Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Qupperneq 32
60
Bubbi Morthens
Peninga upp í
kjaftinn og út
kemur steypa
..oft á tíðum þegar þetta lið
er að syngja þessa texta þá hljóm-
ar það eins og glymskratii; maður
setur bara pening upp í kjaftinn
á þeim og það kemur einhver
Ummæli
steypa út.. .Ég er bara ánægður
með að umræðan fari í gang um
það hvort menn vilja syngja á
ensku héma heima,“ segir Bubbi
Morthens í Morgunpóstinum.
Ástandið einkennist af
gullgrefti
„Því miður hefur ástandið í þess-
ari atvinnugrein einkennst af
. gullgrefti en það ævintýri hefur
ekki gengið upp,“ segir Ellert Vig-
fússon ígulkeraframleiðandi í
DV.
Þræðir okkar Jóhönnu hafa
legið saman
„Það sýnist nú kannski sitt hverj-
um í þessu máli. Hitt er ekkert
launungarmál að þræðir okkar
Jóhönnu Sigurðardóttir hafa leg-
ið saman á flokksþingi og víðar í
flokknum," segir Sveinn Elín-
bergsson sem tapaði í prófkjöri
hjá Alþýðuflokknum.
Þannig skil ég orðið
trúbador
„Þó ég sé ekki hippi eða kommún-
isti að syngja um frystihús eða
þreyttar húsmæður og með næl-
onstrengjakassagítar er ég maður
sem stendur á sviði og syngur
eigin lög og texta. Þannig skil ég
orðið trúbador," segir Sverrir
Stormsker í Morgunpóstinum.
Sjóður sem rífur niður
„Þessi sjóður er byggður upp með
permgum iðnaðarins og ríkis-
sjóðs. í staö þess að byggja upp
fyrirtæki og rekstur í landinu
leggur hann sig í lima við að rífa
niður,“ segir Sigurður Sigurjóns-
son um Iðnlánasjóð í DV.
Heyrsthefur:
Það er garöur beggja megin við
húsið.
Gætum tungurmar
Rétt væri: Það er garður báðum
megin viö húsið. Eöa: Þaö er
garður beggja vegna við húsið.
HAPPDRÆTTI
BÓKATÍÐINDA
Vinnin^snómer rtngnínn er:
59141
Ef þú finnur þetta
happdrættisnúmer á
baksíöu Bókatiöinda
skaltu fara meö hana í
næstu bókabúö og sækja
vinninginn:
Bókaúttekt að andvirði
10.000 kr.
Eldri vinningsnúmer:
28742 - 33241 - 79864 - 29509
Bókaútgefendur
17
OO
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
Eljagangur sunn-
an- og vestanlands
- Skil eru komiri inn á vestanvert land-
ið og hreyfast þau austur á bóginn.
Veörið í dag
Á undan þeim er allhvöss suðaustan-
átt og rigning en í kjölfarið fylgir
suðvestankaldi og stinningskaldi.
Um hádegi verða skilin komin austur
fyrir land og þá verður éljagangur
sunnan- og vestanlands en léttir
heldur til norðan- og austanlands.
Veður fer kólnandi. A höfuðborgar-
svæðinu verður sunnan- og suðvest-
ankaldi með allhvössum slyddu- og
síðar snjóéljum. Veöur fer kólnandi
og síðdegis verður komið vægt frost.
Sólarlag í Reykjavík: 15.31
Sólarupprás á morgun: 11.15
Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.22
Árdegisflóð á morgun: 04.44
Heimild: Almanak Húskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri aiskýjað 4
Akurnes rigning 4
Bergstaðir alskýjaö 4
Bolungarvík rigning 6
Kefla víkurilugvöllur súldásíð. klst. 4
Kirkjubæjarklaustur rigning 4
Raufarhöfn alskýjað 3
Reykjavík rigning 5
Stórhöfði súld 6
Bergen léttskýjað -2
Helsinki skýjað -5
Kaupmannahöfn hálfskýjað 2
Stokkhólmur léttskýjað -4
Þórshöfn alskýjað 2
Amsterdam léttskýjað 3
Berlín léttskýjað 3
Feneyjar þokumóða 7
Frankfurt léttskýjað 5
Glasgow þokaásíð. klst. -2
Hamborg léttskýjað 3
London heiðskírt 4
LosAngeles léttskýjað 12
Mest áhersla
á forvamir
„Best er auðvitað að aldrei komi
til okkar kasta og í því sambandi
verðum við að treysta á að fólk
passi upp á sínar eldvarnir. Þaö er
ekki síst mikilvægt nú í desember.
Forvamarstarfiö er mikilvægt og
ég mun leggja áherslu á það í minu
starfi," segir Jóhannes K. Engil-
bertsson, nýráðinn slökkviliðs-
stjóri á Akranesi. Jóhannes er
fyrstur manna í fullu starfi sem
slökkviliðsstjóri en honum er einn-
ig ætlað að sinna eldvarnareförliti.
