Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Qupperneq 12
12
Spumingin
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
Hvað borðar þú
á aðfangadag?
Kristín Guðmundsdóttir: Hamborg-
arhrygg.
Jón Guðmundsson: Hamborgar-
hrygg.
Halla Magnúsdóttir: Hamborgar-
hrygg.
Sigurveig Halldórsdóttir: Rjúpur og
meðlæti.
Hafsteinn Bjarnason: Rjúpur.
Rósar Snorrason: Eitthvað gott.
Lesendur
Óraunhæfar væntingar í kjaramálum:
Verður allt
stopp til vors?
Bjarni Ágústsson skrifar:
Það er óumdeilanlegt aö margir
þættir í efnahagslífi okkar hafa tekið
stökk upp á við. Verði samið upp á
þau býti að fá laun verulega hækk-
uð, t.d. á borð við það sem ríkisvald-
ið samdi um nýlega við hjúkrunar-
fræðinga, meinatækna og nokkra
aðra ríkisstarfsmenn, leiðir það til
þess eins að verðbólgan fer aftur af
stað, bankar hækka vextina og geng-
isfelling fylgir í kjölfariö.
Þetta myndi svo aftur leiöa til verri
afkomu allra fyrirtækja, jafnt í versl-
un sem í útflutningi, og atvinnuleysi
ykist enn og er þó ekki á það bæt-
andi. - Upplýst hefur verið að hækk-
uðu laun almennt, t.d. um 7%, þýddi
það um 10 milljarða útgjaldaauka
fyrir atvinnulíf í landinu og um 4
milljarða útgjaldaauka fyrir ríkið.
Hækkuðu laun meira, t.d. um 10%
(sem oft er auðveld viðmiðunartala),
yrði útgjaldaukinn um 20 milljarðar.
Hvort tveggja er óraunhæft.
Mánaðarverkfall sjúkrahða er eld-
fimt og áhrifaríkt. Með einhveijum
hætti verður að láta á það reyna
hvort sjúkraliðar fást til að draga sig
út úr baráttu sinni að svo komnu og
fylgja öðrum launþegum í allsherjar-
samningum. Auðvitað mætti ógilda
samninga við hjúkrunarfræðinga og
aðra sem nýlega hafa fengiö kjara-
bætur umfram annað launafólk og
láta skeika að sköpuðu um afleiðing-
amar. Ástandiö verður aldrei verra
en það er nú: Þaö eru allir samning-
ar lausir og semja þarf að nýju.
Og þar sem nú eru uppi óraunhæf-
ar væntingar í kjaramálum og samn-
ingalota getur dregist á langinn
vegna komandi kosninga kynni svo
að fara að allt yrði stopp til vors. Svo
gæti því farið að einfaldasta ráðið til
að flýta fyrir og koma atvinnulífinu
á fullt væri að láta kjósa sem allra
fyrst og vænta þess að næstu ríkis-
stjórn, annarri eða endurnýjaðri,
tækist að gera nýja þjóðarsátt öllum
landsmönnum til bjargar.
ESSO á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði:
Framkvæmdir á næsta leiti
Þórólfur Árnason, framkvstj. mark-
aðssviðs ESSO, skrifar:
i ítilefnilesendabréfsíDVsl. mánu-
1 dag, þar sem kvartað var undan hol-
um í malbiki á bensínstöð ESSO við
Reykjavíkurveg í Hafnarfiröi, vill
Olíufélagið hf. koma eftirfarandi á
framfæri.
Það er rétt að staöið hefur til um
nokkurt skeið aö endumýja aðstöðu
Olíufélagsins hf. við Reykjavíkurveg
'í Háfnarfirði. Á það við um húsið
: sjálft sem hýsir auk bensínafgreiðsl-
unnar smurstöð og verslun, einnig
jplanið, aðstöðu við bensíndælur og
tanka.
Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir
að þessum framkvæmdum yrði lokið
nú í ár, en það hefur tékið lengri tíma
en Olíufélagið hf. gerði ráð fyrir að
fá öll tilskilin leyfi til framkvæmd-
anna þar sem skipulag lóðarinnar er
einnig háð skipulagi aöliggjandi lóða.
- Nú virðist loks séð fyrir endann á
bið þessari og munu því fram-
kvæmdir hefjast fljótlega og ljúka
fyrri hluta árs 1995.
Olíufélagiö hf. hefur reynt að halda
við núverandi plani með bráða-
birgðaaðgerðum undanfariö vegna
þessara fyrirhuguðu framkvæmda
og er beðist velvirðingar á því ef það
hefur ekki verið nógu vel gert. - Það
er von Olíufélagsins hf. að ofan-
greind skýring gefi rétta mynd af
stöðu þessara mála í dag.
Við þökkum sérstaklega hlý orð
G.S. í garð starfsmanna ESSO og er
ánægjulegt að lesa um að hann hafi
notið góðrar þjónustu á Reykjavíkur-
veginum. Við þökkum innlegg G.S.
og vonum að við megum áfram njóta
viðskipta hans á ESSO-stöðvunum.
Steingrímur farinn og allt opið
Ingibjörg Magnúsdóttir hringdi:
Eg fagna mjög úrshtum í prófkjöri
Framsóknarflokksins í Reykjanes-
kjördæmi. Að kona skuh hafa orðiö
efst á lista flokksins í einu kjördæmi
er mikill póhtískur sigur, ekki síst
vegna þess að undirróður hafði verið
talsverður af hálfu sumra forystu-
manna flokksins til þess að sá sem í
prófkjörinu fékk annað sætið mætti
ná því fyrsta. - En það hlaut að fara
sem fór og raunar munaði ekki nema
,fáum atkvæðum á konu sem hlaut
þriðja sætið og karh sem hafnaði í
öðru sætinu.
