Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 Félagsmálarádherra lætur engan bilbug á sér finna: Sátturvið samviskuna - segir Guðmundur Ámi Stefánsson og kvíðir ekki skýrslu Ríkisendurskoðunar „Eg kvíöi ekki skýrslu Ríkisendur- skoðunar enda var þaö ég sem baö um hana. Hún mun væntanlega engu breyta um efni þessara mála, þó ég geti ekkert fullyrt um það. Ég geri þó ráö fyrir aö þurfa aö svara fyrir hana og er tilbúinn til þess enda ver- . iö óhræddur að koma hreint fram í öllu þessu máli. Betra væri að fleiri stjórnmálamenn legðu mál sín undir smásjána," segir Guömundur Árni Stefánsson félagsmálaráöherra í við- tali viö DV. Þrátt fyrir aö ráðherrann hafi misst sjö kíló á undanförnum vikum og margir tala um hversu mjög hann hafi látið á sjá lætur hann engan bilbug á sér finna og er enn á þeirri skoðun aö hann þurfi ekki aö segja af sér sem ráðherra. Sumum finnst þaö kalt, öörum finnst hann hrokafullur en enn aörir viröast á sömu skoðun og ráöherrann og telja að hann hafi þurft að þola ómaklegar árásir æ ofan í æ. Félagsmálaráö- herra hélt upp á 39 ára afmæli sitt á mánudag og á miðvikudag birtist ný skoöanakönnun um auknar óvin- sældir ríkisstjórnarinnar og hrap Alþýðuflokksins í fylgi. Forsætisráð- herra, Davíö Oddsson, og utanríkis- ráðherra og formaöur Alþýðuflokks- ins, Jón Baldvin Hannibaisson, hafa báðir sagt í fjölmiölum að Guðmund- ur Árni sé sökudólgurinn. En enn rís „sakamaöurinn" upp og svarar full- um hálsi. Engin hræðsla „Ég vil vekja athygli á að í þessari skoðanakönnun er fylgi Álþýöu- flokksins á Reykjanesi tvöfalt á viö það sem er í Reykjavík. Fylgi ríkis- stjórna hefur nú alltaf sveiflast upp og niöur og hefur oft veriö lægra en þetta. Einnig vil ég rifja þaö upp aö þegar mín mál voru sem mest í um- ræðunni í september og ég hélt lík- lega einn fjölmennasta blaðamanna- fund sem haldinn hefur veriö reis Alþýöuflokkurinn í fylgi. Menn ættu því aö varast aö draga of víðtækar ályktanir af skoðanakönnunum.“ - Þessiorösamráðherragefaþáekki tilefni til afsagnar þinnar? „Nei, þau gera það ekki. Sérstak- lega í ljósi þess aö flokkurinn styrkir stööu sína í kjördæmi mínu frá síö- ustu könnun. Skoðanakannanir sveiflast frá einum tíma til annars, þaö hefur ekki þurft mig til þess. Ég spyr því bara að leikslokun." - Og skýrsla Ríkisendurskoðunar hræöir þig ekki? „Nei, hún gerir þaö ekki. Ég baö sérstaklega um þessa skýrslu í kjöl- far blaðamannafundar þar sem ég lagði fram ítarlega greinargerö um þær ásakanir sem á mig höfðu veriö bomar. Á þeim fundi gerði ég glögga og hreinskilna grein fyrir afstööu minni. Fljótlega heyrði ég þó aö ein- hverjum fannst ekki nóg gert. Til að undirstrika að ég vildi leggja öll spil á borðið baö ég Rikisendurskoðun að gera úttekt á störfum mínum og hvort þau færu í bága viö venjulega stjórnsýslu í ráöuneytinu. Ég hef ekki oröið var við að aðrir ráöherr- ar, hvorki fyrr eða síöar, hafi farið undir svipaða smásjá. Raunar hvet ég þá menn í stjómarandstöðunni, sem hafa farið hvaö mest í gagnrýni á mig og mín störf, aö stíga fram og gangast undir svipað kastljós. Ég nefni sem dæmi Ólaf Ragnar Gríms- son sem hefur haft hvað hæst upp á síðkastið og telur sig siðbótarmann síðari tíma. Ég er hræddur um að hann þori ekki í slíka skoöun vegna starfa sinna og nægir í því sambandi að nefna Svart og hvítt, útgáfufélagið Tímann