Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Fréttir Skýrsla Rlkisendurskoðunar og afsögn Guðmundar Áma Stefánssonar: Skýrslan jákvætt svar við spurningum mínum - sagði Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra Guðmundur Árni Stefánsson fé- lagsmálaráðherra sagði í gær, þegar hann á fréttamannafundi fór yíir skýrslu Ríkisendurskoöunar, að með því að óska eftir þessari skýrslu hefði hann lagt ákveðnar spumingar fyrir Ríkisendurskoðun. Skýrslan væri í aðalatriðum jákvætt svar við þeim spumingum. Hann hvatti fjölmiðla- menn til aö kynna sér skýrsluna og bera hana saman við þá skýrslu sem hann sjálfur gerði og lagði fram í sumar. Það kom skýrt fram hjá Guðmundi að hann telur skýrsluna sanna að hann hafi ekki framiö nein afglöp í starfi og að störf hans sem ráðherra hafi veriö í samræmi við stjómsýslu- legar venjur. Þau séu ekki gagnrýn- isverðari en ýmis störf annarra ráö- herra. Aftur á móti hafi fjölmiðlaum- ræöan verið slík og sé enn aö hvað sem efnisatriðum skýrslunnar líöur muni þessi óvandaða umræða halda áfram og því verði ekki komist hjá þvi að hann segi af sér sem ráðherra. Mesta gagnrýnin í skýrslu Ríkis- endurskoðunar er á mál Bjöms Ön- undarsonar tryggingalæknis og starfslokasamninginn sem Guð- mundur Ámi gerði við hann eftir að stórfelld skattsvik sönnuðust á Bjöm. Guömundur Ámi sagðist ósam- mála niðurstöðum Ríkisendurskoð- unar í því máh. Hann sagði að málið hefði snúist um tvennt. Annað var hvaöa aðferð átti að nota til að koma Bimi Önundarsyni frá störfum og gera Tryggingastofnun starfhæfa á nýjan leik. Það hafi hún ekki veriö orðin vegna ásakana á hendur trygg- ingayfirlækni. Hin spumingin var um hvaða fjárhagslegir hagsmunir vom þar í húfi og hvernig ríkissjóður gat farið best út úr því. „Ég taldi að áhættan á því að láta reyna á dómsmál og skaðabótamál á hendur ríkissjóði væri meiri, bæði hvað varöar kostnað og lögbrot gagn- vart einstakiingi, en sú leið sem ég fór. Aðalatriðið var að viðkomandi einstaklingur lét af störfum," sagði Guðmimdur Árni. Hann sagði aö mörgu af því sem fram kæmi í skýrslunni, og væri svo sem ekki stórvægilegt, væri hann ósammála. Og með fullri virðingu fyrir Ríkisendurskoðun þá væri hún ekki dómari. Eftir að Guðmundur Ámi hafði rætt skýrsluna og lesið upp afsagnar- bréfiö til forsætisráðherra sagðist hann hverfa úr ráðherraembætti sáttur við samvisku sína. Davíö Oddsson forsætisráöherra: Ráðhevrann axlar pólitíska ábyrgð - vona að nú skelli á friður og ríkisstjómin fái starfsfnð „Eg fellst á þau rök og sjónarmið að félagsmálaráðuneytið, ríkis- stjómin og Alþýðuflokkurinn þurfi starfsfrið. Skýrsla Ríkisendurskoð- unar er ekki líkleg til að ljúka máhnu endanlega eða varpa yfir það kyrrð. Ég hef því fallist á þau sjónarmið ráðherrans að við þær aðstæður sem verið hafa sé eðlilegt að hann biðjist lausnar,“ segir Davíð Oddsson for- sætisráðherra um afsögn Guömund- ar Áma Stefánssonar. Ríkisráð kemur saman th fundar klukkan 13.00 í dag og mun þá Rann- veig Guðmundsdóttir taka við af Guömundi Áma. Að sögn Davíðs ættu þessar lyktir málsins að binda enda á allar vangaveltur manna um að kosningum verði flýtt. „Það er ekkert sem bendir til þess í augna- blikinu." Davið segir að þó að skýrsla Ríkis- endurskoðunar sé jákvæðari fyrir Guðmund Árna en spáð hafi verið nái hún ekki að varpa kyrrð yfir þær deilur sem staðiö hafa um embættis- færslu hans. Þaö hafi skýrslan orðið að gera til að ráðherrann og ríkis- stjórnin fengju starfsfrið. „Ég tel að ríkisstjómin hafi verið búin að ná mjög miklum árangri og sá árangur hafi verið aö skila sér tíl fólks. Þetta mál varpaði skugga þar á en eftir þessa breytingu vona ég aö menn fái tóm th að meta hlutina í öðru og jákvæðara ljósi. Ráðherr- ann axlar póhtíska ábyrgð og ég býst við að hann fái viðurkenningu fyrir það. Þetta mál hefur hangið nokkuð lengi yfir okkur. Nú er því sem sagt lokið og þá vænti ég þess að friður skelh á,“ segir Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson: Rétt ákvörðun „Þegar ég boðaði vantrauststillögu á félagsmálaráðherra fyrir tveimur vikum lýsti ég