Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 37 Núna í vikunni kom út önnur plata The Boys á Islandi. Söngfólk óskast í nýjan kór Áskirkju í Reykjavík. Ósk- að er eftir ungu fólki, helst með nokkra kunn- áttu í söng og nótnalestri. Upplýsingar hjá organista kirkjunnar í síma 42558 eða 814035 kl. 19-20. UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við Lögreglustöðina á Höfn laugardag- inn 15. október 1994 kl. 13.00: DR-799 FU-987 IÖ-346 IP-550 GÖ-473 GT-956 GV-365 HB-452 HK-069 JÖ-074 JR-884 MB-956 R-69729 SF-021 Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á HÖFN 7. október 1994 The Boys í haustfríi á íslandi: Fermast í kirkjunni Þó að The Boys, Amar og Rúnar Halldórssynir, séu vanir sviðsljósinu þá er ekki laust við að þeir séu örlit- ið kvíðnir vegna morgundagsins því að þá fermast þeir báðir í Langhoits- kirkju. „Við erum svolítið hræddir um að gleyma einhvetju af því sem við eig- um að kunna utan að. Það væri svo- lítið óþægilegt ef það gerðist í kirkj- unni. Þetta gerist stundum þegar við erum að syngja en þá förum við bara aö hlæja og höldum áfram. Við verð- um bara að brosa í kirkjunni ef við gleymum einhverju," segja þeir bræður. Fermingarundirbúningurinn hjá þeim hefur verið svolítið öðruvísi en gengur og gerist því þeir hafa ekki gengið til prests heldur lesið kverið sitt heima í Noregi. „Við hittum prestinn áðan og hann sagði að við þyrftum að kunna trúarjátninguna og faðirvoriö utan að. Það er auðveld- ara aö læra faðirvorið á norsku. Það eru ekki eins erfiö orð í því á norsku," segja Amar og Rúnar sem búið hafa í Noregi síðastliðin átta ár. Öðruvísi ferming í Noregi Arnar er tólf ára og Rúnar verður íjórtán ára síðar í þessum mánuði. í Noregi fermast börn ári eldri en ís- lensk böm. „Vinir okkar í Noregi ætluðu ekki að trúa mér þegar ég sagði að ég ætti að fermast núna á íslandi," segir Arnar sem fær að fermast um leið og stóri bróðir. Rún- ar tekur það fram að í Noregi sé - sem afinn byggði meira um að vera í sambandi við sjálfa ferminguna, að minnsta kosti í þeirra heimabyggð. Þar sé færður upp söngleikur af fermingarbörnun- um. Hér séu aftur á móti stærri veisl- ur. Þrátt fyrir örlítinn kvíða þá hlakka þeir báðir til að fermast í „fjölskyldu- kirkjunni". Afi Arnars og Rúnars, Kristinn R. Sigurjónsson, var bygg- ingameistari við smíði Langholts- kirkju. Faðir þeima, Halldór Krist- insson, fermdist í kirkjunni og hjálp- aði til viö byggingu hennar. Halldór og Eyrún Antonsdóttir giftu sig í Langholtskirkju og þar létu þau skíra syni sína. Áður en fermingardagurinn renn- ur upp verða The Boys þó búnir aö koma fram á tónleikum í Langholts- kirkju til styrktar 'orgelkaupum. Strákarnir segjast vonast til að kom- ið verði nýtt orgel í kirkjuna þegar þeir láta gifta sig þar. „Við ætlum að láta gifta okkur hér ef við verðum ekki komnir til Ástralíu eða Jap- ans,“ segja þeir hlæjandi. Reyndar hafa þeir mikinn hug á því að flytj- ast til íslands þótt það verði ekki fyrr en þeir eru orðnir fullorðnir. Raddirnar að breytast Fullorðinsárin eru aðeins farin að gera vart við sig því að raddir strák- anna eru að breytast. „Þetta getur stundum verið erfitt á háu tónun- um,“ segir Rúnar. Hann getur þess að tónleikum þeirra bræðra fækki líklega bráðum vegna þess að þeir eru að fara í mútur. Síðastliðið sum- ar voru þeir í tónleikaferðum víða um Noreg og aðdáendabréfin streyma enn til þeirra. í Noregi eru The Boys geysilega vinsæhr meðal stelpna á aldrinum 10 til 16 ára og hafa verið myndaðir sérstakir aðdá- endaklúbbar undir heitinu The Girls. Það var fyrir þremur árum sem Arnar og Rúnar slógu í gegn í Nor- egi. Halldór faðir þeirra, sem margir muna eftir úr Tempó og Þremur á palli, hafði kennt þeim gamla slagara og popp frá sjötta og sjöunda ára- tugnum sem þeir tróðu upp með í söngvakeppni úti í Noregi. I kjölfarið voru strákarnir meöal tíu þátttak- enda sem voru valdir ti! að syngja á ýmsum tónleikum í Þelamörk í Nor- egi. Norskir fjölmiðlar hafa síðan fylgst grannt með þeim. Sjálfir segj- ast þeir hafa gaman af þeim lögum sem þeir flytja en í uppáhaldi hjá þeim eru Michael Jackson, Sound Garden og Nirvana. Skólinn í fyrsta sæti Tónleikahaldið hefur ekki orðið á kostnað skólanámsins, að því er Am- ar og Rúnar fullyrða. „Skólinn er í fyrsta sæti,“ leggja þeir áherslu á. Þeir gera ekki ráð fyrir að leggja söng fyrir sig í framtíðinni. „Eg ætla kannski að læra arkitektúr eða ein- hvers konar hönnun. Ég gæti líka hugsað mér að verða ljósmyndari eöa leikari," segir Rúnar. „Ég er að hugsa um að verða lögfræðingur eða leik- ari,“ segir Arnar. En núna er það ferming og vikufrí á íslandi sem er efst í huga þeirra. Fermingarkyrtlarnir mátaðir. The Boys, Arnar og Rúnar Halldórssynir, hlakka til að fermast í Langholtskirkju á morgun en eru hræddir um að gleyma einhverju af því sem þeir eiga að kunna utan að. DV-mynd GVA Veiðimenn Allt í rjúpuna Laugavegi 178, > símar 16770 - 814455 Rjúpnaskot í úrvali 34g-42g Verð frá kr. 750 Baikal tvíhleypur og einhleypur. CBC einhleypur 3" BRNO tvíhleypur E Rizzini tvíhleypur Bakpokar í rjúpnaveiði Verð frá kr. 3.690 Legghlífar Skotvettlingar, húfur hettur og göngujakkar Rjúpna-gönguskór Verð frá kr. 7.900-12.400 ara IÐNSKÓUNNI REYKJAVlK 1904 — 1994 90 ára afmælinu verður fagnað með sýningu helgaðri iðnmenntun á þessari öld. s Sýningin verður í Iðnskólahúsinu á Skólavörðuholti laugardaginn a 8. október kl. 12-17. Allir sem áhuga hafa á iðnmenntun eru hvattir til að koma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.