Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Sértæð sakamál Er „versta módir í heimi" saklaus? 4. ágúst 1986 byrjaði eins og hver annar dagur hjá Moniku Weimar og dætrum hennar tveimur, Karolu fimm ára og Melanie sjö ára. En síðar um daginn gerðist það í lífi Weimars-fjölskyldunnar sem lýst hefur verið með orðinu „martröð". Dætumar hurfu án þess að á því fyndist nokkur skýring. Er leið að kvöldi sneru þau Monika og Rein- hard Weimer sér til lögreglunnar. Áköf leit var hafin á stóru svæði í þáverandi Vestur-Þýskalandi og eftir fjóra daga fundust- lík heggja stúlknanna í skógi við Philippstal, skammt fyrir utan Bad Hersfeld í Hessen. Hafði Karola verið stungin til bana en Melanie kyrkt. Athyglin beindist að foreldrun- um strax eftir að ljóst var hver höföu orðið örlög þeirra Karolu og Melanie. Þá kom fram að Monika hafði átt elskhuga, tuttugu og sjö ára gamlan bandarískan hermann, Kevin Pratt. „Hann var mín eina og stóra ást,“ sagði Monika síðar um hann. Eiginmaðurinn, Reinhard, mis- notaði pillur, drakk mikið og hélst hvergi í starfi. Segja má því aö þeir Kevin hafi veriö algerar andstæð- ur. Og það hafði sín áhrif á Mon- iku. Hún kunni að meta sjálfstæði og áreiðanleika Kevins. Dætumar höfðu einnig kunnaö aö meta Bandaríkjamanninn sem þær nefndu gjarnan „pabba“. Þetta kom Reinhard í mikið uppnám og varö hann oft og tíðum gripinn mikilli hræðslu við að missa dæt- urnar úr höndum sér ef svo skyldi fara að Monkia bæði um skilnað og gengi að eiga Kevin. Tveimur dögum fyrir hvarf dætr- anna beitti Reinhard konu sína of- beldi. Þá hafði hann leitaö ráða hjá lögmanni sem hafði gert honum grein fyrir því hvemig staða hans yröi eftir skilnað. Hann fengi ör- ugglega ekki leyfi til að hafa dæt- urnar. Sá réttur kæmi í hlut Mon- iku en hann fengi þó vafalaust leyfi til að vera með þeim aðra hveija helgi. Þá gerði lögmaöurinn Rein- hard ljóst aö hann mætti búast viö að þurfa að greiða meðlag með dætmnum. Ásökun og réttarhöld Ekki leið á löngu frá því að lík stúlkanna fundust þar til Reinhard hélt því fram við rannsóknarlög- regluna að það hlyti að vera kona hans sem hefði myrt þær. Þótt Monika héldi fram sakleysi sínu var hún sett í varðhald. Frétta- menn höfðu þegar spurnir af því og þá fékk Monika að heyra að hún væri „versta móðir í heimi". Réttarhöld yfir Moniku hófust þann 23. mars 1987. Fyrir utan yfir- lýsingu Reinhards og þá staðreynd að hún hafði átt sér elskhuga hafði saksóknari aðeins eitt sönnunar- gagn í höndum. Það voru nokkrir þræðir úr blússu Moniku. Þetta taldi hann nægja til að gera mætti sér mynd af því sem gerst hefði. Monika heföi farið í ökuferð með dætur sínar. Hún hefði svo lagt bílnum á stæði og stungið yngri dótturina til bana. Síðan hefði hún kyrkt hina. Að svo búnu hefði hún ekið út í skóginn við Philipstal, þar sem hún hefði skilið líkin eftir. „Bömin stóðu í vegi fyrir ham- ingju hennar,“ sagði saksóknarinn. „Hún varð að losna við þau til að Melanie og Karola. Monika Böttcher (áður Weimar). Reinhard Weimar. Kevin Pratt. hún gæti átt möguleika á því að taka saman viö Kevin Pratt.“ Dómurinn Monika hélt fram sakleysi sínu sem fyrr og veijandi hennar, Wolf- Rudiger Schultze, gerði þaö sem hann gat til að sýna fram á það - en án árangurs. Monika var dæmd í lífstíöarfangelsi en verjandinn fór að heimsækja hana í fangelsið og varð enn sannfærðari en fyrr um að hún hefði verið dæmd saklaus. Schultze áfrýjaði dóminum til hæstaréttar en hann neitaði að taka máhð fyrir. Ekki varð það þó til þess að lögmaðurinn gæfist upp. í klefanum þar sem Monika er höfð í haldi hanga tvær myndir uppi á vegg. Þær eru af Karolu og Melanie. Þykir þeim sem Moniku umgangast að minningin um dætur hennar og stuöningur Schultzes hafi verið það eina sem hafi gefið henni lífsþrótt. Þaö er í lögum í Þýskalandi að sá sem fær lífstíðardóm skuh þá aöeins eiga möguleika á losun að hann viðurkenni sekt sína. Lág- marksfangelsisvist er þó fimmtán til tuttugu ár. En Monika segist hvorki geta né vilja játa á sig morð dætranna. Hún sé saklaus. Nokkru eftir að hún fékk dóminn var gengið frá skilnaði hennar og Reinhards. Þá tók hún á nýjan leik upp fóðumafn sitt, Böttcher. Frásögn aflausmælgi Mánuði eftir að Monika tók að afplána lífstíðarvistina kynntist Reinhard annarri konu. Hún hét Edith Anton og var gullsmiður. Hún hafði lesið um málið, hafði samúö með Reinhard og féllst á að hitta hann aftur. „Viö Reinhard vorum talsvert mikið sarnan," sagði hún síðar. „En morguninn eftir fyrstu nótt okkar saman sagði hann mér að þaö hefði verið hann, en ekki Monika, sem myrti börnin. Þetta fékk mjög mik- ið á mig og eftir þetta vildi ég ekk- ert með hann hafa. Ég gat hins vegar ekki hugsað mér að bregðast trúnaði hans. Þess vegna þagði ég yfir því sem hann sagði mér. En svo fór samviskubitið aö segja til sín. Um svipað leyti kynntist ég öðrum manni. Ég sagði honum frá því sem Reinhard hafði sagt mér og hann lagði hart að mér aö fara til lögreglunnar og leysa frá skjóð- unni.