Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu vfrka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. íslensku jólasveinarnir Viðleitni Þjóðminjasafns íslands til að halda lifi í gömlu, íslensku jólasveinunum er virðingarverð og verð- skuldar stuðning og athygli. Jólasveinamir, hvort sem þeir teljast níu eða þrettán, fleiri eða færri, eru partur af menningararfleifð okkar og hafa sérstöðu samanborið við jólasveina annarra þjóða. Sérkenni íslensku jólasveinanna felast í því að þeir eru fleiri en einn og eiga sér ólík nöfn. Slíkt þekkist ekki með öðrum þjóðum. Og þeir eru af allt öðru sauðahúsi en hinir útlensku sveinar. Þeir eru hrekkjalómar og bamafælur en ekki barnavinir með fangið fullt af gjöfum og sælgæti. í öðmm löndum heita allir jólasveinar Santa Claus og em í rauninni sama persónan; hrekklaus, gjafmildur maður í snyrtilegum rauðum síðfrakka, hvítbryddum, síðskeggjaður með rauða topphúfu. Þessi persóna á sér rætur í dýrkun heilags Nikulásar. Nöfn íslensku jólasveinanna em myndræn og hljóm- mikil: Stekkjarstaur, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Kerta- sníkir svo nokkur þekkt dæmi séu nefnd. Færri vita lík- lega að í heimildum frá fyrri öldum er að fmna á milli 70 og 80 nöfn á íslenskum jólasveinum. Það sýnir að þeir hafa borið ólík nöfn eftir hémðum og landshlutum. íslensku jólasveinamir eiga heima uppi á fjöllunum og þaðan koma þeir til byggða á jólafóstu og skipta sér niður á bæina. Þeir hverfa svo aftur heim á þrettándan- um eftir að hafa stundað hrekki sína og margvíslega ósiði. Rannsóknir Áma Bjömssonar þjóðháttafræðings, sem hér er stuðst við, benda til þess að útlenski jólasveinninn vinalegi hafi haslað sér völl til frambúðar hér á landi um 1930. Þegar 1 lok síðustu aldar-var hins vegar farið að kynna hann íslendingum. Var hann þá nefndur, jóla- karlinn“ til aðgreiningar frá íslensku jólasveinunum. Jólakarlinn sigraði í „ímyndarstríðinu“, sem svo yrði nefnt nú á dögum, því það er hin alþjóðlega ásýnd hans sem einkennir íslenskan jólasveinamarkað. En málhefð- in var svo sterk að nöfn gömlu, íslensku jólasveinanna liíðu innrásina af. Við getum hrósað happi yfir því. Hver tími skapar sínar hefðir og sína siði. Gamla sveitaþjóðfélagið er hðið undir lok og hugmyndaheimur þess með því. Borgarsamfélag nútímans lifir og hrærist í allt annarri veröld. Þess vegna er ekkert óeðlilegt við það að Santa Claus skúli hafa náð fótfestu á íslandi. Og engin ástæða er til að reyna að stugga við honum. En þar sem jólakarlinum útlenska tókst ekki og hefur enn ekki tekist að koma íslensku jólasveinunum fyrir kattamef er ljóst að í þeim er einhver veigur sem þjóðin kann að meta. Þeir eru ekki lífvana uppvakningar, eins og sumt sem reynt er að endurvekja úr fortíðinni, heldur lifandi hefð í minningum landsmanna og ekki síst bók- menntum okkar. Af þessum sökum eiga íslensku jólasveinamir sér til- verurétt. Og ekki aðeins rétt heldur svo merkhega sér- stöðu að við getum verið hreykin af þeim. Og hreykin af sjálfum okkur fyrir að hafa tekist að gæta verðmæta sem em örhtið framlag th þess að auðga heimsmenning- una. Hermt er að Stúfur verði á Ingólfstorgi í dag og á morgun Þvömsleikir. Og svo koh af kohi fram að jólum. Við ættum ekki að láta það tækifæri okkur úr greipum ganga að rækta þjóðlega hefð og kynnast íslensku jóla- sveinunum, þótt þeir séu hvorki fínir í tauinu né sérlega prúðir í tah enda synir Grýlu og Leppalúða. Guðmundur Magnússon „Þróunin er ör í tæknivæddri læknisfræði," segir Guðmundur m.a. i grein sinni. Samkeppni um fjármuni ríkisins Sameining Borgarspítala og Landakots er meira en vafasöm. Viö fyrstu sýn kann mörgum aö virðast að hér sé um hagræðingu að ræða. En nánari skoðun málsins og reynsla annarra þjóða sýnir því miður allt annað. Tvö svipað stór sjúkrahús, Landspítalinn og þessi sameinaði spítali, sem bæði eru ríkisrekin, lenda eðli málsins sam- kvæmt í aukinni samkeppni. Fag- leg samkeppni sjúkrahúsanna verður samkeppni um bestu lækn- ana, bestu tækin, bestu aðstöðuna, samkeppni um sjúklinga. Verka- skipting heldur ekki nema aö htlu leyti og minnkandi. Ríkið borgar allt í okkar kerfi og keppir því við sjálft sig. Slík sam- keppni leiðir alltaf til offramboðs. Þannig verður sú samkeppni, sem verður milli þessara sjúkra- húsa, samkeppni um að láta ríkið borga. Meginhættan er því sú að heildarkostnaður við spítalakerfið vaxi. Síðan verði áhrifm þau að bæði sjúkrahúsin fá of lítið fjár- magn sem nýtist enn verr vegna dreifingarinnar og