Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 28
28
LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1994
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
37
þeirra að gefa
munki að borða
Dhammanando Bhikkhu leggur ekki
til hliðar kuflinn sinn þó vetur sé
genginn í garð á íslandi. Hann klæð-
ist bara lopapeysu og öðrum skjól-
fatnaði undir. En hinir hefðbundnu
ilskór, sem hann gekk á í Taílandi,
verða að víkja fyrir hentugri skófatn-
aði í vetrarslabbinu.
Búddamunkinum, sem kom hingað
fyrst í mars síðastliðnum, líkar svo
vel á íslandi að hann getur hugsað
sér að setjast hér að.
„Að koma tál íslands var eins og að
endurfæðast. í Bangkok er svo mikil
mengun að þaö er ekki hægt að hugsa
skýrt. Hér getur heilinn starfaö," segir
Dhammanando Bhikkhu sem er and-
legur leiðtogi á þriðja hundrað taí-
lenskra kvenna og um fimmtán karla
sem búsett eru á Islandi.
Fékk áhuga á
íslendingasögum
Það var nú reyndar til að heim-
sækja pennavini sem Dhammanando
kom til íslands síðastliðið vor. Hann
dvaldi hér í mánuð en kom aftur í
júní að ósk Taílendinga á íslandi.
Vegna bréfaskriftanna, sem staðið
höfðu í þrjú ár, var Dhammanando
ekki alveg ókunnugt um staðhætti
hér en áhuginn á Islandi og einnig
íslendingasögum kviknaði á nám-
skeiði um evrópskar bókmenntir í
háskólanum í Bangkok. Dhamman-
ando var búinn að afla sér talsverðr-
ar þekkingar í íslensku þegar hann
kom hingað en bækur hafði hann
fengið sendar frá pennavinum.
Tómarúm áðuren
munkurinn kom
Að sögn Dhammanandos eru nær
allir Taílendingamir sem búsettir
eru á íslandi búddatrúar. „Það eru
haldnar helgistundir í heimahúsum
sem ég tek þátt í. Helgistundirnar eru
eins oft og fólk vill. Þegar haldnar
eru stórar hátiðir sem tengjast
búddatrúnni er leigt húsnæði. Það
er nokkrum sinnum á ári. Taílenski
söfnuðurinn á íslandi vonast tO þess
að geta reist hof þegar fram í sækir."
Taílensku konunum fannst þær
hafa himin höndum tekið þegar
Dhammanando kom, að því er Bogi
Jónsson veitingamaður, sem kvænt-
ur er taílenskri konu, greinir frá.
„Það var visst tómarúm hjá þeim
áöur en munkurinn kom. Það er svo
ríkt í menningu þeirra að gefa búdda-
munkum að borða. Konurnar voru
búnar að fá ýmislegt að heiman sem
þær höföu saknað, eins og til dæmis
krydd, svo eitthvað sé nefnt, en að
fá búddamunkinn hingað var eins
og punkturinn yfir i-iö.“
Taílendingar segjast leita til Dham-
manando eins og þegar íslendingar
leita til prests. Að sögn búddamunks-
ins er það helst heimþrá sem þjakar
I Taílandi gekk Dhammanando um með betliskál eins og munka er siður.
Á íslandi er það tailenski söfnuðurinn sem gefur honum að borða.
Dhammanando blessar veitingastaðinn Thailandi i Reykjavík. „í Taílandi
myndi fólk naumast vinna i fyrirtæki sem ekki hefði verið blessað af búdda-
munki.“
orðið ljóst að Dhammanando, sem
þá hét Robert Eddison, hafi verið al-
vara. „Fjölskyldan sá hins vegar að
þetta hafði engin slæm áhrif á mig.
Til að gerast munkur þarf samþykki
fjölskyldunnar og ég fékk það.“
að læra pali, tungumál Búdda sjálfs
að því er tahð er. Dhammanando
hefur þýtt nokkur rit um búddatrú
úr pali á ensku. Hann langar að þýða
úr pali yfir á íslensku og er í ís-
lenskunámi í háskólanum.
