Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 31
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995
39
íþróttir
- dauðafærin í súginn og S-Kórea vann ísland, 26-23
Víðir Sigurðsson skrifar:
Til hamingju, Suður-Kóreubúar.
Þið eigið betra landslið en íslending-
ar og sýnduð það og sönnuðuð í
Laugardalshöllinni í gær. Sigur
ykkar, 23-26, var verðskuldaður og
mun öruggari en lokatölurnar gefa
til kynna því ísland skoraði þrjú síð-
ustu mörkin. Þið hafið burði til að
ná langt i þessari keppni, en and-
.. stæöingar ykkar, íslensku leik-
mennirnir, féllu á prófinu.
Þetta var háðuleg útreið. Dyggi-
lega studdir af fimm þúsund íslensk-
um áhorfendum, sem samkvæmt
kenningunni eiga að hjálpa heima-
liðinu um 5-6 mörk, brugðust ís-
lensku leikmennirnir og landsliðs-
þjálfarinn gersamlega. Það er sama
á hvaða þátt leiksins er litið, sókn,
vörn'og markvörslu, allt brást þetta.
Afsakanir eru ekki til, hafa for-
ráðamenn landsliðsins sagt að und-
anfomu, og nú spyr ég: Hvað varð
um alla þessa vinnu sem lögð var í
að kortleggja Kóreubúana? Vissu
menn ekki út í hvað þeir voru að
fara og hvernig ætti að bregðast við?
Hvers vegna var Patrekur ekki í
byrjunarliði íslands? í svona leik er
það sá sem þorir og getur smeygt
sér i gegn á fjölbreyttan hátt sem á
að nota. Patrekur sýndi það, hann
skapaði sér færin, en nýtti þau síð-
an ekki nógu vel, eins og flestir fé-
laga hans. Kyung-shin Yoon er frá-
bær skytta og það vissu allir. Hann
hefur skotleyfi hjá Kóreu, en af
hverju fékk hann skotleyfi hjá ís-
lensku leikmönnunum, og af hverju
gaf Þorbergur honum skotleyfi í 40
mínútur, jafnvel þótt leikmennimir
væru farnir að biðja um að hann
væri tekinn úr umferð?
Það var eins og íslensku leik-
mennirnir væru þrúgaðir af taugaó-
styrk á meðan hinir ungu mótherjar
þeirra spiluðu af ró og yfirvegun.
Var ekki búið að afgreiða sálfræð-
ina? Tíu sinnum töpuðu íslensku
leikmennirnir boltanum án þess að
ná að ljúka sókn með skoti. Slíkt er
ekki hægt í mikilvægum HM-leik.
Eini ljósi punkturinn var
lokakaflinn þar sem ísland gerði
þrjú síðustu mörkin. Þar með er
enn von um sigur í riðlinum og leik
gegn Kúbu. En annars skiptir senni-
lega ekki máli hvort ísland mætir
Tékklandi, Króatíu eða Rússlandi,
það þarf mikið að breytast til að ís-
lenska liðið eigi erindi lengra en í
16-liða úrslitin. Landsliðsmenn ís-
lands. Þið fáið tækifæri í dag gegn
Sviss til að reka af ykkur slyðruorð-
ið - nýtið það.
Sagt
eftir
leikinn
gegn
S-Kóreu
Dagur Sigurösson
„Það var allt á móti okkur.
Taugaveiklun einkenndi leikinn
frá byrjun og við náðum aldrei að
spila okkar leik. Sóknarleikurinn
var mjög einhæfur og vörnin var
að sama skapi ekki nógu góð.
Kóreumenn léku mjög yfirvegað
allan leikinn og réðu ferðinni. Ég
ætla að vona að við drögum lær-
dóm af þesum afleita leik. Ég hef
fulla trú á þessum mannskap og
við ætlum að taka okkur tak fyr-
ir leikinn gegn Sviss. Þetta var
bara ekki okkar dagur og von-
andi koma ekki fleiri slíkir,“
sagði Dagur Sigurðsson lands-
liðsmaður við DV eftir leikinn.
