Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Side 15
DV LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 15 Þess er minnst meö margvísleg- um hætti um þessar mundir að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsta tölublað Dagblaðsins sá dagsins ljós. Sjáifur afmælisdagurinn var í gær en í dag býður DV lesendum sínum til afmælisveislu í Perlunni. Síðar í haust efnir DV svo til hringferðar um landið til að fagna afmælinu með lesendum sínum á landsbyggðinni. Á þessum tímamótum munu lesendur DV einnig smátt og smátt verða varir við margvísleg- ar breytingar á blaðinu sjálfu, bæði að útliti og efni. Það á til dæmis við um þetta helgarblað sem þú ert að lesa. Það er veru- lega breytt að útliti frá því sem áður var enda er það unnið með nýrri tölvutækni sem gefur mögu- leika á fjölbreytilegri framsetn- ingu texta og mynda. Næstu vikumar verða ýmsar frekari breytingar gerðar á efni og útliti DV. Þær miða allar að því að þjóna lesendum sem best með heiðarlegu, skeleggu og skemmti- legu dagblaði. Fjölmiðlabylting Þær breytingar sem orðið hafa í íslenskum fjöbniðlaheimi á þess- um síðustu tuttugu árum eru svo gífurlegar að rétt er að tala um byltingu. Dagblaðið kom til sögunncir á tíma flokksblaða. Stjórnmála- flokkar gáfu þá út þrjú dagblöð, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðu- blaðið, og höfðu meira og minna mótandi áhrif á önnur, það er Morgunblaðið og Vísi. Á þessum tíma var ríkið eitt um rekstur ljósvakamiðla. Hér var ein sjónvarpsdagskrá, takmarkað- an tíma á dag og aldrei á fimmtu- dögum, og ein útvarpsrás, gamla gufan, sem sendi út frá morgni til kvölds en þagnaði um nætur. Tilkoma Dagblaðsins árið 1975 hristi rækilega upp í þessu staðn- aða fjölmiðlaumhverfi. Blaðið varð opinn vettvangur fyrir manninn á götunni. Það knúði aðra fjölmiðla, og þá alveg sér- staklega keppinautinn á síðdegis- markaðinum, Vísi, til að stíga skref í sömu átt. Þar með hófst sú þróun í átt til frjálsra, óháðra fjöl- miðla sem ekki varð stöðvuð. Tvö stór dagblöð Eftir nokkurra ára harða sam- keppni á síðdegismarkaðinum varð ný bylting í íslenskum fjöl- miðlaheimi árið 1981. Þá samein- uðust Dagblaðið og Vísir að loknu löngu prentaraverkfalli og DV hóf göngu sína. Sameiningin varð til þess að Morgunblaðið fékk í fyrsta sinn í langan tíma keppinaut sem nálg- aðist hann að útbreiðslu og lestri. Fyrsta stóra lestrarkönnunin sem gerð var eftir sameiningima, árið 1983, sýndi að 75 prósent þjóðar- innar sögðust lesa Morgunblaðið daglega eða oft en 70 prósent DV. Munurinn var aðeins fimm pró- sentustig. Á þessum tíma höfðu önnur dagblöð samt sem áður umtals- verða útbreiðslu. Tíminn var þannig lesinn daglega eða oft af 26 prósentum þjóðarinnar og Þjóð- viljinn af 20 prósentum en Alþýðu- blaðið hafði 7 prósenta lestur. Síðan þá hafa stóru dagblöðin tvö styrkt stöðu sína og yfirburði á markaðnum á kostnað minni blaðanna sem hafa sum hver hreinlega dáið drottni sínum. Það má þvi segja með nokkrum rétti að nú séu einungis tvö alvörudag- blöð á íslenskum blaðamarkaði, Morgunblaðið og DV. Ljósvakabyltingin Frjálsræðisþróun í ljósvaka- miðlun fylgdi í kjölfar vorleysing- anna á dagblaðamarkaðinum. Það var eiginlega fyrst í hörðu verk- falli opinberra starfsmaima árið 1984 að tekin voru raunveruleg skref í átt til frjáls útvarpsrekst- urs. Þegar Ríkisútvarpinu var lokað í þessu verkfaUi var gripið til þess ráðs að hefja frjálsan útvarps- rekstur fram hjá ríkiskerfmu. Þar höfðu starfsmenn DV mikilvæga forystu með Fréttaútvarpinu svo- kallaða sem útvarpaði fréttum til landsmanna með reglubundnum hætti allt þar til stöðinni var lok- Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri að með áhlaupi rannsóknarlög- reglu. Eftir þau átök var ekki lengur meirihluti fyrir því á Alþingi að banna frjálsan útvarpsrekstur. Nýjar útvarpsstöðvar komu til sögunnar og í kjölfarið ný sjón- varpsstöö. Afleiðingin er meðal annars það gífurlega framboð á útvarps- og sjónvarpsefni sem allir kannast við í dag hjá ríkissjónvarpinu, Stöð 2, Fjölvarpinu og þeim er- lendu gervihnattastöðvum sem ís- lenskir notendur ná beint gegnum eigin diska. Og fram undan virðist enn frek- ari samkeppni á því sviði þegar ís- lenska sjónvarpið og Sýn hefja reglulegar útsendingar á nokkrum rásum. Tölvubyltingin Önnur bylting hefur orðið í dag- blaðaheiminum á þessum tveimur áratugum. Öll sú tækni sem notuð er við vinnslu dagblaða hefur gjör- breyst. Þar ræður mestu gífurleg framþróun í tölvutækni. Fyrir tuttugu árum var allt efni dagblaðs skrifað á pappír á ein- faldar gerðir ritvéla. Nú eru frétt- ir og greinar samdar beint á tölv- ur sem geta leikið sér með form textans á marga vegu, allt eftir því sem hönnuðir blaðsins biðja um. Fyrir tuttugu árum voru lang- flestar myndir dagblaðanna svart- hvítar og stækkaðar á pappír. Nú eru ailar myndir teknar í lit og filmumar skannaðar beint inn í tölvuforrit sem geta lagað mynd- irnar nánast að vild. Þetta hefur stóraukið möguleika blaðanna til að sýna lesendum sínum veröld- ina í lit. Stærri og betri Það er víða lenska að trúa því að öllu miði aftur á bak. Heimur versnandi fer, segir máltækið. En þegar grannt er skoðað kem- ur yfirleitt í ljós aö slíkar fullyrð- ingar byggjast á fortíðarsýn sem á meira skylt við hillingar en veru- leika. Þetta á líka við í blaðaútgáf- unni. Sá mikli munur sem er á ís- lensku dagblöðunum nú og fyrir tuttugu árum er nefnilega aUur nútímanum i hag þótt sumir haldi annað að óathuguðu máli. Stóru daghlöðin eru ekki aðeins stærri og efnismeiri heldur líka mun bet- ur úr garði gerð að öllu leyti. Grundvallaratriði blaða- mennsku sem vill vera frjáls og óháð eru hins vegar þau sömu og áður. Markmið hennar er sem fyrr að upplýsa lesendur um allt það sem almenning varðar og koma þeim frásögnum á framfæri á eins skýran og aðgengilegan máta og tök eru á. Margir leggja hönd á plóginn á stóru dagblaöi. Fjölmenn sveit góðra starfsmanna stendur þannig á bak við hvert og eitt tölublað DV. Eðli málsins samkvæmt er dag- blaö nýtt á hverjum degi. Hvert tölublað er því ekki lengi í vinnslu. En handtökin eru afar mörg allt frá þvi fyrsta frétt dags- ins er skrifuð þar til blaðið er komið í hendur lesenda. Allir hlekkir í þeirri keðju hafa mikil- vægu hlutverki að gegna. Og hvað svo? Á miklum breytingatimum er erfitt að spá fyrir um þróun mála næstu áratuga. Það er því óvarlegt að fullyrða mikið nú um það hvað gerast muni í íslenskri ijölmiðlun næstu tuttugu árin. Eitt er þó næsta ljóst. Tölvubyltingin mun halda áfram að breyta heiminum og þar með daglegu umhverfi okkar allra. Samspil tölvunnar, stafræna símkerfisins, sjónvarpsins og fjar- skiptahnattanna mun hafa mikil áhrif á vinnu manna og afþrey- ingu - daglegt amstur fólks, skemmtanir og menningarstarf. Sumir spekingar spá því að í þessari framtíðarbyltingu muni felast dauðadómur yfir prentmiðl- um. Það er mikill misskilningur. Tæknibreytingar síðustu ára eiga veigamikinn þátt í þeirri framfor sem orðið hefur við framleiðslu blaða og bóka á liðnum áratugum. Ef prentmiðlunum tekst að nýta sér nýjungar komandi ára með svipuðum hætti er engin ástæða til að ætla annað en að dagblöð verði enn sem fyrr nauðsynlegur þáttur í daglegu lifi fólks þegar líða tekur á tuttugustu og fyrstu öldina. Ellas Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.