í klaustur
í Taílandi
Dhammanando var átján ára þegar
hann hóf reynslutíma sinn í klaustri
í Englandi. Þegar hann var tvítugur
réð ábóti hans honum til að fara til
Taílands. „Ég fór í klaustur úti á
landsbyggðinni. Lífið þar var mjög
fábrotið. Miklum hluta dagsins var
varið í hugleiðslu og sátu menn þá
gjaman í einrúmi. Munkarnir unnu
einnig nauðsynleg störf í klaustr-
inu.“
Dhammanando var síðan sendur í
klaustur í Bangkok og þar fór hann
Með betliskál
út á götur
Að því er Dhammanando greinir
frá er líf hans hér á íslandi í raun-
inni ekki mjög frábrugðið því lífi sem
búddamunkar lifa í Taílandi. „Hin
daglega rútína er að mestu leyti sú
sama. Ég stunda háskólanám eins
og í Bangkok. Ég hugleiði mikiö. Ég
snæði eina máltíð á dag eins og í
Taílandi. Þar fórum við munkamir
út með betliskál eldsnemma morg-
ims út á götur borgarinnar. Almenn-
ingur gaf okkur mat í skálamar áður
en hann fékk sér sjálfur morgunmat.
Við fórum svo í klaustrið með matinn
og skiptum honum á milli okkar. Hér
<;r mér er boöið að borða á veitinga-
stað, taílenskum, nokkmm sinnum í
viku. Taílenskar fjölskyldur bjóða
mér einnig í mat heim til sín.“
Haldið uppi af
taílenska söfnuðin-
um
Á íslandi gengur Dhammanando
sem sé ekki um með betliskál en taí-
lenski söfnuðurinn greiðir uppihald
hans. í þau skipti sem honum er ekki
boðið að borða á veitingastað eða í
heimahúsi eldar hann sjálfur en það
gerði hann aldrei í Taílandi. „En ég
er alls ekki dýr í rekstri. Ég bý í einu
herbergi og ég borða bara eina mál-
tíð á dag,“ ítrekar Dhammanando og
lilær við.
Hann kveðst mjög hrifinn af ís-
lenskum mjólkurafurðum og nefnir
sérstaklega skyr. „Við fengum aldrei
mjólkurafurðir i Taílandi því þær
eru mjög dýrar þar. íslenska brauðið
er einnig gott. Brauö í Taílandi er
hvítt og bragðlaust. Aðaluppistaðan
í fæði þar er hrísgrjón."
Bogi Jónsson veitingamaður
kveðst í fyrstu hafa haft áhyggjur af
því aö Dhammanando myndi ekki
ílendast á íslandi. „Búddamunkar
mega ekki vinna. Þeir mega heldur
ekki biðja fólk um aðstoð. Þó þeir
gangi um með betliskál í Taílandi þá
biðja þeir ekki fólk um að gefa sér
mat í hana heldur kemur fólkið til
þeirra. Ég hafði áhyggjur af því
hvernig honum tækist að framfleyta
sér hér en það hefur gengið."
Blessa fyrirtæki
og flugvélar
Eitt af verkefnum búddamunka í
Tailandi er að blessa ný fyrirtæki
landsmanna og hefur Dhamman-
ando þegar blessað veitingastað Boga
í Reykjavík. „'í Taílandi myndi fólk
naumast vinna í fyrirtæki sem ekki
hefði verið blessað af búddamunki.
Meira að segja flugvélar eru blessað-
ar af munkum," segir Dhamman-
ando.
Hann segir yfir 90 prósent taí-
lensku þjóðarinnar vera búddatrúar.
„Ég tel að trúin skipti almenning
miklu máli. Flestir karlmenn í Taí-
landi gerast munkar einhvem tím-
ann á lífsleiðinni. Það er oftast í
kringum tvítugsaldurinn sem þeir
ganga í klaustur' um þriggja mánaða
skeið. Þeir eru þá eiginlega að segja
skilið við unglingsárin. Ungu menn-
irnir fá grundvallarmenntun í and-
legum málefnum í klaustrinu. Þetta
er reyndar ekki algengt hjá milli-
stéttinni í borgum Taílands en þetta
er enn rík hefð úti á landsbyggðinni.
Dhammanando Bhikkhu er andlegur leiðtogi á þriðja hundrað tailenskra kvenna á Islandi. Hann segir lif sitt hér ekki mjög frábrugðið lífi búddamunka
í Tailandi. Hann má ekki fara í kvikmyndahús né leikhús. Hann hefur þó sést lyfta lóðum á líkamsræktarstöð en kveðst ekki hafa efni á því lengur.
DV-mynd Brynjar Gauti
Fjöldi foreldra vill ekki gefa dætur
sínar mönnum sem ekki hafa varið
einhverjum tíma í klaustri."
