Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Síða 33
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 41 Kom frá Indlandi til að giftast á íslandi í júlí síðastliðnum yfirgaf Mercy Washington ijölskyldu, vini og hjúkrunarstarf í 8-9 milljóna manna borg i heimalandi sínu, Ind- landi, til að giftast unnusta sínum sem beið hennar á Selfossi. Unnust- inn er Indverjinn William Varad- araj sem búið hefur á íslandi í fimm ár. „Hann kom í heimsókn til Bangalore í fyrrasumar og það var þá sem við kynntumst," segir Mercy. Frá því að William settist að íslandi hefur hann farið í heimsókn til heimaborgar sinnar, Bangalore á Suður-Indlandi, á hverju ári. „Bróð- ir minn sagði við mig að hann vildi kynna mig fyrir stúlku sem hann starfaði með. Þetta var ást við fyrstu kynni,“ segir William. Hann dvaldi þó aðeins um mánaðarskeið í Bangalore og við tóku bréfaskriftir og mörg símtöl milli íslands og Ind- lands. En hvers vegna flutti William til íslands? „Það er löng saga. Um það leyti hafði ég nýlokið námi í hagfræði og ég var með útþrá. Margir í minni fjölskyldu eru við störf í öðrum löndum, í Mið-Austurlöndum, Ástr- alíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Ég á bróður og systur hér á íslandi. Systir mín kom fyrst hingað. Það vildi þannig til að stúlka héðan frá Selfossi kynntist frænda mínum í Danmörku. Þau gengu í hjónaband og þegar þau voru í heimsókn á Ind- landi varð stúlkan, sem heitir Berg- ljót, mjög hrifin af landinu. Hún dvaldi hjá minni fjölskyldu í um það bil eitt ár. Bergljót spurði syst- ur mína hvort hún vildi ekki koma í heimsókn til íslands og það varð úr. Systir mín varð svo ástfangin hér á íslandi og býr hér með manni sínum. Þegar foreldrar Bergljótar komu í heimsókn til Indlands kom það til tals að ég hefði hug á aö flytja úr landi. Þau spurðu hvort ég vildi ekki koma til íslands en ég var ekki viss. Þegar systir mín spurði mig einnig hvort ég vildi ekki koma sló ég til. Ég kom hingað í maí 1990. Það var vel tekið á móti mér og ég fékk vinnu hjá Alpan. Atvinnuleyfið gilti hins vegar ekki nema í þrjá mánuði og þá fór ég til Svíþjóðar í nokkra mánuði. Síðan kom ég aftur hingað og hef verið hér síðan. Mér líður mjög vel á íslandi,“ greinir William frá. Hann hefur búið víða hér, á Eyrarbakka, í Þorlákshöfn, Reykjavík og nú á Selfossi. Honum hefur alls staðar verið vel tekið. „ís- lenska þjóðin er lítil en hún er með stórt hjarta,“ segir hamn. Mercy hefur gefið honum loforð um að þau haldi heimili á íslandi í að minnsta kosti tvö ár. Svo ætla þau að sjá til. Að sögn Mercy, sem er þrítug og á ekki lengur foreldra á lífi, var erfitt fyrir hana að sannfæra systk- ini sin um að það væri viturlegt að yfirgefa öruggt starf hjúkrunarfræð- ings á sjúkrahúsi til þess að setjast að í framandi landi. „En þau gerðu sér grein fyrir því að ég var ákaf- lega ástfangin," segir hún. Mercy kom svo loks til íslands í júlí síðastliðnum og þann 26. ágúst síðastliðinn gaf séra Þórir Jökull Þorsteinsson saman þau William og Mercy. r Anægður með svalt veður m menmng Djassrapp Hið danska tríó trommarans Thomas Blachman er í einu oröi sagt al- veg dúndurgott. Það er sjálfur Lennart Ginman sem plokkar strengi kontrabassans, en hann lék með Sigurði Flosasyni á geislaplötunni Gengið á lagið. Píanóleikari er Carsten Dahl sem leikúr með góðri til- finningu, smekklegur, blúsaður og ljóðrænn. Á geislaplötu þeirra frá síðasta ári, þar sem einnig má finna rappdúettinn Alwayz in Axion, má heyra bassann hljóðblandaðan mjög framarlega, svona svipað og hjá Cleveland Eaton er hann lék með Ramsey Lewis í tríóinu um og upp úr 1970, enda er keyrslan stundum í meira lagi. Marga góða standarða má heyra á þessari plötu, flutta með ágætum tilþrifum af tríóinu. Það sem gerir músíkina fráhrugðna öðrum píanó- tríóplötum er viðvera rappkarlanna Keith Marable og Eyih Adjavon. Þeir sleppa ágætum textum sem til eru við lögin „Night in Tunisia" (Jon Hendricks), „Take Five“ og fleiri, en rappa þetta svona sjálfir sval- ir og kæruleysislegir eins og hæfa _______________ þykir. Ég veit satt að segja ekki hvort rapp þeirra er í betra