Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Síða 35
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 43 „Ég er sennilega rifbrotinn, með kolbrenglaðan storkusjúkdóm, alnæmi, hárlos, vanskapaðar tær og heila- æxli.“ Marblett- urinn Nökkvi læknir uppgötvaði fyrir nokkrum dögum lófastóran mar- blett á öðru lærinu. Hann skoðaði þetta nákvæmlega og sagði síðan stundarhátt við sjálfan sig og blett- inn: „Þig hef ég ekki séð áður!“ En enginn svaraði. „Hvemig ætliég hafi fengið þennan marblett?" spurði Nökkvi en hvorki baðkarið né baðskápurinn höfðu nein svör. „Ætli ég hafi rekið mig á einhvers staðar?“ hélt hann áfram og horfði ásakandi á blettinn. Meðalaglösin í baðskápnum hristu stútana og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hálf- tóm sjampóflaska glotti ísmeygi- lega og þóttist ekki kannast við neitt. Nökkvi horfði í kringum sig og sagði afsakandi; „þetta er eitt- hvað sem alltaf getur gerst!“ Nokk- ur glös undan hóstasaft, verkjatöfl- um, giktarlyfium, vítamínum, undralyfjum, kynbætandi lyfjum og töflum til að koma í veg fyrir hárlos og tannmissi kinkuðu kolli og sögðu einum rómi: „Já, þetta er sennilega algjör tilviljun!" Nökkvi lá andvaka um nóttina. Hann rifjaði upp texta úr gömlum læknabókum og ummæli löngu lið- inna kennara. Svona marblettir voru sjaldnast einhver tiMljun. Þeir voru oft merki um alvarlega sjúkdóma. „Ætli ég sé kominn með krabbamein," mælti hann stundar- hátt við Bergdísi og sagöi henni söguna um marblettinn. „Þú hefur bara rekið þig utan í,“ umlaði hún og velti sér á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Nökkvi lá andváka og hugsaði um marblettinn á lær- inu. „Þetta er auðvitað eitthvað al- varlegt," sagði ísmeygileg rödd inn- an úr hugskoti hans. „Þú átt ekki langt eftir!“ Nökkvi mótmælti en eftir því sem leið á nóttina urðu mótmælin veikari. Hann veitti eft- irtekt ótal öðrum einkennum í út- limum, brjósti, maga og höfði. Hver Á laáknavaktmiii Óttar Guðmundsson læknir einasta fruma líkamans kenndi til og vakti á sér athygli. Þetta var einhver ægilegur óþekktur sj úk- dómur sem haföi heltekið hann með leifturhraði. „Ég er sennilega rifbrotinn, með kolbrenglaðan storkusjúkdóm, alnæmi, hárlos, vanskapaðar tær og heilaæxli," hugsaði Nökkvi með sér og svitinn bogaði af honum í stríðum straum- um. Hann lagði hönd á brjóstið og fann hvernig hjartaö barðist á krampakenndan hátt. „Svo er ég sennilega að fá hjartaslag og heilablæðingu," sagði hann stund- arhátt en fékk engin svör. Bergdís svaf og litli bangsinn, sem hann hafði alltaf með sér í rúmið, þagði þunnuhljóði. ímyndaðir sjúkdómar Þegar birti staulaöist hann í sím- ann og hringdi til læknis nokkurs og bað hann klökkum rómi að skoða sig. Læknir leit á Nökkva þreyttum augum þegar hann skjögraði inn á lækningastofuna heltekinn af sjúkdómum og vanlíð- an. „Ertu kominn einu sinni enn. Hvað er núna að þér?“ Nökkvi móðgaðist eitt andartak en ákvað þó að sýna honum marblettinn. Hann fór þegjandi úr buxunum og benti alvarlega á blettinn. „Þú hlýt- ur að hafa rekið þig á einhvers staöar," sagði Iæknirinn og glotti. Nökkvi andaði djúpt nokkrum sinnum eins og hann hafði lært á ótal námskeiðum um hugarró og slökun. „Ef svo er man ég ekki eft- ir því,“ sagði hann rólega. Læknir- inn horfði djúpt í augu hans og sagði: „Hélstu kannski að þú værir kominn með blóðkrabbamein eða heilaæxli eins og síðast þegar þú ' komst?" Nökkvi kyngdi nokkrum sinnum og kinkaði kolli. Læknirinn hélt áfram: „Svo er ekki. Þú hefur bar- asta rekið fótinn í. Ef þú manst ekkert eftir þessu stafar það senni- lega af því að þú hefur ekki nógu gott minni.“ Hann horfði á Nökkva og brosti eins og kötturinn í Sigtún- inu sem stundum át skógarþresti. Nökkvi hélt heim á leið og reyndi að túlka þetta glott og þessar hálf- kveðnu vísur. Skyndilega áttaði hann sig á orðum læknisins. Hann var að segja honum undir rós að sennilega væri hann ekki með heilaæxli eða blóðkrabba heldur alzheimerssjúkdóm. Nökkvaféll aUur ketill í eld. Hann hraðaði sér heim til að lesa sér til um væntan- leg einkenni og voöalegan dauð- daga. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Innritun á vorönn 1995 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 18. nóv. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemend- ur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé orðinn 18 ára. Námið er byggt upp sem þrepanám með stighækkandi réttindum. 1. stig vélavörður tekurl námsönn. 2. stig vélstjóri tekur4 námsannir. 3. stig vélstjóri tekur7 námsannir. 4. stig vélfræðingur tekur 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8-16 alla virka daga. Sími 19755. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskólan- um v/Háteigsveg,105 Reykjavík. Skólameistari „Skápar, sófar, borð og bekkir, betri kaup þú varla þekkir. Leitaðu ei um hæðir og hóla, heldur skaltu á okkur.... 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.