Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
17
Menning
Ijóð nútímakonu
í ljóðabókinni Guð og mamma hans
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur stígur
fram nútímaleg heimskona og deilir
með okkur sýn sinni á heiminn og
(karl)mennina.
Fyrsta ljóðið, „Þegar suðrið and-
ar“, er stefnuyfirlýsing. Þar kennir
hún lesendum að kanna þrár sínar
með aðferðum eldhússins: við eigum
að flá þær og þvo og hengja til þerr-
is: „Látið þær blakta um stund /
eggjahvítar / berjabláar / mosagræn-
ar“ - en „gæsagráar / má hiklaust
taka af snúrunni / og svífa burt /
brjóstum þöndum". Að svo mæltu
setur hún á sig fjallahringinn við
Leifsstöð, kveður mófugl og sjófugl
og hverfur út í blámann. Meginhlut-
ar bókarinnar eiga sér stað í Róm
og víðar á Ítalíu og í París. En þó að
hún sé aðkomumaður htur hún ekki
á sig sem túrista og fyrirlítur þá af
hjarta eins og kemur fram í „Jóð-
landi hvalspik" og „Þursarnir á
Piazza Navona“.
Konan í ljóðunum verður smám
saman skýr persóna. Þetta er ein-
hleyp kona, vel menntuð, frjáls og
örugg með sig. Hún talar um áhuga
sinn á körlum af sjálfstrausti sem
minnir stundum á kvæði Davíðs,
Tómasar og fleiri stráka um stelpur
sem þeir hittu eða sáu í svip í útlönd-
um. Stundum er hún rómantísk, til
dæmis í „Vísir fingur" þar sem karl
og kona snertast örskotsstund í
drekkhlöðnum strætisvagni; þar
vekur tilfinningin um það sem hefði
getað orðið tregablandna þrá. Sums
staðar opinberar hún fyrirlitningu
sína á karlmönnum; til dæmis þeim
Utlu loðnu sikileysku í „Mömmur og
Jóhanna Sveinsdóttir.
Af strákum
ogstelpum
Eiður Snorri og Einar Snorri heita óvenslaðir tvíburar hér í bæ, svo
eineggja að þeir eiga sér sömu drauma og veraldarsýn. Báðir byrjuðu
þeir að ljósmynda áður en þeir eignuðust ljósmyndavélar og hgfa haldið
áfram að ljósmynda í sameiningu án þess að hafa til þess tilskilda mennt-
un. Með lánsmyndavélum og ímyndunarafli hafa þeir gerst skrásetjarar
sinnar reykvísku kynslóðar, twentysomething stráka og stelpna sem hræ-
rast í samfélagi innvígðra þar sem allir eru kúl, feimulausir, skapandi
og með á nótunum, ferðandisk sennilega milh Kaffibarsins, World Class
og ýmissa uppsprettna ærandi tónhstar. Eða svo er að sjá á þeim ljósmynd-
um þeirra „bræðra" sem eru saman komnar í bókarsamloku og Fróði
Bókmeraitir
Aðalsteinn Ingólfsson
gefur út. Hér eru til staðar hispursleysi, óþreyja, ungæðisleg lífsnautn
og kæruleysislegt fas nokkurra stráka og stelpna sem koma til dyranna
stripuö, ýmist til andlits eða líkama, stúlkumar kannski allsnaktar og
strákamir ekki „fuh frontal" nema niður á nára, sem skrifast sjálfsagt á
rómantískt innræti ljósmyndaranna fremur en blygðunarsemi.
Lífsins streymi
Hinn stríði lífsmáti þessa unga fólks er áréttaður með hreyfðum tökum
og mjúkum grátónum í myndprentun; eins og engin ljósmyndanna sé
beinlínis komin til að vera. En þrátt fyrir samheldnina hafa þeir Eiður
og Einar með sér verkaskiptingu; Einar virðist leita eftir einhverju varan-
legu í andhtsdráttum fólks, fær þá förðunarmeistara til að hjálpa sér, en
Eiður reynir að fanga þau augnablik þegar fólk týnir persónu sinni og
verður hluti af lífsins streymi eða algleymi.
En hér spretta auðvitað ekki fram alskapaðir ljósmyndarar; ég sakna
þess innsæis sem kemur með þroska, þykist auk þess sjá enduróman
ýmissa tískuljósmyndara, Leibowitz, Meisels, jafnvel Avedons, í sumum
uppstihingum. Sem breytir ekki því að í sínu ungæði og afdráttarleysi
eru þeir E & E kannski réttu mennimir til að hrista upp í staðnaðri ljós-
myndun vors lands.
Einar Snorri/Eiður Snorri
Strákar & stelpur
Ljósmyndir
Fróði 1994
eldfjall". Þeirra heimþrá verður
hlægjleg þó að hennar heimþrá sé
skáldleg („Suðurleið - norðurleið").
Bókmeraitir
Silja Aðalsteinsdóttir
í „Ekki eftir nótum“ gerir hún svolít-
ið grín að þjóni sem er skotinn í
henni; og í „Skotsýn" sýnir heims-
konan vald augans í fyndnu tæki-
færisljóði um bláklæddan vörð við
Napohbanka í skotheldu vesti með
vélbyssu:
ég skáskýt á hann si svona
hann snarlítur niður
buxnaklaufin
Karlmenn eru hlutgeröir og jafnvel
„hljóðgerðir" („Tungubrjótar"),
sýndir ófuhburða og ófuhnægðir. Þó
losnar ljóðmælandinn ekki alveg við
þrána. Hún kemur vel fram í „Á
Valentínusardegi" en íronían verður
einlægninni yfirsterkari þar eins og
víðar.
Jóhanna býr til skerm úr fyndni
utan um efni sitt sem gerir ljóðin
skemmtheg aflestrar en hindrar
raunverulegan aðgang að þeim.
Kvikan er of varin og ljóðin verða
yfirborðsleg. Annar skermur mhh
ljóðmælanda og lesenda eru vísanir
í aðra texta sem opna ljóðin ekki eins
og þær ættu að gera, vegna þess að
einnig þær hafa helst það hlutverk
að vera fyndnar.
Jóhanna er málhög og beitir yfir-
leitt knöppum sth; stundum ber þaö
góðan árangur, til dæmis í „Natura
morente" sem er fin kyrralífsmynd.
Önnur ljóð missa marks af því hvað
þau eru naum og sundurhöggvin eða
efni þeirra einkalegt („Er ég“, „Óra-
blátt‘% „Salt, tungl og banjó").
Jóhanna Sveinsdóttir
Guð og mamma hans
Mál og menning 1994
Tæknilega fullkomin!
Fullkomlega einföld!
RAlCO
Tækniverslun
Laugavegi 89, sími: 91-613008
JVC
GR-
SV3
COMPACT VHS LCD CAMCORDER
Compact VHSIVHSB