þjónustan versnar. Niðurstaðan verður því hin versta fyrir alla, sjúkrahúsin, sjúklingana og skattborgarana. Skipulag sjúkrahúsakerfisins Þegar litið er á kostnað ríkisins af heilbrigðismálum sést hversu mikilvægur rekstur sjúkrahús- anna er fjárhagslega. Oft er rætt um gríðarlegan kostnað vegna heil- brigðismála. En kostnaður vegna sjúkrahúsanna getur vel verið um 80% af kostnaði ríkisins vegna heil- brigðismála. Þannig minnir mig að árið 1992 hafi fjárlög gert ráð fyrir um 18 milljörðum til heilbrigöis- mála, þar af 14,3 milljörðum til reksturs sjúkrahúsanna. Af þess- um tölum sést aö afar mikilvægt er að vel takist til um rekstur sjúkrahúsanna. í raun er líklega mikilvægast að KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur taka til endurskipulagningar rekst- ur sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu í heild og samhengi. Öll þessi sjúkrahús þurfa að vinna saman í skipulagðri heild. í því skipulagi er sameining einstakra sjúkrahúsa ekki lykilorðið heldur eöli lækninga, þróun þeirra og að- staða. Læknisfræði og læknisfræði er ekki lengur það sama. Hátækni- læknisfræði er nátengd þróun tækja og tækni. Menn tala jafnvel um eðlisfræðilæknisfræði. Þróun- in er ör í tæknivæddri læknis- fræði. Meðferð verður æ flóknari og krefst þverfaglegra vinnu- bragða, krefst þess að æ fleiri mis- munandi sérfræðingar komi að meðferðinni. Stundum er því varp- að fram að um 1000000 manna sam- félag sé lágmark til að standa und- ir hátæknisjúkrahúsi. Ella verði kostnaður óbærilegur, fjöldi að- gerða of lítill til að viðhalda hæfni o.s.frv. 260000 manna þjóðfélag get- ur ekki dreift kröftum sínum á þessu sviði. Röng sameining Á hinn bóginn verða hátækni- tækin ódýrari með tímanum og notkun þeirra auðveldari og al- gengari. Þegar þeim punkti er náð má dreifa tækjum og þjónustu. Og einmitt út frá þessum staðreyndum má skipuleggja sjúkrahúskerfið, með þrepum þjónustunnar eftir kostnaði tækja og tíðni meðferða. Hátæknisjúkrahús, önnur sjúkra- hús með ákveðinni sérhæfingu, heilsugæslustöðvar, læknastofur o.s.frv. Þróun upplýsingatækni, boð- skiptatækni, samþætting tölva, sjálfvirks búnaðar og fjarskipta- tækni koma auk þess inn í þessa mynd. Þegar máhð er skoðað út frá þess- um sjónarhóli sést að sameining Landakots og Borgarspítala er beinlínis röng. Mér segir svo hugur um að það muni ekki taka menn mjög mörg ár að átta sig á þessu en þau ár geta orðið dýr. Þá munu menn snúa dæminu við reynslunni ríkari. Guðmundur G. Þórarinsson Öll þessi sjúkrahús þurfa að vinna saman í skipulagðri heild. í því skipu- lagi er sameining einstakra sjúkrahúsa ekki lykilorðið heldur eðli lækninga, þróun þeirra og aðstaða.“ Skoðanir aimarra Óskýrar línur í sfjórnmálum „Engin samstaða hefur skapast á milli forystu ASÍ og VSÍ um stefnuna í kjaramálum. ... Til viðbótar kemur mikil óvissa á vettvangi stjórnmálanna. Framboð á vegum Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ruglað pólitísku stöðuna mjög. Erfitt er fyrir menn að gera sér grein fyrir, hvað við tekur í stjómmálum eða hver stefna nýrrar ríkisstjómar verður. Verður Sjálfstæðisflokkur áfram í stjómarforystu eða tekur vinstri stjórn af einhverri annarri gerð við? Langt er síðan línur hafa verið svo óskýrar í stjórnmálum." Úr forystugrein Mbl. 11. des. Sjúkraliðar og bankastjórar „Það má til sanns vegar færa, að ríkisbankarnir hafl verið og séu enn holdgervingar pólitískrar spill- ingar á íslandi. ... Sighvatur Björgvinsson, við- skiptaráðherra, hélt blaðamannafund fyrir tæpu ári og lýsti því karlmannlega yfir, að hann myndi kalla formenn bankaráða ríkisbankanna á sinn fund og óska eftir endurskoðun á launakerfi bankastjóranna. Þeir hafa ekki ennþá virt hann svars, og er það ömurlegt hlutskipti fyrir ráðherra. Vonandi tekst Sighvati betur með að halda sjúkrahðunum í skefjum - það er trúlega viðráðanlegra -verkefni.‘‘ Úr forystugrein Morgunpóstsins 12. des. í kosningagalla „Nú á að leggja fram framvarp um nýsköpun í atvinnulífi, það á að gera úttekt á greiðsluerfiðleik- um í húsnæðislánakerfinu, það á að fara í aðgerðir gegn skattsvikum, hefja viðræður vð orkusölufyrir- tækin um lækkun húshitunarkostnaðar. Allt ber þetta vott um fálm, þegar kjörtímabilinu er í raun að ljúka og einn mánuður er eftir af starfstíma Al- þingis. ... Það er greinilegt að ríkisstjórnin er að reyna að koma sér upp kosningagalla á aöventunni til þess að fara ekki í jólaköttinn." Úr forystugrein Tímans 13. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.