Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 50
58 Afrnæli LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Kristján Þórðarson Kristján Þóröarson, útvegsbóndi aö Breiðalæk í Vesturbyggö, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Kristján fæddist að Innri-Múla á Barðaströnd og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp. Eftir að Kristján kvæntist reistu þau hjónin nýbýlið Breiðalæk í Barðastrandarhreppi 1955 þar sem þau hafa stundaö búskap síðan. Auk þess hefur Kristján stundað útgerð á trillu ásamt sonum sínum frá 1973. Kristján stofnaði ásamt fleiri fyrsta unglingaskólann í Baröa- strandarhreppi og sá um allan rekstur skólans 1964. Hann var formaður Ungmennafélags Barð- strendinga 1948-68, formaður skóla- nefndar Barðastrandarskólahverfis 1952-78, sat í stjórn Ræktunarsam- bands Vestur-Barðstrendinga 1964-79, var einn aöalstofnandi Mjólkursamlags Vestur-Barö- strendinga og sat í stjórn þess um árabil, var formaður byggingar- nefndar félagsheimilisins Birkimels og síðan fyrsti formaður húsnefndar í nokkur ár, hefur verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum, sat í sýslunefnd Barðastrandarsýslu 1966-70, sat í hreppsnefnd Barða- strandarhrepps frá 1970 og var odd- viti til 1982, fulltrúi á þingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga frá 1970 og sat á fjórðungsþingi Vest- fjarða og í stjórn Orkubús Vest- íjarða. Kristján er einn stofnenda Kaup- félags Barðastrandar og var formaö- ur þess um skeið. Þá var hann einn af stofnendum saumastofunnar Strandar hf. og er framkvæmda- stjóri hennar frá stofnun 1978. Hann var varamaður Landnámsstjórnar ríkisins og sat í Sauðfjársjúkdóma- nefnd 1978-80. Fjölskylda Kristján kvæntist 23.10.1954 Val- gerði Kristjánsdóttur, f. 5.11.1932, húsfreyju. Hún er dóttir Kristjáns Finnbogasonar, b. í Líkabæ í Ogur- hreppi við Djúp, og Guðbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Kristjáns og Valgerðar eru Snæbjörn, f. 29.8.1954, rafiðnfræð- ingur, kvæntur Siguriaugu Sigurð- ardóttur, verslunarmanni frá Kefla- vík, og eiga þau tvö börn, Valgerði og Kristján; Finnbogi, f. 21.6.1956, b. og búfræðingur á Breiöalæk, kvæntur Ólöfu Pálsdóttur frá Hamri og eiga þau fjögur börn, Guð- rúnu, Pái, Kristján og Hafþór; Gísh, f. 16.9.1957, magister í sagnfræði og fréttamaður DV í Noregi, en kona hans er Anne Árstad; Þórhildur, f. 27.4.1964, þroskaþjálfi, gift Sigurði Má Halldórssyni ljósmyndara og eiga þau tvíburana Sörú Björk og Urði Maríu; Steinunn, f. 13.10.1965, fornleifafræðingur, og á hún tvö börn, Sigurhjört Snorrason og Helgu Valgerði Snorradóttur; Erla Bryndís, f. 16.4.1968, nemi í arkitekt- úr i Ási í Noregi, í sambúð með Jóni Gíslasyni og eiga þau eina dóttur, Fanneyju. Systkini Kristjáns eru Björg, f. 10.10.1916, b. í Tungnamúla; Olafur, f. 21.8.1918, kennari í Reykjavík; Jóhanna, f. 4.1.1920, húsmóöir á Patreksfirði; Júlíus Ólafur, f. 29.4. 1921, b. á Skorrastað í Norðflrði; Björgvin, f. 9.9.1922, var leigubíl- Kristján Þórðarson. stjóri í Hafnarfiröi; Karl, f. 16.10. 1923, d. 1993, var starfsmaður við Áburðarverksmiðju ríkisins; Stein- þór, f. 13.7.1924, d. 1995, b. á Skorra- stað f Norðfirði; Sveinn Jóhann, f. 13.12.1927, kaupmaður og b. að Innri-Múla. Foreldrar Kristjáns voru Þórður Ólafsson, f. 24.8.1887, d. 1985, b. að Innri-Múla á Barðaströnd, og k.h., Steinunn Björn Júlíusdóttir, f. 20.3. 1895, d. 1885, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 13. maí 85 ára Sólveig Indriðadóttir, Baughóli 21, Húsavík. 