Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1995, Blaðsíða 37
45
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995
Friðriksmótið hálfnað:
Hannes Hlífar og Margeir standa best að vígi
Frídagur er í dag, laugardag, á
Friðriksmótinu i Þjóðarbókhlöðunni
en sjöunda umferð mótsins hefst.kl.
14 á morgun. Þá mætast Margeir Pét-
ursson og Hannes Hlifar Stefáns son
en fyrir sjöttu umferð í gærkvöld
voru þeir jafhir í efsta sæti.
Staðan eftir fimm umferðir var
þessi:
I. -2. Hannes Hlifar Stefánsson og
Margeir Pétursson, 4 v.
3. Jóhann Hjartarson, 2,5 v. og ein
frestuð skák.
4. -7. Jón L. Ámason, Smyslov,
Glig oric og Sofla Polgar, 2,5 v.
8. Helgi Ólafsson, 2 v. og ein frest-
uð skák.
9. -10. Helgi Áss Grétarsson og
Þröst ur Þórhallsson, 2 v.
II. Bent Larsen, 1,5 v.
12. Friðrik Ólafsson, 1 v.
Aðstæður til skákiðkunar í Þjóðar
bókhlöðunni eru með besta móti,
enda húsið glæsilegt. Áhorfendur sjá
leikina birtast jaöióðum á sjónvarps
skjám og geta valið um að fylgjast
með skákmönnunum að tafli eða set
ið í veitingasal í hæfllegri fjarlægð.
Samhliða mótinu hefur verið sett
upp sýning á skákmunum og ljós
myndum sem tengjast ferli Friðriks
Ólafssonar, auk skákrita í eigu
Landsbókasafns. Er sýningin hin
merkasta og er ástæða til að hvetja
skákunnendur til þess að láta hana
ekki fram hjá sér fara.
Vai erlendu keppendanna er sér
lega vel heppnað frá sjónarhóli áhorf-
enda. Bent Larsen er þekktur fyrir að
taka áhættu í skákum sínum og ekki
sist hefur líf verið í tuskunum þegar
þeir Friðrik hafa glímt við skákborð-
ið. Skák þeirra nú var þar engin und-
antekning en á endanum hafði
Larsen betur. Þeir Larsen og Friðrik
hafa raunar átt erfitt upp dráttar á
mótinu.
Gligoric er kunnasti skákmaður
Júgóslava um árabil, þekktur fræði
maður og „stöðubaráttujaxl". Hann
er nú aftur að ná sér á strik eftir
lægð undanfarinna ára en eflaust hef-
ur ástandið heima fyrir haft þar sitt
að segja. Hann hefur barist í öll um
skákum sínum til þessa en öllum hef-
ur þó lyktað með jafntefli.
Koma Sofíu Polgar hingað verður
vonandi til þess að glæða skákáhuga
meöal stúlkna og kvenna. Þær er
lendu skákkonur sem hér hafa teflt
hafa ávallt verið aðsópsmiklar, allt
frá því Nona Gaprindahsvili gerði
garðinn frægan fyrir liðlega þrjátíu
árum.
Loks er nefndur fyrrverandi
heimsmeistari, Vassilí Smyslov,
skáksagan holdi klædd. Smyslov
tefldi fyrst i heimsmeistarakeppn
inni 1948 og á að baki þrjú einvígi um
heimsmeistaratitilinn við Bot vinnik.
Smyslov var orðinn sextugur er hann
komst síðast í áskorenda keppnina
(1982) en í úrslitaeinvígi um áskor-
endaréttinn beið hann lægri hlut fyr-
ir Kasparov. Hann hef ur áreynslu-
lausan, tæran skákstil og hefur sjálf-
ur líkt taflmennsku sinni við sam-
hljóm tónanna.
Smyslov lék af sér. manni í 2. um
ferð gegn Jóhanni og kaus að gefast
upp eftir aðeins 16 leiki. Nú virðist
hann hins vegar vera búinn að finna
rétta taktinn. Grípum niður í skák
hans við Soflu Polgar í fjórðu um
ferð. Smyslov hefur hvítt og á leik:
8
7
6
5
4
3
2
1
19. f4! exf4 20. e5 Hae8
Eftir 20.-Bxd3 21. Dxd3 Dxd3 (22.
-Dc5+ 23. Bd4) 22. cxd3 Rd5 23. axb5 á
svartur einn ig í miklum vanda.
21. Ddl
Nú kemst svartur ekki hjá manns
Umsjón
Jón L. Árnason
tapi. Eftir 21. De7 22. exfB RxfB 23.
