Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Side 28
56
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
Fyrir þá sem
fylgjast með
Auðbrekku 14, sími 64 21
íteíriíMííar: ak vieníípiirríi
Marcello Mastroianni og Sophia Loren á bekk í einu atriða nýjustu myndar Roberts Altmans um tisKuneimtnn.
Robert Altman með nýja mynd:
Tískuheimurinn
tekinn á beinið
taHt Schwarzk^f
Hárlakk - Froður - Gel
Gœði á góðu
verði -
Fæst í næstu Jllétur i f |
versiun lætursson hl
Mikill fjöldi prúöbúins fólks kom
í Ziegfield-leikhúsið í New York á
mánudagskvöld til að vera viðstatt
frumsýninguna á nýjustu mynd
bandaríska kvikmyndaleikstjórans
Roberts Altmans. Myndin heitir
Ready to Wear, eða Pret-a-Porter eins
og það er upp á frönskuna.
AJtman tekur tískuheiminn á bein-
ið í þessari nýjustu mynd sinni, alveg
eins og hann tók Hollywood á beinið
hér um árið í Leikmanninum.
Úrvalslið leikara fer meö hlutverk
í tískumyndinni, þar á meðal ítölsku
risarnir tveir, þau Marcello Mastro-
ianm og Sophia Loren. Allnokkuð er
síðan þau sáust saman á hvíta Ijald-
inu en ef að líkum lætur fara þau á
kostum. Af öðrum sem fram koma í
myndinni má nefna sveitasöngvar-
ann vinsæla Lyle Lovett frá Texas,
eiginmann Juliu Roberts, en hann
gerði stormandi lukku í Leikmann-
inum þar sem hann lék rannsóknar-
lögreglumann og félaga Whoopi
Goldberg.
Kvennabósinn Richard Gere:
Ný stúlka á hverjum degi
Kvennabósinn Richard Gere sést í
fylgd með nýrri stúlku á hveijum
degi núna. Eftir að hann og fyrirsæt-
an Cindy Crawford slitu sambandinu
fyrir nokkrum vikum var leikarinn
frægi í nokkra daga með kornunga,
breska fyrirsætu upp á arminn en
sú heitir Laura Bailey og þykir sér-
lega glæsileg. Hann skildi hana hins
vegar eftir í London og hélt til Holly-
wood þar sem hann skemmtir sér
nú með stúlku sem heitir Anne Mad-
elaine. Þau hafa sést saman á nætur-
lífinu og auk þess fór Gere með stúlk-
una út að versla og keypti víst ekki
lítið. Anna þessi var áður með leikar-
anum Kiefer Sutherland.
Búðarmaður einn, sem afgreiddi
skötHhjúin, segir að parið hafi faðm-
ast og kysst allan tímann meðan þau
voru í búðinni og hann hafi keypt
heilu tonnin af fótum á hana.
Richard Gere er ekki við eina fjölina
felldur í kvennamálum um þessar
mundir.
Tónllstarmenn í Los Angeles héldu fjörugt teiti fyrir helgina þegar tónlistarverölaunin sem kennd eru viö tímarit-
ið Blllboard voru afhent en tímarit þetta er eins konar biblía skemmtanaiönaðarins. Fjöldi alþýöulistamanna kom
þar við sögu, þar á meðal þessi vígalegi náungi. Hann heitir R. Kelly og var útnefndur ryþma- og blúslistamaður
árslns 1994 á samkomunni. Hann sýndi að sjálfsögðu mikil tilþrif, svo og dansararnir sem dilla sér á bak við hann.
Sfmamynd Reuter
NýrBondfar-
inn í bakinu
Stórajósnarinn James Bond og
útsendari hennar hátignar er
með fimari mönnum og harðari
af sér í hverri raun. Það er því
ekki nema von að þeir sem túlka
hann á hverjum tima þurfi aö
vera jafn miklir stálkarlar. Þess
vegna fór nýi Bondlnn, Pierce
Brosnan, i bakaðgerð ádögunuin.
Hún var þó ekki meiri en svo að
hann gekk óstuddur út af sjúkra-
húsinu eftir 36 klukkustundir.
Brosnan verður því kominn í
toppform þegar tökur hefjast á
Gullinauga i janúar.
Emma
Thompson
á Broadway
Orðrómur er á kreiki meðal
leikhúsfólks í Ameríku að Emma
Thompson muni taka að sér að
leika hlutverk Mary Poppins á
Broadway. Fulltrúar leikkon-
unnar segja að ekkert slikt sé á
döfinni að svo stöddu en aðrar
heimildir herma að þaö verði
ekki fyrr en eftir tvö ár eða þar
um bil.
Tommy Lee Jones hefur_gert
þaö gotf upp á síðkastið, leikið í
hverri myndmni á fætur annarri,
og yfirleitt staðið sig með afbrigð-
um vel. Svo ánægðir eru menn
með stráksa að honum er spáð
óskarsverðlaunum fyrir leik í
myndinni Cobb sem er um fræga
liafnaboltahetju.
Corazon Aquino, fyrrum forseti
Filippseyja, er hreint ekki ánægð
meö dóttur; sína þessa dagana.
Ástæðan er einí'aldlega sú áð
dóttir hemiar, leikkonan Kris
Aquino, á von á barni með
kvæntum manni sem er tuttugu
árum eldri. Sá er kvikmyndaleik-
arinn Philip Salvador. Kris ílutti
að heiman fyrir rúmum mánuði
og Iiafa majðgumar ekki ræöst
við síðan.