Þjóðviljinn - 23.12.1947, Síða 9
Jólin 1947
ÞJÓÐVILJINN
7
Hann gat ekki varizt því að kenna í brjósti um þessa
tusku, þó að hann hefði viðbjóð á líferni hennar, hún
var einstíöðingur og ólánsmanneskja. Hálfklæddur
skygndist hann fram á ganginn. Jú rétt, þama lá hún
á hliðinni og hafði troðið pokaskudda undir höfuðið.
Fyrir framan hana flóði spýjan og lyktaði um allan
gang. Hann stjakaði við henni.
,,Komdu inn og legðu þig fyrir á bekknum, skinnið
mitt,“ sagði hann, studdi hana inn fyrir og lánaði
henni volgu yfirsængina sína til að breiða yfir sig á
bekknum, sem stóð undir súðinni gegnt rúmiriu hans.
Hann tók af henni hattinn og hagræddi höfði hennar.
,,Ósköp ertu full núna, Sibba mín.“
„Ég er ekkert full, bara mjúk.“ drafaði i henni, en
hún laug, því að hún var moldfull, andartaki siðar
hraut hún eins og gamall drykkjusvoli.
— Þessi morgunn leið í árangurslausri bið við
Þjóðleikhúsið. Um 'hádegisbilið rölti hann heim á
leið með lífsbjörg handa sér og Sibbu Sæm. Hann
vakti hana til að borða, en hún var óðara oltin út af
aftur. Það var því ekki mn annað að gera en skilja
hana þarna eftir í ólæstu herberginu, þegar hami
lagði upp í nýja atvinnuleit.
Á afliðandi nóni var hann orðinn úrkula vonar rnn
að hann kæmist í vinnu þennan dagimi og lötraði af
stað heimleiðis á þessum lúalega seinagangi, sem var
óbrigðult merki þess að stöður hans og vakk, vonir
og bænir hefðu orðið til einskis.
Þetta var einstakur blessaður sólskinsdagur með
fjörugu götulífi, sumarbúnu fólki, barnavögnum,
stálpuðum krökkum, sem sleiktu rjómaís, veðurbitn-
um hennönnum í mógrænum einkennisbúningum með
byssur á’baki. Verkamaðurinn, sem þrammaði bón-
leiður úr bjargarleit kunni ekki skil á þeirri sól, sem
er mönnum til skemmtunar. Hann þekkti aðeins þá
sól, sem þurrkar hey og flattan fisk.
Hann kunni heldur ekki upp á það að si>óka sig i
sólskininu, hann hafði aldrei átt sumarföt, þekkti
ekki sumarfrí nema af orðspori og rjómaís hafði
hami ekki smakkað nema einu sinni og þá fengið eft-
inninnilegt tannkul. Sólskinið gladdi hann ekki, hann
var stúrinn í bragði.
„Það er góða veðriö", var sagt við hliðina á hon-
um.
Hann leit út undan sér, sá sem hafði ávarpað hann
var ungur maður, vart meira en þrítugur, vel búinn
og þóknanlegur. Verkamaðurinn játti þessari aug-
ljósu staðreynd og hélt áfram nokkru greiðara en áð-
ur. Ókunni maðurinn fylgdist með honum og braut
upp á samtali um atvinnulífið og kaup verkamanna.
„Þið eruð ekki lengi að losa hvert hundraðið, ef þið
hafið vinnu,“ sagði hann. „Ég sé að þú munir ekki
hafa haft handtak að gera í dag, en þín ferð verður
væntanlega betri á morgun."
Verkamaðurinn leit upp með vonarglampa í aug-
unum. Ef til vill var þessi maður leppur h já Englend-
inguniim og gat með einu orði komið honum í varan-
lega vinnu.
„Maðurinn er kaimske í brezkri þjónustu," sagði
hami varfæmislega.
Nei, það var maðurinn ckki. Hann lét ekkert uppi
um stöðu sína í mannfélaginu, en hélt áfram að tala
um verkamenn, kjör þeirra og aðbúnað við vinnu.
„Þú munt vera þaulkunnugur þessu öllu,“ sagði
hann.
„Ójá, ég er nú búinn að vera verkamaður hér í rúm
þrjátiu ár,“ svaraði hann og fræddi ókmma mann-
inn tortiyggnislaust um það, sem hann vildi vita.
Hann fann velvildarhug hans streyma til sín og þvi
var hpnum hugarléttir að því að telja honum atvinnu-
raunir sínar og umkomuleysi.
. „. . . . Okkur, þessum eldri mönnum, er að verða of-
aukið á vinnumarkaðinum, þó að við séum fullfærir
til vinnu. Til að mynda er ég litið farinn að tapa
kröftiun, en maður stirðnar við aðgerðaleysið. í hita-
veituna á ekki að taka neina meim, sem eru eldri en
fimmtugir. Til kaupavinnu þyki ég líka of gamaD
nema fyrir liðlettingskaup, ekki tjóar að tala um
rikisverksmiðjurnar, sjómennsku eða vegagerð, hafi
maður ekki komizt inn á einhvern vinnuveitanda og
hangið á honum árum saman. Yngri menn sitja fyrir
allri vinnu. Ég er svo sem ekki að segja að það sé
óréttlátt, en yfirtak er það samt kveljandi að vera
útskúfað frá vinnu á meðan maður er bráðfrískur og
vill reyna að bjarga sér, og þarf að aura saman fyrir
seinni tímanum. Enginn veit, hvers gamall maður
getur þurft með, og alltaf þykir það sómasamlegra
að eiga fyrir útförinni sinni, en það er rétt svo sem
að maður leggi fyrir. Stjóniirnar plokka hverja krónu
og því verri verða þær sem hausarnir á þeim eru
fleiri.“
Hann þagnaði hræddur um að hann hefði gengið
of langt í ádeilu sinni á stjórnir bæjar og ríkis.
„Yerst er þó að skilja svo við þennan heim, að
ekkert liggi eftir mann,“ sagði hann í armæðutón,
sjálfsásökun yrði honum þó ekki til dómsáfellis.
„O, mörg muntu nú eiga handtökin hér í þessum
bæ,“ sagði ókunni maðurinn. „Skyldi það ekki vera
,þú og þínir líkar, sem hafið sprengt upp klappirnar
i holtunum hérna og byggt heil 'hverfi, þar sem áður