BxfB Dxf'6 24. Rxf4 vann Smyslov létt.
Smyslov tefldi hér á Reykjavíkur
skákmótinu 1974 og sigraði glæsi
lega, hlaut 12 vinninga úr 14 skákum.
Hrein unun var að fylgjast með hon
um að tafli á mótinu. Tvær skáka
hans, gegn Friðriki og Guðmundi,
hefur hann sjálfur sett í safn sinna
bestu skáka en önnur verk hans frá
mótinu eru ekki síðri. Rifjum upp
skák hans við Ingvar Ásmundsson.
Mér er minnisstætt sem unglingi
hvað mér þótti Smyslov fljótur að
breyta betra tafli í unniö, án þess að
ég áttaði mig á því hvernig hann fór
að því.
Hvítt: Vassilí Smyslov
Svart: Ingvar Ásmundsson
Hollensk vörn.
1. d4 f5 2. c4 e6 3. Rc3 RÍ6 4. e3 Be7
5. Bd3 d5 6. Dc2 c6 7. b3 0 0 8. Bb2 a6
9. Rf3 Bd7 10. Re5 Be8 11. Re2 Bb4+
12. Bc3 Bd6 13. f3 Rbd7 14. Rf4 De7 15.
h4!
Treystir í sessi riddarann á f4 sem
er lykilmaður í stöðu hvíts. Þrátt fyr
ir varfærna og rólyndislega byrjun
hefur hvítur náð þægilegri stöðu.
15. -Bc7
Til greina kemur 15.-a5.
16. 0-0-0 Rxe5 17. dxe5 Rd7 18. cxd5
cxd5 19. Db2 Rc5 20. Be2 a5 21. Kbl
Bd7 22. h5 b5?
Betra er -a4 og svartur er ekki án
gagnfæra en nú lendir hann í erflð
leikum.
23. Bd4! Hfc8 24. h6 g6
8
7
6
5
4
3
2
1
25. g4(!)
Það er athyglisvert að Smyslov
skuli í skýringum við skákina ekki
minnast á möguleikann 25. Bxc5
Dxc5 26. Rxd5 og ef 26. -exd5, þá 27.
e6 með hótun á d7 og g7. Með texta
leiknum losnar hann við að reikna út
langar leikjaraöir og heldur svört um
í spennitreyju.
25. -fxg4
Þvingað því að hvítur hótaði sjálf-
ur að taka á f5 og opna g-línuna.
26. Hdgl! gxf3 27. Bxf3.
Skyndilega hafa flóðgáttir að
svarta kónginum opnast og svartur
stendur frammi fyrir óleysanlegum
vandamálum. Eftir opnun g-línunn
ar ræður hann ekki við sóknina.
27. -Re4 28. Bxe4 dxe4 29. Rxg6!
hxg6 30. Hxg6+ Kh8 31. h7!
Og svartur gaf. Hvítur hótar
32. Dg2 og næst 33. Hg8+ og mátar.
jdge
Ursllt heimsmeistaramóts yngri spilara 1995:
Bretar sigruðu Nýsjálendinga
Bretar sigruðu Nýsjálendinga á
heimsmeistaramóti yngri spilara
sem haldið var á eyjunni Bali í júlí
mánuði sl.
Tólf sveitir unnu sér rétt til þátt
töku og var byrjað á seríukeppni.
Að henni lokinni spiluöu fjórar
efstu sveitirnar útsláttarkeppni um
heimsmeistaratitilinn.
Breska sveitin vann seríukeppn-
ina með yfirburðum og valdi sveit
Kanada sem andstæðing. Þar meö
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
lentu Danmörk og Nýja-Sjáland
sam an í hinum undanúrslitaleikn-
um.
Breska sveitin vann síðan
Kanada og Nýja-Sjáland Danmörku.
Nýju heimsmeistararnir eru ekki
með öllu ókunnir íslendingum, þvi
fjórir þeirra spiluðu á bridgehátíð
Flugleiöa og Bridgesambands ís
lands fyrr á árinu. Þ.eir heita Justin
og Jason Hackett, Jeffrey Allerton
og Tom Townsend, Danny Davies og
Phil Souter.