75 ára Emili.a J. Simonsen, Smyrilshólum 4, Reykjavík. Vilborg Halldórsdóttir, Kópavogsbraut 69, Kópavogi. Brynhildur Pálsdóttir, Hátúni 12, Reykjavík. 70 ára Rögnvaldur Finnbogason, Garðaflöt 17, Garðabæ. Magnús S. ÓlaCsson, Kleppsvegi 138, Reykjavfk. 60 ára Jónas Þór Sveinbjörnsson, BrautarholtilS, Reykjavík. Björn Helgason, Austurbergi 32, Reykjavík. Haukur Frímannsson, Espigerði 2, Reykjavík. Ólafúr Þórður Ágústsson, Réttarholtsvegi 85, Reykjavík. Eiginkona hans er Hrafhhildur Ásbjömsdóttir. Þau taka á móti gestum i sal Steypustöðvarinnar, Sævarhöfða 4, Reykjavík, i dag, laugardaginn 13.5., kl. 20.00. Kristbjörg Bjarnadóttir, Litlu-Brekku, Hofshreppi. 50ára Kristín Harðardóttir, Borgarflöt7, Stykkishólmsbæ. Friðrikka Svavarsdóttir, Bessahrauni 18, Vestmannaeyjum. Elisabet E. Lunt, Unufelli 25, Reykjavík. 40ára Jósep Magnússon, Grundargötu 15, Grundarfirði. Hiidur Guðmundsdóttir, Lyngbergi 7, Hafnarfirði. Hallsteinn Guðmundsson, Flatasföu 5, Akureyri. Kjartan Garðarsson, Borgarlandi 26, Djúpavogshreppi. Kristborg Hafsteinsdóttir, Borgarsandi 5, Hellu. Júliana Sveinsdóttir, Vesturgötu 51C, Reykjavík. Hafdís Jakobsdóttir, Unufelli 50, Reykjavík. Gísli Sigurgeir Hafsteinsson Gísli Sigurgeir Hafsteinsson bif- reiðastjóri, Eyjabakka 12, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Hafnarfirði og ólst upp þar upp til sex ára aldurs en síðan í Stórholtinu í Reykjavík. Hann hefur stundað ýmis almenn störf til sjós og lands en er nú bif- reiðastjóri hjá ÁN-verktökum. Fjölskylda Kona Gísla er Heiður Þórunn Sverrisdóttir, f. 14.8.1970, húsmóðir. Hún er dóttir Sverris B. Guðmunds- sonar sjómanns og Ástu S. Gísla- dótturljósmóður. Dóttir Gísla og Heiöar er Auður, f.7.2.1995. Böm Gísla frá því áður eru Helga, f. 1962; Helga Bylgja, f. 29.1.1964; Hafsteinn, f. 1966; Herborg, f. 1969; Matthildur, f. 1970; Hafþór, f. 1976; Sigþór, f. 1977; Hrólfur, f. 1983; Hilm- ar Már, f. 1985; Hjalti Þór, f. 1987; Bjöm GísM, f. 1988. Hálfsystur Gísla, sammæðra, era Gísli Sigurgeir Hafsteinsson. Auöur Gísladóttir, húsmóðir í Bandaríkjunum, og Helga F. Gísla- dóttir, húsmóðir í Bandaríkjunum. Foreldrar Gísla; Hafsteinn Bjöms- son, f. 30.10.1914, d. 1977, miðill í Reykjavík, og Jónína Þórdís Helga- dóttir, f. 2.3.1906, d. 23.12.1985, hús- móöir. GísM er að heiman á afmælisdag- inn. Steinar Þór Jónasson Steinar Þór Jónasson verslunar- maður, Byggðarholti 9, Mosfellsbæ, verður sextugur á morgun. Starfsferill Steinar fæddist í Hrísey en flutti meö foreldram sínum til Siglufjarð- ar er hann var sjö ára. Hann lauk skyldunámi á Siglufirði og var síðan fil sjós á togurum frá sextán ára aldri og þar til hann varð tuttugu ogeins árs. Steinar flutti til Þýskalands þar sem hann vann í kolanámu í Achen í þrjú ár, lærði síðan matreiðslu á Hotel Vier Jahrezeiten í Achen. Hann kom aftur heim 1962, var matreiðslumaður og bryti hjá Eim- skip hf. og síðan hjá Jöklum hf. til 1965, starfaði hjá Loftleiðum hf. í Keflavík í eitt ár, var yfirmat- reiðslumaöur hjá Búrfellsvirkjun 1966-67 og réðst síðan aftur til Loft- leiöa. Steinar keypti Hótel Höfn á Siglu- firði 1968, endurbætti hótelið og rak það til 1980. Þá stofnsetti hann saumastofuna Salinu á Siglufirði ásamt nafna sínum, Steinari Bald- urssyni, og var flugvaUarstjóri á Siglufirðiísjöár. I ársbyrjun 1981 flutti Steinar í Mosfellsbæ. Hann var þar sölumað- ur hjá Álafossi þar til