Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 34
49. LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1994 Kerskni Ég er á leiðinni heim, Inga. Farðu út á svalir og gáðu hvort það er laust stæði einhvers staðar í grenndinni. Við eru nákvæmlega hálfnuö svo að ef við eigum að komast heim áður en friið er búið verðum við að snúa við núna. /////////////////////////////// JÓLAGJAFA- HANDBÓK 1994 Miðvikudaginn 7. desember mun hin árlega jóla- gjafahandbók DV koma út í 14. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 25. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnús- dóttur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 632700 svo að unnt reynist að verta öllum sem besta þjónustu. Friðrik Erlingsson fékk verðlaun fyrir Hrein Svein í Sviss: Hafði rétt tíma tilað strauja fínu fötin - áður en flugvélin fór í loftið Bryndís Hólm, DV, Gen£ „Ég er skrifari og stefni að því að verða ritöfundur," segir Friðrik Erl- ingsson sem nýlega vann til sér- stakra verðlauna evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöðva í Genf í keppn- inni Prix Genve Europe fyrir sjón- varpshandrit sitt, Hreinn Sveinn. Keppninni var komið á til að draga fram í dagsljósið efnilega höfunda sem ekki höfðu áður skrifað fyrir sjónvarp. Aðalkveikjan var reyndar sú staðreynd að bandarískt sjón- varpsefni var að drekkja evrópskri menningu og nú skyldi reyna að snúa vörn í sókn með því að ýta undir frekari framleiðslu á sjón- varpsefni frá Evrópu. Fyrir ári var Friðriki, ásamt niu öðrum ungum evrópskum höfund- um, veittur veglegur peningastyrkur til að fullvinna sjónvarpshandrit fyr- ir keppnina Prix Genve Europe sem haldin hefur verið sjö sinnum. Aðal- verðlaunin í keppninni í ár hlaut franskur höfundur fyrir handrit um afríska innflytjendur í París. Friðrik Erhngsson hlaut sérstök verðlaun dómnefndarinnar, en handrit hans fjallar um 12 ára gamlan dreng sem er að verða að manni í lok sjöunda áratugarins. Það er óhætt að segja að Friðriki sé margt til hsta lagt. Hann er auglýsingateiknari að mennt og starfaði á auglýsingastofu í 10 ár. Síðan sneri hann sér alfarið að skrifum bóka og handrita og hefur starfað við það í 4 ár. Og á menningarsviðinu hefur hann ekki bara náð góðum árangri með skrifum sínum, heldur hefur hann einnig látið til sín taka á tónhstar- sviðinu. Á unghngsaldri gekk hann til hðs við og lék með hljómsveitinni Kukli og síðar varð hann einn af meðhmum hinna frægu Sykurmola. Friðrik segir reyndar að tónhstar- kafla sínum sé alveg lokiö. „Það var mikið ævintýri að taka þátt í Sykur- molunum en ég hætti með þeim þeg- ar þeir voru komnir hálfa leið út í atvinnumennsku. Spilamennskan varð of tímafrek fyrir mig og ferða- lögin aht of löng. Eg fann að ég vhdi beina kröftum mínum í aðrar áttir þannig að ég hætti alveg að spila. Ég hef ekkert sphað í mörg ár, heldur einbeitt mér að skrifum. Og ég stefni ekki að því að spha með hljómsveit- um í framtíðinni. Ef ég gríp í hljóð- færi þá er það bara til að hjálpa mér aö finna rytmann í skrifunum." Friðrik fékk nánast engan tíma til að búa sig undir ferðina th Genfar og taka við verðlaununum fyrir handrit sitt Hreinn Sveinn. „Það var hringt í mig rétt fyrir hádegi á laug- ardegi og ég þurfti að ná vél sem átti að fara í loftið klukkan hálfþrjú frá Keflavíkurflugvelh. Þannig að ég rétt hafði tíma th að strauja fínu jakka- fotin mín. Innst inni hvarflaði það reyndar að mér að ég fengi þessi verðlaun. Ég var ánægður með sög- una, ég hafði gert mitt besta við handritið og taldi mig því eiga jafn- mikla möguleika og hinir keppend- urnir." - En hvað er Friðrik Erhngsson með fleira í pokahorninu þessa dagana? „Það hafa staðið yfir tökur á mynd- inni Benjamín dúfu sem er gerð eftir samnefndri barnabók minni og hef ég verið að fylgjast með þeim. Og einnig er ég að skrifa fyrstu drög að handriti fyrir Ingu Lísu Middleton, sem vonandi fer í framleiðslu á næsta ári ef aht gengur að óskum. Ég eyddi síðan sex vikum á Eistlandi í sumar þar sem ég vann við hand- ritsgerð á jóladagatali Sjónvarpsins. Þar var ég innhokaður í smákytru í yfir 35 stiga hita og gerði ekkert ann- að en að skrifa.“ - Langaði þig aldrei að gefast upp við aðstæðumar í Eistlandi? „Alls ekki, hefði ég gert það ætti ég ekkert erindi í þetta starf. Það reyndi auðvitað á einbeitingu og út- haldið hjá mér, en shka þætti verður maður að hafa í lagi þegar koma á orðum og góðum hugmyndum yfir á blað.“ - Hvað er það við ritstörfm sem heillar Friðrik Erlingsson? „Ætli það sé ekki sú staðreynd að ég nenni ekki að vinna í 9-5 starfi þar sem þarf að stimpla sig inn og út. Mér finnst svo þæghegt að sitja heima hjá mér og skrifa allan dag- inn, nenni helst engu öðru. En skrif- in hafa auðvitað þróast hehmikið hjá mér og eftir að bókin mín um Benja- mín dúfu kom út hef ég í raun haft miklu meira að gera heldur en í öðr- um störfum sem ég hef sinnt." Friðrik Erlingsson hefur haft nóg að gera undanfarið við að fylgjast með upptökum ð kvikmyndinni Benjamin dúfu, hann hefur skrifað handrit fyrir jóladagatal Sjónvarpsins og handrit að stuttmynd. DV-mynd Þök - Hvaða kosti þurfa góðir rithöf- undar að hafa th að bera? „Góðir skrifarar og rithöfundar verða að búa yfir góðu hugmynda- flugi. Hjá sönnum rithöfundum eru slíkir eiginleikar meðfæddir en vissulega er hægt að þroska þaö eins og aðra eiginleika. Einbeiting og út- hald skipta lfka gríðarlega miklu máli, að sitja við og gefast ekki upp þótt á móti blási. Allir sem skrifa upplifa ákveöna erfiöleika þar sem reynir á alla þessa þætti. Þegar mað- ur er kominn yfir miðjuna og lokin blasa við í skrifunum er maður oft eins og sprimgin blaðra. Þá reynir virkhega á mann og það er í raun sigur að klára verk með sóma. Ég vil taka það fram að mér finnst mik- hl munur á skrifara og rithöfundi. Rithöfundur er eitthvað sem skrifari á að stefna að að verða. Þaö er ákveð- in viðurkenning fólgin í því að vera rithöfundur, kemur eftir 3-A skáld- sögur og er staðfesting á því að al- menningur les það sem skrifað er. Ef almenningur kaupir ekki bækur þess sem kahar sig rithöfund er sá hinn sami á köldum klaka. Ég er skrifari og auðvitað er það mitt markmið að verða rithöfundur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.