lagi eða ekki. Þetta er eiginlega hálf- gert rapp stundum. Þegar á leið fannst mér þaö bara trufla þessa Ingvi ÞÓr KormáksSOIl annars ágætu músik, þótt ekki sé ----------------- því að neita að „Christopher Col- umbus" og „7 Come Eleven" virkuðu nokkuð vel. Besta lagið á plötunni er „When You Wish upon a Star“ en í því er að mestu þagað. Það gengur ekki alveg upp að leiða saman tvær músikstefnur, en að- skilja samt þannig að fulltrúar hvorrar um sig halda sínu striki í sinni veröld án þess að bræða neitt saman. Breyting verður þó á þessu í tveimur síðustu lögum plötimnar sem eru frumsamin eftir Blachman í Acid-Jazz stíl. í þeim gengur samvinna þessara tveggja aðila eftir von- um. Eitt er víst að óhætt er að hvetja allt áhugafólk um djass og jafnvel hiphop og rapp til.að mæta á tónleika hópsins í Tunglinu fóstudags- kvöldið 8. sept. og kvöldið eftir á Ingólfstorgi klukkan 21. Blachman Introduces Standard Jazz and Rap, vol. 1 YMQMM. Mega Records Hljómplötur fyrir sig kuldann inni á hálendinu að vetrarlagi sem hann hefur kynnst í jeppaferðum með vinum sínum. Kuldinn kom Mercy ekki veru- lega á óvart en hún varö undrandi yfir að finna öll krydd sem hún þarf til indverskrar matargerðar í litlum bæ á íslandi. Hún er enn ekki farin að spreyta sig á íslenskri matar- gerð. „Ég hef smakkað íslenskan mat og mér finnst hann góður. En hann er einkennilega lítið kryddað- ur,“ segir hún og hlær. Þau hjónin tala saman á ensku. „Enskan er enn við lýði í Indlandi eftir nýlendutímabilið. Það er mjög algengt á Indlandi að fólk tali sam- an á ensku. Það lærir ensku um leið og það kemur í skóla. En fylkismál- ið okkar heitir kannada. Á foreldra- heimUi mínu var hins vegar talað tungumál sem heitir pamU vegna þess að það var tungumál afa míns og ömmu sem voru úr öðru fylki,“ segir William á ágætri íslensku. í næsta mánuði ætlar Mercy að hella sér út í íslenskunám tU að geta fylgst með því sem er að gerast í nýjum heimkynnum. Hamingjusöm brúðhjón. William Varadaraj og Mercy Washington voru gefin saman á Selfossi í ágúst síðastliðnum. Þegar Mercy fór frá Indlandi var þar 38 stiga hiti og henni þótti ákaf- lega kalt hér þegar hún kom hingað í júlí. Hún fékk snert af lungnabólgu en er nú búin að ná sér. WUliam tekur það fram að hann geti stund- um orðið þreyttur á veðrinu héma en samt sem áður líki honum betur að vera í kulda en hita. ,;Uppáhalds- veðrið er þegar það er logn og 7 til 8 stiga hiti.“ Hann setur heldur ekki ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVIKUR Vetrarstarf hefst fímmtudaginn 14. september að Álfabakka 14 A. Þjóðdansar á fimmtudagskvöldum. Kenndir verða léttir dansar - allir geta verið með! Kennari er Kolfinna Sigurvinsdóttir. Kennsla hefsl 14. september. Gömlll dansarnir á mánudagskvöldum. Byrjendur og framhaldshópur. Kcnnari er Helga Þórarinsdóttir og undirleikari er Páll Kárason harmoníkuleikari. Kennsla hefst mánudaginn 18. september og er námskeið- ið 12 tímar. Er þetta ekki gamall draumur sem verl er að láta rætast? Opnir tímar verða annan hvern miðvikudag kl. 20.30-23. Þú mætir þegar þú vilt og greiðir fyrir hvert skipti. Nokkrir dansar eru rifjaðir upp og síðan dansa allir af hjartans lysl. Stjórnandi er Helga Þórarins- dóttir. Fyrsta opna kvöldið verður 27. september. Mikið fjör!! Nýjung hjá Þ.R.!! Kennsla í hinum vinsæla dansi „Lanciers“. Kennari er Sigríður Þ. Valgeirsdóttir. Kennt verður á þriðjudagskvöldum kl. 20-21 og hefst kennslan 19. september. Æskilegt er að þátttakendur séu í pörum - þó ekki skilyrði. Barna- og unglingaflokkar. Áhugavert og þroskandi starf þar sem börnin dansa innlenda og erlenda þjóðdansa, syngja og læra ógrynni af vísum. Kennsla fer fram síðdegis á þriðjudögum og á laugardagsmorgnum (ef þátttaka er næg). Þrír aldurshópar: 3-5 ára; 6-8 ára; 9 ára og eldri. Kennari er Elín Svava Elíasdóttir og hcfst kennslan 19. september. ■5'7'0FNN^, IÚ NÍ Allt dansáhugafólk velkomið!! Upplýsingar og innritun í síma 587-1616 Þjóðdansaféiag Reykjavíkur % />-5>ofnnv'’,x " 10 Nl 'qS' MM89MW8B8BWMWSIWWHHIHWIIÍ MUNIÐ NYTT SIMANUMER 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.