fyrirtækið var sameinað Sambandinu eri síðustu árin var hann verslunarstjóri í Ála- fossbúöinni. Síðan varð hann sölu- stjóri hjá Fínuli hf. þar til fyrirtæk- ið var selt til Borgarness en rekur nú verslun á Hótel Sögu ásamt konu sinni. Á Siglufirði var Steinar frumkvöð- ull að stofnun Kiwanisklúbbsins Skjaldar, var fyrsti forseti klúbbs- ins, svæðisstjóri Kiwanis á Óðins- svæði í eitt þar og forseti Kiwanis- klúbbsins Geysis í Mosfellsbæ í eitt ár. Fjölskylda Steinar kvæntist 7.3.1964 Elísa- betu Vilborgu Jónsdóttur verslun- armanni. Hún er dóttir Jóns Óskar Guðmundssonar, b. í Norður- Nýjabæ í Þykkvabæ og síðar í Reykjavík, og Sigurbjargar Ingvars- dóttur saumakonu. Börn Steinars og Vilborgar eru Steinunn Júlía, f. 1.6.1964, prent- myndasmiður í Mosfellsbæ, og á hún þrjú börn; Jón Óskar, f. 21.4. 1967, nemi í byggingartæknifræði í Horsen í Danmörku; Gyða Sigur- björg, f. 15.11.1973, búsett í Reykja- vík, í sambúð með Bergþóri Helga Bergþórssyni, starfsmanni í Odda hf„ og eiga þau eitt barn; Daði Þór, f. 19.6.1976. Steinar Þor Jónasson. Dætur Vilborgar og fósturdætur Steinars eru Ragnheiður Jenny, f. 12.10.1959, fasteignasali í Okinava í Japan, gift Harold Dennis Evans, Mðsforingja í Bandaríkjaher, og eiga þau tvö börn; Kristín Helga, f. 22.2. 1963, skrifstofumaður í Mosfellsbæ, gift Arnari Stefánssyni verktaka og eiga þau tvö börn. Foreldrar Steinars er Jónas Krist- inn Tryggvason, f. 28.8.1911, hús- vörður, og Helga Kristín Baldvins- dóttir, f. 28.3.1914, húsmóðir. Steinar tekur á móti gestum að Hlégarði í Mosfellsbæ á afmælisdag- inn, sunnudaginn 14.5., frá kl. 17.00-19.00. Hildigunnur Þórðardóttir Hildigunnur Þórðardóttir bankarit- ari, HálsaseM 56, Reykjavík, er fimmtugídag. Starfsferill Hildigunnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Sólvöllunum í vest- urbænum. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar 1962 og prófi frá Skóla banka- manna 1966. Hildigunnur var bankaritari og gjaldkeri í Útvegsbanka íslands 1965-71, bankaritari og gjaldkeri við Handelsbanken í Helsingor í Dan- mörku 1971—74 en hefur síðan starf- að við Útvegsbankann og íslands- banka þar sem hún starfar nú við bókahald aö Ármúla 7. Hildigunnur var trúnaöarmaður í Útvegsbanka íslands og sat í stjórn starfsmannafélags bankans. Fjölskylda Hildigrinnur giftist 29.4.1967 Finn- boga Höskuldssyni, f. 30.8.1943, tæknifræðingi BSc. Hann er sonur Óskars Höskuldar Finnbogasonar, prests í Staðahrauni á Mýrum, í Stafholti og á Bíldudal en hann lést 1976, og k.h„ Rakelar Veturliöadótt- ur húsfreyju sem lést 1984. Dætur Hildigunnar og Finnboga eru Rakel Þóra Finnbogadóttir, f. 7.3.1973, starfsstúlka í Reykjavík en maður hennar er Einar Lee bifreiða- stjóri og er sonur þeirra Þórður Geir, f. 25.12.1990; Ásdís Margrét Finnbogadóttir, f. 31.10.1974, nemi í Bandaríkjunum. Systkini Hildigunnar eru Kristín Þórðardóttir, f. 14.9.1937, íþrótta- kennari, búsett í Reykjavík, gift Guðmundi Guðmundssyni, aðstoð- aryfirlögregluþjóni hjá RLR; Sig- uröur Þórðarson, f. 21.3.1939, verk- fræðingur, búsettur í Garðabæ, kvæntur Sigrúnu Andrésdóttur tón- listarkennara. Foreldrar Hildigunnar: Þórður Hildigunnur Þórðardóttir. Guömundsson, f. 19.5.1908, d. 19.10. 1988, verslunarstjóri hjá Hvann- bergsbræðrum í Reykjavík, og k.h„ Margrét Sigurðardóttir, f. 29.1.1914, húsmóðir. Hildigunnur og Finnbogi taka á móti gestum að heimili sínu á af- mæMsdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.