snúið við þannig að strikin vísi niður. Helm- ingnum af kransakökumassanum þrýst inn í hringinn. Best er að gera það með fingrunum. Afgang- urinn af massanum er settur í sprautupoka með stjörnumóti framan á og er litlum toppum sprautað á kantinn allan hringinn. Penslað varlega með eggjarauðu. Bakað við 200 gráða hita í um það bil 15 mínútur. Gæta þarf þess vel að botninn verði ekki of dökkur. Hann er losaður varlega frá papp- írnum og látinn kólna á kökudiski. Jarðarberin eru skoluð og þurrk- uð með eldhúspappír. Súkkulaðið er brætt og borið á botninn. Jarðar- berin eru sett ofan á á meðan súkkulaðið er enn heitt. Hrafnhildur leggur á það áherslu á að með þessari kransaköku verði að bera fram gott kafii. Hún skorar á Önnu Siguriónsdóttur, hár- greiðslumeistara í Reykjavík, að vera næsti matgæðingur. „Anna galdrar fram veislur og er eldsnögg að því.“ Hinhliðin Með hæfileg laun - segir Sigmundur Emir Rúnarsson, varafréttastjóri Stödvar 2 Sigmundur Ernir Rúnarsson, varafréttastjóri á Stöð 2, hefur all- oft veriö nefndur í dálki þessum sem uppáhaldssjónvarpsmaður. Það var því sannarlega kominn tími til að Sigmundur sjálfur tæki þátt og sýfidi hina hhðina og það gerir hann nú: Fullt nafn: Sigmundur Ernir Rún- arsson. Fæðingardagur og ár: 6. mars 1961. Maki: Elín Sveinsdóttir. Börn: Eydís Edda 9 ára, Oddur 7 ára, Birta 4ra ára, og Rúnar 2ja ára. Bifreið: Toyota Corolla station, ár- gerð 1994. Starf: Varafréttastjóri Stöðvar 2. Laun: Hæfileg. Áhugamál: Sumarbústaðurinn, trjárækt, landafræði, íslenska, feröalög og fjölskyldan. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Mest íjórar og þús- undkall í Bingó-lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Standa upp frá góðu verki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hlusta á nöldur í fólki og verða vitni að leti hjá fólki. Uppáhaldsmatur: Allur þjóðlegur matur og pastaréttir. Uppáhaldsdrykkur: íslensk mjólk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Valdimar Grímsson, KA. Sigmundur Ernir Rúnarsson, vara- fréttastjóri Stöðvar 2. Uppáhaldstímarit: Tímarit Máls og menningar og Árbók Ferðafélags íslands. Hver er fallegasta kona • sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Það eru hinar konurnar í lífi mínu, móðir mín og dætur. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Sigmund afa minn sem er nýlátinn. Uppáhaldsleikari: Gene Hackman. Uppáhaldsleikkona: Emma Thompson. Uppáhaldssöngvari: í íslenska poppinu standa þeir upp úr Bjöggi og Bubbi. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Skör- ungurinn Aung San Suu Kyi frá Burma. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hrollur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, fréttaskýringaþættir og innihalds- ríkar kvikmyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlutlaus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta nokkuð jöfnum höndum á Bylgjuna, rás tvö og Aðalstöðina. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þorgei- ríkur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi töluvert meira á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Sumar- bústaðurinn Dyngjan á Flúðum í Hrunamannahreppi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ala upp börnin mín og sjálfan mig. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég var með græna fingur austur á Flúðum, fór góðan túr um Vestfirði og þegar þessar línur birtast verð ég á leið með fjölskylduna í tveggja vikna ferð til Flórída. J-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.