Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Síða 31
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 fmæli Dagblaðsins Blaðið er nauð- synlegt - segir Hannes Hólmsteinn „Mér finnst tilkoma DB hiklaust hafa orsakað breytingu á dagblaða- markaðnum. Þetta varð til þess að Vísir hætti virkum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og bæði blöðin hófu harða samkeppni um hylli les- enda - slógu upp æsilegum fréttum, urðu gagnrýnin og þótt margt hefði mátt betur fara varð þessi sam- keppni til góðs þegar á heildina er litið,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent við Háskóla ts- lands. Hann segir tilfinningar sínar til DV blendnar. Blaðið sé nauðsynlegt og hinn „hvassi penni Jónasar Kristjánssonar, sem stundum sé dýft í eitur“ sé nauðsynlegur valds- mönnum og öðrum til aðhalds. Hins vegar hafi honum ekki alltaf líkað skrif einstakra blaðamanna. „Ég tel áhrif skoðanakannana DB og DV, seinna meir, hafa verið mik- il. Gleggsta dæmið er framboð R- listans i síðustu borgarstjórnar- kosningum. Ég held líka að skoð- anakannanir hafi hugsanlega af- stýrt því að Sjálfstæðisflokkurinn biði ósigur í síðustu alþingiskosn- ingum. Hættan á vinstri stjórn, sem endurspeglaðist í skoðanakönnun- um, varð til þess að margir kusu Sjálfstæðisflokkinn sem ella hefðu kosið vinstri flokka en þá ber þess að geta að skoðanakannanir eru að- allega upplýsandi - það er verið að miðla upplýsingum til kjósenda um hugsanlegar afleiðingar af vali þeirra. Skoðanakannanir eru í eðli sínu æskilegar á sama hátt og gagn- rýnin er æskileg. Við verðum að sætta okkur við málfrelsið þótt það kosti stundum að einstaka menn misnoti það. Þegar á heildina er lit- ið er málfrelsið tU góðs og Dagblað- ið var þjónn málfrelsisins og arftaki þess er það.“ -PP Tilkoma blaðs- ins af hinu góða - segir Guðrún Helgadóttir „TUkoma Dagblaðsins var af hinu góða. Með því kom blað sem var óháð stjórnmálaflokkunum og óneit- anlega varð öll umræða frjálslegri má segja. Mér finnst hins vegar á þessum 20 ára tímamótmn að þá megi blaðið kannski hafa svolítið meiri ritstjórnarlegan metnað. Blað- ið kaupir jú greinar um aUa hluti milli himins og jarðar en blaðið mætti gera meira að því að birta góðar greinar um það sem er að ger- ast I þjóðfélaginu og umheiminum,“ segir Guðrún Helgadóttir rithöfund- ur. Hún segir blaðið hafa breytt fleiru en pólitískri umræðu. Líklega hafi blaðið breytt öðrum blöðum meira én ýmsu öðru. Morgunblaðið hafi tU dæmis neyðst til að opna blaðið meira en áður. Skortur á samkeppni hafi samt sett mark sitt á stærstu blöðin og fjölga verði upp- lýsandi greinum. Þótt ágætt sé að vera með greinar á dægurmála svið- inu þá megi fjölga hinum. -PP Markar viss tímamót - segir Helgi E. Helgason „Blaðaútgáfa og fjölmiðlun var í mikilli deiglu fyrir 20 árum. TU- koma Dagblaðsins markar á vissan hátt tímamót í íslenskri fjölmiðlun enda fyrsta dagblaðið sem nær fót- festu hér á landi sem ekki er undir áhrifum eða beinni stjórn pólitískra flokka. Dagblaðið var vissulega aufúsugestur - hressUegt blað sem bryddaði upp ýmsum nýjum hlutum ‘ í blaðamennsku. Ég er samt ekki þeirrar skoðunar að Dagblaðið hafi verið eitt um að ryðja brautina tU nýrrar fjölmiðlun- ar. Jafnvel blöð sem voru yfirlýst flokksmálgögn reyndu að láta póli- tíkina ekki hafa áhrif á eða lita fréttaskrifin og áttu líka sinn þátt í þróuninni í átt tU óháðarar nútíma blaðamennsku. Ég vil