Gunnar Einarsson
„Það lagðist allt á eitt hjá ís-
lenska liðinu. Sóknin og vörnin
voru aldrei í takt við leikinn. All-
ar aðgerðir í sókinni voru sein-
virkar og menn voru ekki nógu
hreyfanlegir. Kóreumenn höfðu
vinninginn á öllum sviðum. Það
vofði kannski alltaf yfir liðinu að
tapa leik í riðlakeppninni. Ég vil
meina að það henti okkur betur
að leika gegn Sviss en við verð-
um þá að leika mun betur í þess-
um leik svo okkur takist að
leggja Sviss að velli,“ sagði
Gunnar Einarsson handknatt-
leiksþjálfari eftir leikinn.
Ólafur Jónsson
„Ég hélt alltaf að íslenska lið-
inu tækist að rífa sig upp en því
miður gekk það ekki eftir. Varn-
arleikurinn hrundi algjörlega og
við það skapaðist óöryggi sem
smitaði út frá sér í öðrum aögerð-
um. Það getur verið gott að taka
út svona slappan leik strax í
riðlakeppninni og ég á ekki von á
því að það gerist aftur. Strákam-
ir rífa sig upp á nýjan leik án
nokkurs vafa ef ég þekki þá rétt.
Ég hefði sett Gústaf Bjarnason á
miðjuna til að leysa sóknina upp
í 4-2. Sú uppstiUing hefði ef til
vill komið róti á vörn Kóreu-
manna. Lið Sviss leikur öðruvísi
bolta og getur á vissan hátt hent-
að liðinu betur,“ sagði Ólafur
Jónsson, fyrrverandi landsliðs-
maður, við DV eftir leikinn.
ísland - Suður-Kórea (10-12) 23-26
1-0, 1-4, 3-4, 4-7, 5-10, 9-11, (10-12), 12-13, 13-16, 15-19, 17-19, 17-22, 20-23,
. 20-26, 23-26.
Mörk íslands: Geir Sveinsson 7, Gústaf Bjarnason 5, Valdimar Grímsson
3, Patrekur Jóhannesson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Júlíus
Jónasson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 7, Sigmar Þröstur Óskarsson 8.
Mörk Suður-Kóreu: Kyung-shin Yoon 8, Sung-rip Park 6, Sang-suh Back 4,
Chi-hyo Cho 3, Byung-wook Moon 3/2, Bum-yon Cho 2.
Varin skot: Suk-hyung Lee 18.
Brottvísanir: ísland 10 mínútur, S-Kórea 4 mínútur.
Dómarar: Dancescu og Mateescu frá Rúmeníu, ágætir.
Áhorfendur: Um 5.000.
55 A-RIÐILL
L U J T MÖRK STIG j
SVISS 4 4 0 0 109-92 8 M
S.-KÓREA 4 3 0 1 110-92 6
ÍSLAND 4 3 0 1 99-83 6
UNGVERJALAND 4 1 0 3 95-97 2
TÚNIS 3 0 0 3 61-84 0
BANDARÍKIN 3 0 0 3 45-81 0
í dag ráðast úrslitin í riðli A. Leikurinn við Sviss hefst kl.
16:00. Hvað gerir tröllið Baumgartner gegn troðfullri Höll?
Láttu þig ekki vanta, stuðningur áhorfenda
getur ráðið úrslitum. Miðasalan opnar kl. 10:00.
Og aftur bjóðum við
1.200 miöa í stæði í
nýju viðbyggingunni á
aðeins 1.000 kr.
Miði í
sæti kostar 3.300 kr. Láttu
þig ekki vanta, troðfyllum
Höllina. Áfram ísland!
4?
o
{.UMfiy
%
5