Stærsta sveifla mótsins kom fyrir
í undanúrslitunum :
N/N-S
4 G652
* ÁKDG8
* 96
* Á8
4 10943
9754
* 3
* KG73
* AD7
* 62
♦ ÁKD1087
* D10
Norður Austur
1 hjarta pass
2 spaðar pass
4 lauf pass
4 hjörtu pass
6 tíglar pass
Suður Vestur
2 tiglar pass
3 tíglar pass
4 tíglar pass
4 spaðar pass
7 tíglar Allir pass
Allerton og Townsend voru n-s en
Blond og Levy a-v. Þetta er ágæt
sagnröð hjá þeim bresku en það var
líklegt að a-v fengju samt töluna
vegna tromplegunn ar. En til allrar
hamingju fyrir þá aðhyllt ist vestur
þann flokk manna sem ávallt tromp-
ar út gegn alslemmu! Það voru 2140
til Bretanna.
Á hinu borðinu sátu n-s Kovacz
og Pollack en a-v Jason og Justin.
Norður Austur
1 hjarta pass
2 spaðar pass
4 tíglar pass
4 grönd pass
6 tíglar pass
Suður Vestur
2 tiglar pass
3 tíglar pass
4 spaðar pass
5 lauf pass
pass pass
Justin spilaði út laufi og sagnhafi
var augsýnilega mjög óánægður
með að hafa misst alslemmuna.
Hann gætti því ekki að sér, drap á
laufás og tók tvisvar tromp. Hann
gat samt ennþá unnið spilið með því
aö fara inn á hjarta og svina spaða
drottningu. Síðan spilar hann hjarta
og meira hjarta. Ef austur trompar
ekki fær hann trompslag en sagn-
hafi vinnur samt sitt spil.
í hinum undanúrslitaleiknum
enduðu Nýsjálendingamir í fimm
tíglum en á hinu borðinu fóru Dan-
irnir í sjö tígla.
Nýsjálendingurinn í vestur spil-
aði út spaða, lítið, kóngur og ás.
Sagnhafi tók nú tvo hæstu í trompi
og fékk vondu fregnirnar. Hann fór
nú í hjartað og í þriðja hjartað gerði
austur þau mistök að kasta laufí í
stað spaða. Sagnhafí spil aði meira
hjarta, austur kastaði öðru laufi og
sagnhafi trompaði. Spilið stendur
nú upp í loft. Allt sem sagnhafí þarf
að gera er að fara inn á laufás,
trompa lauf og spila spaða á gosann.
Síðan kemur síðasta hjartað og
austur er fastur í svo kölluðu „stór“
bragði. Það er sama hvað hann ger-
ir, sagnhafi á afganginn. Daninn fór
hins vegar villur vegar og varð einn
niður.
STORMÐBURDUR 3 HiQLUNNI!
Ferða og útmstarsýnimg
fgoSskyiduni?iar
I Laiuigareialshöi
21.-24. sept. '95
eMet,
.
—^
/fllJLUlU
Pressuleikur Mizuno-deildarinnar
Úrvalslið Mizuno
gegn
íslenska kvennalandsliðinu
sunnudag 10. sept. kl. 14.00
á Stjörnuvellinum, Garðabæ
Mætum öll
Ókeypis aðgangur
Landhelgisgæsla
íslands
hefur opið hús milli kl. 13.00 og 17.00 í dag.
Varðskip við Ingólfsgarð verður til sýnis.
í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Naut-
hólsvík eru flugvélar Gæslunnar ásamt bún-
aði til sýnis. Einnig verða Sjómælingar ís-
lands og sprengjudeild Landhelgisgæslunn-
ar með kynningu.
ALLIR ERU VELKOMNIR.
Landhelgisgæsla íslands
NORDMENDE
SURROUND-SJONVARPSTÆKI
MEÐ NÝJUM OG BETRI SKJÁ
Nordmende Spedra SC-72 SFN
er vandaÖ 29" sjónvarpstæki:
• Black D.I.VA flatur svartur
myndlampi meS PSI/CTl/ISO
tækni sem auka myndskerpuna
til muna og aSdróttarstilling
|zoom) í tveimur þrepum.
• 40 W Stereo Surround-
magnari, 4 innb. hátalarar
og tengi fyrir 2 bakhátalara.
• 2 Scart-tengi, video/audio
tengi og tengi fyrir heymartól.
• AuÖnotuS fjarstýring,
aSgerSastýringar á skjá,
stillanleg stöSvanöfn, íslenskt
textavarp, tímarofi, vekjari
o.m.fl.
ÞÝSK HÁGÆÐAVARA !
BLACK
D.I.V.A.
^o-hátölurum
tilbOÐá sem'iSupa nordmendE
FYRIR þa ^ónvarpst^ki.
SC-72,! ,3 000,- kr. Par,ð
AÐEINS 13.9WW,
RAÐGREIÐSLUR
SKIPHOLTI
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA ™ ÁLLT AÐ 24 mANAOA Sími: 552 9800