þannig ekki þakka Dagblaðinu einu fyrir þá þró- un sem orðið hefur - tíðarandinn, betur menntaðir blaðamenn og auknar kröfur almennings um hlut- læga umfjöUun fjölmiðla um menn og málefni og kröfur hans um vand- aðann fréttaflutning hefur breytt fjölmiðlun í landinu á 20 árum. Hún er „óháðari" en hún var og Dagblað- ið á sinn þátt í þeim breytingum," segir Helgi E. Helgason, varafrétta- stjóri Sjónvarps. PP Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Guðrún Helgadóttir. Lúðvfk Geirsson. Blaðið skemmtilegt strax í upphafi - segir Vilborg Dagbjartsdóttir „Mér fannst DB skemmtilegt strax í upphafí. Ég hef keypt blaðið í gegnum tíðina af því að það er líf- legt og fréttirnar eru stuttar og kjarni málsins kemur fram. Myndefni er skemmtUegt og um tíma fannst mér frjálslegur blær á því þótt eitthvað hafi dregið úr því seinustu árin. Það getur nú verið af því að ég eldist," segir VUborg Dag- bjartsdóttir rithöfundur. VUborg segir að í dag finnist henni vanta langar greinar í blaðið, sérstaklega menningarlegar greinar þar sem tekið sé á hlutunum, í raun sé ekkert dagblað hér á landi þar sem áhersla sé lögð á þetta. Önnur blöð hafi lagt of mikla áherslu á langar greinar um málefni sem skipti litlu máli í lífinu. Það sé eins og skortur sé á samkeppni til að fá menn til að taka á þessu. -PP Brynja Benediktsdóttir: Tilvist menn- ingar verðlauna uppörvun „Þegar útgáfa Dagblaðsins hófst fyrir tuttugu árum gat ég ekki ann- að en fagnað því sem óflokksbund- inn þegn þessa lands. Þetta ger- breytti flóru blaðanna eins og sést Vilborg Dagbjartsdóttir. Helgi E. Helgason. Svavar Gestsson. best á því að flokksblöðin sem ekki hafa gefist upp hafa aðlagast þessari stefnu og hleypa að pólitík ann- arra,“ segir Brynja Benediktsdóttir, leikari og leikstjóri. Hún segir þá nýbreytni DV að veita verðlaun innan menningar- geirans sé af hinu góða og lista- mönnum hvatning. „Tilvist verðlaunanna er lista- mönnum uppörvun og ekki síður at- hyglisvekjandi. Annað er að það væri betra að verðlaunin væru pen- ingaupphæð til að létta undir með þessu annars arðrænda fólki sem hefur skapað þjóðarbúinu ómæld verðmæti." -pp DB frumherji í neytendaum fjöllun - segir Ásmundur Stefánsson „Það er enginn vafi á því 'að allur sá hamagangur sem varð í blaða- mennsku í kjölfar DB á sfnum tíma og sérstaklega samkeppnin í upp- hafi við Vísi opnaði fjölmiðlana. Menn geta auðvitað haft fleiri en eina skoðun á því hvernig sumt af því var unnið. Án efa stuðlaði blað- ið að breytingu í aðgangi fólks að fjölmiðlum i fyrsta lagi og eins jók það ágengni fjölmiöla gagnvart at- burðum og fólki. Hvort tveggja varð þetta til góðs og ills. I upphafi tel ég menn hafa farið offari f framsetn- ingu og skemmt dálítið fyrir sér en tvímælalaust breytti þetta því að það var ekki með sama hætti póli- tískar línur sem flokkuðu allt upp sem var að gerast. Merki þess sjást ekki síður I öðrum fjölmiðlum en Dagblaðinu," segir Ásmundur Stef- ánsson, einn framkvæmdastjóra ís- landsbanka og fyrrum forseti ASÍ. Asmundur Stefánsson. Brynja Benediktsdóttir. Jón Ormur Halldórsson. Hann segir Dagblaðið hafa unnið frumherjastarf með neytendaum- ijöllun sinni. Bæði með verðupplýs- ingum og með þvi að gefa launafólki yfirlit yfir ákveðna þætti neytenda- mála. „Það er enginn vafi á því að þar hefur DB og síðar ÐV verið í fararbroddi." PP Markaði tíma- mót í blaðaút- - segir Lúðvík Geirsson „Ég held það fari ekki á