Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 9 Fréttir Eigandi Fjörunnar: * Víkingahofið einsogmálverk „Fjaran er friðuð en hin húsin eru langt frá Fjörunni og alls ekki friðuð. Ég fékk leyfi hjá húsafriðunarnefnd til að byggja þessa stafbyggingu. Hún er bara skraut. Fyrir nágrannana er byggingin bara eins og málverk til að horfa á,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fiörukrárinnar- Fjörugarðsins í Hafnarfirði. Nágrannar Fiörukrárinnar hafa verið óánægðir með að byggingar- nefnd hafi samþykkt byggingu vík- ingahofs ofan á aðra hæð F)öru- garðsins án þess að óska eftir áliti nágranna. Nágrannarnir telja hofið brot á deiliskipulagi og hafa sent kæru til umhverfisráðuneytisins. „Viðbyggingar við Fiöruna voru byggðar áður en búið var að friða Fjöruna og því lítum við svo á að elsta húsið, Fiaran, sé friðuð en af- gangurinn af húsaþyrpingunni sé ekki friðaður," segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður húsafrið- unarnefndar ríkisins. -GHS Frá afhendingu boltans. Tomasz, móðir hans Wieslawa Lupinska og Parker Borg. DV-mynd Ægir Már Tomasz Lupinski: Fékkáritaðan • bolta Tomasz Lupinski, drengurinn sem bjargaðist úr snjóflóðinu í Súðavík, fékk óvænta gjöf í hálfleik í leik ís- lendinga og Hollendinga í körfu- knattleik sem fram fór í Njarðvík sl. mánudag. Tomasz er mikill körfuboltaáhuga- maður og fylgist grannt með NBA- deildinni í Bandaríkjunum. Banda- ríski sendiherrann hér á landi, Park- er Borg, afhenti Tomaszi áritaðan körfubolta frá leikmönnum Orlando • og myndir af tveimur snjöllum leik- mönniun í Philadelpia 76ers. Eitt málverka Steingrims á afmælis- sýningunni, Lady Companion (III) - La Costa Brava, sem unnið var á Spáni í sumaryl. Steingrímur St. Th.: Sýninginframlengd Afmælissýning Steingríms St. Th. Sigurðssonar hstmálara í Keflavík hefur verið framlengd til mánudags- ins 15. maí en henni átti að ljúka í gær. Á sýningunni er Steingrímur með 72 myndir, þar af 66 nýjar. Myndimar málaði hann í þremur löndum; á íslandi, Spáni og í Banda- ríkjunum. Vegna fréttar DV í gær skal það leiðrétt að eitt verka Steingríms á sýningunni, fantasían Vetrarbraut- in, var máluð á þremur árum, 1974- 1977, í Hveragerði aðallega, en ekki í þremur löndum. SYNGIANDl SUMARTI LBOol 1 INUjMn^* Tulip PCI margmidlunartö/va I Jg jfl 0 486 SX/66 MHz örgjörvi h AÐEINS KRÓNUR: # 4 MB minni - 270 MB diskur # Fullkomið ritvinnslukerfi, töflureiknir og teikniforrit. # Margmiðlunarbúnaður: geislaspilari, hljóðkort, hátalarar, hljóðnemi og geisladiskar, stútfullir af fjölbreyttum hugbúnadi. PCI:Nýjasta og hraðvirkasta tækni í Local Bus NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf skrefi á undan Er röðin komin að þér? Nú er hann þrefaldur! - ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20 ■ISWWWKW®*jg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.