og Þormóð ramma, svona rétt til að minna á nokkur atriði sem komu upp í stjómartíð hans og Ríkis- endurskoðun gerði m.a. athuga- semdir við og átaldi harðlega. Mér fannst nú aldrei neitt fararsnið á þeim Ólafi Ragnari úr póhtík þrátt fyrir þann harða dóm Ríkisendur- skoöunar. Síðustu mánuði hans í embætti fjármálaráðherra var kast- að fé til allra átta og auglýsinga- kostnaöur rauk upp úr öllu valdi. Þetta nefni ég bara sem dæmi um þaö hvað sumir menn em fljótir aö gleyma. Ég hef ekki í málsvöm minni tilgreint aðra stjórnmálamenn eða bent á að sumir þesscira gagnrýn- enda hafa nú ekki úr háum söðli að detta og eru með bjálkann í eigin auga. Eg held reyndar að bráðum komi tími til að benda á svoleiðis mál.“ Pólitískt álitamál - Viltu benda á einhvern núna? „Það kemur að því. Síðan get ég spurt hvort ráðherrar, fyrr og síðar, séu tilbúnir til þess að leggja spilin á borðið og fyrir dóm þjóðarinnar eins og ég hef gert.“ - Telur þú, eins og sumir, að það hafi verið mistök hjá þér að fela Rík- isendurskoðun máÚð og lengja þann- ig lífdaga málsins í stað þess að af- greiða það á sínum tíma? „Margir sögðu að þessi mál snertu ekki Ríkisendurskoöun heldur væri um pólitísk áhtamál að ræða. Vissu- lega má um það deila. Það er líka hárrétt að Ríkisendurskoðun er eng- inn hæstiréttur eða endanlegur úr- skurðaraðili um hvað er rétt eða rangt í stjórnmálum. Ég vildi engu að síöur freista þess að taka af öll tvímæli um hvernig þessari stjórn- sýslu væri háttað. Menn munu síðan draga ýmsar ályktanir af niðurstöð- um en það er póhtískt álitamál sem verður væntanlega rætt þegar skýrslan kemur fram.“ Málinu haldið vakandi - Finnst þér ekki óþægileg tilhugsun að nú sé aUt þetta mál að koma upp aftur í umræðunni? „Fjölmiðlar hafa passað upp á að halda þessu máU vakandi með ýms- um tilfæringum þannig að það er ekkert óþægilegt." - Mál Listahátíðarinnar í Hafnar- flrði koma upp í framhaldi málsins og hélt fjölmiðlum við efnið: „Það er með ólíkindum hvernig reynt hefur verið að blanda listahátíð í mín mál sem ráðherra í ríkisstjórn. Hún fékk mjög almenna og ítarlega umfjöllun í bæjarstjórn og fjölmiöl- um á síðasta ári þegar bæjarstjórnin samþykkti aukafjárframlag og í kosningabaráttunni 'sl. vor. Þessar meintu nýju upplýsingar, sem nú er verið að veifa, eru ekkert nýjar. Hvernig framkvæmdaðilar ráðstöf- uðu framlagi bæjarins í samræmi við dagskrá hátíðarinnar, s.s. í tfltekna listamenn, er ekki mál bæjarins og þar af leiðandi ekki mín sem þáver- andi bæjarstjóra. ÁUtamál, sem að mér snúa, eru þau hvort styrkur bæjarins hafi farið til listahátíðar, mér skilst að niðurstöður um það séu óyggjandi. Að gefa til kynna að mál- efni Ustahátíöar og mín séu með þeim hætti að RLR eigi aö skoða þau er fjarri öllu lagi, þau áUtamál, ef ein- hver eru, lúta eingöngu að fram- kvæmd hátíðarinnar en ekki bæjar- sjóði og þáverandi störfum mínum.“ - Þú endurprentaðir bækUng hátíð- arinnar til að bæta mynd af þér í hann: „Það er dæmi um hversu langt menn teygja sig í þessu sambandi. Það stóð ævinlega til að fram- kvæmdastjóri bæjarins skrifaði í þennan bækUng enda Ustahátíðin í bænum og með fjárhagslegum stuðn- ingi Hafnarfjarðarbæjar. Á hvaða stigi vinnsla bækUngsins var þegar ritstjórar hans sóttu greinina tú mín var ekki mitt mál.