milli mála að tilkoma Daghlaðsins á sín- um tíma markaði ákveðin tímamót í blaðaútgáfu á íslandi. Þar með var gerð alvöru tilraun til að brjóta upp þær pólitísku línur sem höfðu verið ráðandi um áratugaskeið í blaðaút- gáfu. Þróunin á árunum á eftir var mikil og ör og Dagblaðið kom með margar merkar nýjungar í fjölmiðl- un, s.s. umfjöllun um neytendamál og alvöru úttektir. Jafnframt reyndi blaðið að skoða mál frá öllum hlið- um. Þannig fengu lesendur meira að velta vöngum yfir en einhverjar pólitískt heimasmíðaðar útlegging- ar,“ segir Lúðvík Geirsson, formað- ur Blaðamannafélagsins. Hann segir boltann hafa farið að rúlla mjög hratt í framhaldi af þessu. Vikublað eins og Helgarpóst- urinn hafi farið að koma út, ekki löngu síðar hafi Bylgjan og Stöð 2 byrjað útsendingar en allt hafi þetta verið liður í sömu þróun, segir Lúð- vík. „Mér finnst hins vegar að það hafi mátt vera meiri slagkraftur í DV í seinni tíð og það ber þess merki að það er ekki samkeppni á síðdegisblaðamarkaðnum í dag.“ -PP DB hluti af afl- vaka framfarar - segir Jón Ormur Halldórsson „Dagblöð voru lengst af ekki gef- in út á íslandi til að miðla fréttum heldur til að flytja ferskar sannanir um að einhver undarleg og þröng heimsmynd væri hin eina sanna. Frásagnir af íslenskri fjölmiðlun fyrir 20 árum hljóma eins og kynja- sögur fyrir fólk sem ekki man þessa tíma. Menn gerðust áskrifendur að skoðunum og fengu þannig sína uppáhalds fordóma senda heim dag- lega. DB var hins vegar opið nokk- uð til jafns fyrir hvern sem nennti að skrifa og þó margir hefðu að ósekju mátt vera pennalatari var þetta stór framfor sem var hluti af mikUli þróun og að hluta aflvaki hennar," segir Jón Ormur Halldórs- son, dósent við Háskóla íslands, í tilefni 20 ára afmælis DB. „Galdurinn við að koma ár sinni fyrir borð á íslandi er hins vegar enn sá sami og hann var á meðan fjölmiðlarnir voru máttarstólpar kerfisins. Hann er ekki sá að kunna, geta eða vita, heldur sá að koma sér í forréttindaaðstöðu með aðild að klíku, hvort sem menn vilja vera í viðskiptum eða embættum. Besta framlag fjölmiðla gegn þessu hafa verið leiðarar Jónasar Kristjánsson- ar, írekar en einhver andi tengdur öllum fjölmiðlum eða einhverjum einum þeirra. Það er tákn um mik- inn veikleika að mönnum detti helst í hug persóna frekar en fjölmiðlar almennt varðandi viðnám gegn mesta meini íslenska þjóðfélagsins. Þróun fjölmiðlunar um þessar mundir vekur ekki vonir um breyt- ingar á þvi.“ -PP Svavar Gestsson: Opnaði fyrir nýjar áherslur „Ég tel DB hafa breytt heilmiklu og þar hafa ráðið úrslitum andi og verðleikar Jónasar Kristjánssonar. Reyndar er hann nú það besta í DV enn í dag. DB hafði verulega góð áhrif á íslenskan fjölmiðlaheim - opnaði fyrir nýjar áherslur og nýja nálgun. Til dæmis var það einna fyrst til að kalla til penna utan blaðsins í verulegum mæli, burtséð frá stjórnmálaflokkum, þótt vinátta ritstjóra við Sjálfstæðisflokkinn hafi sést nokkuð oft. Mér finnst DV hins vegar hafa staðnað í seinni tíð og það þurfl að taka sér tak því að dagblöð þurfa að vera nýjungagjörn og frísk þótt þau séu líka íhalds- söm,“ segir Svavar Gestsson alþing- ismaður. Hann segist vona að blaðið haldi áfram í þeim anda sem það mótaði í upphafi og rífi sig upp úr deyfðinni sem hafi verið yfir því undanfarið. „Svo óska ég blaðinu og þeim sem standa að því til hamingju með af- mælið.“ -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.