Hringið í síma
63 27 00
milli
kl, 14 og 16
eða skrifið
Siv Friðleifsdóttir í efsta sæti lista
Framsóknarflokksins í Reykjanes-
kjördæmi.
Það var sigurvissa í röddinni hjá
Siv Friðleifsdóttur, sigurvegara próf-
kjörsins, þegar hún sagði einbeitt í
sjónvarpsviðtah daginn fyrir kjör-
dag: Steingrímur er farinn og nú er
aht opið. - Það hafði nefnilega ekki
farið framhjá neinum að fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins
hafði lagt aht kapp á að Hjálmar
Árnason næði fyrsta sætinu. Nú naut
ekki fyrrverandi foringja við og
flokksmönnum fannst í raun aht
vera opið og þeir því geta gert eins
og þeir vildu.
Ég reiknaði með að konur yrðu í
tveimur efstu sætunum, þær Siv
Friöleifsdóttir og Drífa Sigfúsdóttii^
og rétt eins að Drífa yrði efst. En þaö
er satt sem Drífa sagði, flokksráð
Framsóknarflokksins á Suðurnesj-
um hafði reynt hvað það gat til að
úthoka hana og þaö tókst en naum-
lega þó. - Nú er próíkjöri lokið og
Framsóknarflokkurinn á Suðurnesj-
um á, þrátt fyrir undangengnar vær-
ingar, von á góðum byr í komandi
alþingiskosningum. - Það er fagnað-
arefni að sjá konu í efsta sæti á hsta
til Alþingis. Þaö hefur ekki átt upp á
pallborðið í gömlu flokkunum.
Kirkjanogkyn-
skiptlngar
Guðm. Guðlaugsson hringdi:
í nýlegum sjónvarpsþætti var
rætt við íslenskan karlmann sem
gerðist kynskiptingur og býr nú
i Svíþjóð sem kona. Fróðlegt við-
tal, svo langt sem það náði.
Venjulegt fólk á þó erfitt að hugsa
sér aö ríki eöa skattgreiðendur
eigi þama að koma th aðstoðar.
Ég get þvi vel tekiö undir við-
brögð biskups í þessum sama
þætti, undrun og skelfingu. Ég get
ekki séð aö þaö komi kirkju, riki
eða ýfirleitt nokkrum öðrum við
þótt örfáir einstaklingar telji sig
réttbornari til annars kynferðis
en þvi sem þeim var með í heim-
inn stólað.
Skemmtilegur
trúbador
G.R. skrifar:
Miðborg Reykjavikur var sann-
arlega lUandi sl. laugardag. Alls
staðar var mannlíf, verslanir
opnar og uppákomur víöa, úti og
inni. Ég settist t.d. inn á Café
Reykjavík þar sem fólk kom og
fór og yljaði sér á heitum veigum
og öðru góðgæti. Þar var hka lif-
andi tónlist sem fór vel saman
við þægUegt umhverfið innan
dyra. Óskar Einarsson lék þar á
gitar og söng hina fjölbreyttustu
söngva. Það er óvanalegt að
heyra svo fjölbreytta tónhst og
vel flutta á kaffihúsi hér - og það
af einum manni.
Jólaglöggríkis-
fyrirtækja
Gestur Jónsson skrifar:
í öllum þeim samdrætti og nið-
urskurði sem ráðamenn boða er
ekki úr vegi að fjölmiðlamenn
kanni hve mörg ríkisfyrirtæki
bjóði starfsmönnum sínum jóla-
glögg fyrir þessi jól. Sum opinber
stórfyrirtæki ’eru sögð halda boð
fyrir starfsmenn sina og draga
hvergi af. Sé þetta sannleikanum
samkvæmt er hér mikiö verk að
vinna við að uppræta slíkt bruðl.
- Skattgreiðendur geta ekki og
eiga ekki að sætta sig við að svona
nokkuð sé stundað af hálfu hins
opinbera yfirleitt.
Jafnvægiápen-
ingamarkaði
Kristján Snæfells Kjartansson
skrifar:
Égtel aö sú einkavæðingarhug-
mynd nokkurra stjómmála-
manna að sefja Búnaðárbanka
íslands sé mjög vanhugsuð
skammtímalausn til að fá pen-
inga í ríkissjóð. Ég tel að íslenska
ríkið eigi að eiga tvo sterka ríkis-
banka. Það er ekkert sem stendur
í vegi fyrir því að flármagnseig-
endur stofni fleiri einkabanka.
Ég tel að hag íslenska ríkisins sé
best borgið með að eiga þessa
banka. Þannig mun jafnvægi
haldast hvað best á peninga-
markaði. Með þeim hætti er
þrýstihópum peningamanna
veitt visst aðhald.
Sakna útvarps-
þáttanna
Jónína hringdi:
Ég tek undír bréf Bryndísar í
DV þar sem hún hrósar útvarps-
stöðinni Sígilt FM sem útvarpar
mikiö sígildri tónlist og léttri
klassík o.fl. - Ég sakna sérstak-
lega þáttanna á útvarpsstöövun-
um, t.d. á Aðalstöðinni, þar sem
Jóna Rúna Kvaran ræddi viö
gesti sína á sinn rólega og yfirveg-
aða hátt og einnig þátta Katrínar
á sömu stöö. Þetta voru þættir
sem féhu aö viðhorfi. venjulegs
fólks og voru langt frá þeirri dep-
urö sem einkennir þjóðfélagið í
dag. - Upp með jákvæðnina á út-
varpsstöðvunum.