Hann á að baki yfir tuttugu ára
feril í slökkviliöinu.
„Menn hafa mikla ánægju af
þeim félagsskap sem er fólginn í
því að vera í slökkviliðinu. í liðinu
Jóhannes K. Engilbertsson.
DV-mynd Garöar
eru menn sem hafa verið allt frá
miðjum sjöunda áratugnum og eru
vonandi ekkert að hætta. Víð erum
alls 28 í þvi en svo er auðvitað öll-
um skylt aö hlýða kallinu þegar
það kemur," segir Jóhannes.
Slökkvihðið kemur saman á
skylduæfingar annan hvern mán-
uð en Jóhannes hefur hug á að
auka á þjálfunina, ekki sist hvað
reykköfun snertir. „Það er mikil
ábyrgð að senda menn inn í log-
andi hús fullt af reyk. Því fylgir
mikiö álag og þarf mikla líkams-
burði til að standa sig við slíkar
aðstæður. Ég vil taka á þessu og
held að mennirnir séu mér sam-
mála um það. Við erum nokkuð vel
tækjum búnir þótt alltaf megi bæta
þann þátt. Okkar draumur er hins
vegar að hér verði menn á vakt
allan sólarhringinn eins og víða er
í stærri sveitarfélögum," segir Jó-
hannes aö lokum.
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi
Myndgátan
Höfuðrofl
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Heil umferð í
1. deild hand-
boltanum
Handboltinn verður í aðalhlut
verki í íþróttum í kvöld, en þá fer
fram heil umferð í 1. deildinni og
verða margir spennandi leikir á
Iþróttir
dagskrá. Efstu hðin þijú leika öll
á útiveh svo eitthvað gæti rööin
breyst. Á Akureyri fer ffam leik-
ur KA og Hauka. í Kaplakrika
tekur FH á móti HK. í Laugar-
dalshöllinni leika KR-ingar við
Víkinga, á Selfossí leika heima-
menn við Stjörnuna, í Seljaskóla
fer fram leikur ÍR og Vals og á
Strandgötunni í Hafnarfirði fer
ffarn viðureign ÍH og Aftureld-
ingar.
Þá fara einnig fram tveir leikir
í 2. deild karla, Grótta loikur við
Fram á Seltjarnarnesi og í Vest-
mannaeyjum leikur hð ÍBV við
Keflvikinga.
Skák
Hvítur kóngurinn hefur hætt sér yfir á
bersvæöi í þessari stöðu sem er frá opna
mótinu í Bern í Sviss í fyrra. Rúmenski
stórmeistarinn Florin Gheorghiu hafði
svart gegn Daudsvardis og tókst að færa
sér þetta í nyt í fáum leikjum.
E «r
i Al
•a i A * * 4 ■& * A
Á i.
B
H
1. - Re5 + ! 2. fxe5 De6+ 3. Kg3 Bxe5 +
og hvítur gafst upp..
Jón L. Árnason
Bridge
* 8752
V ÁG4
♦ ÁGIO
+ ÁKD
* ÁK3
* KD106
* D97532
+ --
N
V A
S
♦ --
V 953
♦ K84
* 9876532
♦ DG10964
V 872
♦ 6
4* G104
Vestur
14
3»
p/h
Norður
Dobl
3 G
Austur
24
Pass
Suður
24
4«
Spihð kom fyrir í sveitakeppni og Jane
spilaði út hjartakóngnum í byrjun. Sagn-
hafi drap á ásinn og spilaði trompi á
drottninguna og Jane drap á kónginn og
spilaði næst hjartatíunni! Sagnhafi hafði
ekki efni á því aö gefa þann slag, drap á
gosann og spilaði enn spaða. Jane drap á
ásinn og spilaði lágu hjarta á níu aust-
urs. Austur var vel með á nótunum og
sendi strax lauf til baka og gaf stunguna.
Á hinu borðinu var samningurinn einnig
fjórir spaðar og þar var útspilið spaðaás.
Eftir þá byijun átti vömin enga von og
sagnhafi átti ekki í neinum vandræðum
með að vinna spilið.
ísak örn Sigurðsson
i
í
Jane Priday, sem gift var Bretanum Ant- '
hony Priday, lést nýlega aðeins 58 ára að
aldri eftir stutta sjúkdómslegu. Ef til vill
muna einhveijir íslenskir spilarar eftir
því þegar hún kom hingað til lands árið
1965 í bridgekeppni með tilvonandi eigin-
manni sínum, Anthony Priday, en þau
kynntust einmitt á ferð sinni hingað til
lands. Jane var fræg spilakona, ólympíu-
og Evrópumeistari með meiru, og þótti
sérlega slyngur varnarspilari. Hér er eitt
dæmi í minningu hennar en hún sat í
vestur. Sagnir gengu þannig, vestur gjaf-
ari og allir á hættu:
í
i
i
«
«
«
1