Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Sögur af nýyrðum_ Vistgata í sumum Evrópulöndum, þar sem sumur eru heit, hafa íbúðar- hverfi verið skipulögð með þeim hætti, að íbúar geta hvergi notið sólar né sumars nema á götunni framan við hús sín. Áður en bílaöld hófst, var þetta ekki talið mikið vandamál, litið var svo á að fólki nægði gatan til útivistar. Fólk gat farið með borð og stóla út fyrir hús sín, setið þar og drukkið kaíli, gos- drykki eða bjór og notið blíðunnar. En eftir að bifreiðir komu til sög- unnar, var friöurinn úti. Hávaðinn olli ónæði, og bömin voru í hættu eða gátu að minnsta kosti ekki leik- ið sér eins frjálslega og áður. Mönnum varð ljóst, að grípa þurfti til einhverra ráða. Mér er sagt - og ég hefi enga ástæðu til að rengja það - að Hol- lendingar hafi orðið fyrstir til að skipuleggja götur, sem þeir kalla woonerf. Woon- er skylt þýsku sögninni wohnen, sem merkir „búa“, en er/merkir „lóð“ og raun- ar fleira. Ég veit ekki, hvað götur af þessu tæi eru kallaðar á öðrum málum, þó mun vera til í þýsku orðið Anliegerweg um götur af þessari gerö. Það mun hafa verið árið 1986, að til umræðu kom í Orðanefnd bygg- ingarverkfræðinga, hvað kalla mætti woonerf á íslensku. Bar tvennt til. í undirbúningi var frum- varp til umferðarlaga, en nefndin fjallaði um nokkur orð og raunar orðasambönd, sem þar þurfti að nota. Hin ástæðan var, að skipu- leggja átti fyrstu götuna, Þórsgöt- una í Reykjavík, sem woonerf. Þetta fyrirbæri var skýrt með nefndinni eitthvað á þá lund, að það væri gata í íbúðarhverfi, þar sem umferðarhraða væri haldið niðri með hraðatálmum, aksturs- hraði takmarkaður og aðrar ráð- Umsjón Halldór Halldórsson stafanir gerðar, til þess að gatan væri hæf til útivistar fyrir börn og fulloröna. Mönnum gekk illa að finna nafn á götu af þessu tæi. Var um þetta spjallað fram og aftur án árangurs. Eg velti þessu mikið fyrir mér, en datt ekkert í hug. En loks kom lausnin. Einn nefndarmanna, Ey- mundur Runólfsson, deildarverk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins, skaut því fram á einum fundi í Orðanefndinni, að hugsanlegt væri, að kalla mætti götur af fyrr greindri gerö vistgötur (í eintölu vistgata). Öllum leist vel á þessa tillögu, og var hún samþykkt í nefndinni. Orðið vistgata komst svo inn í Umferðarlögin frá 1987 (7. grein), og segir þar m.a.: „Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber að aka mjög hægt, að jafn- aði eigi hraöar en 15 km á klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða." Af þessu má sjá, að orðið vistgata vann sér fljótt þegnrétt í málinu og hlaut meira að segja löggildingu. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Húsbréf Útdráttur húsbréfa Vinsamlega athugið! í auglýsingum um útdrátt húsbréfa sem birtust í dagblaðinu Degi, miðvikudaginn 10. maí, voru ekki veittar réttar upplýsingar, vegna tæknilegra mistaka. Leiðrétting verður birt í sama blaði, laugardaginn 13. maí. Einnig verða leiðréttar auglýsingar birtar í næsta Lögbirtingablaði. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Ljj HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SiMI 69 69 00 Krossgáta 7o/?/V //V/9 VirJ/Vfí SKOR VÝR HofíuR mjoll /n FuGL <— V'/U- GLfíSj 23 5TRU/V5 í)£> S/ET/ TO/V/L X 9 lD ~7i 1h ~ SvSF/L FAR/K _ H F//V5 SfímHL TM5NPi Ý VOKKflR SfímST. /? REKfíH Hvf® RfíFTflp 6BRIR PRL5Tur fl/v’Sft 5 3ö/< ÖSV/K /Ð ’/LfíT V//0/T/ v/íflj?/ G£/</< HÆáT /3 RINVUfll V P/ST/ ‘/PoTTaR Ö6N 5/ofl fíSFRR S P/K NfíGfl FUGL- Í/EPUN GURINN /6 VöNDuR L/ 25 PlFTT //? MfíUK /b KfíflT LYKKj fírv /VUDV GjfíRNlR HFNDfl HjfíR/ T>U6 LcðOR /7 7777// F0RU6 fít /t>N/ SLflNfl TR£N- A5T um 3EÐ l/VN /3 /3 7? 7.E/N5 2£/N5 II 5'/Z>fíST FLJOT FL/or S/SFT) TflLNIfl rSYLT/R u/n %0 S/Ðflsr RfEFLfíR H'oT/ DflN/R u /ÐRfl oR/n /5 U/nLfl 21 FuáL n G£LT UF FÆR/ SKR/FA SAR Zi 'flL/T OV/LJ U6 F£R fl Sjo LoKKfl SKbL/ LlmuR 23 IH KHÖPP 5oRGfíR VoL /O B/D- Stöð 1 /H ^--57 /te-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.