Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 14

Þjóðviljinn - 23.12.1947, Side 14
12 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1947 Bretar baða sig i Thamesánni hjá Tower Bridgc ,,hitadaginn" 31. maí s. 1. — Það hefði verið vandfundinn Islendingur sem hefði fengizt til að fara- út í það skólp — sér til hressingar. I Dagurinn var liðinn að kvöldi og — engin áritun BJABTSÝmx fengin. Hvom kostinn áttum við að SIGRAÐI velja? Bíða eftir því að fá áritun? Tékknesku krónurnar okkar voru þrotnar, viðbótarsending ókomin. og þótt við værum með greidda farmiða í vösunum giltu þeir nú ekki lengur nema litinn hluta leiðarinnar, og næstum vist að við yrðum að kaupa nýja — og það myndi höggva geigvænlegasta, skarð í pundaeign okkar. Og ef við þurftum að bíða eftir ferð ættum við hvorki fyrir mat né fargjaldi. Fara áritunarlausir? Þá áttum við á hættu að vera látnir í tugthús í Þýzkalandi eða Belgíu og dúsa þar, kannske nokkra daga, þangað til islenzka sendiráðið í London hefði gert grein fyrir þessum óskilageml- ingum! Af tvennu illu leizt mér öllu hyggilegra að bíða, en Emil svall heimferðarmóðiu- og bjartsýni og ég var þá of huglaus til þess að kannast við það hugleysi mitt að mér litist hálffjandalega á ferðalag með árit- unarlausa passa, Um þetta ræddjjm við meðan við lét- um niður farangurinn, sem var nú meiri en áður, en þó einkiun þyngri, því hér höfðum við eignazt álit- legan stafla af bókum. Svo röltum við út til að kynna okkur fullkomlega leiðina til járnbrautarstöðvarinn- ar, því nú var svo komið a8 við þorðum ekki að eyða fyrir bíl að morgni. Dauðuppgefnir af hlaupum, hringingum og stappi dagsins, sem bætzt hafði ofan á látlausar þingsetur, veizlur og ferðalög undanfarinn tíma, lögðumst við til svefns, það er að segja kappræðna um ferðalagiö, sem enduðu í þeirri ákvörðun að bezt væri að fara, þótt við teldum virðingu okkar naumast samboðið að lenda í tugthúsi fyrir asnaskap og eyða þar e. t. v. mörgum dögum. Emil var bjartsýnn og hvetja-ndi; ég nöldrandi og letjandi. Far þennan dag hafði verið pantað mörgum vikum áöur fyrir blaðamannahóp- inn, og Emil vildi halda hópinn. Gott. Vogun vinn- ur og vogun — tapar. Og svo bættist það ofan á, að Emil lét svo illa í svefni að mér kom ekki dúr á auga. Ég hentist upp —: Hættu þessum látum mannfj . . .! urraði ég grimmdarlega. — Eg get ekki að þessu gert, góði, svaraði hann af kristilegri alúð. Þessar voru orsakirnar að geðstirfni okkar Emils að morgni 11. júní sl. Hópur starfsbræðra var mætt- „ÞAB KR NÚ HVORT ^ á StÖðÍllnÍ tH.að kVeðja- ES SEH EB OF SEINT" að láta fara Sem bezt um mig í klefanum, en Em- il gat ékki kyrr setið fyrir áhuga. Innan stimdar kom hann aftur með þær fréttir að í næsta klefa við Mr. Kenyon (hann er Breti og forseti Alþjóðasam- bands blaðamanna) væri nóg pláss, aðeins tvær stétt- arsystur okkar, brezkar, og þær vildu gjarna fá okk- ur í klefann. Þetta var mjög hyggilegt, því Kenyon yrði hjálparhella okkar á brezka hernámssvæðinu. Eg dragnaðist af stað á eftir Emil. Önnur þeirra var virðuleg ekkjufrú. Svarta 'hárið hennar var byrjað að grána. Hin var yngri og ólofuð — a. m. k. ógift. Auðvitað hlammaði Emil sér niður við hliðina á þeirri gráhærðu! Þetta fannst mér ókristilega gert. Eg geri þá kröfu til guðfræðinga að þeir séu sterkari

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.