“ Rétt ákvörun að taka ráðherraembætti - Margirteljaaðþúhafirgertmistök fyrir rúmu ári þegar þú, ungur mað- urinn, ákvaðst að standa upp úr stól bæjarstjóra og gerast ráðherra án reynslu af þingstörfum. Ert þú þeirr- ar skoðunar núna? „Ef enginn má setjast í ráðherra- stól án þess að vera orðinn fimmtug- ur þá megum við fara að hugsa upp á nýtt. Ég var búinn að vera fram- kvæmdastjóri í sautján þúsund manna bæjarfélagi í sjö ár og mikfl fólksfjölgun hafði verið á þeim tíma í bænum. íbúum flölgaði um flögur þúsund sem undirstrikar að Hafnar- flörður var fyrirmyndarbæjarfélag í augum landsmanna og þangað sótti fólk í félagslegt öryggi og þjónustu. Spurningin hjá mér var sú hvort ég ætti að halda áfram í bæjarmálunum í einhver óskilgreind ár eða hvíla Hafnflrðinga á mér og það var niður- staöan. Ég hafði verið virkur í þjóð- málaumræðunni og þótti rétt að bregðast við kallinu þegar það kom frá flokkssystkinum mínum. Ég tel því að þetta hafi verið rétt ákvöröun á þeim tíma.“ - Nú styttist í prófkjör hjá Alþýðu- flokknum á Reykjanesi og kosningar í vor. Kvíðir þú niðurstöðu þess? Nei, ég hlakka alltaf til prófkjörs og kosninga. Sérstaklega að eiga samskipti við almenning sem fylgir óneitanlega prófkjörsbaráttu. Það hafa margir viljað dæma í mínum málum en ég veit ekki til þess að flölmiðlar hafi fengið neitt umboð frá þjóðinni til að kveða upp dóma. Það- an af síður menn í stjórnarandstöð- unni. Það eru fimm mánuðir til kosn- inga, rúmir tveir mánuðir til próf- kjörs. Eigum við ekki að leyfa lýð- ræðinu að hafa sinn gang og láta þessa réttbæru aöila kveða upp end- anlega dóma.“ Sködduð ímynd - Ertu þá ekkert hræddur um að umræða síðustu vikna hafi skaðað ímynd þína? „Vissulega hefur hún haft áhrif á ímynd mína en hún hefur kallað fram svarthvít viðhorf. Ákveðnir flölmiðlar hafa farið mikinn og svona skaðar og dregur þrótt úr sumum flokksmönnum. Ég hef hins vegar fundið að stuðningsfólk mitt hefur harðnað og það er einmitt notalegt og gott á svona stundum. Einnig hafa nýir aðilar haft samband og lýst yfir stuðningi og það styrkir mann í þess- ari baráttu. Því fólki ofbýður þetta einelti og linnulausar árásir á mig. Hins vegar hlýtur það að hafa ein- hver tímabundin áhrif þegar flöl- miðlar vilja gera mig aö samnefnara allrar spiÚingar í landinu." - Hefur aldrei hvarflað aö þér í allri þessari umræðu að gefast upp, segja af þér og byija síðan upp á nýtt i komandi kosningum? „Ekki vegna þeirra mála sem á mig eru borin. Ég hlusta auðvitað á gagn- rýni og viðhorf fólks. Ef ég hefði metið það svo að mér- hafi orðiö á slík alvarleg mistök að mér væri ekki sætt lengur sem ráðherra þá hefði ég auðvitað tekið þá ákvörðun að segja af mér. Mitt mat er hins vegar að þessar ásakanir séu ekki efnislega með þeim hætti, og ef þær ættu að leiða til þess, þá þyrfti nú að grisja viðar á toppnum - og margt verklagið myndi þá breytast snar- lega í íslenskri póhtik. Vissulega velti ég þó fyrir mér, þegar þessi at- laga var jafn hörð og raun bar vitni, hvort það væri þess virði að standa í þessu eða yfirleitt leggjandi á sig og flölskyldu sína. Ég hef líka rætt þetta við flölskylduna enda er hún þátttakandi í störfum mínum. Ég hef haft af því miklar áhyggjur hvaða áhrif þessi umræða, eins bijáluö og hún hefur verið, hefur haft á ung böm mín. Þau eiga erfitt með að glöggva sig á um hvað málið snýst, ekki síður en margir fullorðnir. Ég „Ég hef ekki í málsvörn minni tilgreint aðra stjórnmálamenn eða bent á að sumir þessara gagnrýnenda hafa nú ekki úr háum söðli að detta og eru með bjálkann i eigin auga. Ég held reyndar að bráöum komi tími til að benda á svoleiðis mál,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson félagsmáia- ráðherra meðal annars í viðtalinu. 4- LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 37 Heima i faðmi fjölskyldunnar: Guðmundur Árni, Jóna Dóra Karlsdóttir, Margrét Hildur, 13 ára, Heimir Snær, 10 ára, Fannar Freyr, 8 ára, og Brynjar Ásgeir, 2ja ára. „Ég hafði áhyggjur af börnunum mínum í þessari brjáluðu urnræðu." DV-myndir Brynjar Gauti Sveinsson hef reynt að skýra máhn fyrir þeim en þegar þau heyra nafn mitt og lög- reglu í sömu andránni er eðlilegt að þau spyrji hvort maður sé á leið í fangelsi. Þetta er því ekki auðveld umræða og á slíkum augnablikum spyr maður sig hvort það sé þess virði að standa í þessu.“ - Hafa bömin þín orðiö fyrir aðkasti vegna þessara umræðna? „Ég held ekki enda höfum við hjón- in reynt að fylgjast með því.“ Stuðninguren engar hótanir - Gerðuð þið eitthvað sérstakt til að takast á við þessar erfiðleika? „Nei, en allar þær fallegu kveðjur, sem okkur bárust í formi símtala, bréfa, blóma, skeyta og annars, urðu til þess að stappa í mann stálinu. Það óhefðbundna í þessu er kannski að stjómmálamenn í ráðherrastóli eiga yfirleitt ekki ung böm og það gerir máhð kannski flóknara en ella í til- felli rnínu." - Þúsegisthafafengiðmikinnstuðn- ing frá fólki en hefur þú orðið fyrir aðkasti eða hótunum? „Nei, engu slíku og í öllu þessu tali um vantraust hefur ekki nokkur maður komið til mín og sagt augliti til auglitis að ég ætti að segja af mér.“ - Eiginkona þín kom fram í sjón- varpsþætti og talaði um htla matar- lyst, svefnleysi og ekki síst lítinn stuðning frá formanni flokksins. Fékkstu viðbrögð eftir þennan þátt? „Hún tók þá ákvörðun að fara í þennan þátt, sem var mjög óhefð- bundinn, og ræddi það að sjálfsögðu við mig áður. Ég býst við að hún hafi fengið meiri viðbrögð en ég. Mörgum fannst óþægilegt að sjá að ráðherrar væru mannlegir og fannst lítið til koma en öðmm fannst þetta hið eina rétta. Varðandi stuðning flokksforystunnar heföi ég kosið á vissum stigum málsins að flokkurinn hefði komið beinskeyttar fram.“ Umræðan truflar - Nýlega hafa komið fréttir frá Dan- mörku og Englandi þar sem ráðherr- ar sögðu af sér embætti þar sem þeir töldu sig hafa .skaðað sflóm sína. Hafa þessar fréttir snert þig? „Spilhngarmál erlendis lúta al- mennt að því að viökomandi ráöa- menn hafi verið að hygla sjálfum sér flárhagslega, það hefur ekki þekkst í íslenskri póhtík. Ég er þeirrar skoð- unar að ég komi að gagni fyrir Al- þýðuflokkinn og sjónarmið mín hafa ekki breyst í því.“ - En hefur þessi umræða öll haft áhrif á störf þín sem félagsmálaráð- herra? Já, vissulega hefur þessi umræða verið truflandi. Það eru veigameiri mál en þessi sem ég er að vinna að í ráðuneytinu og má þar nefna greiðsluaðlögun fyrir skuldsetta þjóð, sem ég hygg að geti komið vel þeim flölmörgu sem eru hart keyrðir flárhagslega, einnig húsnæðismál, mál sem lúta að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga og fleira og fleira.