því jafnframt yfir að skynsamlegast væri að hann sjálfur tæki þá ákvörðun að segja af sér í stað þess að þingið tæki þá ákvörðun fyrir hann. Þessi ákvörðun félags- málaráöherra er því rétt. Þaö er búið að vera ljóst lengi að þetta var eina leiðin og hefði verið skynsamlegra aö taka þá ákvörðun fyrir tveimur mánuðum. Það var augljóst öhum sem vildu vita hér í þinginu að hann naut ekki stuðnings þingsins lengur. Það er kjami málsins. Ég tel þess vegna að sú afstaða sem ég tók, að boða vantrauststhlöguna, hafi sett þessa atburöarás í ákveðinn farveg sem hafi leitt þetta til lykta," sagöi Ólafur Ragnar Grímsson, alþingis- maður og formaður Alþýðubanda- lagsins, um afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar. Sighvatur Björgvinsson: Guðmundur Ámi Stefánsson tilkynnti blaðamönnum í gær afsögn úr emb- ætti félagsmálaráðherra. Rannveig Guðmundsdóttir tekur við embættinu. DV-mynd GVA Kristín Astgeirsdóttir: Hálldór Ásgrímsson: Þessu máli erekki lokiðennþá Guðmundur Árni átti engan annan kost en afsögn miðað við þá umræðu sem orðiö hefur um hans mál. Stjórn- arandstaðan bar fram vantraust á ríkisstjómina, meðal annars vegna hans máls. Hann hafði greinilega ekki traust sinna flokksfélaga og enn síður samstarfsflokksins. Hann átti engan annan kost sem ráöherra. En þessu máli er ekki lokið. Ég skildi hann þannig á blaðamannafundin- um að sambærheg mál yrðu tekin til umræðu á næstunni. Ég býst við að Guðmundur Árni vilji hafa frunr kvæði að því,“ sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, í samtali við DV um afsögn Guðmundar Áma Stefánssonar fé- lagsmálaráðherra í gær. „Það sein ég á við með því að þessu sé ekki lokið eru þau skot sem hafa gengið á mihi ríkisstjórnarflokk- anna, ekki síst Jóns Baldvins og Dav- íðs Oddssonar. Þaö er greirúlegt að Guðmundur Árni ætlar sér að setja fram sterka gagnrýni á ráðherra Sjálfstæöisflokksins. Ég tel að það hafr það í för með sér að ríkisstjórnin veröi lítt starfhæf eins og undanfar- ið. Mér sýnist þó að stjórnin ætli sér að sitja th vors en það verða áreiöan- lega átök áfram innan hennar þótt máh Guðmundar Áma sé lokið,“ sagði Hahdór Ásgrímsson. Hef ur gengið lengst ráðherra í siðf erðisbresti Djarf mannleg ákvörðun - og styrkir flokkinn og Guömund Áma „Þetta er mjög djarfmannleg ákvörðun hjá Guðmundi sem styrkir að mínu viti bæði Alþýðuflokkinn og hann," segir Sighvatur Björgvins- son hehbrigðisráðherra um afsögn Guðmundar Áma. Sighvatur segir að þetta þýði að menn geti farið að snúa sér að því að sthla upp á framboðslista og taka til við að skipuleggja kosningabarátt- una fyrir komandi alþingiskosning- ar. „Menn geta nú snúið sér að því að berjast fyrir málefnunum og framgangi jafnaðarstefnunnar,“ seg- ir Sighvatur. „Guömundur Ámi hefði átti að segja af sér fyrir lifandis löngu. Ég lýsi furðu minni á hvað það hefur dregist. Það var ljóst í hvað stefndi en skýrsla Ríkisendurskoðunar var vendipunktur. Ég tel að afsögnin hafi átt að eiga sér stað, það hefði verið áfall fyrr íslensk stjómmál ef hann hefði setið áfram. Mér fannst ræða hans mikh varnarræða og yf- irklór þar sem horft var fram hjá siðferðilegri híið. Guðmundur Ámi hefur gengið lengst ráðherra í að of- bjóöa siðferði almennings, sagði Kristín Ástgeirsdóttir kvennalista- kona um afsögn Guðmundar Áma Stefánssonar félagsmálaráðherra í gær. Kristin sagði aö afsögnin mundi veikja ríkisstjórnina. „Auðvitað gerist slíkt þegar ráö- herra segir af sér vegna hneykslis- mála. Samstarfsflokkarnir hafa hins vegar greinhega tekið þann kost að sitja áfram. Það er hins vegar ljóst aö ríkisstjórnin er óstarfhæf og ekk- ert marktækt sem hún gerir. Það er best að boða th kosninga sem fyrst.“ Kristín sagði aö þingstörf í vetur mundu emkennast af upphlaupum - bæði Alþýðuflokkurinn og ríkis- stjómin hefðu orðið fyrir áfalli. Það hefði verið erfitt fyrir Guðmund Árna að sitja áfram með sínar emb- ættisfærslur sem heilbrigðisráð- herra á bakinu og hstahátíðar- hneykshð í Hafnarfirði þrátt fyrir að hann hafi reynt að koma því yfir á aðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.