“ Um svipað leyti biluðu taugar Reinhards vegna pilluáts og áfeng- isneyslu. Hann var lagður inn á hæli með þvingunarúrskurði. Þeg- ar bera átti ummæh Edith Anton undir hann var ástand hans þannig að lögreglan taldi ekkert á orðum hans byggjandi og einn vitnisburð- ur nægði ekki til aö máhö yröi tek- ið upp á ný. Nýttvitni Nokkru eftir þetta lét til sín heyra verkfræðingur einn, Ulrich Flach. Hann hafði fengið áhuga á máhnu og hafði samband við Reinhard. Gerðust þeir kunningjar. Flach notaði tengsl sín við hann til að gera sér sem besta grein fyrir því sem gerst hafði. Þaö sem þannig kom fram, ásamt því sem frá var sagt í málsskjölun- um, gerði Flach mögulegt að tíma- setja marga atburði í lifi Weimars- fjölskyldunnar morðdaginn. Renndi Flach stoðum undir þá kenningu að morðin hefðu með engu móti getað verið framin á þann hátt sem saksóknari hafði haldið fram í réttinum. Monika hefði alls ekki haft tíma til að aka með stúlkumar út á bílastæðið, myrða þær, aka með líkin út í skóg við Philippstal og heim aftur á þeim tíma sem ákæruvaldið hafði gengið út frá. Bréf, upptaka og rannsóknar- niöurstaða Nokkrum dögum eftir að Flach hafði komist að þessari niðurstöðu skrifaði hann Reinhard bréf og spurði hann hvort hann hefði framið morðin. Skömmu eftir þetta ræddust þeir við í síma. Flach tók samtalið upp á segulband. í símtal- inu viðurkenndi Reinhard að vera morðinginn en sagði að í raun og veru væri það Monika sem bæri ábyrgð á öllu saman því hún hefði skipulagt morðin. Um svipað leyti gat Schultze lög- maður fært Moniku fyrstu góðu fréttimar í langan tíma. Hann hafði leitað til sérfræðings í Hamborg og beðið hann að rannsaka þræðina sem fundust á líkunúm og sérfræð- ingar lögrgelunnar höfðu sagt vera úr blússu Moniku. Var það niður- staða þessa sérfræðings að þræð- irnir gætu ekki verið úr henni. Þá lét hann í ljós þá skoðun að mikill vafi yrði að teljast á því að hún hefði framið morðin. Byggði hann þá skoðun sína meðal annars á því að nokkru áður en stúlkurnar hurfu hefði vitni séð til þeirra að leik í sandkassa. Engin sandkorn hefðu hins vegar fundist undir nöglum stúlknanna eöa í fötum þeirra. Þá hefðu engir þræðir eða agnir úr sætunum í bíl Moniku fundist í fatnaði stúlknanna. Ný kenning Sérfræðingurinn í Hamborg er ekki sá eini sem fengist hefur við rannsókn málsins að undanförnu því hann er ekki einn um að telja að Monika Böttcher hafi ekki ban- að dætrum sínum. Læknir nokkur hefur sett fram þá kenningu að óhugsandi sé að morðin hafi verið framin á þann hátt sem lögreglan og saksóknari héldu fram. Engar hægðir eða leifar af þeim hafi fund- ist á bílastæðinu né á eða við stað- inn þar sem líkin fundust. Því verði að líta svo á að stúlkurnar hafi verið myrtar annars staðar en taliö hefur verið. Líkin hafi síöan verið þvegin og þau klædd í hrein föt eftir að morðinginn var kominn með þau út í skóginn. Þetta sé sömuleiðis skýringin á því að eng- inn sandur eða önnur óhreinindi hafi fundist undir nöglum stúlkn- anna eða í fötum þeirra. Vaxandi stuðningur Mál Moniku Böttcher' er aftur komið til umfjöllunar í Þýskalandi en nú kveður við annan tón en áður. Þær raddir æ háværari sem krefjast þess að máhð verði tekið upp aftur og fari svo má telja víst að gerðar verði mun meiri kröfur til saksóknaraembættisins enfyrr. Verður sá sem málið flytur fyrir þess hönd að skýra ýmislegt sem ekki þótti áður kalla á sérstakar skýringar. Meðan það ræðst hvort tekst að sýna fram á sakleysi Moniku situr hún á bak við lás og slá. En lögmaö- urinn hennar, Wolf-Rudiger Schultze, telur í hana kjark. Þá er henni einnig stuðningur í jákvæðri umfiöllun blaða og þeirri skoðun ýmissa blaðamanna að „versta móðir í heimi" sé hklega saklaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.