“ Enginn stuöningur frá Jóhönnu - Svo virtist sem þið Jóhanna Sig- urðardóttir stæðuð þétt saman í flokknum og tókuð oft höndum sam- an um hin ýmsu málefni. Hefur Jó- hanna haft samband við þig, eftir að hún hefur sagt skihð við flokkinn, vegna umræðu um málefni þín? „Nei, við höfum ekkert rætt mín mál þó við ræðum stundum saman. Það voru mér mikil vonbrigði þegar Jóhanna tók ákvörðun að ganga úr flokknum enda taldi ég hana eiga þar traustan stuðning. Eg er þeirrar skoðunar að hún hefði komið sínum málum betur fram innan flokksins heldur en utan. Þetta hefur skaðað flokkinn tímabundið. Jóhanna virð- ist fá mikið í skoðanakönnunum núna en reynslan sýnir að fylgið er fallvalt eins og dæmin um Vilmund- ar- og Albertsframboð sýna.“ - Þú hefur ekki viljað fara með Jó- hönnu? „Nei, ég er fæddur í Alþýðuflokk- inn og hef ekki séð neinn kost skárri fram að þessu til að koma sjónarmið- um mínum og jafnaðarstefnunnar á framfæri." - Þú vilt í málflutningi þínum koma nokkurri sök á fiölmiðla. Eiga þeir ekki að veita aðhald? „Þaö er hlutverk þeirra að veita aðhald en þeir verða að gera það með sanngjörnum og heiðarlegum hætti. Þeir eiga að vera hlutlausir. Ég var sjálfur í stétt flölmiðlamanna og þótti harður og stundum óvæginn en gætti ávallt þeirrar gullnu reglu að sá aö- ili sem um var flallað fengi tækifæri til þess að svara fyrir sig. Núna er skotið fyrst og spurt svo. Þar sem ég var yfirlýstur alþýðuflokksmaður, en margir töldu það ókost við rann- sóknarblaðamann, gætti ég þess enn betur að taka hlutlægt á málum. Nú finnst mér bera mjög á því að við- horf einstakra fiölmiðlamanna komi fram í fréttum. Þeir telja sig jafnvel handhafa sannleikans og lýsa eigin skoðunum í fréttaskrifum - það er afleit fréttamennska." Ekki að hætta - Margir telja þig vera of kaldan í framkomu, að þig skorti þetta mann- lega. Hefur þú heyrt þau sjónarmið? „Ég hef frekar verið skammaður fyrir að vera of mjúkur og ekki svar- að nógu hressilega fyrir mig. Ég hef einungis reynt að vera málefnalegur. Ég veit þó ekki hvernig menn eiga að sýna mannlegheit og mýkt þegar þeir eru sakaöir um að vera glæpa- menn.“ - Ertu þess fullviss að þú verðir ráð- herra eftir að skýrsla Ríkisendur- skoðunar hefur verið birt? „flífið byrjar ekki eða endar í ráð- herrastóli. Ég hef haft gaman af þeim viðfangsefnum sem ég hef fengist við sem ráðherra og vil helst leiða þau til lykta. Hvað skýrsluna áhrærir þá mun ég kappkosta að ræða um hana málefnalega. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hver niðurstaðan verður. Ég hef hins vegar ekkert að fela og er sáttur við samviskuna. Ég hef náð ágætum árangri í hinum ýmsu störf- um og er stoltur af mörgum verkum mínum, önnur hefði ég betur getað gert eins og gerist og gengur í lífi og starfi. Þessi reynsla upp á síökastið hefur óneitanlega verið býsna ný- stárleg og lærdómsrík og þar sem ég er mannlegur hef ég velt því fyrir mér hvort öllu sé til þess fórnandi að vinna þessum hugðarefnum sín- um og hugmyndum framgang. Póh- tíkin er mér í blóð borin og ég er ekki að hætta. En pólitíkin er eins og lífið sjálft - þar koma upp erfiðir tímar en lika góöir tímar. Það er fleira í lífinu en stjómmál. Ég hef áður tekist á viö andstreymi í lífinu og þessi mál eru léttvæg í saman- burði við það sem máli skiptir - heilsu og velferð flölskyldunnar - líf- ið og dauðann. Kannski er skrápur minn orðinn þykkur en þó ekki þannig að ég únni ekki til. Ég er mannlegur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.