Hugleiðirmeð
íslendingum
Að sögn Dhammanando er það
ekki endilega af trúarlegum áhuga
sem Vesturlendingar verða búddist-
ar heldur vegna áhuga á hugleiðslu
eða í kjölfar bókalesturs. Dhamman-
ando kemur stundum til hugleiðslu-
stunda íslenskra áhugamanna á búd-
dískum fræðum. Að íslenskir há-
skólastúdentar skuli hafa lítinn
áhuga á fræðunum kemur honum á
óvart. „Ég hélt einu sinni fyrirlestur
og hengdi upp auglýsingar í háskó-
lanum. Það komu nú bara tveir á
fyrirlesturinn og hvorugur þeirra
var frá háskólanum. í Englandi eru
búddafélög í nær öllum háskólum."
Reyndar ujóta búddamunkar ekki
virðingar allra í Englandi og Dham-
manando segir að stundum hafi verið
gert hróp að honum á götum úti í
heimalandi hans. „Hér starir fólk
svolítið á mig en það er allt og sumt.
Islendingar eru svo hæverskir," seg-
ir hann.
Grein um Island
í taílensku blaöi
Honum þykir gestrisni íslend--
inga einstök. í taílenska blaðinu
Bangkok Post birtist síöastliðið sum-
ar heilsíðugrein um dvöl Dhamman-
ando á íslandi. Þar segir hann meðal
annars frá gestrisni íslendinga,
sterkum fjölskylduböndum, þorra-
matnum og trúmálum og þar á meö-
al álfatrú og ásatrú.
Hans eigin trú, búddisminn, er
margskipt. Meginþættirnir eru tveir,
hinayana og mahayana. Stefnan sem
Dhammanando tilheyrir heitir
theravada og er sagt að hún sé eina
steftian sem sé enn við lýði af hinay-
ana. Theravada er talin næst upphaf-
legri kenningu Búdda. Dhamman-
ando segir þaö ekki marknúð sitt að
boða búddatrú á íslandi. „Ég er hér
til að þjóna taílenska söfnuöinum.
En þegar ég er búinn að læra ís-
lensku betur get ég hugsað mér að
fræða íslendinga um búddisma."
Dhammanando ásamt Boga Jónssyni veitingamanni, konu hans, Narumon,
og börnum þeirra.
konumar og svo veöráttan á íslandi.
„Það er dýrt að ferðast til Taílands
og konumar eru ekki allar giftar efn-
uðum mönnum. Mér viröist þetta
vera erfiðast hjá þeim taílensku kon-
um sem eru ekki nógu duglegar við
að blanda geði við íslendinga. En
auðvitað em sumar ánægðar í sínum
eigin litla taílenska heimi,“ tekur
Dhammanando fram.
Tók búddatrú
14 ára í Englandi
Sjálfur segist hann ekki sakna Tai-
lands þar sem hann bjó í átta ár.
Hann var tvítugur þegar hann kom
þangaö frá Englandi og gekk í klaust-
ur. Fjórtán ára gamall rakst Dham-
manando á bók um heimspekinginn
og trúarbragðahöfundinn Búdda
sem var uppi um 563 til 483 f.Kr.
Búdda bar upphaflega nafnið Sidd-
harta Gautama og var af norðurind-
verskri furstaætt. Þegar hann var 29
ára yfirgaf hann eiginkonu og son
og það hástéttarlíf sem hann lifði til
að leita sannleikans um tilveru
mannsins. Samkvæmt kenningum
Búdda em það samanlagðar athafnir
mannsins í jarðlífinu sem ákvarða
hlutskipti hans í næsta lífi. Fræðin
um kenningar Búdda heilluðu
Dhammanando sem segist hafa verið
í vissri leit því hann hafi veriö búinn
að missa sína kristnu trú. Hann
ákvað að verða búddisti.
„Í kjölfar þess hitti ég munk frá
Burma sem bauð mér í búddahof.
Ég bjó þá í Nottingham en hofið var
í Birmingham og fór ég stundum
þangað um helgar.“
Aöspurður um viðbrögð fjölskyld-
unnar segir Dhammanando að í
fyrstu hafi hún talið að þetta væri
bara eitthvað sem tilheyrði unglings-
ámnum. En smám saman hafi henni
Á þriðja hundrað taílenskar konur hafa fengið búddamunk til f slands:
Þáttur í menningu
4-